Svör við helstu áhyggjum lækna af dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman segir að stuðningur lækna og hjúkrunarfræðinga við dánaraðstoð hafi vaxið stöðugt í löndunum í kringum okkur. Hún vill að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks hér á landi verið kannað.

Auglýsing

Lækna­stéttin hefur hingað til verið hik­andi í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoð­ar. Á und­an­förnum árum hefur þó orðið veru­leg breyt­ing á afstöðu lækna­sam­taka í mörgum löndum frá beinni and­stöðu við dán­ar­að­stoð yfir í að vera hlut­laus eða jafn­vel fylgj­andi. Í sept­em­ber sl. ákváðu bresku lækna­sam­tökum (The Brit­ish Med­ical Associ­ation) sem dæmi að falla frá and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð og taka upp hlut­lausa afstöðu. En hver eru helstu áhyggjur lækna af dán­ar­að­stoð?

„Okkar hlut­verk er að lækna en ekki deyða“

Í umræð­unni um dán­ar­að­stoð hefur lækna­stéttin lagt áherslu á að hlut­verk hennar sé að lækna sjúk­linga eða bæta heilsu þeirra en ekki deyða þá. Ein­staka læknar hafa tekið sterka afstöðu og tjáð sig opin­ber­lega. Guð­mundur Páls­son sér­fræð­ingur í heim­il­is­lækn­ingum full­yrti sem dæmi í Morg­un­blað­inu árið 2018 að lækna­stéttin myndi bera mik­inn skaða og „dauða­lækn­ar“ skera sig úr sem „af­tök­u­læknar rík­is­ins“. Þeir myndu „óhreinkast ef líf­láts­verk yrðu vinna sumra þeirra.“

Þessi full­yrð­ing er eins langt frá raun­veru­leik­anum og hægt er að hugsa sér. Þegar dán­ar­að­stoð á í hlut er ávallt gengið úr skugga um að um sé að ræða sjálf­vilj­uga og vel ígrund­aða ósk ein­stak­lings­ins og fjarri lagi að um sé að ræða líf­láts­verk eða aftöku sjúk­lings af hálfu lækn­is. Frekar er um að ræða kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

Auglýsing

Birgir Jak­obs­son fyrr­ver­andi land­læknir sagði í við­tali í Stund­inni árið 2017: „Fyrir utan að dán­ar­að­stoð stríðir gegn lækna­eiðnum þá sam­rým­ist hún ekki heldur góðum starfs­háttum lækna sem við eigum að fylgja. Við eigum frekar að virða líf heldur en að taka líf.“ Lækn­is­fræð­inni hefur fleygt áfram síð­ustu ára­tugi og á hátækni­sjúkra­húsum nútím­ans er hægt að lengja líf manna með aðstoð lyfja og nútíma­tækni, þó það geti leitt til þess að auka þján­ing­ar. Deila má um hvort að það sé verið að virða líf með því.

Ekki er heldur hægt að sjá að lækna­eið­ur­inn banni dán­ar­að­stoð. Íslenska útgáfan af heit­orði lækna hljóðar svo:

Ég sem rita nafn mitt hér und­ir, lofa því og legg við dreng­skap minn að beita kunn­áttu minni með fullri alúð og sam­visku­semi að láta mér ávallt annt um sjúk­linga mína án mann­grein­ar­á­lits að gera mér far um að auka kunn­áttu mína í lækna­fræðum að kynna mér og halda vand­lega öll lög og fyr­ir­mæli er lúta að störfum lækna.

Er ekki einmitt verið að valda skaða þegar ein­stak­lingur er lát­inn þjást óbæri­lega gegn vilja sínum við lok lífs? Án mögu­leika á dán­ar­að­stoð getur ósk sjúk­lings­ins um að fá að deyja auk þess leitt til þess að hann fremji sjálfs­víg, sem veldur mun meiri skaða og þján­ingu en dán­ar­að­stoð. Talið er að 10% af öllum sjálfs­vígum í Englandi séu fram­kvæmd af sár­þjáðum ein­stak­lingum með ólækn­andi sjúk­dóma.

„Dán­ar­að­stoð býður heim mis­notk­un“

Á þeim tæpu tutt­ugu árum sem dán­ar­að­stoð hefur verið heim­iluð í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg hafa aðeins örfá dóms­mál verið höfð­uð. Árið 2016 var það í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, sem hol­lenskur læknir var sak­aður um mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer á alvar­legu stigi dán­ar­að­stoð. Málið end­aði með sýknun þar sem dóm­ar­inn taldi að öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð hefðu verið upp­fyllt. Árið 2020 hófst fyrsta dóms­málið í Belgíu síðan lögin tóku þar gildi 2002 en þrír belgískir lækn­ar, heim­il­is­lækn­ir, geð­læknir og lækn­ir­inn sem gaf ban­væna sprautu, voru sóttir til saka fyrir að veita 38 ára gam­alli konu sem leið óbæri­legar and­legar kvalir dán­ar­að­stoð. Það mál end­aði einnig með sýkn­un.

Það að svona fá dóms­mál skulu hafa verið rekin á þeim tæpu tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg bendir ekki til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un. Mikið eft­ir­lit er með fram­kvæmd hennar í Ben­elúx lönd­un­um. Eftir að læknir veitir dán­ar­að­stoð þarf hann að skila skýrslu til þar gerðrar nefndar sem fer úr skugga um að farið hafi verið að lög­unum í einu og öllu.

„Dán­ar­að­stoð verður beitt á víð­tæk­ari for­send­um“

Sumir læknar halda því fram að hætta sé á því að dán­ar­að­stoð verði beitt á víð­tæk­ari for­sendum en ætlað var í upp­hafi og hún veitt, án sam­þykk­is, ein­stak­lingum með geð­sjúk­dóma, lík­am­lega fötl­un, öldruð­um, heila­bil­uð­um, heim­il­is­lausum og öðrum sem eru ekki nálægt dauð­an­um.

Að sjálf­sögðu þroskast umræðan í takt við tím­ann. Hins vegar er dán­ar­að­stoð aðeins veitt að upp­fylltum ströngum skil­yrðum og að beiðni ein­stak­lings, aldrei aðstand­enda eða ann­arra. Læknir veitir auk þess aldrei dán­ar­að­stoð að eigin frum­kvæði og mun aldrei veita fólki dán­ar­að­stoð án sam­þykkis þess. Eng­inn mun því fá aðstoð við að deyja gegn vilja sín­um, hvort sem um er að ræða ofan­greinda hópa eða aðra.

„Dán­ar­að­stoð er til­finn­inga­leg byrði á lækn­um“

Margir læknar hafa áhyggjur af því að því að þegar þeir taka að sér að veita dán­ar­að­stoð eða ákveða að hafna beiðni um slíkt, munu það hafa nei­kvæð áhrif á geð­heilsu þeirra.

Að veita dán­ar­að­stoð vekur eðli­lega upp blendnar til­finn­ingar hjá læknum en rann­sóknir hafa sýnt að þeir upp­lifa bæði sátt og létti en einnig van­líðan og til­finn­inga­lega byrði. Þeir læknar sem taka að sér að veita dán­ar­að­stoð þurfa að fá þjálfun, hafa góða þekk­ingu á lög­un­um, fram­úr­skar­andi sam­skipta­færni og einnig hæfni í að veita dán­ar­að­stoð með lyfja­gjöf. Mik­il­vægt er að þeir hafi aðgang að hand­leiðslu og stuðn­ingi. Í Hollandi er sem dæmi ráð­gjaf­ar­þjón­usta sem er veitt af sér­þjálf­uðum læknum í dán­ar­að­stoð sem læknar geta leitað til og veitir þeim stuðn­ing og aðstoð. Þetta er ekki verk­efni sem allir geta sinnt og það á aldrei að vera auð­velt að veita dán­ar­að­stoð.

Stuðn­ingur lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga er að aukast

Stuðn­ingur lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga við dán­ar­að­stoð hefur vaxið stöðugt í lönd­unum í kringum okk­ur. Stuðn­ingur lækna var sem dæmi 30% í Nor­egi árið 2019, 46% í Finn­landi árið 2013 og 41% í Sví­þjóð árið 2021 á meðan 34% sænskra lækna voru á móti dán­ar­að­stoð og 25% höfðu ekki gert upp hug sinn. Stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga var 40% í Nor­egi árið 2019 og 74% í Finn­landi árið 2016. Nýj­ustu tölur frá Íslandi eru nokkuð gamlar en stuðn­ingur lækna fór úr 5% í 18% á 13 árum eða milli 1997 og 2010 og stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga úr 9% í 20% á sama tíma. Það er því fagn­að­ar­efni að á kom­andi þingi verði aftur lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að fram­kvæmd verði könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar.

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar