Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni

Sara Dögg Svanhildardóttir segir að í Garðabæ eigi að vera tækifæri fyrir alla að velja sér búsetu, stofna fjölskyldu og nýta þau gæði sem þar er að finna því þau séu mikil.

Auglýsing

Nýaf­greidd fjár­hags­á­ætlun Garða­bæjar eykur álögur á barna­fjöl­skyld­ur, án nokk­urs sýni­legs til­efn­is. Bæj­ar­sjóður stendur vel og skulda­staðan er ekki með þeim hætti að þurfi að hafa áhyggjur af.

Meiri­hluti bæj­ar­stjórnar ákvað að hækka leik­skóla­gjöld um 3% með þeim rökum og sýn að það sé nán­ast óhuggu­legt hve lágt hlut­fall kostn­aðar við rekstur leik­skóla for­eldrar borga og þeir sem þjón­ust­una nýta eigi að borga. Þar er ekki fyrir að fara þeirri sýn að styrkja þjón­ustu við börn og ung­menni án þess að fyrir það verði greitt eins hátt gjald og mögu­legt er.

Aðferð­ar­fræðin sem gengur út á að keyra álögur á barna­fjöl­skyldur upp í hæstu hæðir með t.d. 3% hækkun á leik­skóla­gjöldum hefur áhrif. Ekki bara á ungu barna­fjöl­skyld­urnar sem eru að koma sér upp heim­ili og hafa þar ekki úr mörgum kostum að velja. Hús­næði í boði er dýrt og efna­minni hópar ráða ekki við slík kaup, aðeins þeir sem eru betur efnum bún­ir. Hinn kost­ur­inn fyrir ungt fólk sem byrjar búskap i Garðabæ er að koma sér fyrir í svoköll­uðum auka­í­búð­um, sem eru hluti af hús­næði for­eldra eða ann­arra sem yfir slíku hús­næði búa. Slíkt hefur víð­tæk áhrif á fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins. Og stuðlar að eins­leitni sem er aldrei til góðs þegar til lengri tíma er lit­ið.

Auglýsing

Aðferða­fræði sem felur í sér að tak­marka aðgengi ákveð­inna hópa að sam­fé­lag­inu byggir mark­visst upp eins­leitt sam­fé­lag. Sam­fé­lag sem fer á mis við þann þroska sem fjöl­breyti­leik­inn felur í sér.

Veljum fjöl­breyti­leik­ann!

Í sam­fé­lagi þar sem álögur á barna­fjöl­skyldur eru í hæstu hæð­um, hús­næði dýr­ara en gengur og ger­ist og stuðn­ingur við íþrótta- og tóm­stunda­iðkun barna og ung­menna tak­mark­að­ur, eru áhrifin skað­leg. Barna­fjöl­skyldur hafa tak­mark­aða mögu­leika á að veita börn­unum sínum aðgengi að íþróttum og tóm­stundum þar sem iðk­enda­gjöld eru há og bæj­ar­yf­ir­völd velja að beita ekki jöfn­un­ar­tæki­færum sem fel­ast til dæmis í að bjóða upp á systk­ina­af­slátt.

Það verður verð­ugt verk­efni okkar í Gar­að­bæj­ar­list­anum að tala fyrir mik­il­vægi fjöl­breyti­leik­ans í upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. Í Garðabæ eiga að vera tæki­færi fyrir alla að velja sér búsetu, stofna fjöl­skyldu og nýta þau gæði sem þar er að finna því þau eru mik­il.

Höf­undur er odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar