Svör við helstu áhyggjum lækna af dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman segir að stuðningur lækna og hjúkrunarfræðinga við dánaraðstoð hafi vaxið stöðugt í löndunum í kringum okkur. Hún vill að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks hér á landi verið kannað.

Auglýsing

Lækna­stéttin hefur hingað til verið hik­andi í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoð­ar. Á und­an­förnum árum hefur þó orðið veru­leg breyt­ing á afstöðu lækna­sam­taka í mörgum löndum frá beinni and­stöðu við dán­ar­að­stoð yfir í að vera hlut­laus eða jafn­vel fylgj­andi. Í sept­em­ber sl. ákváðu bresku lækna­sam­tökum (The Brit­ish Med­ical Associ­ation) sem dæmi að falla frá and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð og taka upp hlut­lausa afstöðu. En hver eru helstu áhyggjur lækna af dán­ar­að­stoð?

„Okkar hlut­verk er að lækna en ekki deyða“

Í umræð­unni um dán­ar­að­stoð hefur lækna­stéttin lagt áherslu á að hlut­verk hennar sé að lækna sjúk­linga eða bæta heilsu þeirra en ekki deyða þá. Ein­staka læknar hafa tekið sterka afstöðu og tjáð sig opin­ber­lega. Guð­mundur Páls­son sér­fræð­ingur í heim­il­is­lækn­ingum full­yrti sem dæmi í Morg­un­blað­inu árið 2018 að lækna­stéttin myndi bera mik­inn skaða og „dauða­lækn­ar“ skera sig úr sem „af­tök­u­læknar rík­is­ins“. Þeir myndu „óhreinkast ef líf­láts­verk yrðu vinna sumra þeirra.“

Þessi full­yrð­ing er eins langt frá raun­veru­leik­anum og hægt er að hugsa sér. Þegar dán­ar­að­stoð á í hlut er ávallt gengið úr skugga um að um sé að ræða sjálf­vilj­uga og vel ígrund­aða ósk ein­stak­lings­ins og fjarri lagi að um sé að ræða líf­láts­verk eða aftöku sjúk­lings af hálfu lækn­is. Frekar er um að ræða kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

Auglýsing

Birgir Jak­obs­son fyrr­ver­andi land­læknir sagði í við­tali í Stund­inni árið 2017: „Fyrir utan að dán­ar­að­stoð stríðir gegn lækna­eiðnum þá sam­rým­ist hún ekki heldur góðum starfs­háttum lækna sem við eigum að fylgja. Við eigum frekar að virða líf heldur en að taka líf.“ Lækn­is­fræð­inni hefur fleygt áfram síð­ustu ára­tugi og á hátækni­sjúkra­húsum nútím­ans er hægt að lengja líf manna með aðstoð lyfja og nútíma­tækni, þó það geti leitt til þess að auka þján­ing­ar. Deila má um hvort að það sé verið að virða líf með því.

Ekki er heldur hægt að sjá að lækna­eið­ur­inn banni dán­ar­að­stoð. Íslenska útgáfan af heit­orði lækna hljóðar svo:

Ég sem rita nafn mitt hér und­ir, lofa því og legg við dreng­skap minn að beita kunn­áttu minni með fullri alúð og sam­visku­semi að láta mér ávallt annt um sjúk­linga mína án mann­grein­ar­á­lits að gera mér far um að auka kunn­áttu mína í lækna­fræðum að kynna mér og halda vand­lega öll lög og fyr­ir­mæli er lúta að störfum lækna.

Er ekki einmitt verið að valda skaða þegar ein­stak­lingur er lát­inn þjást óbæri­lega gegn vilja sínum við lok lífs? Án mögu­leika á dán­ar­að­stoð getur ósk sjúk­lings­ins um að fá að deyja auk þess leitt til þess að hann fremji sjálfs­víg, sem veldur mun meiri skaða og þján­ingu en dán­ar­að­stoð. Talið er að 10% af öllum sjálfs­vígum í Englandi séu fram­kvæmd af sár­þjáðum ein­stak­lingum með ólækn­andi sjúk­dóma.

„Dán­ar­að­stoð býður heim mis­notk­un“

Á þeim tæpu tutt­ugu árum sem dán­ar­að­stoð hefur verið heim­iluð í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg hafa aðeins örfá dóms­mál verið höfð­uð. Árið 2016 var það í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, sem hol­lenskur læknir var sak­aður um mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer á alvar­legu stigi dán­ar­að­stoð. Málið end­aði með sýknun þar sem dóm­ar­inn taldi að öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð hefðu verið upp­fyllt. Árið 2020 hófst fyrsta dóms­málið í Belgíu síðan lögin tóku þar gildi 2002 en þrír belgískir lækn­ar, heim­il­is­lækn­ir, geð­læknir og lækn­ir­inn sem gaf ban­væna sprautu, voru sóttir til saka fyrir að veita 38 ára gam­alli konu sem leið óbæri­legar and­legar kvalir dán­ar­að­stoð. Það mál end­aði einnig með sýkn­un.

Það að svona fá dóms­mál skulu hafa verið rekin á þeim tæpu tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg bendir ekki til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un. Mikið eft­ir­lit er með fram­kvæmd hennar í Ben­elúx lönd­un­um. Eftir að læknir veitir dán­ar­að­stoð þarf hann að skila skýrslu til þar gerðrar nefndar sem fer úr skugga um að farið hafi verið að lög­unum í einu og öllu.

„Dán­ar­að­stoð verður beitt á víð­tæk­ari for­send­um“

Sumir læknar halda því fram að hætta sé á því að dán­ar­að­stoð verði beitt á víð­tæk­ari for­sendum en ætlað var í upp­hafi og hún veitt, án sam­þykk­is, ein­stak­lingum með geð­sjúk­dóma, lík­am­lega fötl­un, öldruð­um, heila­bil­uð­um, heim­il­is­lausum og öðrum sem eru ekki nálægt dauð­an­um.

Að sjálf­sögðu þroskast umræðan í takt við tím­ann. Hins vegar er dán­ar­að­stoð aðeins veitt að upp­fylltum ströngum skil­yrðum og að beiðni ein­stak­lings, aldrei aðstand­enda eða ann­arra. Læknir veitir auk þess aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn mun því fá aðstoð við að deyja gegn vilja sín­um, hvort sem um er að ræða ofan­greinda hópa eða aðra.

„Dán­ar­að­stoð er til­finn­inga­leg byrði á lækn­um“

Margir læknar hafa áhyggjur af því að því að þegar þeir taka að sér að veita dán­ar­að­stoð eða ákveða að hafna beiðni um slíkt, munu það hafa nei­kvæð áhrif á geð­heilsu þeirra.

Að veita dán­ar­að­stoð vekur eðli­lega upp blendnar til­finn­ingar hjá læknum en rann­sóknir hafa sýnt að þeir upp­lifa bæði sátt og létti en einnig van­líðan og til­finn­inga­lega byrði. Þeir læknar sem taka að sér að veita dán­ar­að­stoð þurfa að fá þjálfun, hafa góða þekk­ingu á lög­un­um, fram­úr­skar­andi sam­skipta­færni og einnig hæfni í að veita dán­ar­að­stoð með lyfja­gjöf. Mik­il­vægt er að þeir hafi aðgang að hand­leiðslu og stuðn­ingi. Í Hollandi er sem dæmi ráð­gjaf­ar­þjón­usta sem er veitt af sér­þjálf­uðum læknum í dán­ar­að­stoð sem læknar geta leitað til og veitir þeim stuðn­ing og aðstoð. Þetta er ekki verk­efni sem allir geta sinnt og það á aldrei að vera auð­velt að veita dán­ar­að­stoð.

Stuðn­ingur lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga er að aukast

Stuðn­ingur lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga við dán­ar­að­stoð hefur vaxið stöðugt í lönd­unum í kringum okk­ur. Stuðn­ingur lækna var sem dæmi 30% í Nor­egi árið 2019, 46% í Finn­landi árið 2013 og 41% í Sví­þjóð árið 2021 á meðan 34% sænskra lækna voru á móti dán­ar­að­stoð og 25% höfðu ekki gert upp hug sinn. Stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga var 40% í Nor­egi árið 2019 og 74% í Finn­landi árið 2016. Nýj­ustu tölur frá Íslandi eru nokkuð gamlar en stuðn­ingur lækna fór úr 5% í 18% á 13 árum eða milli 1997 og 2010 og stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga úr 9% í 20% á sama tíma. Það er því fagn­að­ar­efni að á kom­andi þingi verði aftur lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að fram­kvæmd verði könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar