Bækur og hagfræðin: Kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?

Eiríkur Ragnarsson fjallar hér í annað sinn um bækur og verðlagningu en nú skoðar hann hvort stuttar skáldsögur séu jafn dýrar og þær löngu.

Auglýsing

Í síðasta pistli fór ég aðeins yfir það hvernig einföldustu kenningar hagfræðinnar gætu mögulega útskýrt það að stundum kosta stuttar bækur jafn mikið og langar bækur. Í þeim pistli reyndi ég þó ekki að svara því hvort það sé tilfellið að stuttar skáldsögur séu að öllu jöfnu jafn dýrar og langar en í dag langar mig að skoða það.

Ef stuttar bækur eru jafn dýrar og langar þá gefur það til kynna að neytendahópurinn sem kaupir stuttar bækur sé, að öllu jöfnu, stærri eða með meiri greiðsluvilja (dýpri vasa) en sá sem kaupir langar bækur. Aftur á móti ef langar bækur eru dýrari en stuttar bækur, þá gæti það verið að það kosti meira að prenta og selja þær eða að fólk sem kaupir langar bækur sé til í að spreða meira en þeir sem kaupa stuttar bækur.

Til þess að reyna að varpa ljósi á það hvort kostnaður eða eftirspurn ráði för þegar kemur að verðlagningu skáldsagna hlóð ég niður verðskrá hjá Forlaginu. Því næst keyrði ég gögnin í gegnum smá stærðfræði þar sem ég reiknaði út verð og reyndi að taka inn í hluti eins og útgáfuár og hvort höfundur er íslenskur eða bókin þýdd.

Auglýsing

Lítil gróðavon í löngum kiljum

Langar bækur kosta ekki meira en stuttar. Allavega þegar kemur að kiljum. Ég reiknaði þetta með öllum mögulegum aðferðum en svarið var alltaf það sama: Fólk er almennt ekki til í að borga mikið meira en 3.400 krónur fyrir kilju, sama hvort hún er löng eða stutt.

Mynd 1. Eikonomics

Þessi niðurstaða kemur kannski ekki svo mikið á óvart og margar mögulegar útskýringar til. Til dæmis er sá hópur lesenda sem kaupir kiljur eflaust varkárari í eyðslu sinni. Og líklegt að einhver óþægindi fylgi því að lesa stórar kiljur. Kannski kaupir fólk langar bækur helst innbundnar. Mögulega er leslisti þeirra sem kaupa langar kiljur svo langur að þau geta beðið með það að kaupa næstu bók þangað til hún fer á útsölu.

Sama hvað því líður þá virðist raunverulegur kostnaður við framleiðslu skipta takmörkuðu máli þegar kemur að verðlagningu kilja, allavega þegar kemur að þessum 500 bókum sem ég skoðaði. Og má lesa gögnin þannig að fámenni og sparsemi langbókalesara skipti mestu máli.

Rafbækur eru öðruvísi

En bækur eru til á allskonar formi og jafnvel áhugaverðara er að skoða skáldsagnabókahagfræði á grundvelli rafbóka. Sölukostnaðurinn við rafbók er eflaust óháður lengd bókarinnar, eða það hefði maður haldið, ef kostnaður við sölu réði för. Með öðrum orðum hefði maður haldið að langar rafbækur kostuðu ekki meira en stuttar. En því voru gögnin ósammála.

Langar rafbækur, í mínum gögnum, kosta nefnilega að meðaltali um 20% meira en stuttar bækur. Einnig fann ég það út með meiri stærðfræði að fyrir hverjar 100 auka blaðsíður þarf rafbókarfólk að borga um það bil 7% aukalega. Það er að segja bók sem hefur 400 blaðsíður kostar 7% meira en bók sem er 300 blaðsíður. Sem sagt, fyrir 25% auka orð borgar maður bara 7% meira – sem er svo sem ágætis díll, en samt verri en þegar kemur að kiljum.

Mynd 2. Eikonomics

Þó svo maður verði að passa sig að lesa ekki of mikið í greiningu á nokkur hundruð bókum þá er þessi niðurstaða áhugaverð. Þessi niðurstaða gæti verið að gefa það til kynna að rafbókarnotendur sem kunna að meta langar bækur séu almennt með hærri greiðsluvilja en rafbókarnotendur sem kunna að meta stuttar bækur.

Önnur skýring á þessu gæti verið að skilin á milli þessara hópa (lang- og stuttbókalesara) séu óskýrari þegar kemur að rafbókum. Kauphegðun er allt öðruvísi á netinu en í bókabúð. Ég rak mig á þetta sjálfur um daginn. Ég var að leita mér að nýrri rafbók að lesa og sá bókina Postwar, eftir Tony Judt, auglýsta á Amazon. Ég hlóð niður ókeypis prufu, las nokkrar blaðsíður og ákvað svo að kaupa bókina.

Eftir að hafa lesið um ævintýri þeirra Charles de Gaulle og Konrad Adenauer í marga daga tók ég eftir því að ég var að vinna mig óvenju hægt í gegnum bókina. Kindle telur ekki í blaðsíðum heldur í prósentum og þegar ég gáði var ég bara búinn að lesa 25% af bókinni. Það var ekki fyrr en þá að ég ákvað ég að gá hvað bókin væri löng og sá að hún er tæplega 900 blaðsíður. Hefði ég séð hlunkinn í hillu Máls og Menningar er ólíklegt að ég hefði keypt hana – sérstaklega hefði hann verið dýrari en lítil nett kilja.

Þetta er annar af nokkrum eikonomics-pistlum um bækur og verðlagningu. Pistlarnir koma til með að birtast hér á Kjarnanum í desember og janúar. Áhugasamir geta skoðað smáatriðin og séð nánari útskýringar á viðfangsefninu á eikonomics.eu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics