Lestrarátak fyrir fálka

Jóhann S. Bogason skrifar um fyrrverandi forseta sem klónar hund og núverandi forseta sem fóstrar fálka.

Auglýsing

Mikið er nú ánægju­legt að fylgj­ast með fram­vindu for­seta­emb­ættis okk­ar. Þar virð­ist hver for­set­inn af fætur öðrum leit­ast við að sýna okkur almúg­anum hversu þeim er í raun og sann hugað um vel­ferð þeirra sem minnst mega sín. Maður gæti ætlað að for­setar okkar vilji skipa sér í röð með heim­send­ur­lausnurum á borð við Ghandi, Lennon, Dylan, Thun­berg, svo ekki sé minnst á aðra öllu magn­aðri á borð við Múhammed, Búdda og jafn­vel sjálfan Jesús.

Nýverið birti Ólafur Ragnar Gríms­son ákaf­lega hjart­næma mynd af klón­uðum hundi, honum Sámi sem kona hans varð ást­fangin af við fyrstu sýn, og svo virð­ist sem núver­andi for­seta okk­ar, sjálfum alþýðu­mann­in­um, hafi runnið blóðið til skyld­unnar í við­leitni til að toppa klón­un­ara­frek fyr­ir­renn­ara síns.

Guð láti á gott vita í þeim efn­um, enda þykja for­setar hverrar þjóðar leið­sögu­menn ef það er eitt­hvað spunnið í þá sæmd­ar­menn. Það felst í skil­grein­ingu á því að vera „for­seti þjóð­ar“. Þetta eru menn­irnir sem við íslenskir kusum til að leiða okkur fram á veg.

Auglýsing

Nú ber svo við að ein­hver aðfram­kom­inn fálki hrap­aði í túnið hjá alþýðu­for­set­an­um, honum Hr. Guðna. Hann brá skjótt við, kall­aði til sín frétta­menn og gerði þeim grein fyrir þessum ótrú­lega við­burði. Hr. Guðni alþýðu­for­seti gat þess sér­stak­lega að hann væri far­inn að gefa fugl­inum æti. Vel gert Hr. alþýðu­for­seti. Það er gott að hlúa að særðum dýr­um.

Nú gæti maður ætlað að þessu máli myndi lykta með því að aðrir fær­ari um með­ferð slas­aðra fugla myndu taka að sér vel­ferð aum­ingj­ans fálkans. Þeir finn­ast í tuga­tali sem eru sér­fræð­ingar á þessu sviði. Þeir eru kall­aðir „líf­fræð­ing­ar“. Nánar til­tekið fugla­fræð­ing­ar.

Þá ber svo við að alþýðu­for­set­inn Guðni kallar aftur til sín blaða­menn til að gera þeim grein fyrir því að hann sé nú far­inn að lesa upp fyrir slas­aða fugl­inum ein­hver bók­mennta­afrek Íslend­inga. 

Vel gert aftur Hr. alþýðu­for­seti! Von­andi var það samt ekki „Óhræsið“ efti Jónas Hall­gríms­son. Það væri varla við hæfi. Fálk­anum slas­aða gæti verið mis­boð­ið.

Því miður er þessu hjart­næma og dramat­íska atviki ekki lok­ið, enda er marga ein­dregna dýra­vini að finna innan stjórn­sýsl­unn­ar. Stjórn­sýslan er sumsé full af vel­gjörð­ar­mönnum fálka. Þetta er allt svo dásam­legt!

Næst hendir það að við pöp­ull­inn fáum að heyra af því að sjálfur land­læknir skott­að­ist á Bessa­staði með dauðar rjúpur sem slas­aði fálk­inn mátti gæði sér á eftir upp­lestur Hr. Guðna úr íslenskum bók­mennt­um. Með þeim fyr­ir­vara að fálkar þurfi jú að gæða sér á beinum og fiðri til að dafna. Þetta virð­ist land­læknir vita betur en sér­fræð­ingar um líf­erni fálka.

Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig: 

Lifir fálka­ves­al­ing­ur­inn slas­aði af slíkar trakt­er­ing­ar?

Og geri hann það er það vegna upp­lest­urs­ins, eða var það vegna heim­sóknar land­lækn­is?

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar