Að gera gott betur

Eiríkur Ragnarsson skrifar um ný lög sem eiga að hvetja fólk til að gefa til góðgerðarfélaga.

Auglýsing

Fyrr í þessum mán­uði tóku gildi ný lög sem ætlað er að auka „hvata fyrir gef­endur vegna gjafa fram­laga þeirra til [al­manna­heilla].“ Á máli okkar mann­anna: Alþingi vill hvetja okkur til að gefa meira til góð­gerð­ar­fé­laga og ann­arra stofn­anna sem reknar eru með hag almenn­ings í huga, eins og góð­gerð­ar­fé­lög og íþrótta­klúbba.

Það er gott og bless­að. Lík­lega eiga lög­in, eins og þau standa í dag, eftir að hvetja fólk aðeins, kannski eins og áhuga­laus pabbi á karate æfingu sonar síns, í öllu falli eru þau engir 30 þús­und Íslend­ingar á EM í Frakk­landi að vík­inga­klappa.

Að ná mark­miðum sínum

Þegar lög eru skrifuð með sér­stakt mark­mið í huga ætti mark­miðið að vera blekið í penn­an­um. En allt of oft er það þannig að lög eru skrifuð með hálf­tómum penna. Hvað veldur því veit ég ekki þó oft virð­ast full­trúar fólks­ins ekki skilja fólk­ið.

Þegar hanna á stefnu sem miðar að því að auka hvata fólks til að gera meira af einu en öðru þarf að skilja hvernig eitt og annað spilar sam­an. Ef ætl­unin er að láta fólk eyða meira í gjafir til góð­gerð­ar­mála þá þarf að skilja gena­mengi gjafa til góð­gerð­ar­mála.

Hag­fræð­ingar hafa pælt í gjöfum til góð­gerð­ar­mála í nokkur hund­ruð ár. Almennt hugsum við um gjafir ein­fald­lega sem eina vöru í útgjalda­körfu ein­stak­linga. Í körf­unni, sem hag­ræð­ingar kalla nytja­fall, eru allur mögu­legur unaður og nauð­synjar: Kaffi, raf­magn, Ari Eld­járn í Hörpu – þið vitið hvað ég á við.

Hag­fræð­ingar flokka vörur í nytja­fall­inu eftir því hvernig neyt­endur bregð­ast við verð­breyt­ingum og breyt­ingum á tekj­um, algengastar eru: Venju­legar vörur og óæðri vör­ur. Hag­fræð­ingar kalla allt bara vöru. Það er ekki af því við teljum allt sem við gefum pen­ing fyrir sér vara, en það ein­faldar okkur að tala um hlut­ina.

Óæðri vörur eru vörur sem við neytum minna af þegar tekjur okkar hækka: Við kaupum færri pakka af pakka núðlum eftir að við útskrif­umst úr skóla og byrjum að vinna.

Venju­legar vörur eru vörur sem við neytum meira af þegar tekjur okkar hækka: Við kaupum dýra bíla þegar við fáum stöðu­hækk­un.

Rann­sóknir hag­fræð­inga á vör­unni gjöf-til-­góð­gerð­ar­mála (sem ég mun kalla gjöf héðan af) benda sterk­lega til þess að hún sé ósköp venju­leg vara. Þeim mun meiri pen­ing sem þú átt, þeim mun meira gefur þú til góðra mál­efna. Félags­fræð­ingar eru lík­lega sam­mála og mundu smella þessum bygg­ing­ar­steini yfir miðju Maslow pýramíd­ans síns.

Það að gjöf sé venju­leg vara þýðir það að þegar verð á gjöfum lækk­ar, eins og það er ef maður fær end­ur­greiddan hluta gjaf­ar­inn­ar, þá eyðir maður meira í gjafir en áður. En, þar sem það er ódýr­ara að gefa er maður líka rík­ari og eyðir því hluta end­ur­greiðsl­unnar í eitt­hvað ann­að, eins og til dæmis góðan mat eða jafn­vel bjór, hvað það er skiptir þó ekki máli.

Afleið­ingin af lög­unum verður lík­lega sú að lands­menn eiga eftir að eyða meiri pen­ing í gjafir en áður. Áhrifin verða lík­lega tak­mörk­uð.

Afslátt­ur­inn kemur of seint

Afslátt­ur­inn virkar þannig að ein­stak­lingur með 600 þús­und krónur í mán­að­ar­laun sem gefur 100 þús­und krónur til góð­gerð­ar­mála árið 2022 fær um 38 þús­und krónur end­ur­greiddar árið 2023. Afleið­ingin er sú að þeir sem gefa, sem oft gefa án þess að pæla mikið í því hvað þeir „græða“ á því, taka end­ur­greiðsl­una ekki að fullu inn í reikn­ing­inn.

Rann­sak­endur fundu það út að í Bret­landi leiddi 10% end­ur­greiðsla til u.þ.b. 3% aukn­ingar í frjálsum fram­lögum til góð­gerð­ar­mála. Svip­aða sögu er að segja frá Frakk­landi og öðrum vest­rænum ríkj­um. Mann­eskja sem hefði gefið 100 þús­und krónur án afslátt­ar, gæfi þá 111 þús­und krónur ef hún fengi 38% gjaf­ar­innar end­ur­greidda.

Kæri les­andi, afsak­aðu. Ég veit að svona taln­arugl er ekki mjög aðgengi­legt, það minnir mig alltaf á það þegar Sig­ur­jón Kjart­ans­son útskýrði stofn til trygg­ing­ar­gjalds fyrir Þor­steini Guð­mund­syni á sínum tíma í Fóst­bræðr­um. En, ég er mann­legur og fell í sömu gildrur og sér­fræð­ing­arnir sem ég geri svo oft grín að í þessum dálki. Óháð því hvort stærð­fræðin rugli les­and­ann þá stendur punkt­ur­inn: Lögin ættu að miða að því að koma sem mestu af end­ur­greiðsl­unni til góð­gerð­ar­mála, en ekki bara þriðj­ung henn­ar.

Komum til móts við fólk

Und­an­farin ár hef ég fylgst grannt með og skrifað reglu­lega um söfnun Hlaupa­styrks í kringum Reykja­vík­ur­mara­þon­ið. Ég hef notað hana til að útskýra hvernig við karl­arn­ir, með útblás­inn brjót­skass­ann, mættum stundum hegða okkur meira eins og konur og setja okkur mark­mið sem við ráðum við. Og í fyrra skrif­aði ég dap­ur­legan pistil (sá sem finnur klaufa­vill­una í honum fær prik), sem sýndi það mikla tap sem góð mál­efni urðu vegna COVID-19 og aflýs­ingu hlaups­ins.

Mynd: Söfnunarupphæð einstaklinga árin 2019 og 2020

Þegar ég sá í hvað stefndi vissi ég að ég gæti ekk­ert gert annað í mál­unum en að hlaupa sjálfur og gefa góðu mál­efni pen­ing. Þar sem ég er hag­fræð­ing­ur, og sem slík­ur, pældi ég mikið í því hvað ég gæti gert til þess að gefa sem mest, án þess að enda á hreppn­um. Ég setti því í gang útboð þar sem ég bauð að gefa fram­lagið mitt, sem var 50.000 krón­ur, til mál­efnis sem hæst­bjóð­andi mætti velja. Hæst­bjóð­andi skuld­batt sig auð­vitað til að gefa upp­hæð­ina sem hann bauð til sama mál­efn­is.

Úr upp­boð­inu varð ágætis fjör á sam­fé­lags­miðl­inum Twitt­er. Fyrsta boðið var 5.005 kall (ég tek ekki 5.000 kr. til­boð Hauks Við­ars sem eyrna­merkt var Mið­flokknum með), annað til­boðið var 7.000 kr. og koll af kolli alveg þangað til Björg­vin Ingi jafn­aði fram­lag mitt og vann þar með upp­boð­ið.

Hug­myndin var ein­föld. Með því að segja fólki að ég mundi gefa því mál­efni sem var þeim mik­il­vægt hvatti ég fólk til að gefa meira. Ég bauð þátt­tak­endum ekki pen­ing, ég bauð þeim að gefa pen­ing­inn sinn bet­ur. Rann­sóknir styðja þessa nálg­un, ein slík frá 2007 sýndi að jöfnun gjafa leiddi til hærri fram­laga og drægi inn fólk sem hefði ann­ars ekki gef­ið. Og það merki­lega er að hvort fram­lagið var jafnað eða greitt var meira skipti litlu máli.

Skatta­lækkun fyrir þá sem minnst þurfa á henni að halda

Ef lögin hafa engin áhrif á hegðun fólks, ef eng­inn gefur meira út af skatta­legum hvöt­um, þá eru svona lög eins mis­heppnuð og þau geta orð­ið. Ástæðan er sú að í grunn­inn, ef við hugsum um þau sem venju­lega vöru, þá þýða þau það að þeir sem mest hafa – og þar af leið­andi mest eyða í góð­gerð­ar­mál – fá stærstu end­ur­greiðsl­una.

Það sem meira er, þar sem við búum bless­un­ar­lega í landi með skatt­þrepum sem hækka í takti við laun, þá fá þeir sem eru með hærri laun meira end­ur­greitt, þó þeir gefi minna en þeir sem eru með lægri laun.

En auð­vitað hefur þetta ein­hver áhrif. Í öllu falli hefur fólk meira í milli hand­anna ári eftir að þau gefa til góð­gerð­ar­mála og gefur þá, að öllu óbreyttu, meira til góð­gerð­ar­mála. Ofan á það bæt­ist svo hvat­inn sem end­ur­greiðslan sjálf er.

Afleið­ing skatta­lækk­an­anna er sú að tekjur rík­is­ins minnka. Ríkið getur því gert minna fyrir þá sem mest á því þurfa að halda. Sem oft­ast er slæmt en ekki endi­lega í þessu til­felli. Færi öll end­ur­greiðslan í góð mál­efni þá má vel vera að fjár­mun­unum sé betur varið en ef ríkið sér um að deila þeim út. Oft vita ein­stak­lingar meira um það hvar pen­ing­unum er best var­ið.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá hefði mátt hugsa þetta bet­ur. Í stað þess að drýgja tekjur rík­is­sjóðs og gefa hluta tekju­taps­ins til góðra mál­efna hefði ríkið ein­fald­lega getað eyrna­merkt end­ur­greiðsl­una því mál­efni sem fólk gefur til. Þegar maður slær inn 50.000 kr. áheit á hlaupara þá mundi ein­fald­lega poppa upp í sam­tölu glugg­ann á skján­um: 50.000 kr. + 19.000 kr. Slík, ein­föld útfærsla, hefði lík­lega dregið inn nýja gef­endur og aukið fram­lög ein­stak­linga.

Alla­vega ef Íslend­ingar eru eitt­hvað eins og útlend­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics