Stundum fara hagsmunir fyrirtækja og einstaklinga hönd í hönd

Eiríkur Ragnarsson telur að staðreyndin sé sú að stöðugur og stór gjaldmiðill geti komið sér vel fyrir bísnesskalla og almenning – á sama tíma – en engin lausn sé auðvitað fullkomin.

Auglýsing

Um daginn skrifaði Sigurður Pálmi, stofnandi Sports Direct á Íslandi og tilvonandi smávöruverslunarmaður, grein á visir.is. Greinin er einföld og auðskiljanleg og bendir Sigurður á það að krónan sé óstöðugur gjaldmiðill og þegar krónan veikist þá hækki verð í íslenskum verslunum, höfuðstóll á lánum hækkar og lífsgæði almennings á Íslandi almennt versna. Sigurður bendir á lausn við þessu veseni: Henda krónunni og taka upp evruna.

Heimild: SÍ, ECB og Eikonomics.

Ég er hjartanlega sammála Sigurði og vill reyndar að við göngum skrefinu lengra og sækjum um að fá að vera með í Evrópusambandinu. En það er eiginlega nauðsynlegt ef við viljum taka upp evruna.

Auglýsing

Það sem Sigurður er að tala um er ansi flókið fyrirbæri og langaði mig aðeins að bæta við smá upplýsingum og samhengi svo við getum öll séð betur hvað það er sem hann er aða tala um.

Á evrusvæðinu búa um það bil 340 miljón manns. Aðeins Bandaríkin og Kína flytja út meiri verðmæti en Þýskaland. Í Frakkland eru tæplega 60 virkir kjarnorkuofnar. Á Spáni er hægt að rækta avókadó og eggaldin eins og ekkert sé á meðan Danir dúlla sér við að grafa upp gulrætur og rófur.

Evran á það til að veikjast öðru hverju. Þegar það gerist þá hækkar verð á vörum og aðföngum sem flytja þarf inn. En þar sem evrusvæðið er svo stórt og fjölbreytt hefur veiking evrunnar ekki eins ýktar afleiðingar á meginlandinu og veiking krónunnar hefur á Íslandi.

Tökum einfalt dæmi. Gefum okkur að ein evra geti keypt einn Bandaríkjadal í dag og með einum Bandaríkjadal geti maður keypt eitt avókadó frá Kaliforníu. Gefum okkur einnig það að það kosti 1,1 evru að framleiða 1 avókadó á Spáni. Ef verð á Bandaríkjadal tvöfaldast á morgun (og hver Bandaríkjadalur kostar 2 evrur) þá þurfa Evrópubúar að borga 2 evrur fyrir hvert kalifornískt avókadó. Ef nóg er um avókadóframleiðendur á Spáni þá bregðast þeir við með því að tína avókadó og selja þau á 1,2 evrur.

Ef Evrópubúar gera ekki upp á milli spænskra og bandarískra avókadóa, þá enda þeir á því að borða spænsk avókadó í stað bandarískra. Afleiðingin er því sú að 50% veiking evrunnar veldur því að aldamótarmannvera, sem er með 2000 evrur í laun og eyðir þeim að sjálfsögðu öllum í avókadó, sem áður gat keypt 2000 avókadó, getur eftir veikingu evrunnar keypt sér 1667 avókadó.

Á Íslandi er aftur á móti ekki eitt einasta avókadó tré. Ef í dag 100 kr. geta keypt eitt avókadó frá Kaliforníu og á morgun styrkist dollarinn og avókadó kostar allt í einu 200 kr. Þá þýðir það að aldamótamannvera á Íslandi, sem áður gat keypt 2000 avókadó getur nú aðeins keypt sér 1000 avókadó. Sem sagt, eftir þessa veikingu hefur jafningi hans í Hollandi 667 auka avókadó. Íslendingurinn í þessu dæmi hefði getað keypt sér 667 auka avókadó ef Ísland hefði tekið upp evruna.

Avókadó-dæmi

En það er ekki bara í einföldum avókadó-dæmum sem heimurinn virkar svona. Til að mynda fann Gunnar Ormslev Ásgeirsson það út í sinni meistararitgerð árið 2011 að ef krónan veikist um 1% þá hækkar verðlag almennt um 0,5% innan árs.

Þetta þýðir að ef krónan, sem hefur veikst um 10% frá því í júní, styrkist ekki á næstu mánuðum þá á verðlag í landinu eftir að hækka um 5% umfram það sem eðlilegt væri. Það þýðir að við þurfum að borga: meira af lánunum okkar; lengur af námslánunum okkar; og meira í Bónus og Krónunni (eða nýju versluninni sem Sigurður ætlar að opna).

Evrópusambandið gaf nýlega út skýrslu með svipaðri greiningu og Gunnar gerði í meistararitgerð sinni. Þar finnur sambandið það út að um tveir þriðju af veikingu krónunnar sýna sig í hærra verðlagi innan árs, og næstu átta mánuðum heldur verð áfram að hækka. Ef maður notast við þessar tölur, þá þýðir 10% veiking krónunnar um tæplega 7% hækkun á lánum og verðlagi innan árs. Og átta mánuðum seinna fer hækkun á verðlagi að nálgast 10%.

Kannski eru skrif Sigurðar drifin af umhyggju hans fyrir almenningi í landinu. Kannski eru þau drifin af eiginhagsmunasemi. Hann, sem og margir í viðskiptalífinu, geta grætt á stöðugum gjaldmiðli. En hvort það er það sem drífur skrifin skiptir voða litlu máli. Það er af því að staðreynd málsins er sú að stöðugur og stór gjaldmiðill getur komið sér vel fyrir bísnesskalla og almenning, á sama tíma. Engin lausn er fullkomin. Sumar lausnir eru betri en aðrar. Evran er ekki fullkomin, en við erum ekki að bera hana saman við fullkominn gjaldmiðil. Við erum að bera hana saman við krónuna.

*fyrir áhugasama má finna viðbótar greiningu og aukefni sem tengist þessari grein á heimasíðu Eika, eikonomics.eu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics