Aldur er alger en aldursmunur er hlutfallslegur

Eikonomics fjallar um sig og mömmu sína.

Auglýsing

Um daginn sendi háöldruð móðir mín mér mynd af henni sjálfri ásamt Guðrúnu frænku og ömmu minni. Myndin var um átta ára gömul og var mamma mín þá 49 ára. Aðeins 14 árum eldri en ég er í dag. Ég benti mömmu gömlu á það að hún væri eiginlega bara unglingur á þessari mynd. 

Mamma svaraði um hæl og sagði mér að ég væri að ná henni – allavega í hlutfalli, miðað við þegar ég fæddist. Sem var hárrétt hjá henni. 

Mamma eignaðist mig þegar hún var 22 ára gömul. þegar ég varð eins árs var hún því 23 sinnum eldri en ég. Þá áttum við mamma enga samleið. Hún var ellismellur og ég ungabarn. 10 árum seinna náði móðir mín 33 ára aldri og ég 10 ára. Þá var hún rétt rúmlega þrisvar sinnum eldri en ég. Það var um það leiti sem við gengum Laugarveginn saman. Samræður okkar voru svo sem ekkert sérstaklega djúpar, en við náðum þó mun betur saman en við gerðum þegar hún var 23 sinnum eldri en ég.

Auglýsing
Í dag er ég 35 ára og mamma 56. Hún er því aðeins 1,6 sinnum eldri en ég. Þar sem hlutfallslegur aldursmunur okkar er ekki meiri en það erum við hinir mestu mátar. Þegar fram líða stundir heldur hlutfallslegur aldursmunur okkar áfram að lækka og vinátta okkar mun eflaust styrkjast. Þegar mamma verður 100 ára og ég 78, þá verða enn 22 ár á milli okkar, en hlutfallslega verður hún aðeins 1,3 sinnum eldri en ég.

Þegar fram líða stundir minnkar hlutfallslegur aldursmunur okkar mömmuMynd 1.

Ef við erum ódauðleg, sem ég tel ekkert sérstaklega líklegt (en hver veit?), þá heldur þessi munur áfram að minka. Þegar hún verður 152 ára (og ég 130) fellur hlutfallslegi aldursmunurinn niður í 1,17; þegar hún nær 512 ára aldri (og ég 490) fellur hann niður í 1,05; og á 13.136 afmælinu hennar (13.114 afmælinu mínu) verður munurinn aðeins 1,002. 

Ef við mamma erum ódauðleg, þá verðum við á endanum hlutfallslegir jafnaldrarMynd 2.

Á endanum, þegar mamma verður óendanlega gömul og ég óendanlega mínus 22, mun hlutfallslegur aldursmunur okkar vera nánast enginn.

Ef þú trúir mér ekki, spurðu þá bara stærðfræðinaMynd 3.


Þar hafið þið það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics