Þjóðarsátt um flugelda

Eikonomics bendir á að í einn klukkutíma á ári er Reykjavík ein mengaðasta borg í heimi.

Auglýsing

Ár hvert, stuttu eftir aðfangadag, hefst baráttan um flugeldana. Og skiptist þá samfélagið okkar í þrjá hópa:

  1. fólk sem er pró-flugeldar,
  2. fólk sem er anti-flugeldar, og
  3. fólk sem er tvístígandi.

Ef maður býr bara á internetinu, þá væri auðvelt að halda að nánast allir Íslendingar hafi sterka skoðun á flugeldum. Að nánast allir falli í annan af fyrstu tveimur hópunum. Þegar tekin er pása frá internetinu kemur þó í ljós að lang flestir eru einhvers staðar í miðjunni. Þeir skilja það vel að mengunin og slysahættan sem af flugeldum stafar er ekki frábær, en kunna þó að meta ljósin og stemmninguna sem býr til mengunina og veldur slysunum.

Ytri áhrif 

Þegar einhver framkvæmir eitthvað sem einhver annar þarf að gjalda fyrir – eða getur grætt á – án þess að sá sem geldur eða græðir hafi neitt um það að segja, tala hagfræðingar um að framkvæmdin beri með sér ytri áhrif. 

Ef ég, til að mynda, moka snjóinn við inngang fjölbýlishússins sem ég bý, þá græða líka nágranna mínir. Þ.e.a.s. af því að þeir geta nú ætt inn og út af heimili sínu án þess að blotna í fæturna. Því ber framkvæmdin snjómokstur með sér jákvæð ytri áhrif.

Aftur á móti er jólalagið sem nágrannar mínir eru nú að blasta hér og nú – aftur og aftur og aftur og aftur – mér (og líklega ölum íbúum fjölbýlishússins) til ama [1]. Ég bað ekki um að lagið yrði spilað, ég fæ ekkert við því gert og engar bætur fyrir að þurfa að hlusta á það. Því ber sú framkvæmd með sér neikvæð ytri áhrif.

Auglýsing
Nágrönnum fylgja því oftast bæði jákvæð og neikvæð ytri áhrif. Sérstaklega þegar þeir skjóta upp flugeldum.

Neikvæð ytri áhrif flugelda

Fyrir ekki löngu las ég grein á vefsíðu New York Times. Greinin, sem er stórfenglegt augnakonfekt fyrir gagnalúða eins og mig og aðra, leyfir manni að bera saman mengun í borg að eigin vali, við mengun í Peking. 

Ef maður ber saman Reykjavík og Peking má greinilega sjá að loftgæði í Reykjavík er um margt  betri hér en í Peking (sem er reyndar mjög lág stöng að limbóa sig undur). Svo gott sem alla klukkutíma ársins eru loftgæðin margfalt betri í Reykjavík, nema klukkan tólf að miðnætti á gamlárskvöld. Þá stundina skiljum við Pekingbúa eftir í ör-öskunni.

Í einn klukkutíma á ári er Reykjavík ein mengaðasta borg í heimi 

Mynd er fengin af heimasíðu New York Times.

Neikvæð ytri áhrif flugelda hafa fyrst og fremst með mengun að gera. Þ.e.a.s., þeim sem finnst stuð að sprengja drasl í tætlur, gera það á kostnað:

  1. þeirra sem langar að fara snemma í háttinn; 
  2. gæludýraeigenda (og dýranna þeirra);
  3. fólks sem hlýtur heilbrigðisskaða þar af (fólk með astma- og hjartveikir); og 
  4. óheppins fólks sem slasast vegna kæruleysis sprengjuvarga. 

Og já, umhverfisins. 

Allir eiga þessir hagsmunaaðilar eitt sameiginlegt: Þeir hafa ekkert um það að segja hvort fólk skjóti upp flugeldum eða ekki. Þeir þurfa einfaldlega að lifa með þeirri tilfærslu sem flugeldaskot eru.

Jákvæð ytri áhrif flugelda

Flugeldar eiga sér tvær hliðar. Mörgum þykja nefnilega flugeldar geggjaðir. Annars vegar er hópur fólks sem ár eftir ár kaupir heilu kílóin af flugeldum og sprengir þá í tætlur. Sem hlýtur að vera sönnun þess að einhverjir fá einhverja ánægju út úr þeim. Þeir sem græða þó einnig á þessu áhugamáli fólks er fólk eins og ég. Fólk sem þykja litirnir fallegir, sprengingarnar spennandi og lyktin af menguninni hátíðleg en hafa engan áhuga á því að sprengja.

Verknaður þeirra sem þykja gaman að sprengja hafa því einnig jákvæð ytri áhrif. Þ.e.a.s. með því að sprengja gleðja þau þá sem ekki tíma (eða ekki hafa áhuga á) að kaupa og sprengja sjálf. 

Þjóðarsáttin

Í grunnin er vandamálið eftirfarandi: Þeir sem hafa gaman af flugeldum fá að njóta á kostnað þeirra sem ekki kunna flugelda að meta. 

Þetta er algengt vandamál, sem ég hef oft skrifað um. Vandamálið er það að þeir sem njóta færa hluta af byrðinni sem verknaði þeirra fylgir yfir á fólk sem hefur ekkert um það að segja. Lausnin er því að sjálfsögðu falin í því að leiðrétta þann halla eins og mögulegt er. 

Því legg ég hér með til að í framtíðinni verði settur á sérstakur flugeldaskattur. Helsti kosturinn við skattinn er að hann bæði dregur úr skoti (dýrari flugeldar leiða til minni kaupa og minna skots) og býr til tekjur sem hægt er að nota til þess að bæta upp fyrir neikvæðu ytri áhrif skotsins. 

Skatturinn þarf að vera nógu hár til þess að nægar tekjur fáist til þess að greiða fólki sem illa fer út úr flugeldaveislunni fyrir ónæðið (gæludýraeigendur, hjartveikir og fólk sem vill sofa). Og einnig þarf hann að dekka kolefnisjöfnun flugeldana (til að mynda með framlagi til skógræktar á Íslandi eða erlendis, sem er mögulega skilvirkara).

Ég hef ekki reiknað það út nákvæmlega hvað er skilvirkur skattur. Hann er þó hægt að reikna út (og prófa sig áfram með). Á þessu ári legg ég því til að ríkisstjórnin hefji þessa vinnu (og klári hana). Þá getum við öll farið á internetið milli jóla og nýárs á næsta ári – og rifist um eitthvað annað. 

 [1] nágrannar mínir eru að spila þýska jólalagið Weinachtsbackerei. Sem er svo sem ágætis barna-jólalag, þegar það er ekki í gangi vikunum saman.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics