Opið bréf til forsætisráðherra

Formaður Landverndar sendir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra áramótakveðju fyrir hönd stjórnar náttúruverndarsamtakanna.

Auglýsing

Ágæti for­sæt­is­ráð­herra

Við þökkum þér, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyrir heilla­óskir á 50 ára afmæl­is­fundi Land­verndar þann 25. októ­ber sl. Það er aug­ljóst að þú hefur sett nátt­úru- og umhverf­is­vernd í for­gang hjá rík­is­stjórn þinni. En það eru margar hindr­anir fyrir sókn í þessum mál­um. Hug­mynda­fræði, sér­hags­mun­ir, vani og hræðsla við umskipti standa í vegi nauð­syn­legra breyt­inga. Rík­is­stjórn þín getur og verður að gera enn betur á þessu sviði svo ná megi ásætt­an­legum árangri.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þú hefur veru­legar áhyggjur af hættu­legum breyt­ingum á veð­ur­fari af manna­völd­um. Okkur virð­ist sem rík­is­stjórn þín sé að leggja upp í veg­ferð þar sem gera á betur á mörgum sviðum en áður til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda. En lyk­il­tölur sýna að það gengur ekki vel. Betur má ef duga skal. Annað er ekki val­kost­ur.

Auglýsing

Ísland hefur allar for­sendur til að vera fyr­ir­mynd í lofts­lags­mál­um. Þú hefur mælt fyrir því að við verðum þessi fyr­ir­mynd, en nú um stundir erum við það ekki. Þjóðin er því sem næst heims­meist­arar í losun á hvern íbúa. Það er tit­ill sem við erum ekki stolt af og þurfum að losa okkur við.

Ómark­viss mark­mið í lofts­lags­málum und­an­farin ár eru enn ekki farin að skila í sam­drætti á los­un. Stað­festum mark­mið með laga­setn­ingu eins og Danir gerðu nýlega. Setjum lög sem skuld­binda stjórn­völd og fyr­ir­tæki að vinna með skipu­lögðum hætti að þessu mark­miði, og að skila reglu­lega skýrslu um fram­gang og fram­vindu. Lausnir eru fyrir hendi. Nýtum þær.

Stjórn Land­verndar telur að setja þurfi skýrt mark­mið um að notkun jarð­efna­elds­neytis á Íslandi verði hætt. Það er aug­ljóst að Ísland getur verið sjálf­bært um orku og því ætti það að vera sjálf­sagt mál að setja þjóð­inni slíkt mark­mið.

Ísland er eyja sem flytur inn allt sitt jarð­efna­elds­neyti. Það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt fyrir okkur að draga úr þessum inn­flutn­ingi og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa þar sem það er hægt. Við eigum næga, end­ur­nýj­an­lega orku til almennra nota, en seint verður hægt að metta eft­ir­spurn eftir ódýrri orku til stór­iðju og gröft eftir „bit-coin“. Notum ork­una af skyn­semi og notum hana rétt, án þess að spilla nátt­úru lands­ins. Notum inn­lenda orku til þess að losna við bens­ín- og dísil­reyk­inn sem veldur okkur skaða og spillir heilsu.

Að end­ur­heimta vot­lendi, græða upp örfoka land og rækta skóg er nauð­syn­leg og góð við­bót. Margt jákvætt hefur verið gert í þeim mál­um, en það þarf að gera enn betur og ná mark­vissum árlegum sam­drætti í losun og bind­ingu. End­ur­nýt­ing eða nið­ur­dæl­ing kolefnis lofar einnig góðu en leysir ekki vand­ann.

Það þarf kjark og útsjón­ar­semi til þess að vera fyr­ir­mynd; til að taka erf­iðar en til lengri tíma lit­ið, fyrir kyn­slóðir fram­tíð­ar­inn­ar, skyn­sam­legar ákvarð­an­ir.

Félagar í Land­vernd tóku saman á árinu sem nú er að líða yfir­lit um mögu­legar aðgerðir sem á fáeinum árum munu leiða til þess að veru­lega dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi. Þær munu einnig bæta lífið í land­inu til lengri tíma lit­ið. Við hvetjum rík­is­stjórn þína til að fara vel yfir þær; útfæra og koma til fram­kvæmda sem fyrst. Yfir­lit yfir þessar aðgerðir er að finna á heima­síðu Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar