Opið bréf til forsætisráðherra

Formaður Landverndar sendir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra áramótakveðju fyrir hönd stjórnar náttúruverndarsamtakanna.

Auglýsing

Ágæti for­sæt­is­ráð­herra

Við þökkum þér, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyrir heilla­óskir á 50 ára afmæl­is­fundi Land­verndar þann 25. októ­ber sl. Það er aug­ljóst að þú hefur sett nátt­úru- og umhverf­is­vernd í for­gang hjá rík­is­stjórn þinni. En það eru margar hindr­anir fyrir sókn í þessum mál­um. Hug­mynda­fræði, sér­hags­mun­ir, vani og hræðsla við umskipti standa í vegi nauð­syn­legra breyt­inga. Rík­is­stjórn þín getur og verður að gera enn betur á þessu sviði svo ná megi ásætt­an­legum árangri.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þú hefur veru­legar áhyggjur af hættu­legum breyt­ingum á veð­ur­fari af manna­völd­um. Okkur virð­ist sem rík­is­stjórn þín sé að leggja upp í veg­ferð þar sem gera á betur á mörgum sviðum en áður til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda. En lyk­il­tölur sýna að það gengur ekki vel. Betur má ef duga skal. Annað er ekki val­kost­ur.

Auglýsing

Ísland hefur allar for­sendur til að vera fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um. Þú hefur mælt fyrir því að við verðum þessi fyr­ir­mynd, en nú um stundir erum við það ekki. Þjóðin er því sem næst heims­meist­arar í losun á hvern íbúa. Það er tit­ill sem við erum ekki stolt af og þurfum að losa okkur við.

Ómark­viss mark­mið í lofts­lags­málum und­an­farin ár eru enn ekki farin að skila í sam­drætti á los­un. Stað­festum mark­mið með laga­setn­ingu eins og Danir gerðu nýlega. Setjum lög sem skuld­binda stjórn­völd og fyr­ir­tæki að vinna með skipu­lögðum hætti að þessu mark­miði, og að skila reglu­lega skýrslu um fram­gang og fram­vindu. Lausnir eru fyrir hendi. Nýtum þær.

Stjórn Land­verndar telur að setja þurfi skýrt mark­mið um að notkun jarð­efna­elds­neytis á Íslandi verði hætt. Það er aug­ljóst að Ísland getur verið sjálf­bært um orku og því ætti það að vera sjálf­sagt mál að setja þjóð­inni slíkt mark­mið.

Ísland er eyja sem flytur inn allt sitt jarð­efna­elds­neyti. Það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt fyrir okkur að draga úr þessum inn­flutn­ingi og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa þar sem það er hægt. Við eigum næga, end­ur­nýj­an­lega orku til almennra nota, en seint verður hægt að metta eft­ir­spurn eftir ódýrri orku til stór­iðju og gröft eftir „bit-coin“. Notum ork­una af skyn­semi og notum hana rétt, án þess að spilla nátt­úru lands­ins. Notum inn­lenda orku til þess að losna við bens­ín- og dísil­reyk­inn sem veldur okkur skaða og spillir heilsu.

Að end­ur­heimta vot­lendi, græða upp örfoka land og rækta skóg er nauð­syn­leg og góð við­bót. Margt jákvætt hefur verið gert í þeim mál­um, en það þarf að gera enn betur og ná mark­vissum árlegum sam­drætti í losun og bind­ingu. End­ur­nýt­ing eða nið­ur­dæl­ing kolefnis lofar einnig góðu en leysir ekki vand­ann.

Það þarf kjark og útsjón­ar­semi til þess að vera fyr­ir­mynd; til að taka erf­iðar en til lengri tíma lit­ið, fyrir kyn­slóðir fram­tíð­ar­inn­ar, skyn­sam­legar ákvarð­an­ir.

Félagar í Land­vernd tóku saman á árinu sem nú er að líða yfir­lit um mögu­legar aðgerðir sem á fáeinum árum munu leiða til þess að veru­lega dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi. Þær munu einnig bæta lífið í land­inu til lengri tíma lit­ið. Við hvetjum rík­is­stjórn þína til að fara vel yfir þær; útfæra og koma til fram­kvæmda sem fyrst. Yfir­lit yfir þessar aðgerðir er að finna á heima­síðu Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar