Bækur og hagfræðin: Hvers vegna kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?

Eiríkur Ragnarsson mun fjalla um verðlagningu bóka í nokkrum pistlum sem birtast munu á næstu vikum á Kjarnanum. Hann segir meðal annars í þessum fyrsta pistli að kostnaðurinn skipti máli en að hegðun neytenda og greiðsluvilji þeirra sé oft mikilvægari.

Auglýsing

Um daginn sendi Ingi bróðir minn mér skilaboð. Í þeim var hann að spekúlera í verðlagningu skáldsagna. Orðrétt sagði hann mér að honum þætti það „merkilegt að 712 blaðsíðna skáldsaga kostar jafn mikið og 320 blaðsíðna skáldsaga“. Hann bjóst eflaust ekki við svari við hugleiðingu sinni. En ég ákvað að gefa honum svar samt.

Kostnaður skiptir ekki öllu máli

Undrun Inga er svo sem ekkert óeðlileg. Ef bók er löng þá er auðvelt að halda að það hafi kostað meiri tíma og pening að skrifa og prenta hana. Reyndar hefði franski 17. aldar vísindamaðurinn Blaise Pascal ekki verið sammála því, en það varð frægt þegar hann afsakaði langt bréf sitt með þeirri útskýringu að „ekki hafi gefist tími til að skrifa stutt bréf“. Því má vel vera að sú forsenda Inga að meiri texti jafngildi meiri tíma sé röng. En Pascal hefði þó eflaust verið sammála Inga um það að fleiri orð kosti meiri pappír og meiri pappír kosti meiri pening. Enda var hann stærðfræðingur.

Mynd 1.

Auglýsing

Nú er ég ekki sjálfur neinn sérfræðingur í bókaútgáfu en reikna með að kostnaðurinn við að gefa út skáldsögur megi, með smá einföldun, skipta í þrjá liði:

  • Kostnaður sem tengist því að skrifa og undirbúa prentun; 
  • kostnaður við að prenta upplag; og 
  • kostnaður við að selja upplagið.

Einhver áhætta fylgir öllum þessum liðum og má tala um það sem kostnað líka. En það er önnur saga. Nú ef litið er á kostnaðarliðina að ofan þá, samkvæmt forsendum Inga (og ef við gefum okkur að Pascal hafi líka haft rétt fyrir sér), ætti verðmunurinn að myndast helst út af hærri prent- og sölukostnaði. En svo einfalt er það ekki.

Hver borgar skiptir líka máli

Þegar upplagið er tilbúið og byrjað er að skutla bókum í búðir, þá skiptir ekki máli, hvað það kostaði mikið að búa til bókina. Ástæðan er sú að allur sá kostnaður, sem lagt var í áður, er sokkinn og því verður ekki breytt. Tíminn sem fór í að skrifa bók er eins og kílóið af Nóa kroppinu sem ég tróð í andlitið á mér í gærkvöldi yfir teiknimynd. Það verður ekki tekið aftur. Í framhaldinu þarf ég að ákveða hvort skipti mig meira máli að vera grannur (sem kostar að hætta að glápa á teiknimynd og fara í ræktina) eða ekki (og halda áfram að horfa á teiknimynd, með smá bumbu).

Að sama skapi þegar kemur að bókaútgáfu þá er það þrennt sem skiptir eigendur máli, ef þeir vilja græða pening: (1) hversu mikið það kostar að selja bókina; (2) hversu mikið þeir rukka fyrir hverja bók; og (3) hversu margir vilja kaupa bókina.

Nú ef bókaormum landsins væri sama hvað þeir læsu og það eina sem skipti þá máli væri að lesa eins mörg orð og þeir mögulega gætu þá væri eðlilegt að verð á hverri bók væri einhver upphæð deild með fjölda blaðsíðna (og símaskráin væri metsölubók). En þar sem við reynum ekki að hámarka fjölda lesinna orða heldur reynum að hámarka lestrarfjör þá flækist þetta aðeins.

Sumum finnst gaman að lesa fjaðurléttar Rauðar seríur á meðan öðrum finnst notalegt að hverfa inn í svartholin hans Murakami. Og er það ólíklegt að ef Rauðseríu- og Murakamifólk skiptist mikið á bókum. Sem gæti þýtt það að forlög sjái fólk sem lesa langar og stuttar skáldsögur sem tvo mismunandi hópa viðskiptavina. Og ef forlag getur rukkað Rauðu Seríu hópinn meira fyrir hverja blaðsíður þá gerir forlagið það.

Mynd 2.

Kostnaður skiptir máli, en hegðun neytenda og greiðsluvilji þeirra er oft mikilvægari. Þess vegna kosta langar bækur stundum jafn mikið og stuttar. En hvort langar bækur kosti almennt jafn mikið og stuttar mun ég reyna að svara í næsta pistli.

Þetta er fyrsti af nokkrum eikonomics-pistlum um bækur og verðlagningu. Pistlarnir koma til með að birtast hér á Kjarnanum í desember og janúar. Áhugasamir geta skoðað smáatriðin og séð nánari útskýringar á viðfangsefninu á eikonomics.eu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics