Fimm ára sameinuð rödd stúdenta

Formaður Landssambands Íslenskra Stúdenta skrifar um áskoranir í málefnum stúdenta og háskólakerfinu.

Auglýsing

LÍS, Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna fimm ára stofnafmæli sínu í dag. Það er fagn­að­ar­efni. Sam­tökin mega með sanni eiga það að þrátt fyrir ungan lífaldur hefur þeim tek­ist að láta á sér bera og vaxið með miklum hraða. Sam­hliða örum vexti hefur verk­svið og ábyrgð­ar­hlut­verk sam­tak­anna sömu­leiðis auk­ist. Með­ LÍS varð til fyrsti málsvari allra stúd­enta á Íslandi sem og stúd­enta erlend­is. Við stofnun varð það enn skýr­ara hve þörfin innan háskóla­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins var raun­veru­lega mikil fyrir sam­tök sem þessi. Það er mik­il­vægt á tíma­mótum sem þessum að líta yfir far­inn veg og stöðu mála og gera sér grein fyrir því hvert skal stefna og með hvaða hætti.

Það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn og vald­hafar innan háskóla­kerf­is­ins geri sér grein fyrir mik­il­vægi raun­veru­legs sam­ráðs við stúd­enta. Hlut­verk okkar er ekki að vera óvirkir „not­end­ur“ mennta­kerf­is­ins heldur virkir þátt­tak­endur í öllum kimum þess á sama grund­velli og aðrir aðil­ar. Stúd­entar eru sér­fræð­ingar um eigin mál­efni og hafa inn­sýn og skiln­ing á stöðu mála sem eng­inn annar hópur býr yfir. Frá stofn­un LÍS hefur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi slíks sam­ráðs; stúd­entar eiga nú tvo full­trúa í verk­efna­stjórn um end­ur­skoðun laga um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og sömu­leiðis skipa LÍS ­full­trúa stúd­enta í hinar ýmsu nefndir innan háskóla­kerf­is­ins. Engu að síður virð­ist vanta eitt­hvað ­upp á, en til að mynda hafa eng­ar hald­bær­ar ­upp­lýs­ingar feng­ist frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Dögg Alfreðs­dóttur um aðkomu stúd­enta að gerð mennta­stefnu Íslands til 2030. Eins hafði félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son orð á því á Alþingi að hafa þegar átt í sam­ráði við náms­manna­hreyf­ingar um upp­bygg­ingu félags­legra íbúða sem LÍS höfðu ekki orðið vör við, hvorki á sínu borði né aðild­ar­fé­laga sinna. Það veldur miklum von­brigðum og er vonin sú að rík­is­stjórn sjái hag sinn í því að hleypa stúd­entum alla leið að borð­inu en ekki bara í orði.

Það er öfl­ugt starf sem á sér stað í háskóla­kerf­inu hér á landi og er ljóst að aukið mennt­un­ar­stig þjóð­ar­innar hefur verið lyfti­stöng fyrir íslenskt sam­fé­lag. Hins vegar er það ekki nóg út af fyrir sig og betur má ef duga skal. Það er mik­il­vægt að tryggja opið og jafnt aðgengi að háskóla­menntun fyrir alla en gögn segja að annað eigi við í íslensku háskóla­kerfi. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m EUROSTU­DENT VI, sem er yfir­grips­mikil könnun um hagi stúd­enta í 28 Evr­ópu­lönd­um, vinnur helm­ingur stúd­enta allan árs­ins hring og tæp­lega 90 % þeirra segj­ast gera það að öllu eða miklu leyti til þess að eiga fyrir reglu­legum útgjöld­um.  Sam­kvæmt Ed­ucation at a Glance frá OECD eru stúd­entar með erlendan bak­grunn tvö­falt lík­legri en jafn­aldrar sínir til þess að ná ekki að klára meira en grunn­skóla­stig en slíkar áskor­anir í aðgeng­is­málum hefur með háskóla­stigið að gera til jafns við önnur skóla­stig.  Einnig er mik­il­vægt að rík­is­stjórnin standi við orð sín og nái með­al­tali OECD og síðan Norð­ur­land­anna í fjár­mögnun háskóla­stigs­ins en ekki örlar á sann­fær­andi tölum um það í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar til 2022 eða frum­varpi til fjár­laga 2019. Ekki má gleyma þeirri stöðu sem Lista­há­skóli Íslands hefur verið í allt frá stofnun og er til skammar fyrir íslenskt sam­fé­lag að staðan sé slík hjá einu stofnun lands­ins sem býður upp á list­nám á háskóla­stigi.

Auglýsing

Nóg er af áskor­unum og óupp­gerðum málum þegar kemur að háskóla­kerf­inu og mál­efnum stúd­enta. Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta eru til­búin til þess að taka þátt í að takast á við þessar áskor­anir og hafa í mörgum til­vikum gert það af eigin ramm­leik. Rétt­inda-Ronja er vef­síða sem inni­heldur upp­lýs­ingar um rétt­indi og úrræði fyrir stúd­enta í íslenskum háskólum með fatl­anir og/eða sér­tæka námsörð­ug­leika og verður opnuð í byrjun næsta mán­að­ar­. Stu­dent Refu­gees, verk­efni að danskri fyr­ir­mynd bygg­ist á ráð­gjöf og aðstoð til flótta­fólks og hæl­is­leit­enda á Íslandi sem vilja stunda háskóla­nám. Það er hvorki skortur á metn­aði eða vilja meðal íslenskra stúd­enta til þess að leggja sitt til málana og tryggja öfl­ugt, opið og frjótt háskóla­sam­fé­lag. Það er sannur fjár­sjóður sem má leggja meiri metnað og natni við að styrkja, styðja við og efla. 

Til ham­ingju stúd­entar og allir saman með áfang­ann og allt það sem koma skal.

Höf­undur er for­mað­ur LÍS.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar