Hvaða frelsi er yndislegt?

Eikonomics skrifar um Nýja-Sjáland, sóttvarnarhótel vini sína Scotty og Bronnie og auðvitað Taika Waititi.

Auglýsing

Mikið hefur farið fyrir Nýja-­Sjá­landi á sam­fé­lags­miðlum og í fréttum und­an­farnar vik­ur. Ann­ars vegar af því að Nýja-­Sjá­land hefur staðið sig afbragðsvel í bar­átt­unni við COVID-19 og hins vegar vegna skamm­lif­aðar til­raunar rík­is­stjórnar Íslands til að leika það eftir því, með því að skikka fólk sem kemur erlendis á sótt­kví­ar­hót­el.

Með því að senda ferða­langa í sótt­kví við komu til lands­ins er verið að reyna koma í veg fyrir að veiran komi inn í landið óséð. Draum­ur­inn yfir­valda var lík­lega að útrýma veirunni af Íslandi og halda land­inu veiru­fríu með strengri reglum á landa­mær­un­um. Hefði það tek­ist hefði auð­veld­lega verið hægt að draga úr sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum inn­an­lands, heima­menn hefðu getað yljað sér í heitum pott­um, tekið á því í rækt­inni og skellt sér á djam­mið og mögu­lega kom­ist á séns. 

Scotty, Bronnie og Taika Wai­titi

Þar sem ég lærði hag­fræði – í Dunedin á Nýja-­Sjá­landi – kynnt­ist ég tveimur af mínum allra bestu vin­um, Scotty og Mar­ty. Eftir útskrift fluttum við til London saman en Marty elti ást­ina heim til Nýja-­Sjá­lands og Scotty og konan hans, hún Bronnie, sett­ust að hinu megin við Tasman-sund­ið, í Sydn­ey. 

Það er nokkuð merki­legt að þrátt fyrir tíma­mun sem gæti ekki verið meiri – 12 tímar – þá tölum félag­arnir þó reglu­lega saman og flesta daga skipt­umst við á skila­boðum í Messen­ger-grúpp­unni okk­ar. Og hefur það gefið mér ein­stakt tæki­færi til að fylgj­ast með því hvernig lífið í Aot­e­aroa er í raun og veru á tímum COVID-19. Þar á meðal hef ég fengið að kynn­ast því hvernig lífið er á sótt­varn­ar­hót­eli.

Eins og aðrir Nýsjá­lend­ingar eru Scotty og Bronnie, miklir heimaln­ing­ar. Ef ein­hver giftir sig þá fljúga þau heim. Um jól (sem er á sumrin í þessum heims­hluta) gera þau það líka. Þau fljúga heim ein­fald­lega ef til­efni og löngun er til. Eða þau gerðu fram að árinu 2020.

Auglýsing
Í apríl 2020, Þegar Nýja-­Sjá­land brá á það ráð að skikka alla ferða­langa í tveggja vikna sótt­kví á hót­el­her­bergi við komu til lands­ins, jókst tals­vert sá kostn­aður sem þessar tíðu heim­ferðir Scotty og Bronnie höfðu í för með sér. Heim­ferð, sem áður kost­aði aðeins flug- og leigu­bíla­ferð, kost­aði nú til við­bótar tvær vikur af frels­is­skerð­ingu og lág­marks 90 daga dvöl á Nýja-­Sjá­landi (sem aðeins var hægt að kom­ast undan með því að greiða sjálf fullt verð fyrir hót­elgist­ing­una).

Þetta þurftu þau að taka inn í útreikn­ing­inn þegar þau mátu það hvort það væri þess virði að koma heim um jólin 2020.

Þegar Scotty til­kynnti okkur Marty ákvörðun sína, að fara heim og eyða tveimur vikum á hót­eli í sótt­kví héldum við þau hefðu end­an­lega misst vit­ið. Hver velur að læsa sig inni á hót­eli í tvær vik­ur? Við skildum það að fólk var frjáls­ara á Nýja-­Sjá­landi en í Sydney, en tvær vikur í sótt­kví þótti okkur ansi hátt verð.

En Scotty og Bronnie voru ákveðin og létu nei­kvæðni okkar Marty eins og vind um eyru þjóta, þau ætl­uðu heim þó það kost­aði tvær vikur á sótt­kví­ar­hót­eli. 

Þegar Scotty og Bronnie voru komin á hót­elið báðum við Scotty að um að halda dag­bók og meta and­lega heilsu sína, á skal­anum 1-10. Sem Scotty gerði sam­visku­sam­lega. Hann sendi okkur upp­færslur á hverjum degi, myndir af mat og tásu­myndir úr litla garð­inum sem þau höfðu aðgang að og skjá­skot af hlaupa­leið­inni sinn­i. 

Lápunkt­inum var náð eftir viku í ein­angr­un, þá sendi Scotty okkur mynd af Bronnie þar sem hún vann í því að reyna að víkka vina­hring sinn með því að teikna and­lit á, og tala við, ávext­ina sem þau fengu senda sem snakk á milli mál­tíða.

Skýrslan sem Scotty skil­aði okkur Marty eftir að tveggja vikna dvöl hans á sótt­kví­ar­hót­eli í Auckland lauk

Skýrsla úr sóttkví.

Ef skýrslan hans Scotty er skoðuð nán­ar, ásamt Messen­ger-­spjall­inu okkar (sem ég birti ekki hér) er nokkuð skýrt hvað skiptir mestu máli til að gera dvöl fólks á sótt­varn­ar­hót­eli bæri­lega:

  1. Fólk verður að vita hvað bíður þeirra. Ein­stak­lingur sem veit að kostn­aður þess að fara til útlanda er að dvelja á sótt­kví­ar­hót­eli, getur tekið ákvörðun um utan­lands­ferðir með þann kostnað í huga.
  2. Fólk verður að fá að fara út. Flesta daga talar Scotty um úti­ver­una og veðr­ið. Það er ekk­ert verra en að vera læstur inni á sól­ríkum degi og horfa á aðra leika sér­.  
  3. Mat­ur­inn og inter­netteng­ingin verður að vera í lagi.

Hring­ur­inn sem Scotty skokk­aði þegar hann var í tveggja vikna sótt­kví á hót­eli í Auckland

Hringurinn sem Scott Taylor skokkaði.

Fyrsti punkt­ur­inn að ofan er að mínu mati mik­il­vægast­ur. Scotty og Bronnie tóku þessa ákvörð­un. Þau bjuggu um rúmið og lögð­ust svo í það, í tvær ömur­legar vik­ur. Og þau eru ekki einu Nýsjá­lend­ing­arnir sem gerðu það. Nokkrum vikum á undan Scotty og Bronnie flaug ósk­arsverð­launa­haf­inn Taika Wai­titi heim frá Hollywood. Eins og aðrir nýsjá­lenskir rík­is­borg­arar og dval­ar­leyf­is­hafar eyddi stjarna kvik­mynd­ar­innar Scarfies tveimur vikum á sótt­kví­ar­hót­eli ásamt dætrum sínum tveim.

Skjáskot af Instagram-færslu Taika Waititi.

Þessa dag­ana eru um 3.000 ein­stak­lingar á sótt­kví­ar­hót­eli á Nýja-­Sjá­landi, af því að þeim langar heim í frelsið á bak við hót­elin sem halda COVID-19 í burtu.

Skamm­tíma­spá yfir fjölda ein­stak­linga í sótt­kví næsta mán­uð­inn

Heimild: Viðskipta-, nýsköpunar- og atvinnuráðuneyti Nýja-Sjálands

Samn­ing­ur­inn sem rík­is­stjórn Jacindu Ardern gerði við þegna sína var sú að þeim yrði gefið algjört frelsi inn­an­lands í skiptum fyrir 14 daga sótt­kví á hót­eli ef þau vilja fara til útlanda eða koma heim. Taika Wai­titi, Scotty og Bronnie mátu kosti og galla þessa samn­ings og skrif­uðu und­ir. Ég veit ekki með Taika en ég veit fyrir víst að Scotty og Bronnie flugu sátt aftur til Sydney rúm­lega 90 dögum seinna. Frelsið á Nýja-­Sjá­landi var þess virði og leið­indin á hót­el­inu eru þeim horfin úr minni, eins og önnur leið­indi sem mann­fólkið bless­un­ar­lega vistar sjaldn­ast í lang­tíma­minn­inu.

Hvaða frelsi er ynd­is­legt?

Sér­fræð­ingar í stjórn­sýslu­fræðum við Oxford háskól­ann í Bret­landi hafa frá upp­hafi heims­far­ald­urs­ins fylgst kerf­is­bundið með sótt­varn­ar­að­gerðum 180 rík­is­stjórna um allan heim. Úr þessum rann­sóknum hafa þeir unnið svo­kall­aða rík­is­stjórn­ar­strang­leika­vísi­tölu – gríp­andi, ekki satt?

Vísi­talan byggir á 9 und­ir­vísi­tölum sem mæla skóla­lok­an­ir, vinnu­stað­alok­an­ir, landamæra­tak­mark­anir o.s.frv. Vísi­talan nær frá 0 upp í 100. Ef vísi­talan mælist 0 Þýðir það að engar aðgerðir séu í því landi og ef hún mælist 100 eru þær eins strangar og þær geta orð­ið. Grafið að neðan teiknar upp þróun vísi­töl­unnar frá 1. febr­úar 2020 til 1. mars 2021.

Heimild: Oxford COVID-19 Government Response Tracker, Blavatnik School of Government, University of Oxford

  • Bleika línan sýnir strang­­leika nýsjá­­lensku rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og
  • bláa línan sýnir strang­­leika íslensku rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar.

Grafið segir okkur hversu ströng rík­is­stjórn Íslands hefur verið í gegnum heims­far­ald­ur­inn, sam­an­borið við rík­is­stjórn Nýja-­Sjá­lands og eins og sjá má gekk rík­is­stjórn Nýja-­Sjá­lands gekk tals­vert harðar fram en rík­is­stjórn Íslands í upp­hafi far­alds­ins.  

Nýja-­Sjá­land lok­aði öllu, sagði fólki að vera heima og tak­mark­aði ferða­lög inn­an­lands. Á Íslandi var einnig tekið fast á hlut­un­um, þó máttu enn 20 manns koma saman sem var harð­bannað á Nýja-­Sjá­landi.

Vorið 2020 (haust á suð­ur­hveli jarð­ar) var svo gott sem búið að útrýma veirunni á Nýja-­Sjá­landi. Því gaf nýsjá­lenska rík­is­stjórnin löndum sínum nán­ast algjört frelsi (inn­an­lands). Rík­is­stjórn Íslands gat ekki verið viss um að veiran væri farin – og vissi að hún kæmi að öllum lík­indum aftur til lands­ins, í gegnum landa­mærin – og neydd­ist hún því til að halda aðgerðum áfram. 

Síðan þá hefur Nýja-­Sjá­land þrisvar sinnum farið á svo­kallað við­vör­un­ar­stig 2 sem svipar mikið til tak­markan­anna eins og þær voru á Íslandi síð­asta sum­ar. Auckland, stærsta borg Nýja-­Sjá­lands, fór þó á við­vör­un­ar­stig 3 sem er ansi strangt og felur meðal ann­ars í sér tak­mark­anir á ferða­lögum inn­an­lands. Eins og grafið sýnir þá ent­ust Þessar tak­mark­anir þó aldrei lengi. Lokuð landa­mæri og harð­ar, en stutt­ar, aðgerðir dugðu til að kæfa niður veiruna.

Scotty, Bronnie og Taika voru skikkuð í sótt­kví af því að rík­is­stjórn Nýja-­Sjá­lands mat frelsi inn­an­lands meira virði en frelsi á landa­mær­un­um. Rík­is­stjórn Íslands fannst frelsi á landa­mærum meira virði en frelsi inn­an­lands þó íbúar lands­ins virð­ist vera því ósam­mála, alla­vega ef marka má net­panel Félags­víd­inda­stofn­unar Háskóla Íslands

Íbúar Aot­e­aroa fannst frelsið undir langa hvíta ský­inu vera þess virði að greiða fyrir það með tak­mörk­unum á landa­mær­un­um. Þetta stað­festu þeir þegar þeir verð­laun­uðu rík­i­s­tjórn­ar­flokk Jacindu og bættu við hann 13% fylgi í kosn­ingum sem haldnar voru í októ­ber á síð­asta ári. Og lítið hefur breyst í þeirra við­horfi síð­an, síð­ast þegar Nýsjá­lend­ingar voru spurðir um hvort þeir væru sáttir við sótt­varn­ar­ráð­staf­anir svör­uðu 80% aðspurðra því ját­andi.

Eitt frelsi kostar annað frelsi

Scotty og Bronnie losn­uðu úr sótt­kví um miðjan nóv­em­ber. Þau nutu sum­ars­ins í faðmi ­fjöl­skyld­unn­ar, bók­staf­lega. Þau fóru í búð­ir, rækt­ina, á tón­leika og duttu reglu­lega í það í heima­húsum og á pökk­uðum knæp­um. Í raun lifðu þau algjör­lega eðli­legu lífi og fundu svo gott sem ekk­ert fyrir heims­far­aldr­in­um. Svip­aða sögu er að segja af Taika og stelp­unum hans, þau tóku sér frí frá heims­far­aldri og borg­uðu fyrir það með tveimur vikum af frelsi.

Jacinda tók var­kára ákvörð­un. Ákvörð­unin var sú rétta fyrir hennar þjóð. Alla­vega enn í dag. Ákvörðun Íslands var önnur og rík­is­stjórnin stendur á bak við sínar ákvarð­an­ir, þó hún reyni oft að skýla sér á bak við Þórólf. Og kannski var sú ákvörðun rétt. Kannski metum við frelsi á landa­mær­unum meira eyja­skeggar í suðri, kannski ekki. Við komumst kannski ekki að því fyrr en í sept­em­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics