Af skynsemi og staðfestu

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Árið 2020 verður minnst varla minnst fyrir margt annað en þann veiru­far­aldur sem herjað hefur á okkur með skelfi­legum afleið­ingum fyrir fólk og fyr­ir­tæki. Of margir hafa misst nákomna, aðrir hafa misst atvinnu, fyr­ir­tæki farið í þrot og mörg önnur berj­ast í bökkum en ljós er í myrkr­inu þar sem tek­ist hefur að fram­leiða bólu­efn­i. 

Þótt ástæða sé til að vera bjart­sýnn eftir að bólu­efnið fer að virka þá er líka mik­il­vægt að vera raun­sær. Ég held að árið 2021 verði okkur einnig erfitt þar sem við­snún­ingur efna­hags­lífs heims­ins verður hægur en von­andi örugg­ur. Þegar þetta er ritað er nýbúið að til­kynna að rík­is­stjórn­inni hafi mis­tek­ist að útvega allt það bólu­efni sem til stóð nú um ára­mót­in. Sótt­varn­ar­læknir lýsir því yfir á sama tíma að hann telji að vand­inn verði við­var­andi langt fram á árið 2021 þar sem hægar mun ganga að skapa hjarð­ó­næmi. (Vegna þess að of lítið af bólu­efni ber­st).

Gangi það eftir mun alvöru bati ekki verða fyrr en í fyrsta lagi 2022 og þá er líka komið að skulda­dögum fyrir rík­is­sjóð sem safnað hefur gríð­ar­legum skuldum þetta árið og mun gera á því næsta.

Auglýsing

Hafa má skiln­ing á skulda­söfnun vegna veirunnar en um leið verðum við að muna að þessar skuldir þarf að greiða. Það verður þó hægt, ekki síst vegna þess að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs 2013 – 2016 lét kröfu­haf­ana greiða hund­ruð millj­arða í rík­is­sjóð sem ann­ars hefði farið úr landi og í vasa hrægammanna. Að því búum við í dag.

Vand­inn væri því marg­falt stærri ef ekki hafði komið til þess. Sú rík­is­stjórn sem tekur við eftir næstu kosn­ingar þarf að taka á þessum vanda, eða hvað?

Sú rík­is­stjórn sem nú situr ætl­aði að skapa póli­tískan stöð­ug­leika. Það hefur að mestu gengið eftir þar sem mjög lítið hefur verið afrek­að. Mesta vinnan hefur farið í að halda rík­is­stjórn­ar­flokk­unum saman um það að gera ekki neitt því auð­vitað eru freist­ingar meðal þing­manna og stuðn­ings­manna þeirra til að fylgja því sem flokk­arnir raun­veru­lega vilja ná fram. Nú er svo komið að málin sem hafa verið afgreidd, og þau eru ekki fá, bera þess merki að stjórn­ar­flokk­unum er orðið sama um þau grund­vall­ar­gildi sem skildi þá að eitt sinn.

Nú eru þau orðin góðu vön og farin að und­ir­búa sig fyrir það að halda áfram að loknum næstu kosn­ing­um. Jú, nú sjáum við nokkra þing­menn „fá að spreyta sig“ á gömlu gildum til þess að kjós­endur munu hvað þeir stóðu eitt sinn fyrir í von um að kjós­endur gleymi kjör­tíma­bil­inu. Mis­tök rík­is­stjórn­ar­innar á því hvernig tekið var á kór­ónu­veiru­far­aldr­inum eru mik­il. Sér­stak­lega í upp­hafi. Rík­is­stjórnin hefði átt að muna, að til þess ná tökum á svo stórum vanda yrði að taka stórar ákvarð­anir hratt.

Við í Mið­flokknum lögðum strax til að rík­is­valdið myndi taka vand­ann í fangið m.a. með því að frysta í raun allt efna­hags­um­hverf­ið. Lög átti að setja sem veittu fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum skjól meðan verið væri að átta sig á stærð vand­ans og leita lausna. Þetta lögðum við til, m.a. í aug­lýs­ingum í blöð­um, því rík­is­stjórnin vildi ekki ræða við stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana um þeirra hug­mynd­ir.

Með þessu móti hefði keðjan öll t.d. frá leigj­enda til lána­drott­ins, frá launa­greið­enda til líf­eyr­is­sjóðs, ekki rofn­að. Neyð­ar­lög átti að setja ekki ósvipað og 2008 enda áfallið núna síst minna.

Rík­is­stjórnin fór frekar í smá­skammta­lækn­ingar sem vissu­lega hafa hjálpað sumum en of margir hafa misst sinn rekst­ur, atvinnu og heim­ili. Ekki nóg með það heldur er lána­drottnum (bönk­um, leigu­fé­lög­um, leigu­söl­um, líf­eyr­is­sjóð­um, sveit­ar­fé­lögum ofl.) falið að leysa vand­ann með sínum hætti.

Draum­órar rík­is­stjórn­ar­innar um að halda völd­um, sem er aug­ljós­lega mark­mið hennar miðað við veiklu­legar æfingar þing­manna hennar til að sýna „sjálf­stæð­i“, gerir það að verkum að við spyrjum okkur hvort hún ráði við verk­efni næstu ára. Svarið við því er nei.

Áður en far­ald­ur­inn skall á var þegar búið að opna fyrir útflæði fjár­muna úr rík­is­sjóði. Flokk­arnir sem skipa rík­is­stjórn­ina bera ábyrgð á gríð­ar­legri útþenslu rík­is­sjóðs síð­ustu ára­tugi þar sem umsvif rík­is­ins hafa auk­ist í sam­ræmi við það. Þessa útþenslu þarf að borga fyrir og það gera að uppi­stöðu tveir hópar: Ein­stak­lingar og fyr­ir­tækin í land­inu. Skattar munu því ekki getað lækkað á næstu árum, þótt rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir munu halda því fram, nema náð verði tökum á sjálf­virkri stækkun rík­is­sjóðs. Skera þarf verk­efnin niður og koma þeim til einka­að­ila eins mikið og mögu­legt er.

Ein­stak­ling­ar, lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki munu því áfram þurfa að halda uppi rík­is­sjóði i stað þess að nota þá fjár­muni sem þau búa til, til þess að vaxa, fjár­festa og fjölga starfs­mönn­um.

Þessu má breyta ef vilji er til. Með því að stöðva útþenslu rík­is­sjóðs, því þá er hægt að lækka skatta en jafn­framt halda úti öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi.

En hvernig minnkum við rík­is­bákn­ið? Til þess eru margar leið­ir. Ég hef bent á að með því að ráða ekki í störf, sem losna vegna líf­eyr­i­s­töku rík­is­starfs­manna, megi spara millj­arða jafn­vel þótt ráðið sé í þau störf sem hag­ræð­ing eða tækni­breyt­ing getur ekki komið í staðin fyr­ir. Sam­eina og eða leggja niður stofn­anir og færa verk­efni til einka­að­ila. Hætta með þann risa­rekstur sem Rík­is­út­varpið er í dag, mögu­lega mætti halda Rás 1 eft­ir. Færa verk­efni til einka­að­ila, nýta tækninýj­ungar og sjálf­virkni, ein­falda regl­ur, eft­ir­lit ofl.

Snúa þarf frá rík­i­s­væð­ingu og leysa kraft og sam­taka­mátt ein­stak­ling­anna úr læð­ingi um leið og við ein­földum ofvaxið rík­is­kerf­ið. Ein­stak­ling­ur­inn þarf frelsi og hvetj­andi umhverfi til að koma hug­myndum sínum í fram­kvæmd. Við þurfum að leggja af græna skatta en taka upp græna hvata og styrkja þannig gró­and­ann í hag­kerf­inu í stað þess að reyna að skatt­leggja okkur út úr vand­an­um.

Við í Mið­flokknum ætlum að takast á við þessi verk­efni af skyn­semi og stað­festu því við trúum því að allt sé hægt ef vilj­inn er fyrir hendi.

Gleði­leg jól.Höf­undur er þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit