Atvinnurekendur geta lært af hlaupurum dagsins

Eiríkur Ragnarsson skrifar um að þegar kemur að fjáröflun í Reykjavíkurmaraþoninu þá eru karlar bæði líklegri til þess að setja sér markmið og jafnframt ýkja þau, í samanburði við konur. Þó eru þeir ekki betri en konur í því að safna pening.

Auglýsing

Í janúar á þessu ári, eftir 10 ára starf, fékk kvenkyns hagfræðingur sem ég þekki verðskuldaða stöðuhækkun. Ég veit það fyrir víst að ákvörðunin að veita henni stöðuhækkunina var byggð á getu hennar. Hún er einstaklega vel gefin, hefur feiknamikla reynslu í sínu starfi og er bæði samvinnu- og samviskusöm.

Venjulega tekur það fólk með hennar hæfileika ekki 10 ár að fá sambærilega stöðuhækkun. Til að mynda um svipað leyti fékk annar ungur maður, í sama fyrirtæki, sambærilega stöðuhækkun. Hann hafði þó aðeins fimm ára reynslu. Þekki ég manninn einnig og veit að, þrátt fyrir að hann sé harðduglegur og hæfileikaríkur, kemst hann ekki með tærnar þar sem konan hefur hælana.

Ungi maðurinn fékk þó ekki stöðuhækkunina bara af því að hann er karlmaður. Á þessum vinnustað virkar það þannig að fólk þarf sjálft að sækja um stöðuhækkun og ef maður gerir það ekki þá er enginn séns að fá hana. Og er ég nokkuð viss um það að ef konan hefði sótt um fyrir fimm árum þá hefði hún fengið stöðuhækkunina.

Auglýsing

Áður en konan sótti um stöðuhækkun þá ræddi ég þetta oft við hana, og hvatti hana til þess að sækja um. En hún var alltaf hógvær og sagði að „hún væri ekki undir það búin“ eða að „hún þyrfti meiri reynslu“. Sem sagt, það hægði á ferli hennar af því að hún var hógvær, og ekki nógu ýtin.

En þetta er ekkert einsdæmi. Ég sé þessa tilhneigingu allt í kringum mig: Karlar eru líklegri til þess að þenja út brjóstkassann og heimta stöðuhækkun. Ég meina, Sigurður Ingi er tæknilega séð yfirmaður Lilju Alfreðs. Og sama hvaða flokk maður styður þá veit maður það að sú hlutverkaskipting getur ekki verið á getu byggð.

Karlar halda að þeir geti aflað meira fjár en konur – allavega þegar kemur að hlaupum

Þegar þetta er skrifað ætla um 10.000 manns að hlaupa ýmsar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þar af eru tæplega 6.000 einstaklingar frá Íslandi. Það er eitt og sér er að sjálfsögðu geggjað, en það sem er þó enn þá geggjaðra er það að um 2.000 þessara hlaupara hafa samanlagt safnað meira en 80 miljónum króna fyrir góðgerðafélög eins og Alzheimersamtökin og Ljósið. (Og getur maður skoðað (og heitið á þá) á http://www.hlaupastyrkur.is.) Bravó!

Maraþonhlauparar eru ágætir safnarar Heimildir: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics

Hver og einn safnari hefur sína eigin síðu á hlaupastyrk.is. Þar kemur fram hvaða vegalengd þeir ætla að hlaupa, hversu miklu þeir hafa safnað og (sumir) setja sér fjármögnunarmarkmið (hversu miklum aur þeir ætla sér að safna). Og þar sem mér þótti þetta áhugavert ákvað ég að búa til smá forrit sem hlóð niður öllum þessum upplýsingum.

Það sem ég hafði helstan áhuga á voru markmiðin sem einstaklingar setja sér og hversu mikið þeir höfðu safnað. Markmiðin segja manni nefnilega eitthvað um það hversu öruggir um fjáröflunargetu sína einstaklingar eru; áheitin segja manni hversu mikil fjáröflunargetan raunverulega er.

Það fyrsta sem kom í ljós var ekkert sérstaklega sláandi: Meirihluti safnara (sem skrá markmið) virðast ofmeta fjáröflunargetu sína. En mismunurinn á getu og árangri er þó miklu meiri meðal karla: Þeir telja sig geta aflað um það bil 50% meira en konur (meðal markmið karla er um 119 þúsund) – en engin marktækur munur er á fjáröflunargetu kynjanna. Það er enginn munur er á fjáröflunargetu kynjanna, en karlar halda samt að þeir séu betri.

Það er enginn munur er á fjáröflunargetu kynjanna, en karlar halda samt að þeir séu betri. Heimild: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics

Hógværir einstaklingar gætu verið betri en þeir háværu

Konur eiga það til að fá ekki sömu tækifæri og karlar. Til dæmis eru aðeins 23 forstjórar 500 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna konur, aðeins fleiri en forstjórar sem heita Jón (þeir eru 21). Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu, og eftir því hvaða sérfræðing þú spyrð þá færð þú mismunandi útskýringar: Sumir segja að þetta sé beint eða óbeint val; aðrir segja að þetta sé bein eða óbein mismunun; og einhverjir segja að barneignir spili stórt hlutverk. Og eflaust hafa allir eitthvað fyrir sér.

En ég held að það gæti líka verið, að öllu jöfnu, að konur séu einfaldlega ekki eins ýtnar og menn. Að sjálfsögðu eru til fullt af konum sem eru ýtnar og slatti af mönnum sem eru það ekki. En ef konur eru líklegri til þess að vera hógværari og ekki eins ýtnar og menn, þá gæti það haft einhver áhrif á ferðahraða þeirra upp metorðastigann – eins og var tilfellið með vinkonu mína.

Allavega vitum við það að þegar kemur að fjáröflun í Reykjavíkurmaraþoninu þá eru karlar bæði líklegri til þess að: Setja sér markmið; og ýkja þau, í samanburði við konur. En þótt markmiðin þeirra séu há, þá eru þeir ekki betri en konur í því að safna pening. Kynin eru bara jafn góð.

En þessi hugsunarháttur á sér eflaust ekki bara stað í söfnunum. Hann á sér, að öllum líkindum, einnig stað á vinnustaðnum. Því er það mikilvægt að atvinnurekendur séu varir um sig næst þegar útblásinn brjóstkassi kemur inn á kontór og heimtar stöðuhækkun, því það gæti verið hógværari, en hæfari, einstaklingur sem á sama tíma lemur á lyklaborðið sitt, samviskulega í hljóði, sé betri kostur en sá sem „tekur sitt“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics