Mackintosh sannar að kapítalismi er ekkert kjaftæði

Eikonomics fjallar um molana sem eru þekktir sem konfekt fátæka mannsins. Og Íslendinga.

Auglýsing

Í júní 1971 fékk lög­reglan í Reykja­vík óskemmti­legt sím­tal. Óskoðuð bif­reið hafði ekið á leigu­bíl á Brúna­vegi, ekki langt frá Laug­ar­dals­laug, og eig­andi óskráðu bif­reið­ar­innar hafði flúið af vett­vangi. Rann­sókn á mál­inu fór í gang og fljót­lega hafði lög­reglan hendur í hári karl­manns sem enn var rakur eftir sæför frá útlönd­um. 

Í fyrstu taldi lög­reglan málið vera ein­falt. Smá­vægi­legt umferð­ar­brot – mál­inu lok­að! En þegar þeir tóku bif­reið raka manns­ins til rann­sóknar koma annað í ljós. Mað­ur­inn var greini­lega umsvifa­mik­ill smygl­ari. Í skotti bíls­ins fund­ust ell­efu kjúklingar og 36 dósir af Mack­in­tos­hi.

Konfekt fátæka manns­ins

Mack­in­tosh, eða Mack­in­tosh Quality Street eins og það er betur þekkt í heima­landi sínu, á sér nokkuð merki­lega sögu. Lengst af var konfekt mun­að­ar­vara. Á 19. og snemma á 20. öld greiddu fínir borg­arar fúlgu fjár fyrir skraut­lega inn­pakkað konfekt á meðan almúg­inn lét sér nægja að borða gul­rætur og epli [1]. 

Tækni­fram­farir 19. og 20. aldar gerðu það að verkum að hægt var að fram­leiða meiri mat með færri höndum og þar með lækk­aði verð á ýmis­konar mat­vöru, þar með­talið á sykri. Seint á 19. öld sáu því Mack­in­tosh hjónin frá Jór­vík­ur­skíri á Bret­landi að mögu­legt var að bjóða almúg­anum upp á konfekt. Sér í lagi kara­mell­ur. Og sló það í gegn. 

Árið 1936 var Bret­land enn að eiga við efna­hags­hremm­ingar krepp­unnar miklu. Fólk var komið með nóg af vol­æð­inu og þráði gömlu góðu dag­ana, þegar sólin sett­ist aldrei yfir breska kon­ungs­veld­inu. Það var þá sem sonur Mack­in­tosh hjón­anna, Harold, tók við rekstr­inum og breytti áhersl­unn­i. 

Hann ákvað að búa til konfekt­kassa. Í stað þess að sér­smíða dýrar umbúðir fyrir hvern mola, eins og títt var í konfekt­heim­in­um, fjár­festi hann í vél sem pakk­aði hverjum mola í ein­faldan pappír og rúll­aði upp. Og í staðin fyrir að útbúa konfekt­kass­ann þannig að hver moli lægi vel í sínu rúmi – svona eins og venjan er hjá Nóa – þá var mol­unum bara hrúgað í dós, sem spar­aði vinnu, efni og tól. 

Til að mark­aðs­setja vör­una spil­aði Harold inn á hinn eilífa for­tíð­ar­þorsta Breta. Hann skellti frú Sweetly og yfir­lið­þjálf­anum Quality á öskj­una, bæði í fín­asta pússi regency tíma­bils­ins (1811-1820), þegar Bret­land var best í heimi. Fyrir vikið sló Mack­in­tosh Quality Street í gegn.

Mack­in­tosh á Íslandi

Utan Bret­lands er Mack­in­tosh ekki vel þekkt. Fyrir utan í Nor­egi og á Íslandi, þar sem það þykir ómissandi jóla­góð­gæti. Mack­in­tosh kom þó ekki fyrst til Íslands með raka sjó­far­an­um. Lengi vel var nán­ast óger­legt að flytja inn erlent gúmmulaði. Alla­vega í ein­hverju magni. Rík­is­stjórn Íslands var illa við inn­flutn­ing og setti boð og bönn, hömlur og tolla við ýmis­konar inn­flutn­ingi. Og var Mack­in­tosh engin und­an­tekn­ing. Því var Mack­in­tosh á fyrri árum nammi sem fólk kom með heim úr sjó­ferðum milli landa.

Árið sem raki sæfar­inn keyrði á leigu­bíl­inn var Mack­in­tosh hins vegar orðið tals­vert þekkt á Íslandi, þrátt fyrir tolla og höml­ur. Það árið seldi frí­höfnin ferða­löngum þrjú og hálft tonn (um þrjú þús­und doll­ur) af Mack­in­tos­hi, innan landamæra Íslands.

Síðan þá hefur mikið vatn úr Elliðaá runnið út í Atl­ants­haf­ið. Ég hef reyndar ekki nákvæmar tölur en treysti mér samt til þess að full­yrða að nán­ast allir Íslend­ingar reki augun í Mack­in­tosh dós yfir hátíð­irnar og flestir sem nammi borða fái sér í það minnsta einn mola. 

Mack­in­tosh vand­inn

Mack­in­tosh dollan hefur breyst tals­vert í gegnum árin. Bæði hefur hönnun doll­unnar breyst og einnig hafa ómerki­legri molum verið skipt út fyrir nýja mola. Í ár var til að mynda toffee deluxe („brúni mol­inn“) skipt út fyrir nýjan mola, chocolate cara­mel brownie („blá­græni mol­inn“). Í dag er hver dolla troðin af 12 teg­undum mola og magn hvers ræðst af slembivali með ójafna lík­inda­dreif­ingu. Það er að segja meira er fram­leitt af vin­sælum molum en mol­arnir lenda í doll­unum af handa­hófi.

Sú stað­reynd að fólk sé með mis­mun­andi nammismekk gerir það að verkum að kaup á Mack­in­tosh dollu eru ekk­ert ósvipuð ferð í Gull­námuna. Ef þú ert hepp­inn færð þú full­komna dollu, í full­komnum hlut­föll­um, með enga mola sem þú hat­ar. Ef þú ert óhepp­inn færð þú bara vondu mol­ana. 

Auglýsing
Þetta hefur þau áhrif að áhættu­sæknir nammi­unn­endur eru lík­legri til að kaupa sér dollu á meðan hinir áhættu­fælnu láta það frekar eiga sig, jafn­vel þó hinir áhættu­fælnu séu alveg jafn miklir Mack­in­tosh aðdá­endur og hinir áhættu­sæknu. Þetta leiðir til þess að of mikið af molum hjá áhættu­sækna hópnum enda í rusl­inu og áhættu­fælni hóp­ur­inn borðar minna Mack­in­tosh en þeir myndu vilja.

Varan er til. Hægt er að kaupa hana. En vegna óvissunnar fer of mikið til spillis og minna Mack­in­tosh endar í mögum lands­mann en best er á kos­ið. Ef þetta er ekki mark­aðs­brest­ur, þá kall­aði Stein­grímur J., for­seti Alþing­is, mig ekki „góðan jóla­hag­fræð­ing“ í Vik­unni með Gísla Mart­ein.

Þennan mark­aðs­brest hef ég nú ákveðið að nefna Mack­in­tos­h-­vand­ann.

Ráða­góðir Íslend­ingar reyna að leysa vand­ann með því að bjóða frænd­fólki sínu vondu mol­ana í jóla­boð­inu og von­ast til að ein­hver ryksugi þá upp. Þetta er þó greini­lega ekki nóg og nú hefur verið stofnuð grúppa á Face­book sem kallast Mack­in­tos­h-nammi-­skipti­mark­aður. Eins og nafnið gefur til kynna þá er það eft­ir­mark­aður sem gengur út á það að býtta á Mack­in­tosh molum – rétt eins og við gerðum með körfu­bolta­spjöld í minni barn­æsku.

Fyrsta skrefið í lausn Mack­in­tos­h-­vand­ans hefur því verið stig­ið. Eft­ir­mark­að­ur, þar sem fólk getur keypt og selt Mack­in­tosh mola, ætti að eyða sóun­inni og auka vel­megun Mack­in­tosh neyt­enda. Alla­vega sam­kvæmt kenn­ingum hag­fræð­inn­ar.

Einn hængur er þó á. Fólki á þessum eft­ir­mark­aði gengur oft illa að kom­ast að nið­ur­stöðu um það hvað er sann­gjarnt verð. Hversu marga rauða á að gefa fyrir bláa? Hversu marga kara­mellu­pen­inga þarf að greiða fyrir tvo þrí­hyrn­inga? Og hversu marga bleika þarf að greiða fyrir kara­mellu­vind­linga.

Mack­in­tosh lausnin

Á máli hag­fræð­innar má segja að aðferðin sem notuð er við að fylla doll­una sé óskil­virk. Áhættu­sæknir Mack­in­tosh unn­endur eiga það til að „tapa“ og fá lélega dollu og áhættu­fælnir Mack­in­tosh unn­endur fá enga dollu, af því þeir vilja ekki taka séns­inn.

Erlendis hefur Nest­lé, fram­leið­andi Quality Street, nú þegar leyst vand­an. Í Bret­landi er nefni­lega hægt að kaupa sér­sniðna dollu. Þannig getur fólk valið mol­ana og fengið full­komna dollu og engin sóun á sér stað. Sér­sniðin dolla er þó tals­vert dýr, 1,2 kíló kosta 2700 krónur á með­an sama magn í handa­hófs­dollu kostar 1690 krónur í John Lewis.Því miður er ekki hægt að fá sér­sniðna dollu á Íslandi. Frum­kvöðlar hafa því sett upp áður­nefndan eft­ir­markað á Face­book. Sá mark­aður gæti þó virkað bet­ur. Allt of oft sé ég að fólk býður vissa mola og von­ast til þess að fá jafn marga mola af annarri teg­und í skipt­um. Og oft reynir fólk að fá of mikið fyrir mol­ana sína án þess að nokkur taki til­boð­inu og engin við­skipti eiga sér stað. Því eru við­skipti minni á mark­aðnum en best væri á kos­ið.

Eitt vanda­mál sem þátt­tak­endur eft­ir­mark­að­ar­ins á Face­book glíma við er það að þeir hafa ekk­ert verð til að miða við. Hversu margra app­el­sínugulra mola virði er einn rauð­ur? Hvað er mark­aðsvirði fjólu­bláu mol­ana, mælt í bleik­um? Ef þessar verð­upp­lýs­ingar væru til staðar þá væri auð­veld­ara fyrir not­endur Face­book síð­unnar að kom­ast að sam­komu­lagi. En því miður heldur eng­inn utan um þetta og ekki er hægt að flétta upp verðum á molum til að miða við þegar samið er um mola­skipti. Ekki fyrr en núna.

Til­raunin sem fann sann­gjörn mola­verð

Þegar ég sá að eng­inn var til­bú­inn að safna gögnum eða reyna að finna út úr því hvað væru sann­gjörn mola­verð ákvað ég að ég yrði að gera það. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Ég var Keanu Reeves. Ég var Luke Skywal­ker. Ég var hinn útvaldi.

Ég aug­lýsti eftir fólki til að taka þátt í til­raun. 12 manns skráðu sig og ég setti upp þrjá fjar­fundi. Svo úthlut­aði ég fólki raf­rænni Mack­in­tosh dollu, hver inni­hélt 78 mola í 11 mis­mun­andi teg­undum [2]. Doll­urnar voru allar mis­mun­andi, rétt eins og í raun­heim­in­um, og var fólki úthlutað dollur af handa­hófi [3].

Næst bauð ég þátt­tak­endum að eiga í við­skipt­um. Hver og einn fékk að bjóða upp eins marga mola og hann vildi losna við. Hinir þátt­tak­end­urnir gátu svo boðið í og samið um greiðslu fyrir mol­ana, sem að sjálf­sögðu var greidd í molum af annarri teg­und. Skjáskot af þeim sem þátt tóku í fyrsta uppboðinu (og mér).Megin mark­mið til­raun­ar­innar var að finna mark­aðs­verð mis­mun­andi teg­unda. Þó var það ekki eina mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar. Ég safn­aði meiri gögnum með það að mark­miði að varpa ljósi á hag­fræð­ina á bak við neyt­enda­hlið Mack­in­tosh mark­að­ar­ins.

Fjöl­breytt dolla er betri dolla

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar mark­að­ur­inn opn­aði var það að vissir molar voru í hugum sumra ekki neins virði. Flestir vildu losa sig við sem mest af vissum teg­und­um, jafn­vel þó mjög lítið feng­ist í skiptum fyrir þá. Þar sem Mack­in­tosh dolla inni­heldur tólf mis­mun­andi teg­und­ir, oft mjög ólík­ar, kemur þetta ekk­ert á óvart. Fólk sem ekki borðar app­el­sínugula mola er betur sett með einn fjólu­bláan en tíu app­el­sínugula.

Með­al­fjöldi mola sem greitt var með (fyrir mola á lárétta ásnum)

Myndin sýnir hversu margir molar voru að meðaltali gefnir fyrir mola af þeirri tegund sem listuð er á lárétta ásnum. Sem dæmi var að meðaltali greitt með 0,6 molum fyrir appelsínugula molann og tæplega með 1,6 molum fyrir gyllta molann.Þar fyrir utan vildu þátt­tak­endur ekki heldur allt of eins­leitar doll­ur. Fyrir utan Arnór sem vildi alls enga hnetu­mola. Það kom á óvart þangað til hann upp­lýsti hina þátt­tak­end­urna að hann væri með hnetu­of­næmi.

Fyrir míkró-hag­fræð­ing eins og mig var þetta mik­ill létt­ir. Ein af grunn­for­sendum neyt­enda­kenn­inga hag­fræð­inga er það að almennt vilji fólk bland­aða neyslukörfu í stað eins­leiddr­ar. Fólk vill almennt ekki borða bara kjúkling, heldur kjúkling, kart­öfl­ur, pylsur og hnetu­steik­ur. Og meira segja þegar kemur að nammi viljum við ekki bara gyllta mola. Við viljum meira af þeim en líka smá af kara­mellu og hnetu­mol­um.

(Áhuga­samir les­endur geta borið saman verð á Mack­in­tosh molum á vef­svæði mínu á GRID.is.)

Við­skipti auka jöfnuð

Þegar Berg­lind Festi­val spurði mig í Vik­unni hvort jólin væru bara „kap­ít­al­ískt kjaftæði“ benti ég henni á það að kap­ít­al­ismi væri ekk­ert bull. Þó hver og einn hafi virð­ist hafa sína skil­grein­ingu og túlkun á kap­ít­al­isma, þá er hann í grunn­inn bara kerfi þar sem ein­stak­lingar mega eiga dót, fram­leiða dót, og selja og kaupa dót.

Skot­inn og faðir hag­fræð­inn­ar, Adam Smith, benti á það á 18. öld í bók sinni, Auð­legð þjóð­anna, að við­skipti auka vel­megun allra svo lengi sem þeir sem eiga í við­skiptum búa yfir mis­mun­andi fram­leiðslu­getu. Því er það eðli­legt að Íslend­ingar veiði fisk og selji hann til Frakk­lands í skiptum fyrir vín. 

David Ricardo benti svo á það 50 árum seinna að þó svo að ein þjóð sé betri í öllu þá sé það samt öllum fyrir bestu að eiga í við­skipt­um. Ef Ísland tekur einn dag­inn fram úr Frökkum í vín­gerð og heldur for­skoti sínu í fiski þá er það samt betra ef Íslend­ingar verji meira af sínum fram­leiðslu­þáttum í að veiða fisk en vín og selja svo hluta fisk­fram­leiðslu sinnar til Frakk­lands í skiptum fyrir vín. Ástæðan er sú að fórn­ar­kostn­aður Frakka, mældur í fisk­veið­um, er hærri en fórn­ar­kostn­aður Íslend­inga af fisk­veið­um. Og með því að eiga í við­skiptum geta þjóð­irnar sam­an­lagt búið til meiri fisk og meira vín ef hver þjóð setur meira púður í að fram­leiða þá vöru sem ber minni fórn­ar­kostn­að.

Auglýsing
Sama gildir ef smekkur er mis­mun­andi. Ef Íslend­ingum þykir vín gott en fiskur vondur og Frakkar hafa öfugan smekk þá er líka eðli­legt að þjóð­irnar stundi við­skipti. Og þeim mun ólík­ari sem smekk­ur­inn er þeim mun meira græða allir á við­skipt­un­um. Frakkar geta hætt að drekka vín og Íslend­ingar látið fisk­inn flakka.

Þetta er nákvæm­lega það sem átti sér stað á Mack­in­tosh mark­aðnum mín­um. Fólk var með mis­mun­andi smekk og fyrir vikið voru 74% við­skipta þess eðlis að fólk skipt­ist annað hvort í hlut­föll­unum einn á móti einum eða einn á móti tveimur [4]. Og aðeins einu sinni gerð­ist það að ein­hver borg­aði í hlut­fall­inu fjórir molar fyrir einn.

Þannig lág­markar mark­að­ur­inn sóun sem og í gegnum sam­keppni dregur hann úr ójöfn­uði sem úthlut­unin skap­ar. Þannig er kap­ít­al­ismi ekk­ert kjaftæði, þó að sjálf­sögðu ein­stakar útfærslur hans, eins og kump­ána-kap­ít­al­ismi, séu vissu­lega algjört kjaftæði.

Við­skipti auka vel­ferð

Í lok hvers upp­boðs bað ég þátt­tak­endur um að meta það hversu mikið þeir myndu borga fyrir doll­una sem þeim var úthlutað fyrir upp­boð og svo doll­una sem þeir sátu uppi með í lok upp­boðs­ins. Til­gang­ur­inn var að reikna mis­mun­inn og meta þannig svo­kall­aðan sam­fé­lags­á­bata þess að koma á fót Mack­in­tosh mark­aði.

Að með­al­tali voru þátt­tak­endur til­búnir að greiða 1577 krónur fyrir 1,2 kíló dollu sem þeim var úthlutað í upp­hafi. Eftir að upp­boðið voru þátt­tak­endur til í að greiða 2509 krónur fyrir þá dollu sem þeir höfðu í hönd­unum [5]. 

Hér er vert að benda á það að smá­sölu­verð á týpískri Mack­in­tosh dollu (hand­hófs­dollu) í bret­landi er 1690 krónur og smá­sölu­verð á sér­val­inni dollu er 2700 krón­ur. Sem er alveg ótrú­lega nálægt verð­mæta­mati þátt­tak­enda. Og segir það okkur það að Netlé skilur þetta og verð­setja doll­urnar eftir því.

Sam­kvæmt þessum töl­um, þá jókst sam­an­lagt verð­mæta­gildi mol­anna – sem voru nákvæm­lega þeir sömu og nákvæm­lega jafn margir fyrir og eftir mark­aðsvip­skiptin – um 59%. Sam­fé­lags­á­bati mark­að­ar­ins, fyrir þessa 12 þátt­tak­endur sem mynd­uðu sam­fé­lag til­raun­ar­inn­ar, mæld­ist því 11.182 krón­ur.  

Þar að auki sýndi rann­sóknin það að þeir sem mesta breyt­ingu á doll­unni sáu nutu stærsta ábatans. Þeir sem mest not­uðu mark­að­inn voru þeir sem græddu mest.

Þeir sem mestan mun sáu á doll­unni sinni græddu meira [6]

Mynd 3.Ég veit ekki hverjar farir raka sæfar­ans urðu eftir að lög­reglan upp­götv­aði Mack­in­tosh doll­urnar 36 í skott­inu á klessta bílnum hans. Hann hafði klár­lega gerst sekur um brot á tolla­lögum og hefur mögu­lega sætt refs­ing­ar. Það er þó mið­ur. Því vel­megun Íslend­inga hefði aukist, hefði hann komið þessum dollum á mark­að. Það sem meira er þá er Ísland í dag með frí­versl­un­ar­samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið – sem enn telur Bret­land þegar þetta er skrifað – og því hefði glæpur raka sæfar­ans, hefði hann fram­kvæmt hann í dag, tak­markast við hið sak­lausa athæfi að keyra fullur á bíl leigu­bíl­stjóra. 

Punktar höf­undar

[1] Við að segja sögu Mack­in­tosh studdi ég mig meðal ann­ars við frá­bæra grein á Vís­inda­vefnum, eftir Emilíu Dag­nýju Svein­bjarn­ar­dótt­ir.

[2]  Þar sem toffee delux mol­anum var skipt út fyrir Chocolate Cara­mel Brownie mol­ann á þessu ári neydd­ist ég til að tak­marka doll­una við 11 teg­und­ir. Fólk hafði almennt ekki smakkað nýja molan þegar rann­sóknin átti sér stað.

[3]  Molum er úthlutað sam­kvæmt slembivali með ójafnri lík­inda­dreif­ingu í raun­heim­in­um. Í til­raun­inni var þeim úthlutað með slembivali með jafnri lík­inda­dreif­ingu (þakkir fara til gagna­vís­ind­aris­ans Hlyns Hall­gríms­sonar fyrir að redda mér íslenskri þýð­ingu á þessum fyr­ir­bærum).

[4]  Þar sem fólk skipt­ist á mis­mun­andi fjölda, ekki bara 1:1, er þetta viss ein­föld­un. Rétt­ast væri að segja að flest við­skipti voru á bil­inu 1 moli fyrir 1 til 2 mola. 

[5]  Þar sem dollan sem ég var að vinna með í til­raun­inni var 11/12 kíló þurfti ég að skala upp greiðslu­vilja þátt­tak­enda þannig að greiðslu­vilj­inn mið­að­ist við 1,2 kíló dollu.

[6]  Á lárétta ási grafs­ins er stað­al­frá­vik breyt­ingar á fjölda hvers mola í dollu. Þetta var reiknað fyrir hvern þátt­tak­anda fyrir sig.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics