Sætir skattar

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hinn alræmda sykurskatt.

Auglýsing

Gríðarmikil stemming hefur myndast á internetinu nýlega. Tilefnið er að sjálfsögðu tillaga Landlæknis að setja sérstakan skatt á gos og nammi. Fólk á vinstri væng finnst þetta nó-breiner á meðan hægrimenn hneykslast á þessari aðför að frelsi einstaklingsins. Umræðan hefur að sjálfsögðu marga króka og kima, en í grunninn snýst hún um um það hvort sé tromp: Frelsi eða lýðheilsa.

Frelsisrökin er í sjálfu sér góð og blessuð; ef fólk vill borða sykur, þá má það það, en þau borga fyrir það og gjaldmiðillinn er framtíðarheilsa þeirra. Þessi rök missa þó aðeins mark sitt ef við skoðum það kerfi sem við lifum í. Eftir allt borga nammigrísirnir ekki einir fyrir nammi át sitt. Þar sem við rekum heilbrigðiskerfið úr sameiginlegum sjóðum endum við öll á því deila kostnaðnum sem nammi át krefst, eftir að það kemur að heilsu-skuldadögum. Þetta bendir fólk á vinstri væng oft á. Í þeim raunveruleika sem við lifum (og kerfinu eins og það er) hafa slík rök grip. Margir trúa því einnig að sykurskattar séu óskynsömum almenningi fyrir bestu. Fæstir segja það þó beint, en lesa má það á milli línanna.

20% verðhækkun á gosdrykkjum leiðir til 20% samdráttar í neyslu

Landlæknir telur það að lágmarki eigi að hækka verð á sykruðum drykkjum um 20%. Svo virðist vera sem þessi tala sé ekki dregin úr þunnu lofti. Rannsóknir sem WHO gefa það í skyn að 20% hækkun á slíkum vörum skili sér í u.þ.b. 20% samdrætti í neyslu þeirra. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við þessa tölu og er hún einfaldlega afleiðing einnar bestu formúlu hagfræðinnar: Slutsky-formúlunnar.

Auglýsing

Slutsky-formúlan er í raun sáraeinföld formúla. Og segir hún okkur það að þegar verð á einni vöru hækkar þá sé, tæknilega séð, hægt að spá fyrir um samdrátt í neyslu þeirra vöru og skipta má þessum samdrætti milli tveggja áhrifa. Annars vegar tekju- og hins vegar verðáhrifa.

Tekjuáhrifin má útskúra með einföldu dæmi. ímyndið ykkur ungan dreng. Köllum hann Palla. Palli fær vikulega 1.200 kr. í vasapening og vill ekkert annað við peninginn sinn gera en að kaupa kók dós, sem kostar 100 kr. Í þessu tilfelli kaupir Palli sér 12 dósir á viku. Ef í næstu viku 20 kr. skattur er settur á kók í dós, þá getur palli bara keypt 10 dósir. Sem sagt, 20% verðhækkun leiðir til tæplega 17% samdráttar í neyslu. Því er augljóst að eitthvað er til í þessari tölu; verðhækkanir leiða alltaf til samdráttar í neyslu, þó svo það sé ekki nema bara með því að gera neytendur fátækari (í þessu dæmi hefði Landlæknir getað náð sömu útkomu, 17% samdrætti, með því að biðla til foreldra Palla að lækka vasapeninginn hans um 200 krónur).

Verðáhrifin eru aðeins flóknari hnútur að leysa. Ég ætla samt að reyna. Ef Palli drekkur ekki bara kók, heldur líka sódavatn, þá hefur verðhækkun á kóki áhrif til viðbótar við það að gera Palla fátækari. Verðhækkunin gerir sódavatn ódýrara, í samanburði við kók. Því gæti slík verðhækkun haft þau áhrif að Palli drykki minna kók og meira sódavatn í staðinn. Í ýktustu tilfellum myndi Palli skipta út allri kók drykkju fyrir sódavatn. Sama hvað því líður, þá segir Slutsky okkur það að verðhækkanir draga alltaf eitthvað úr neyslu. (Að öllu óbreyttu, en auðvitað ef vasapeningurinn Palla hækkar samhliða verðhækkuninni, þá gæti neyslan aukist, en hún ykist alltaf minna en hún hefði gert ef verðið hefði aldrei verið hækkað.)

Hvað kemur í staðinn fyrir kókið?

Í raunheiminum eru tonn af drykkjum sem mismunandi einstaklingar gætu skipt yfir í ef verð á gosi hækkar. Draumur Landlæknis er auðvitað að fólk skipti út gosneyslu sinni fyrir súrkálsdrykk, þó hann sætti sig eflaust við ef fólk skiptir úr kóki í eplasafa. En hættan er að sjálfsögðu sú að fólk skipti yfir úr gosi í eitthvað jafn skaðlegt, eða skaðlegra.

Mynd: Eikonomics

Til dæmis gæti það gerst að fólk í leit að svaladrykk, sjái nú bjór sem ekki svo dýran kost. Staðreyndin er sú að bjórneysla Íslendinga hefur tekið stærðar stökk undanfarin ár. Það má vel vera tilviljun, en á árum þegar verðmunur á kók í dós og bjór hefur minnkað, hefur neysla á bjór tekið léttan kipp. Ekki má lesa of mikið í telaufin, en þetta ber þó að hafa í huga. Þökk sé hinni óstöðugu krónu, sveiflast verðið á kóki asni mikið milli ára. Slíkar hreyfingar gæti ríkið notfært sér til þess að reyna að setja skattinn þannig að hann best þjóni sínu markmiði. Og hvert neyslan leitar þegar verð hækka.

Mynd: Eikonomics

Landlæknir gegnir ekki auðveldu starfi. Embættið er á réttri braut og á klapp á bakið skilið fyrir vinnu sína. Embættinu ber að skoða hvernig er hægt að draga úr þeim kostnaði sem sykurneysla hefur á samfélagið. Það er gott að sjá þá vönduðu vinnu sem fór í að reyna að skilja hvernig hægt er að bregðast við. Því er mikilvægt, ef markmiðið er að bæta heilsu landsmanna og lækka kostnað af meðferð, að skilja hvert neyslan leitar eftir verðbreytingar. Þar gætu hagfræðingar komið að gagni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics