Stundum fara hagsmunir fyrirtækja og einstaklinga hönd í hönd

Eiríkur Ragnarsson telur að staðreyndin sé sú að stöðugur og stór gjaldmiðill geti komið sér vel fyrir bísnesskalla og almenning – á sama tíma – en engin lausn sé auðvitað fullkomin.

Auglýsing

Um dag­inn skrif­aði Sig­urður Pálmi, stofn­andi Sports Direct á Íslandi og til­von­andi smá­vöru­versl­un­ar­maður, grein á vis­ir.­is. Greinin er ein­föld og auð­skilj­an­leg og bendir Sig­urður á það að krónan sé óstöð­ugur gjald­mið­ill og þegar krónan veik­ist þá hækki verð í íslenskum versl­un­um, höf­uð­stóll á lánum hækkar og lífs­gæði almenn­ings á Íslandi almennt versna. Sig­urður bendir á lausn við þessu ves­eni: Henda krón­unni og taka upp evr­una.

Heimild: SÍ, ECB og Eikonomics.

Ég er hjart­an­lega sam­mála Sig­urði og vill reyndar að við göngum skref­inu lengra og sækjum um að fá að vera með í Evr­ópu­sam­band­inu. En það er eig­in­lega nauð­syn­legt ef við viljum taka upp evr­una.

Auglýsing

Það sem Sig­urður er að tala um er ansi flókið fyr­ir­bæri og lang­aði mig aðeins að bæta við smá upp­lýs­ingum og sam­hengi svo við getum öll séð betur hvað það er sem hann er aða tala um.

Á evru­svæð­inu búa um það bil 340 miljón manns. Aðeins Banda­ríkin og Kína flytja út meiri verð­mæti en Þýska­land. Í Frakk­land eru tæp­lega 60 virkir kjarn­orku­ofn­ar. Á Spáni er hægt að rækta avókadó og eggaldin eins og ekk­ert sé á meðan Danir dúlla sér við að grafa upp gul­rætur og róf­ur.

Evran á það til að veikj­ast öðru hverju. Þegar það ger­ist þá hækkar verð á vörum og aðföngum sem flytja þarf inn. En þar sem evru­svæðið er svo stórt og fjöl­breytt hefur veik­ing evr­unnar ekki eins ýktar afleið­ingar á meg­in­land­inu og veik­ing krón­unnar hefur á Íslandi.

Tökum ein­falt dæmi. Gefum okkur að ein evra geti keypt einn Banda­ríkja­dal í dag og með einum Banda­ríkja­dal geti maður keypt eitt avókadó frá Kali­forn­íu. Gefum okkur einnig það að það kosti 1,1 evru að fram­leiða 1 avókadó á Spáni. Ef verð á Banda­ríkja­dal tvö­fald­ast á morgun (og hver Banda­ríkja­dalur kostar 2 evr­ur) þá þurfa Evr­ópu­búar að borga 2 evrur fyrir hvert kali­fornískt avóka­dó. Ef nóg er um avóka­d­ófram­leið­endur á Spáni þá bregð­ast þeir við með því að tína avókadó og selja þau á 1,2 evr­ur.

Ef Evr­ópu­búar gera ekki upp á milli spænskra og banda­rískra avóka­dóa, þá enda þeir á því að borða spænsk avókadó í stað banda­rískra. Afleið­ingin er því sú að 50% veik­ing evr­unnar veldur því að alda­mót­ar­mann­vera, sem er með 2000 evrur í laun og eyðir þeim að sjálf­sögðu öllum í avóka­dó, sem áður gat keypt 2000 avóka­dó, getur eftir veik­ingu evr­unnar keypt sér 1667 avóka­dó.

Á Íslandi er aftur á móti ekki eitt ein­asta avókadó tré. Ef í dag 100 kr. geta keypt eitt avókadó frá Kali­forníu og á morgun styrk­ist doll­ar­inn og avókadó kostar allt í einu 200 kr. Þá þýðir það að alda­móta­mann­vera á Íslandi, sem áður gat keypt 2000 avókadó getur nú aðeins keypt sér 1000 avóka­dó. Sem sagt, eftir þessa veik­ingu hefur jafn­ingi hans í Hollandi 667 auka avóka­dó. Ís­lend­ing­ur­inn í þessu dæmi hefði getað keypt sér 667 auka avókadó ef Ísland hefði tekið upp evr­una.

Avókadó-dæmi

En það er ekki bara í ein­földum avóka­dó-­dæmum sem heim­ur­inn virkar svona. Til að mynda fann Gunnar Orms­lev Ásgeirs­son það út í sinni meist­ara­rit­gerð árið 2011 að ef krónan veik­ist um 1% þá hækkar verð­lag almennt um 0,5% innan árs.

Þetta þýðir að ef krón­an, sem hefur veikst um 10% frá því í júní, styrk­ist ekki á næstu mán­uðum þá á verð­lag í land­inu eftir að hækka um 5% umfram það sem eðli­legt væri. Það þýðir að við þurfum að borga: meira af lán­unum okk­ar; lengur af náms­lán­unum okk­ar; og meira í Bónus og Krón­unni (eða nýju versl­un­inni sem Sig­urður ætlar að opna).

Evr­ópu­sam­bandið gaf nýlega út skýrslu með svip­aðri grein­ingu og Gunnar gerði í meist­ara­rit­gerð sinni. Þar finnur sam­bandið það út að um tveir þriðju af veik­ingu krón­unnar sýna sig í hærra verð­lagi innan árs, og næstu átta mán­uðum heldur verð áfram að hækka. Ef maður not­ast við þessar töl­ur, þá þýðir 10% veik­ing krón­unnar um tæp­lega 7% hækkun á lánum og verð­lagi innan árs. Og átta mán­uðum seinna fer hækkun á verð­lagi að nálg­ast 10%.

Kannski eru skrif Sig­urðar drifin af umhyggju hans fyrir almenn­ingi í land­inu. Kannski eru þau drifin af eig­in­hags­muna­semi. Hann, sem og margir í við­skipta­líf­inu, geta grætt á stöð­ugum gjald­miðli. En hvort það er það sem drífur skrifin skiptir voða litlu máli. Það er af því að stað­reynd máls­ins er sú að stöð­ugur og stór gjald­mið­ill getur komið sér vel fyrir bísnesskalla og almenn­ing, á sama tíma. Engin lausn er full­kom­in. Sumar lausnir eru betri en aðr­ar. Evran er ekki full­kom­in, en við erum ekki að bera hana saman við full­kom­inn gjald­mið­il. Við erum að bera hana saman við krón­una.

*fyrir áhuga­sama má finna við­bótar grein­ingu og aukefni sem teng­ist þess­ari grein á heima­síðu Eika, eikonomics.eu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics