Bækur og hagfræðin: Hvers vegna kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?

Eiríkur Ragnarsson mun fjalla um verðlagningu bóka í nokkrum pistlum sem birtast munu á næstu vikum á Kjarnanum. Hann segir meðal annars í þessum fyrsta pistli að kostnaðurinn skipti máli en að hegðun neytenda og greiðsluvilji þeirra sé oft mikilvægari.

Auglýsing

Um daginn sendi Ingi bróðir minn mér skilaboð. Í þeim var hann að spekúlera í verðlagningu skáldsagna. Orðrétt sagði hann mér að honum þætti það „merkilegt að 712 blaðsíðna skáldsaga kostar jafn mikið og 320 blaðsíðna skáldsaga“. Hann bjóst eflaust ekki við svari við hugleiðingu sinni. En ég ákvað að gefa honum svar samt.

Kostnaður skiptir ekki öllu máli

Undrun Inga er svo sem ekkert óeðlileg. Ef bók er löng þá er auðvelt að halda að það hafi kostað meiri tíma og pening að skrifa og prenta hana. Reyndar hefði franski 17. aldar vísindamaðurinn Blaise Pascal ekki verið sammála því, en það varð frægt þegar hann afsakaði langt bréf sitt með þeirri útskýringu að „ekki hafi gefist tími til að skrifa stutt bréf“. Því má vel vera að sú forsenda Inga að meiri texti jafngildi meiri tíma sé röng. En Pascal hefði þó eflaust verið sammála Inga um það að fleiri orð kosti meiri pappír og meiri pappír kosti meiri pening. Enda var hann stærðfræðingur.

Mynd 1.

Auglýsing

Nú er ég ekki sjálfur neinn sérfræðingur í bókaútgáfu en reikna með að kostnaðurinn við að gefa út skáldsögur megi, með smá einföldun, skipta í þrjá liði:

  • Kostnaður sem tengist því að skrifa og undirbúa prentun; 
  • kostnaður við að prenta upplag; og 
  • kostnaður við að selja upplagið.

Einhver áhætta fylgir öllum þessum liðum og má tala um það sem kostnað líka. En það er önnur saga. Nú ef litið er á kostnaðarliðina að ofan þá, samkvæmt forsendum Inga (og ef við gefum okkur að Pascal hafi líka haft rétt fyrir sér), ætti verðmunurinn að myndast helst út af hærri prent- og sölukostnaði. En svo einfalt er það ekki.

Hver borgar skiptir líka máli

Þegar upplagið er tilbúið og byrjað er að skutla bókum í búðir, þá skiptir ekki máli, hvað það kostaði mikið að búa til bókina. Ástæðan er sú að allur sá kostnaður, sem lagt var í áður, er sokkinn og því verður ekki breytt. Tíminn sem fór í að skrifa bók er eins og kílóið af Nóa kroppinu sem ég tróð í andlitið á mér í gærkvöldi yfir teiknimynd. Það verður ekki tekið aftur. Í framhaldinu þarf ég að ákveða hvort skipti mig meira máli að vera grannur (sem kostar að hætta að glápa á teiknimynd og fara í ræktina) eða ekki (og halda áfram að horfa á teiknimynd, með smá bumbu).

Að sama skapi þegar kemur að bókaútgáfu þá er það þrennt sem skiptir eigendur máli, ef þeir vilja græða pening: (1) hversu mikið það kostar að selja bókina; (2) hversu mikið þeir rukka fyrir hverja bók; og (3) hversu margir vilja kaupa bókina.

Nú ef bókaormum landsins væri sama hvað þeir læsu og það eina sem skipti þá máli væri að lesa eins mörg orð og þeir mögulega gætu þá væri eðlilegt að verð á hverri bók væri einhver upphæð deild með fjölda blaðsíðna (og símaskráin væri metsölubók). En þar sem við reynum ekki að hámarka fjölda lesinna orða heldur reynum að hámarka lestrarfjör þá flækist þetta aðeins.

Sumum finnst gaman að lesa fjaðurléttar Rauðar seríur á meðan öðrum finnst notalegt að hverfa inn í svartholin hans Murakami. Og er það ólíklegt að ef Rauðseríu- og Murakamifólk skiptist mikið á bókum. Sem gæti þýtt það að forlög sjái fólk sem lesa langar og stuttar skáldsögur sem tvo mismunandi hópa viðskiptavina. Og ef forlag getur rukkað Rauðu Seríu hópinn meira fyrir hverja blaðsíður þá gerir forlagið það.

Mynd 2.

Kostnaður skiptir máli, en hegðun neytenda og greiðsluvilji þeirra er oft mikilvægari. Þess vegna kosta langar bækur stundum jafn mikið og stuttar. En hvort langar bækur kosti almennt jafn mikið og stuttar mun ég reyna að svara í næsta pistli.

Þetta er fyrsti af nokkrum eikonomics-pistlum um bækur og verðlagningu. Pistlarnir koma til með að birtast hér á Kjarnanum í desember og janúar. Áhugasamir geta skoðað smáatriðin og séð nánari útskýringar á viðfangsefninu á eikonomics.eu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics