Fimm ára sameinuð rödd stúdenta

Formaður Landssambands Íslenskra Stúdenta skrifar um áskoranir í málefnum stúdenta og háskólakerfinu.

Auglýsing

LÍS, Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna fimm ára stofnafmæli sínu í dag. Það er fagn­að­ar­efni. Sam­tökin mega með sanni eiga það að þrátt fyrir ungan lífaldur hefur þeim tek­ist að láta á sér bera og vaxið með miklum hraða. Sam­hliða örum vexti hefur verk­svið og ábyrgð­ar­hlut­verk sam­tak­anna sömu­leiðis auk­ist. Með­ LÍS varð til fyrsti málsvari allra stúd­enta á Íslandi sem og stúd­enta erlend­is. Við stofnun varð það enn skýr­ara hve þörfin innan háskóla­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins var raun­veru­lega mikil fyrir sam­tök sem þessi. Það er mik­il­vægt á tíma­mótum sem þessum að líta yfir far­inn veg og stöðu mála og gera sér grein fyrir því hvert skal stefna og með hvaða hætti.

Það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn og vald­hafar innan háskóla­kerf­is­ins geri sér grein fyrir mik­il­vægi raun­veru­legs sam­ráðs við stúd­enta. Hlut­verk okkar er ekki að vera óvirkir „not­end­ur“ mennta­kerf­is­ins heldur virkir þátt­tak­endur í öllum kimum þess á sama grund­velli og aðrir aðil­ar. Stúd­entar eru sér­fræð­ingar um eigin mál­efni og hafa inn­sýn og skiln­ing á stöðu mála sem eng­inn annar hópur býr yfir. Frá stofn­un LÍS hefur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi slíks sam­ráðs; stúd­entar eiga nú tvo full­trúa í verk­efna­stjórn um end­ur­skoðun laga um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og sömu­leiðis skipa LÍS ­full­trúa stúd­enta í hinar ýmsu nefndir innan háskóla­kerf­is­ins. Engu að síður virð­ist vanta eitt­hvað ­upp á, en til að mynda hafa eng­ar hald­bær­ar ­upp­lýs­ingar feng­ist frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Dögg Alfreðs­dóttur um aðkomu stúd­enta að gerð mennta­stefnu Íslands til 2030. Eins hafði félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son orð á því á Alþingi að hafa þegar átt í sam­ráði við náms­manna­hreyf­ingar um upp­bygg­ingu félags­legra íbúða sem LÍS höfðu ekki orðið vör við, hvorki á sínu borði né aðild­ar­fé­laga sinna. Það veldur miklum von­brigðum og er vonin sú að rík­is­stjórn sjái hag sinn í því að hleypa stúd­entum alla leið að borð­inu en ekki bara í orði.

Það er öfl­ugt starf sem á sér stað í háskóla­kerf­inu hér á landi og er ljóst að aukið mennt­un­ar­stig þjóð­ar­innar hefur verið lyfti­stöng fyrir íslenskt sam­fé­lag. Hins vegar er það ekki nóg út af fyrir sig og betur má ef duga skal. Það er mik­il­vægt að tryggja opið og jafnt aðgengi að háskóla­menntun fyrir alla en gögn segja að annað eigi við í íslensku háskóla­kerfi. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m EUROSTU­DENT VI, sem er yfir­grips­mikil könnun um hagi stúd­enta í 28 Evr­ópu­lönd­um, vinnur helm­ingur stúd­enta allan árs­ins hring og tæp­lega 90 % þeirra segj­ast gera það að öllu eða miklu leyti til þess að eiga fyrir reglu­legum útgjöld­um.  Sam­kvæmt Ed­ucation at a Glance frá OECD eru stúd­entar með erlendan bak­grunn tvö­falt lík­legri en jafn­aldrar sínir til þess að ná ekki að klára meira en grunn­skóla­stig en slíkar áskor­anir í aðgeng­is­málum hefur með háskóla­stigið að gera til jafns við önnur skóla­stig.  Einnig er mik­il­vægt að rík­is­stjórnin standi við orð sín og nái með­al­tali OECD og síðan Norð­ur­land­anna í fjár­mögnun háskóla­stigs­ins en ekki örlar á sann­fær­andi tölum um það í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar til 2022 eða frum­varpi til fjár­laga 2019. Ekki má gleyma þeirri stöðu sem Lista­há­skóli Íslands hefur verið í allt frá stofnun og er til skammar fyrir íslenskt sam­fé­lag að staðan sé slík hjá einu stofnun lands­ins sem býður upp á list­nám á háskóla­stigi.

Auglýsing

Nóg er af áskor­unum og óupp­gerðum málum þegar kemur að háskóla­kerf­inu og mál­efnum stúd­enta. Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta eru til­búin til þess að taka þátt í að takast á við þessar áskor­anir og hafa í mörgum til­vikum gert það af eigin ramm­leik. Rétt­inda-Ronja er vef­síða sem inni­heldur upp­lýs­ingar um rétt­indi og úrræði fyrir stúd­enta í íslenskum háskólum með fatl­anir og/eða sér­tæka námsörð­ug­leika og verður opnuð í byrjun næsta mán­að­ar­. Stu­dent Refu­gees, verk­efni að danskri fyr­ir­mynd bygg­ist á ráð­gjöf og aðstoð til flótta­fólks og hæl­is­leit­enda á Íslandi sem vilja stunda háskóla­nám. Það er hvorki skortur á metn­aði eða vilja meðal íslenskra stúd­enta til þess að leggja sitt til málana og tryggja öfl­ugt, opið og frjótt háskóla­sam­fé­lag. Það er sannur fjár­sjóður sem má leggja meiri metnað og natni við að styrkja, styðja við og efla. 

Til ham­ingju stúd­entar og allir saman með áfang­ann og allt það sem koma skal.

Höf­undur er for­mað­ur LÍS.Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar