Kulnun í starfi kennara

Hallgrímur Hróðmarsson framhaldsskólakennari skrifar um hvað sé til ráða til að takast á við kulnun kennara í starfi.

Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi. Einna stærsti hluti þeirra sem mega reyna hana á eigin skinni eru kenn­ar­ar. Í þessum pistli rýni ég í hvað sé til ráða.

Leik­skóla­stigið – Stórt skref hjá Reykja­vík­ur­borg

Reykja­vík­ur­borg hefur stigið stórt skref til að lag­færa vinnu­að­stæður í ákveðnum leik­skól­um. Með því að stytta vinnu­vik­una þá náð­ist fram aukin vellíðan meðal starfs­manna og veik­inda­dögum fækk­aði. Það er mikið rétt­læt­is­mál að sveit­ar­fé­lög úti um allt land fari að þessu for­dæmi. Það er ekki síður mik­il­vægt að fækka leik­skólabbörnum í ein­stökum deild­um. Einnig má benda á að ef starfs­menn við ákveð­inn leik­skóla sýna frum­kvæði að nýj­ungum sem stuðla að auknum þroska og auk­inni vellíðan barn­anna, þá er eðli­legt að verð­launa þá með ein­hverjum hætti t.d. með stytt­ingu vinnu­skyldu vegna und­ir­bún­ings við verk­efn­ið.

Grunn­skóla­stigið – „Skóli án aðgrein­ing­ar“ – Nafnið tómt

Við berum okkur gjarnan saman við lönd sem standa fram­ar­lega í skóla­mál­um. Eitt af þeim er Finn­land, en Finnar hafa sett mik­inn metnað í að hlúa að skóla­starfi sínu þannig að það nýt­ist hverjum og einum nem­anda sem best; og að kenn­urum líði vel í starfi og þeir finni að starfs­kraftar þeirra nýt­ast til fulls. Hér var inn­leiddur „Skóli án aðgrein­ing­ar“ sem átti að jafn­ast á við það besta í skipu­lagi skóla­starfs í löndum sem við viljum bera okkur saman við. En því miður var fram­kvæmdin í skötu­líki. Skóla­stjórn­end­ur, margir hverj­ir, not­uðu tæki­færið og fjölg­uðu nem­endum í ein­stöku bekkj­ar­deild­um; þeir gerðu það ekki af ill­mennsku einni sam­an; þeir gerðu það af illri nauð­syn. Allt frá hrun­inu hefur fjár­magn til skól­anna verið skorið við nögl; lík­lega allt að 10% nið­ur­skurður á hverju ári.

Auglýsing
Það hefur mætt mik­illi mót­stöðu for­eldra ef ein­staka skóli hefur reynt að skipta nem­endum í hópa eftir getu. Sumir for­eldrar hafa hrif­ist af þessu fal­lega heiti „Skóli án aðgrein­ing­ar“ – „Skóli sem gerir öllum jafnt undir höfði“ – þeir hafa ekki skilið að þetta eru orðin tóm. Sem betur fer eru nokkrir skólar sem hafa reynt að sníða helstu van­kant­ana af stefn­unni eins og hún er í fram­kvæmd á Íslandi með því að inn­leiða hópa­vinnu sem gerir nem­endum kleyft að vinna – með öðrum nem­endum sem eru á sama getu­stigi og þeir sjálf­ir. Til þess að koma þessu skólaformi á lagg­irnar þá er það arfa­vit­laust að hrúga saman nem­endum með mis­mun­andi getu í stóra hópa. Kenn­arar sem eru neyddir til að taka að sér slíka hópa eru alls ekki í stakk búnir til að sinna starfi sínu af ein­hverju viti. Ef ein­hver alvara er á bak­við það að inn­leiða „Skóla á aðgrein­ing­ar“ þá þarf að minnka hópana til muna og útbúa við­bót­ar­efni fyrir þá nem­endur sem standa illa að vígi í náms­grein­inni og ekki síður fyrir þá nemendur sem eru best­ir. Ef kenn­ari þarf að útbúa slíkt efni sjálfur þá þarf að gera ráð fyrir auka­borgun fyrir þann verk­þátt. Það mætti koma fram í minni kennslu­skyldu. Nefna má að í Dan­mörku er kennslu­skylda kenn­ara mis­mun­andi eftir því hvaða fag þeir kenna.

Fram­halds­skóla­stigið – Heilla­drý­gra starf

Ég hef starfað mest allan minn feril sem eðl­is­fræði- og stærð­fræði­kenn­ari í fram­halds­skól­um. Í eðl­is­fræð­inni var kennslan oft háð þeim ann­mörkum að tæki eðl­is­fræði­stof­unnar voru af skornum skammti. Það var mjög dap­ur­legt vegna þess að ef vel á að vera þá þarf kennsla í raun­greinum að stærstum hluta að byggja á til­raun­um. Vinna við að útbúa vinnu­seðla fyrir til­raun­irnar og aðlaga þá að tækja­kosti verk­legu stof­unnar svo og að panta ný tæki var oft á tíðum óhemju mikil og ef vel ætti að vera þá þyrfti að borga auka­lega fyrir hana. 

Í báðum þeim greinum sem ég kenndi var oft erfitt að sinna starf­inu í vegna of mik­ils fjölda nem­enda í ein­stökum hóp­um. Þegar hóp­ur­inn er of stór þá velur maður þann kost­inn að miða kennsl­una við nem­endur með með­al­náms­getu en þeir sem verst eru staddir verða að norpa úti í kuld­an­um; þeir best settu bjarga sér þokka­lega m.a. vegna þess að þeir eru lík­leg­astir til að leita eftir aðstoð – að sjálf­sögðu ætti að leggja fyrir þá auka­verk­efni sem reyna veru­lega á hæfn­ina. Ef vel ætti að vera þá þarf að minnka nem­enda­hópa svo kenn­ar­anum gef­ist betra tæki­færi til að sinna öll­u­m. 

Þrjú síð­ustu árin í kennsl­unni hjá mér kenndi ég nem­endum stærð­fræði í hæg­ferðum og í und­ir­bún­ings­á­fanga í FSu. Kennslan í und­ir­bún­ings­á­fang­anum var sér­lega gef­andi. Nem­end­urnir voru níu tals­ins og ég gat því með góðu móti hjálpað hverjum og einum í hverjum kennslu­tíma. Þarna kenndi ég nem­end­unum að leggja sam­an, draga frá, marg­falda og deila. Í fyrstu hneyksl­að­ist ég á því hversu kenn­ar­arnir í grunn­skóla höfðu staðið sig illa í stærð­fræði­kennsl­unni  - en fljót­lega átt­aði ég mig á því að vinnu­að­stæð­urnar í grunn­skólum eru einmitt þær að sumir nem­endur verða algjör­lega út und­an. Ég gladd­ist mikið þegar nem­end­urnir fundu smám saman styrk sinn: Vá, ég gat reiknað tíu dæmi í þessum tíma; Sindri, á ég að hjálpa þér með svona dæmi? Að lok­inni önn­inni hefði ég treyst einum af þessum nem­endum til þess að reyna við bók­legt nám í fram­hald­inu, en bæði hann og hinir þurftu að fá raunhæfa aðstoð til að velja sér nám hæfi – hvernig hafði þeim gengið í þeim greinum sem þeir tóku á þess­ari önn? Og for­eldr­arnir verða að setja hag barns­ins ofar sínum óskum um frama þeirra.

Auglýsing
Í hæg­ferð­unum fara nem­endur hægar yfir náms­efn­ið; þeir klára náms­efni fyrsta árs á einu og hálfu ári. Ég var óánægður í þess­ari kennslu; ég fann að nem­enda­hóp­ur­inn var svo stór að ég náði ekki með góðu móti að sinna öll­um. Mér varð einnig hugsað til þess að sumir þess­ara nem­enda hefðu betur valið sér eitt­hvert starfs­nám eða iðn­nám í stað bók­náms­ins. Mörgum gekk væg­ast sagt illa; féllu aftur og aftur í sömu grein­unum og hrökkl­uð­ust svo frá námi eftir 3 til 4 ann­ir. Ég fékk það sterk­lega á til­finn­ing­una að skól­inn væri kerf­is­bundið að brjóta þessa nem­endur nið­ur. Hvernig líður nem­anda sem eftir tveggja ára nám í fram­halds­skóla stendur nán­ast í sömu sporum og þegar hann byrj­aði. Hér þarf að verða breyt­ing: auka þarf ráð­gjöf til nem­enda frá náms­ráð­gjöfum og kenn­urum um fram­hald náms. Hvaða nám eða starf hentar hverjum nem­anda? Hverjar eru atvinnu­horfur að loknu námi? Einnig þurfa for­eldrar að verða virkir í þess­ari ráð­gjöf. Því miður hafa þeir oft á tíðum óraun­hæfar vænt­ingar til barna sinna: Nú skalt þú, Svala mín, ljúka stúd­ents­prófi og þá gengur þér allt í hag­inn í fram­tíð­inni – enda­lausir mögu­leik­ar; þá þarft þú ekki að vinna í fiski eins og hann pabbi þinn eða keyra vöru­bíl eins og ég. Önnur útgáfa: Jónsi minn, þú verður að taka stúd­ents­próf og fara svo í lög­fræði eins hann pabbi þinn, afi þinn, langafi og langa­langafi gerðu.

Skóla­stefnan mín!

Á und­an­förnum árum og ára­tugum hefur nýju og nýju fólki verið treyst til að setj­ast í stól mennta­mála­ráð­herra. Segja má að í hvert sinn sem nýtt fólk tekur til starfa, þá finnur það sig knúið til að smíða nýja skóla­stefnu – sína skóla­stefnu! Oft­ast gerir stefnan ráð fyrir auknum kröfum til kenn­ara. Eng­inn pen­ingur er settur í fram­kvæmd­ina og þess vegna verða breyt­ing­arnar litlar sem engar eða þá að kenn­arar taka á sig meiri og meiri vinnu.

Að mínu viti, var stytt­ing náms til stúd­ents­prófs úr fjórum árum í þrjú, mikið óheilla­spor. Afleið­ingin varð sú að álag á nem­endur varð mun meira og náms­efni á ein­stökum braut­um­var skorið það mikið niður að þær að þær stand ekki lengur undir nafni. Á fram­halds­skóla­stig­inu taka nem­endur út hvað mestan þroska. Þeir þurfa því að hafa tíma til að sinna félags­starfi jafn­framt nám­inu. Ein­staka brautir í fram­halds­skóla þurfa að gefa nem­endum raun­hæfan kost til und­ir­bún­ings fyrir næstu skref. Sparn­að­ur­inn með stytt­ing­unni verður lít­ill sem eng­inn vegna þess að nem­endur þurfa að fara í mörgum til­fellum að fara í við­bót­ar­nám til þess að eiga mögu­leika á námi í ákveðnum greinum í fram­hald­inu. Geta má þess að í Dan­mörku er þriggja ára stúd­ents­próf en þar hefur færst í auk­ana að nem­endur bæta fjórða árinu við þegar þeir átta sig á að und­ir­bún­ingur þeirra er ekki nægur til að velja ákveðið nám í fram­hald­inu.

Aðkoma ráð­herra að kjara­samn­ingum

Í samn­inga­nefnd rík­is­ins sitja gjarnan menn úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu, hámennt­aðir í lög­fræði og klókinda­brögð­um. Þetta end­ur­spegl­ast glöggt í til­boðum þeirra um kjara­bæt­ur: „Það er ekki nema sjálf­sagt að borga ykkur hærra kaup ef þið eruð til­búin til að vinna fyrir því“. Maður sér þá fyrir sér glott­andi bæta við í hug­anum „asnarnir ykkar – þið hafið sko aldrei nennt að vinna fyrir kaup­inu ykk­ar“. Svona „kjara­bæt­ur“ eru bein­línis móðg­andi. Þessir menn þekkja ekk­ert til skóla­mála og hafa það eitt að leið­ar­ljósi að spara rík­inu pen­ing með því að krefj­ast meiri vinnu af þessum „leti­bikkjum sem aldrei hafa nennt að vinna“.

Hér þarf að verða breyt­ing á – mennta­mála­ráð­herrar þurfa að koma í rík­ara mæli að gerð kjara­samn­inga. Ráð­herr­arnir eða aðstoð­ar­menn þeirra ættu að vera í stakk búnir til þess að greina hvað þarf að lag­færa skóla­starf­inu; og móta til­lögur til úrbóta fyrir kenn­ara og ekki síður fyrir nem­end­ur. Kenn­arar eiga fullan rétt á að fá kjara­bætur í sam­ræmi við það sem aðrar stéttir fá; og ekki síður betri og mann­úð­legri aðstæður á vinnu­staðn­um. 

Á Íslandi er kulnun í starfi vax­andi vanda­mál. Við verðum að bregð­ast við af fullri skyn­semi. Vellíðan og skil­virkt starf í skólum eru atriði sem skipta sköpum fyrir gott og árang­urs­ríkt starf. Við verðum að hafa í huga að bætt við­horf til skóla­mála skilar okkur betra sam­fé­lagi.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar