Fimm ára sameinuð rödd stúdenta

Formaður Landssambands Íslenskra Stúdenta skrifar um áskoranir í málefnum stúdenta og háskólakerfinu.

Auglýsing

LÍS, Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna fimm ára stofnafmæli sínu í dag. Það er fagn­að­ar­efni. Sam­tökin mega með sanni eiga það að þrátt fyrir ungan lífaldur hefur þeim tek­ist að láta á sér bera og vaxið með miklum hraða. Sam­hliða örum vexti hefur verk­svið og ábyrgð­ar­hlut­verk sam­tak­anna sömu­leiðis auk­ist. Með­ LÍS varð til fyrsti málsvari allra stúd­enta á Íslandi sem og stúd­enta erlend­is. Við stofnun varð það enn skýr­ara hve þörfin innan háskóla­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins var raun­veru­lega mikil fyrir sam­tök sem þessi. Það er mik­il­vægt á tíma­mótum sem þessum að líta yfir far­inn veg og stöðu mála og gera sér grein fyrir því hvert skal stefna og með hvaða hætti.

Það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn og vald­hafar innan háskóla­kerf­is­ins geri sér grein fyrir mik­il­vægi raun­veru­legs sam­ráðs við stúd­enta. Hlut­verk okkar er ekki að vera óvirkir „not­end­ur“ mennta­kerf­is­ins heldur virkir þátt­tak­endur í öllum kimum þess á sama grund­velli og aðrir aðil­ar. Stúd­entar eru sér­fræð­ingar um eigin mál­efni og hafa inn­sýn og skiln­ing á stöðu mála sem eng­inn annar hópur býr yfir. Frá stofn­un LÍS hefur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi slíks sam­ráðs; stúd­entar eiga nú tvo full­trúa í verk­efna­stjórn um end­ur­skoðun laga um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og sömu­leiðis skipa LÍS ­full­trúa stúd­enta í hinar ýmsu nefndir innan háskóla­kerf­is­ins. Engu að síður virð­ist vanta eitt­hvað ­upp á, en til að mynda hafa eng­ar hald­bær­ar ­upp­lýs­ingar feng­ist frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Dögg Alfreðs­dóttur um aðkomu stúd­enta að gerð mennta­stefnu Íslands til 2030. Eins hafði félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son orð á því á Alþingi að hafa þegar átt í sam­ráði við náms­manna­hreyf­ingar um upp­bygg­ingu félags­legra íbúða sem LÍS höfðu ekki orðið vör við, hvorki á sínu borði né aðild­ar­fé­laga sinna. Það veldur miklum von­brigðum og er vonin sú að rík­is­stjórn sjái hag sinn í því að hleypa stúd­entum alla leið að borð­inu en ekki bara í orði.

Það er öfl­ugt starf sem á sér stað í háskóla­kerf­inu hér á landi og er ljóst að aukið mennt­un­ar­stig þjóð­ar­innar hefur verið lyfti­stöng fyrir íslenskt sam­fé­lag. Hins vegar er það ekki nóg út af fyrir sig og betur má ef duga skal. Það er mik­il­vægt að tryggja opið og jafnt aðgengi að háskóla­menntun fyrir alla en gögn segja að annað eigi við í íslensku háskóla­kerfi. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m EUROSTU­DENT VI, sem er yfir­grips­mikil könnun um hagi stúd­enta í 28 Evr­ópu­lönd­um, vinnur helm­ingur stúd­enta allan árs­ins hring og tæp­lega 90 % þeirra segj­ast gera það að öllu eða miklu leyti til þess að eiga fyrir reglu­legum útgjöld­um.  Sam­kvæmt Ed­ucation at a Glance frá OECD eru stúd­entar með erlendan bak­grunn tvö­falt lík­legri en jafn­aldrar sínir til þess að ná ekki að klára meira en grunn­skóla­stig en slíkar áskor­anir í aðgeng­is­málum hefur með háskóla­stigið að gera til jafns við önnur skóla­stig.  Einnig er mik­il­vægt að rík­is­stjórnin standi við orð sín og nái með­al­tali OECD og síðan Norð­ur­land­anna í fjár­mögnun háskóla­stigs­ins en ekki örlar á sann­fær­andi tölum um það í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar til 2022 eða frum­varpi til fjár­laga 2019. Ekki má gleyma þeirri stöðu sem Lista­há­skóli Íslands hefur verið í allt frá stofnun og er til skammar fyrir íslenskt sam­fé­lag að staðan sé slík hjá einu stofnun lands­ins sem býður upp á list­nám á háskóla­stigi.

Auglýsing

Nóg er af áskor­unum og óupp­gerðum málum þegar kemur að háskóla­kerf­inu og mál­efnum stúd­enta. Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta eru til­búin til þess að taka þátt í að takast á við þessar áskor­anir og hafa í mörgum til­vikum gert það af eigin ramm­leik. Rétt­inda-Ronja er vef­síða sem inni­heldur upp­lýs­ingar um rétt­indi og úrræði fyrir stúd­enta í íslenskum háskólum með fatl­anir og/eða sér­tæka námsörð­ug­leika og verður opnuð í byrjun næsta mán­að­ar­. Stu­dent Refu­gees, verk­efni að danskri fyr­ir­mynd bygg­ist á ráð­gjöf og aðstoð til flótta­fólks og hæl­is­leit­enda á Íslandi sem vilja stunda háskóla­nám. Það er hvorki skortur á metn­aði eða vilja meðal íslenskra stúd­enta til þess að leggja sitt til málana og tryggja öfl­ugt, opið og frjótt háskóla­sam­fé­lag. Það er sannur fjár­sjóður sem má leggja meiri metnað og natni við að styrkja, styðja við og efla. 

Til ham­ingju stúd­entar og allir saman með áfang­ann og allt það sem koma skal.

Höf­undur er for­mað­ur LÍS.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar