Vopnahlé hermanna á jólum 1914

Jólin voru haldin hátíðleg á vígvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, kynnti sér þessa einstöku hátíðarsögu úr stríði.

Teikning (Mary Evans Picture LibraryAlamy) (1).JPG
Auglýsing

Ekki þarf að orð­lengja að fyrri heims­styrj­öldin er einn mesti hild­ar­leikur sög­unnar og oft kölluð fyrsta „nú­tíma“ styrj­öld­in. Seinni heims­styrj­öldin var reyndar lengri og inni­heldur auk þess ómældan hryll­ing eins og Hel­för­ina. Her­menn eru lík­lega aldrei öfunds­verðir en her­menn í seinni heims­styrj­öld þurftu þó sjaldn­ast að hír­ast lengi í daun­illum skot­gröfum sem voru yfir­fullar af rott­um, lúsum og flóm en slíkt máttu her­menn í fyrri heims­styrj­öld þola árum sam­an. Auk þess var eng­inn gas­hern­aður í þeirri seinni en lík­lega ber flestum saman um að það er sér­lega and­styggi­legt vopn. Sumir vilja reyndar meina að þessar styrj­aldir séu nátengdar og að milli­stríðs­árin hafi í raun verið langt vopna­hlé.

Það vill því miður oft ein­kenna styrj­ald­ir, a.m.k. áður fyrr, að hern­að­ar­fræði er iðu­lega ekki í takti við tækni­þró­un. Slíkt var t.d. uppi á ten­ingnum í banda­rísku borg­ara­styrj­öld­inni þar sem ungir menn, þús­undum sam­an, mar­sér­uðu beint á móti gap­andi byssu­kjöftum stór­skota­liðs­ins. Í því stríði leit for­veri vél­byssunn­ar, Gatling-­byssan, fyrst dags­ins ljós. Vél­byssan var einmitt eitt aðal­vopn fyrri heims­styrj­ald­ar, auk fall­byssunn­ar. Aftur og aftur reyndu her­for­ingjar að brjóta upp stöð­una með því að senda þús­undir ungra manna, blómi margra ríkja Evr­ópu, gegn víg­línu óvin­ar­ins en þeir voru brytj­aðir nið­ur. Víg­línan hreyfð­ist nær ekk­ert árin 1914 – 1916 en þá var þrek þýskra her­manna að þrotum komið og breski flot­inn hafði hindrað vöru­flutn­inga svo að veru­legur skortur var orð­inn á nauð­synja­vörum í Þýska­landi. Árið 1917 blönd­uðu Banda­ríkin sér svo í stríðið og einnig kom einnig fram nýtt stríðstól, skrið­drek­inn, sem átti einnig nokkurn þátt í að rjúfa patt­stöð­una á vest­ur­-víg­stöðv­un­um. 

Fáir áttu von á að stríðið myndi drag­ast svona á lang­inn. Ýmsir stóðu í þeirri trú að það yrði háð svipað og orr­ustur 19. ald­ar. Herir myndu mæt­ast á ákveðnum stað, eins og Austerlitz og Waterloo á Napól­e­ons­tím­an­um, ridd­ara­lið myndi þjóta yfir víg­völl­inn, fót­göngu­liðar reka upp heróp og æða hetju­lega gegn hvor öðr­um. Ýmsir bjugg­ust við að úrslitin yrðu ráðin fyrir jól. Þannig fór ekki, ridd­ara­liðið reynd­ist algjör­lega úrelt og fót­göngu­liðar komust heldur ekk­ert áleiðis gegn vél­byssum og fall­byss­um. Þetta dróst á lang­inn, patt­staða mynd­að­ist og í des­em­ber 1914 héngu her­menn í köldum skot­gröfum sínum og hugs­uðu heim, hryggir í hjarta. Fæstir höfðu vænt­an­lega hugsað sér að halda hátíð á þennan máta og margir gerðu sér nú grein fyrir því að þessi jól gætu vel orðið þeirra síð­ustu.

Auglýsing

Það var einmitt um jólin 1914 sem ákveð­inn atburður varð á víg­stöðv­unum sem lengi hefur vakið athygli og getið af sér skáld­verk og kvik­mynd­ir. Her­menn, ekki her­ráð eða hers­höfð­ingjar, gerðu hlé á stríð­inu og héldu jólin hátíð­leg sam­an. Þýskir og breskir her­menn klöngr­uð­ust upp úr skot­gröf­unum og nálg­uð­ust hvorn annan var­færn­is­lega. Þeir skipt­ust á gjöf­um, drykk og mat­vælum og sungu jóla­lög sam­an. Þetta var magn­aður atburður og sumir hafa bent á mann­lega þátt­inn í þessu sam­bandi. Í miðjum hild­ar­leiknum ákváðu nokkrir menn að leggja hat­rið til hlið­ar. Það er þó langt um liðið og orðið stundum erfitt að greina hvað er satt og log­ið, ýmsar þjóð­sögur hafa spunn­ist um þetta vopna­hlé. En, hvað gerð­ist í raun?

Vopna­hléið 1914 var í raun ekki einn sér­stakur atburð­ur, heldur gerð­ist þetta á nokkrum stöðum á vest­ur­-víg­stöðv­un­um. Austan megin horfð­ust þýskir her­menn í augu við Rússa en í þeim var enn lít­ill jóla­hug­ur, enda fylgdu Rússar þá gamla tíma­tal­inu og þeirra jól voru í byrjun jan­ú­ar. Ekki fer neinum sögnum af því að slík vopna­hlé hafi átt sér stað milli franskra og þýskra her­manna og þarf ekki að koma á óvart. Þjóð­verjar höfðu sótt inn í Frakk­land og ógnað Par­ís, sjálfri höf­uð­borg­inni. Það var því langt í jóla­kær­leik­ann milli þeirra. Upp­hafið að því að þýskir og breskir her­menn fundu í sér jóla­land­ann var menn­ing­ar­fyr­ir­brigði sem fylgt hefur mann­kyn­inu um ald­ir: Söng­ur.

Vil­hjálmur Þýska­lands-keis­ari hafði sent her­mönnum lítil jóla­tré sem þeir höfðu sett upp og einnig kveikt á kert­um. Síðan sungu þeir þýsku „Stille nacht, heilige nacht“, sem við Íslend­ingar þekkjum sem Heims um ból. Bresku her­menn­irnir voru hrifnir af þessu og klöpp­uðu ákaft. Hafa ber í huga að ekki voru nema um 50-60 metrar á milli þeirra. Þeim bresku fannst sem þeir yrðu að svara í sömu mynt og sungu þá lagið „The First Noel.“ Áfram hélt söng­ur­inn og von bráðar sungu allir saman því það kom í ljós að hverrar þjóðar sem menn voru, þá þekktu þeir allir þessi klass­ísku jóla­lög. Skyndi­lega köll­uðu Þjóð­verjarnir og báðu Bret­ana að skjóta ekki því þeir væru með jóla­gjaf­ir. Síðan komu þeir úr skot­gröfum sínum og nálg­uð­ust. 

Bret­arnir gerðu hið sama og óvin­irnir mætt­ust á svoköll­uðu „einskis­manns­land­i“, en það var svæðið milli víg­lín­unnar kall­að. Þjóð­verjarnir höfðu nóg af vindlum sem gladdi þá bresku en Bret­arnir höfðu fengið auk­inn mat­ar­forða sem þeir gáfu þeim þýsku. Þessir fundir munu hafa verið algeng­ari þar sem þýskir her­menn frá Saxony voru stað­sett­ir. Þeir voru almennt vina­legri í garð Breta sem þeir litu á sem nokk­urs konar Saxa einnig: „Við erum Saxar og þið eruð Eng­il-­Sax­ar. Við ættum ekki að berj­ast.“ Í sumum sögum og kvik­myndum má sjá her­menn heim­sækja skot­grafir hvers ann­ars og jafn­vel leika knatt­spyrnu saman en slíkt mun vera þjóð­saga. Þó menn hafi slakað á og leyft jóla­and­anum að koma yfir sig þá voru þeir einnig á varð­bergi og reyndu jafn­vel að koma auga á eitt­hvað sem gæti gagn­ast í bar­átt­unn­i. 

Sögur af vopna­hléi her­manna á jólum 1914 eru eflaust nokkuð ýktar og hafa verið gerðar dramat­ískar, eins og t.d. í mynd­inni „Joyeux Noel“ frá 2005. Ólíkt því sem ger­ist í mynd­inni, þá  var engum sér­stak­lega refs­að, hvað þá dreg­inn fyrir her­rétt en yfir­völd sendu þó frá sér yfir­lýs­ingu þar sem öll slík umgengni við óvin­inn var bönn­uð. Enda gerð­ist þetta ekki aft­ur. Næstu þrjú jól geys­aði heims­styrj­öldin enn, en jóla-andi her­manna var þrot­inn. Vopna­hléið 1914 stendur þó eftir sem dæmi um að menn gátu sett hat­rið til hliðar um stund­ar­sakir og fyrir það eitt, er það þess verð­ugt að minn­ast þessa atburð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar