Fimm ára sameinuð rödd stúdenta

Formaður Landssambands Íslenskra Stúdenta skrifar um áskoranir í málefnum stúdenta og háskólakerfinu.

Auglýsing

LÍS, Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna fimm ára stofnafmæli sínu í dag. Það er fagn­að­ar­efni. Sam­tökin mega með sanni eiga það að þrátt fyrir ungan lífaldur hefur þeim tek­ist að láta á sér bera og vaxið með miklum hraða. Sam­hliða örum vexti hefur verk­svið og ábyrgð­ar­hlut­verk sam­tak­anna sömu­leiðis auk­ist. Með­ LÍS varð til fyrsti málsvari allra stúd­enta á Íslandi sem og stúd­enta erlend­is. Við stofnun varð það enn skýr­ara hve þörfin innan háskóla­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins var raun­veru­lega mikil fyrir sam­tök sem þessi. Það er mik­il­vægt á tíma­mótum sem þessum að líta yfir far­inn veg og stöðu mála og gera sér grein fyrir því hvert skal stefna og með hvaða hætti.

Það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn og vald­hafar innan háskóla­kerf­is­ins geri sér grein fyrir mik­il­vægi raun­veru­legs sam­ráðs við stúd­enta. Hlut­verk okkar er ekki að vera óvirkir „not­end­ur“ mennta­kerf­is­ins heldur virkir þátt­tak­endur í öllum kimum þess á sama grund­velli og aðrir aðil­ar. Stúd­entar eru sér­fræð­ingar um eigin mál­efni og hafa inn­sýn og skiln­ing á stöðu mála sem eng­inn annar hópur býr yfir. Frá stofn­un LÍS hefur átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi slíks sam­ráðs; stúd­entar eiga nú tvo full­trúa í verk­efna­stjórn um end­ur­skoðun laga um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og sömu­leiðis skipa LÍS ­full­trúa stúd­enta í hinar ýmsu nefndir innan háskóla­kerf­is­ins. Engu að síður virð­ist vanta eitt­hvað ­upp á, en til að mynda hafa eng­ar hald­bær­ar ­upp­lýs­ingar feng­ist frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Dögg Alfreðs­dóttur um aðkomu stúd­enta að gerð mennta­stefnu Íslands til 2030. Eins hafði félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son orð á því á Alþingi að hafa þegar átt í sam­ráði við náms­manna­hreyf­ingar um upp­bygg­ingu félags­legra íbúða sem LÍS höfðu ekki orðið vör við, hvorki á sínu borði né aðild­ar­fé­laga sinna. Það veldur miklum von­brigðum og er vonin sú að rík­is­stjórn sjái hag sinn í því að hleypa stúd­entum alla leið að borð­inu en ekki bara í orði.

Það er öfl­ugt starf sem á sér stað í háskóla­kerf­inu hér á landi og er ljóst að aukið mennt­un­ar­stig þjóð­ar­innar hefur verið lyfti­stöng fyrir íslenskt sam­fé­lag. Hins vegar er það ekki nóg út af fyrir sig og betur má ef duga skal. Það er mik­il­vægt að tryggja opið og jafnt aðgengi að háskóla­menntun fyrir alla en gögn segja að annað eigi við í íslensku háskóla­kerfi. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m EUROSTU­DENT VI, sem er yfir­grips­mikil könnun um hagi stúd­enta í 28 Evr­ópu­lönd­um, vinnur helm­ingur stúd­enta allan árs­ins hring og tæp­lega 90 % þeirra segj­ast gera það að öllu eða miklu leyti til þess að eiga fyrir reglu­legum útgjöld­um.  Sam­kvæmt Ed­ucation at a Glance frá OECD eru stúd­entar með erlendan bak­grunn tvö­falt lík­legri en jafn­aldrar sínir til þess að ná ekki að klára meira en grunn­skóla­stig en slíkar áskor­anir í aðgeng­is­málum hefur með háskóla­stigið að gera til jafns við önnur skóla­stig.  Einnig er mik­il­vægt að rík­is­stjórnin standi við orð sín og nái með­al­tali OECD og síðan Norð­ur­land­anna í fjár­mögnun háskóla­stigs­ins en ekki örlar á sann­fær­andi tölum um það í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar til 2022 eða frum­varpi til fjár­laga 2019. Ekki má gleyma þeirri stöðu sem Lista­há­skóli Íslands hefur verið í allt frá stofnun og er til skammar fyrir íslenskt sam­fé­lag að staðan sé slík hjá einu stofnun lands­ins sem býður upp á list­nám á háskóla­stigi.

Auglýsing

Nóg er af áskor­unum og óupp­gerðum málum þegar kemur að háskóla­kerf­inu og mál­efnum stúd­enta. Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta eru til­búin til þess að taka þátt í að takast á við þessar áskor­anir og hafa í mörgum til­vikum gert það af eigin ramm­leik. Rétt­inda-Ronja er vef­síða sem inni­heldur upp­lýs­ingar um rétt­indi og úrræði fyrir stúd­enta í íslenskum háskólum með fatl­anir og/eða sér­tæka námsörð­ug­leika og verður opnuð í byrjun næsta mán­að­ar­. Stu­dent Refu­gees, verk­efni að danskri fyr­ir­mynd bygg­ist á ráð­gjöf og aðstoð til flótta­fólks og hæl­is­leit­enda á Íslandi sem vilja stunda háskóla­nám. Það er hvorki skortur á metn­aði eða vilja meðal íslenskra stúd­enta til þess að leggja sitt til málana og tryggja öfl­ugt, opið og frjótt háskóla­sam­fé­lag. Það er sannur fjár­sjóður sem má leggja meiri metnað og natni við að styrkja, styðja við og efla. 

Til ham­ingju stúd­entar og allir saman með áfang­ann og allt það sem koma skal.

Höf­undur er for­mað­ur LÍS.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar