Kærleiksbirnir, Landsvirkjun, Rio Tinto, Hulk og hundasúrur

Eiríkur Ragnarsson fer yfir átök Landsvirkjunar og Rio Tinto á Íslandi.

Auglýsing

Á bollu­dag­inn mætti Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í við­tal í þátt­inn Sprengisand. Þar spurði Krist­ján Krist­jáns­son, þátt­ar­stjórn­andi, Hörð út í ýmis­konar bögg sem Lands­virkj­un ­lenti í þessa dag­ana, aðal­lega af hendi Sam­taka iðn­að­ar­ins og Rio Tinto á Íslandi. Hörður var vel und­ir­bú­inn og sýndi Sam­tökum iðn­að­ar­ins að hann ætl­aði ekki að láta þau keyra yfir sig, alla­vega ekki án þess að sprengja dekk.

Eitt af því sem Hörður ræddi voru svo­kall­aðar upp­runa­á­byrgðir [1]. Það má margt segja um kosti og galla upp­runa­papp­íra sem Lands­virkjun selur til erlendra fyr­ir­tækja og ætla ég ekki að rekja það að fullu hér. Í grunn­inn er þó mikið til í mál­flutn­ingi Harð­ar: Ef Rio Tinto ætlar að skreyta heima­síð­una sína með grænum barm­merkjum og segja öllum í Davos að þeir og Gréta Thun­berg sé bestu mát­ar, þá ber þeim að borga fullt grænt verð fyrir grænu ork­una sem þeir nota. 

Það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað skrifa um þetta við­tal, heldur var það lýs­ing Harðar á fram­komu Rio Tinto í núver­andi samn­inga­við­ræðum við Lands­virkjun sem vakti áhuga minn. Hörður sagði við Krist­ján að Rio Tinto hafi í hót­unum við sam­fé­lagið og: bætti við orð­rétt að „ef [Rio Tin­to] fá ekki það sem þau vilja þá munu þeir skoða að loka. Þetta er í eðli sínu samn­inga­tækni. Menn geta velt því fyrir sér hversu sið­leg hún er og hvort hún sé boð­leg á Íslandi en þetta er sú leið sem fyr­ir­tækið velur að fara. Þetta er for­dæma­laust.“

Rio Tin­to, Lands­virkjun og Ísland

Þegar Danir færðu Íslend­ingum heima­stjórn, árið 1874, var Rio Tinto þegar orðið eins árs. Fyr­ir­tækið starfar í 35 löndum og er með 47.500 starfs­menn á launa­skrá, þar af 390 á Íslandi. Tekjur Rio Tinto árið 2018 námu rúm­lega 40 millj­örðum Banda­ríkja­dala [2]. Það er tala sem fæstir skilja, en er rúm­lega ein og hálf íslensk lands­fram­leiðsla (mæld í Banda­ríkja­dal á gengi þess árs).

Auglýsing
Landsvirkjun á sér líka langa sögu. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1965 og er lang stærsti raf­magns­fram­leið­andi okkar Íslend­inga. Fyrir Lands­virkjun starfa um 500 manns og námu tekjur þeirra 534 milj­ónum Banda­ríkja­dali, árið 2018. Það má því segja að fyrir hvert prik sem Lands­virkjun getur notað til að lemja Rio Tinto með hafi Rio Tinto 80 prik. 

Lands­virkjun er mögu­lega á leið í bar­daga við græna vöðva­skrímslið Hulk, með hunda­súru að vopni.

Ef hvat­inn er til staðar þá tekur Rio Tinto slag­inn

Fyr­ir­tæki eru ekki stofnuð til góð­gerð­ar. Þau eru ekki stofnuð til þess að vera sam­fé­lags­lega ábyrg eða stöðva lofts­lags­breyt­ing­ar. Fyr­ir­tæki eru sam­komu­lag ein­stak­linga um sam­starf, sem stofnuð eru til þess að spara og græða pen­inga. Það er ekk­ert að því, alla­vega svo lengi sem þau gera það innan lag­anna ramma og svo lengi sem rík­is­valdið setur þeim skorð­ur. 

Þetta er huga­far sem Lands­virkjun hefur klár­lega tekið upp, sem lýsir sér vel í þeirri stað­reynd að þeir eru hættir að gefa stór­fram­leið­endum græn upp­runa­skír­teini og fara nú fram á að ef Rio Tinto langar að monta sig af grænu áli að þeir borgi grænt raf­magns­verð. Sem Lands­virkjun gerir með það í huga að hámarka hagnað hlut­hafa sinna, Íslend­inga.

Það er ekki alveg ljóst hvað Rio Tinto borgar fyrir raf­magn í dag. Árs­reikn­ingur Lands­virkj­unar frá 2018 sýnir þó að með­al­verð fyrir hverja mega­vatt­stund, að flutn­ings­gjaldi inni­földu, til iðn­aðar (sem er að mestu leiti stór­iðja, a la Rio Tin­to) var um 28 Banda­ríkja­dalir (3.600 krón­ur).

Sama árið keypti Rio Tinto 3.359.000 mega­vatt stundir af Lands­virkj­un. Sem er um 27% af allri seldri orku Lands­virkj­unar til stórnot­enda. Sem þýðir að um 95 milj­ónir Banda­ríkja­dala runnu frá Rio Tinto inn á reikn­inga Lands­virkj­un­ar.

Auð­vitað má vel vera að Rio Tinto hafi á sínum tíma gert elsk­huga­samn­ing við Lands­virkj­un, sem þýðir að þeir hafi greitt aðeins minna, eða mögu­lega ekki og mögu­lega hefur Rio Tinto greitt aðeins meira. Þær upp­lýs­ingar eru ekki opin­ber­ar. 

Það er eflaust óhætt að gefa sér að árið 2018 hafi Rio Tinto borgað Lands­virkjun á bil­inu 80 – 100 milljón Banda­ríkja­dali fyrir ork­una. Til sam­an­burð­ar, þá var hagn­aður Lands­virkj­unar það árið 184 miljón Banda­ríkja­dalir (fyrir óinn­leysta fjár­magnslið­i). 

Rekstr­ar­kostn­aður Rio Tinto það árið nam 27,1 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Þ.e.a.s. um 0,4% af rekstr­ar­kostn­aði sam­stæð­unnar fer í að borga Lands­virkjun fyrir raf­magn. 

Þar sem Rio Tinto kaupir brjál­æð­is­lega mikið af raf­magni, þá þýðir það að ef Lands­virkjun fær aðeins einn við­bótar Banda­ríkja­dal (129 krón­ur) fyrir hverja Mega­vatt stund sem Rio Tinto not­ar, þá þýðir það að tekjur Lands­virkj­unar koma til með að aukast um 3,5 miljón Banda­ríkja­dali [3]. Ef verðið hækkar um 8 Banda­ríkja­dali, upp í 35,3 Banda­ríkja­dali fyrir hverja mega­vatt­stund, þá þýðir það auka 23,5 milj­ónir Banda­ríkja­dali fyrir Lands­virkj­un, á ári. 

Sem er ekki neitt smott­erí.

Flýtum okkur hægt

Það eru hreinar línur að það er mikið í húfi. Hærra verð þýðir bein hækkun á hagn­aði Lands­virkj­un­ar. Ef Lands­virkjun tekst að fá, þó ekki nema bara smá­veg­is, hærra verð þá er aug­ljós­lega þess virði fyrir þá að taka slag­inn. Eða það hefði maður hald­ið.

Þó er það aðeins flókn­ara. 

Þó íslenska útgerð Rio Tinto séu aukastafir í bók­haldi risans, þá eru upp­hæð­irnar slíkar að Rio Tinto á eftir að gera allt – ég end­ur­tek allt – sem í þeirra valdi stendur til þess að borga sem minnst. Svo lengi sem þeir halda að með botn­lausum banka­reikn­ingum sé smá séns að þeir geti fengið sínu fram, þá er það þess virði fyrir Rio Tinto að taka slag­inn. 

Lík­lega á Rio Tinto á eftir að láta pen­ingum rigna yfir teymi lög­fræð­inga – lög­fræð­inga sem láta lög­fræð­ingateymi Mr. Burns úr Simp­son líta út eins og Barry, lög­fræð­ing Bluth fjöl­skyld­unnar í Arre­sted Develop­ment. Barry Zuckerkorn, hin afar slaki lögmaður Bluth-fjölskyldunnar.

Þessir lög­fræð­ingar munu svo lík­lega ráða til sín verk­fræð­inga, orku­hag­fræð­inga og aðra sér­fræð­inga sem eiga eftir að gera allt sem þeir mögu­lega geta, til þess eins að Rio Tinto kom­ist hjá því að þurfa að borga krónu meira en þeir telja sig kom­ast upp með. Rio Tinto er nefni­lega ekki á Íslandi til að eign­ast vini. Ekki frekar en Össur hf. í Ástr­al­íu. Rio Tinto reka álver á Íslandi til að græða pen­ing.

Sjáum hvað setur

Íslenskt sam­fé­lag er stór­feng­legt. Allir þekkja alla og eigum við það til að gefa eftir í harðri samn­inga­barráttu, af því að við viljum sam­löndum okkar vel. Þetta tel ég að geri Íslandi gott, bæði þar sem þetta ýtir undir traust, sem ein­faldar við­skipti og eykur vel­sæld, en einnig af því að þetta ýtir undir sam­kennd og sam­vinn­u. 

Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki hafa þó engan áhuga á að taka þátt í slíkum kær­leiks­bjarna krútt­leg­heit­um. Þau sinna sínum stjórn­endum og hlut­höfum [4]. Það er alla­vega for­senda sem ég gef mér og Lands­net gefur sér eflaust líka. Lands­net á ekki að láta það koma sér í opna skjöldu að Rio Tinto hóti öllu illu. Lík­lega hefur Rio Tinto ekki þurft að stand­ast í miklu stappi við Lands­virkjun í gegnum tíð­ina. Þeir hafa eflaust boð­ist til að kaupa ork­una á lágu verði, sem hefur þó verið nóg til að skila temmi­legum gróða til Lands­virkj­un­ar. Þegar öllu er á botn­inn hvolft hefur samn­ingstaða Lands­virkj­unar aldrei verið neitt sér­stak­lega sterk. 

Eftir að Lands­virkjun hristi hunda­kof­ann yfir hausa­mót­unum á Rio Tinto byrj­uðu þeir að gelta. Það var fyr­ir­sjá­an­legt. Rio Tinto veit einnig að Lands­virkjun hefur lítið svig­rúm til að ybba gogg. Þeir vita það einnig að þó stjórn­endur Lands­virkj­unar vilji gjarnan sýna fram á að þeir geti fengið sann­gjarn­ara verð fyrir ork­una okk­ar, þá væri það mik­ill skellur fyrir þá ef Rio Tinto stæðu við hót­anir sín­ar. 

Hver veit hvar þetta allt end­ar. Þetta er flókið ferli. En ef Lands­virkjun ætlar í hart, þá ættu þeir að finna sér góða lög­fræð­inga. Þeir ættu líka að gera sér góða grein fyrir hvöt­unum Rio Tinto og reyna að skilja vel hversu langt slík fyr­ir­tæki eru til­búin að ganga, til þess að græða pen­ing. Rio Tinto á eftir að skanna smáa letrið og gera allt sem þeir geta til þess að borga sem minnst. 

Slíkur slagur getur tekið ár, ef ekki ára­tug, að klár­ast. Hann getur kostað báða aðila tugi, ef ekki hund­ruð milj­óna króna. Rio Tinto er aug­ljós­lega lík­legri til sig­urs, en ómögu­legt er að segja hvernig þetta fer.

Það eina sem við vitum er að ef til slags­mála kemur verða þau kostn­að­ar­söm. 

Skýr­ingar

[1] Upp­runa­á­byrgðir eru papp­írar sem raf­orku­fram­leið­endur geta selt til fyr­ir­tækja. Þetta er flókið og umdeilt kerfi, sem má lesa meira um með því að fara á www.duck­duckgo.com (eða Bing eða Goog­le) og setja inn leit­ar­orðin „Gu­ar­an­tee of orig­in“.

[2] Í grein­inni not­ast ég meira og minna við Banda­ríkja­dal. Ann­ars vegar af því að töl­urnar sem um er að ræða eru svo gígantískar, að ef talað er um þær í krónum er erfit að átta sig á þeim og hins vegar af því að per­sónu­lega þykir mér rugl­andi þegar enda­laust er verið að flakka á milli gjald­miðla, í rit­uðum texta. Þegar þetta er skrifað kostar einn Banda­ríkja­dalur um 129 krón­ur. 

[3] Það þarf ekki endi­lega að vera að Rio Tinto komi til með að kaupa sama magn raf­magns, ef Lands­virkjun hækkar verð. Það fer eflaust fyrst og fremst eftir samn­ing­um, en  hag­fræðin spilar þar líka inn í.

[4] Tekið skal fram að þó svo að fyr­ir­tæki fjár­festi, með það að mark­miði að græða, þýðir það alls ekki að Ísland og Íslend­ingar græði ekki á starf­sem­inni. Álver Rio Tinto hefur skapað mikla vel­megun fyrir starfs­menn, byrgja og alls­konar Íslend­inga í gegnum tíð­ina. Erlend fjár­fest­ing er almennt jákvæð, jafn­vel þó hún komi frá Fosters sötr­andi kap­ít­alistum með pípu­hatta, vindla og ástr­alskan hreim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics