Alltof stór hópur býr við fátækt

Formaður þingflokks Flokks fólksins segir flest mál flokksins á þingi, varða baráttuna gegn fátækt.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur á árinu 2019 lagt fram á Alþingi um 20 mál og þar erum að ræða bæði frum­vörp og þings­á­lykt­an­ir. Þetta eru um 10 mál á hvort okkar og er það meira en helm­ingi fleiri mál á mann en hjá þeim flokki sem kemur næst okkur í mál­fjölda á mann, sem er með rétt um 5 mál á hvern þing­mann.

Flest okkar mál varða kjör eldri borg­ara, öryrkja og lág­launa­fólk, þar sem allt of stór hópur í þeirra röðum býr við fátækt og svo einnig við sára­fá­tækt, sem er okkur sem ríkri þjóð til hábor­innar skamm­ar. Þarna eru um 10.000 börn sem verða að lifa við fátækt og þar af um 3000 við sára­fá­tækt, sem er óvið­un­andi og ekk­ert annað en brot á stjórn­ar­skránn­i. 

Hækkun á líf­eyr­is­launum eldri borg­ara og öryrkja verður bara 3,5%  nú um ára­mótin eða nær helm­ingi minna en laun eiga að hækka á næsta ári. Enn og aftur er verið að við­halda fjár­hags­legu ofbeldi und­an­far­inna ára­tuga gagn­vart þessum hópi fólks sem hefur það verst í okkar þjóð­fé­lagi. Engin leið­rétt­ing gagn­vart þessum hópi aftur í tím­ann eins og eins og við þing­menn, ráð­herrar og allir aðrir launa­menn hafa feng­ið?

Auglýsing

Ef rétt væri gefið ætti per­sónu­af­sláttur að hækka það mikið að lægstu laun og líf­eyr­is­laun væru nú þegar skatt­laus. Þá væri rík­is­stjórnin að fær­ast nær því að hætta að skatta sára­fá­tækt. Þá ætti strax að setja á hátekju­skatt og afnema per­sónu­af­slátt af hátekju­fólki því að þeir tekju­hæstu hafa ekki þörf fyrir per­sónu­af­slátt.

Þá ber þess að geta að ef þessi rík­is­stjórn og fyrri rík­is­stjórnir hefðu staðið við hækk­anir á per­sónu­af­slætti og líf­eyr­is­launum frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins, frá því að tekin var upp stað­greiðsla skatta 1988, væru launin yfir 300.000 krónur skatta- og skerð­ing­ar­laust, í dag en ekki rúm­lega 200.000 krónur sem er sú smánar upp­hæð sem mörgum eldri borg­urum og veiku fólki er boðið upp á í dag til að reyna að lifa á.

Des­em­ber­upp­bót örorku­líf­eyr­is­þega nemur um 45 þús­und krónum eða um 28 þús­und eftir skatt. En þetta er síðan skert hjá stórum hópi líf­eyr­is­þega. Það er stórfurðu­legt að ríkið mis­muni fólki með skerð­ingum fyrir jólin og skerði des­em­ber­upp­bót­ina vegna líf­eyr­is­sjóð­launa þannig í núll og það á sama tíma og þing­menn fá fjór­falt hærri jóla­bónus og það óskert­an.

Þing­menn og emb­ætt­is­menn fá 181 þús­und króna des­em­ber­upp­bót. Mun­ur­inn er 136 þús­und krónur eða rúm­lega 100 þús­und krónur eftir skatt sem er eins og áður segir um fjór­falt meira. Þá er jóla­bónus atvinnu­lausa er 80 þús­und krónur og síðan fá þeir smá auka með hverju barn­i. 

Það er ekki í lagi að við þing­menn fáum svona háa des­em­ber­upp­bót á sama tíma og þeir sem lifa í fátækt, hvað þá í sára­fá­tækt eru að fá skerta des­em­ber­upp­bót. Þessu verður að snúa við og þeir sem lifa á líf­eyr­is­launum fái 181 þús­und krónur í des­em­ber­upp­bót, en við þing­menn verðum skertir fjár­hags­lega eins og líf­eyr­is­þegar þannig að við fáum ekki krónu í bón­us.

Nei, það er ekki til umræðu hjá þess­ari rík­is­stjórn. Lof­orð um leið­rétt­ingu og að þeirra tími væri kom­inn? Nei, ekk­ert um það og enn einu sinni, eru kosn­inga­lof­orðin svik­in. Yfir­lýs­ing um að þessi hópur gæti ekki beðið leng­ur, inn­an­tóm orð, enn og aft­ur.

Þá ætlar rík­is­stjórnin að gefa þessum hópi og lág­launa­fólki lægri skatt­pró­sentu með hægri hend­inni, en taka hana að stórum hluta með vinstri hend­inni til baka með lækkun á per­sónu­af­slætti. Hvers vegna gat þessi rík­is­stjórn að minnsta kosti látið per­sónu­af­slátt­inn vera óbreytt­an? 

Það hefði verið frá­bært skref, að láta hann bara vera eða hækka sam­kvæmt neyslu­vísi­tölu eins og þeim ber að gera. Nei, það er allt of mikið fyrir þessa rík­is­stjórn. Það varð að sjá til þess að þeir sem minnst hefðu það fengju bara sömu smáu hung­ur­lús­ina, eins og þeim hefur verið skammtað unda­farin ára­tugi í boði fjór­flokks­ins.

Árið 2020

Von­andi verður árið 2020 betra hjá þessum hópi og þá von ber ég í brjósti vegna þess að núver­andi rík­is­stjórn hefur séð ljós­ið. Þau undur og stór merki­legi atburður varð nú á þing­inu fyrir jólin að öryrkjar fengu heilar 10.000 þús­und krónur skatta og skerð­ing­ar­laust útborgað í boði rík­is­ins. 

Rík­is­stjórnin hefur nú séð smá ljós­geisla við hin myrka skerð­inga­skóg skatta og keðju­verk­andi skerð­inga sem er sam­kvæmt úreldum almanna­trygg­inga­lög­um, lögum sem von­andi verða ein­földuð á nýju ári öllum til hags­bóta. Loks­ins er kom­inn skiln­ingur á það að til að kjara­bætur skili sér til þeirra sem fá líf­eyr­is­laun verður sú kjara­bót að fara til þeirra skatta og skerð­ing­ar­laust.

Höf­undur er þing­maður Flokks fólks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar