Bækur og hagfræðin: Kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?

Eiríkur Ragnarsson fjallar hér í annað sinn um bækur og verðlagningu en nú skoðar hann hvort stuttar skáldsögur séu jafn dýrar og þær löngu.

Auglýsing

Í síðasta pistli fór ég aðeins yfir það hvernig einföldustu kenningar hagfræðinnar gætu mögulega útskýrt það að stundum kosta stuttar bækur jafn mikið og langar bækur. Í þeim pistli reyndi ég þó ekki að svara því hvort það sé tilfellið að stuttar skáldsögur séu að öllu jöfnu jafn dýrar og langar en í dag langar mig að skoða það.

Ef stuttar bækur eru jafn dýrar og langar þá gefur það til kynna að neytendahópurinn sem kaupir stuttar bækur sé, að öllu jöfnu, stærri eða með meiri greiðsluvilja (dýpri vasa) en sá sem kaupir langar bækur. Aftur á móti ef langar bækur eru dýrari en stuttar bækur, þá gæti það verið að það kosti meira að prenta og selja þær eða að fólk sem kaupir langar bækur sé til í að spreða meira en þeir sem kaupa stuttar bækur.

Til þess að reyna að varpa ljósi á það hvort kostnaður eða eftirspurn ráði för þegar kemur að verðlagningu skáldsagna hlóð ég niður verðskrá hjá Forlaginu. Því næst keyrði ég gögnin í gegnum smá stærðfræði þar sem ég reiknaði út verð og reyndi að taka inn í hluti eins og útgáfuár og hvort höfundur er íslenskur eða bókin þýdd.

Auglýsing

Lítil gróðavon í löngum kiljum

Langar bækur kosta ekki meira en stuttar. Allavega þegar kemur að kiljum. Ég reiknaði þetta með öllum mögulegum aðferðum en svarið var alltaf það sama: Fólk er almennt ekki til í að borga mikið meira en 3.400 krónur fyrir kilju, sama hvort hún er löng eða stutt.

Mynd 1. Eikonomics

Þessi niðurstaða kemur kannski ekki svo mikið á óvart og margar mögulegar útskýringar til. Til dæmis er sá hópur lesenda sem kaupir kiljur eflaust varkárari í eyðslu sinni. Og líklegt að einhver óþægindi fylgi því að lesa stórar kiljur. Kannski kaupir fólk langar bækur helst innbundnar. Mögulega er leslisti þeirra sem kaupa langar kiljur svo langur að þau geta beðið með það að kaupa næstu bók þangað til hún fer á útsölu.

Sama hvað því líður þá virðist raunverulegur kostnaður við framleiðslu skipta takmörkuðu máli þegar kemur að verðlagningu kilja, allavega þegar kemur að þessum 500 bókum sem ég skoðaði. Og má lesa gögnin þannig að fámenni og sparsemi langbókalesara skipti mestu máli.

Rafbækur eru öðruvísi

En bækur eru til á allskonar formi og jafnvel áhugaverðara er að skoða skáldsagnabókahagfræði á grundvelli rafbóka. Sölukostnaðurinn við rafbók er eflaust óháður lengd bókarinnar, eða það hefði maður haldið, ef kostnaður við sölu réði för. Með öðrum orðum hefði maður haldið að langar rafbækur kostuðu ekki meira en stuttar. En því voru gögnin ósammála.

Langar rafbækur, í mínum gögnum, kosta nefnilega að meðaltali um 20% meira en stuttar bækur. Einnig fann ég það út með meiri stærðfræði að fyrir hverjar 100 auka blaðsíður þarf rafbókarfólk að borga um það bil 7% aukalega. Það er að segja bók sem hefur 400 blaðsíður kostar 7% meira en bók sem er 300 blaðsíður. Sem sagt, fyrir 25% auka orð borgar maður bara 7% meira – sem er svo sem ágætis díll, en samt verri en þegar kemur að kiljum.

Mynd 2. Eikonomics

Þó svo maður verði að passa sig að lesa ekki of mikið í greiningu á nokkur hundruð bókum þá er þessi niðurstaða áhugaverð. Þessi niðurstaða gæti verið að gefa það til kynna að rafbókarnotendur sem kunna að meta langar bækur séu almennt með hærri greiðsluvilja en rafbókarnotendur sem kunna að meta stuttar bækur.

Önnur skýring á þessu gæti verið að skilin á milli þessara hópa (lang- og stuttbókalesara) séu óskýrari þegar kemur að rafbókum. Kauphegðun er allt öðruvísi á netinu en í bókabúð. Ég rak mig á þetta sjálfur um daginn. Ég var að leita mér að nýrri rafbók að lesa og sá bókina Postwar, eftir Tony Judt, auglýsta á Amazon. Ég hlóð niður ókeypis prufu, las nokkrar blaðsíður og ákvað svo að kaupa bókina.

Eftir að hafa lesið um ævintýri þeirra Charles de Gaulle og Konrad Adenauer í marga daga tók ég eftir því að ég var að vinna mig óvenju hægt í gegnum bókina. Kindle telur ekki í blaðsíðum heldur í prósentum og þegar ég gáði var ég bara búinn að lesa 25% af bókinni. Það var ekki fyrr en þá að ég ákvað ég að gá hvað bókin væri löng og sá að hún er tæplega 900 blaðsíður. Hefði ég séð hlunkinn í hillu Máls og Menningar er ólíklegt að ég hefði keypt hana – sérstaklega hefði hann verið dýrari en lítil nett kilja.

Þetta er annar af nokkrum eikonomics-pistlum um bækur og verðlagningu. Pistlarnir koma til með að birtast hér á Kjarnanum í desember og janúar. Áhugasamir geta skoðað smáatriðin og séð nánari útskýringar á viðfangsefninu á eikonomics.eu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics