Sætir skattar

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hinn alræmda sykurskatt.

Auglýsing

Gríð­ar­mikil stemm­ing hefur mynd­ast á inter­net­inu nýlega. Til­efnið er að sjálf­sögðu til­laga Land­læknis að setja sér­stakan skatt á gos og nammi. Fólk á vinstri væng finnst þetta nó-breiner á meðan hægri­menn hneyksl­ast á þess­ari aðför að frelsi ein­stak­lings­ins. Umræðan hefur að sjálf­sögðu marga króka og kima, en í grunn­inn snýst hún um um það hvort sé tromp: Frelsi eða lýð­heilsa.

Frels­is­rökin er í sjálfu sér góð og blessuð; ef fólk vill borða syk­ur, þá má það það, en þau borga fyrir það og gjald­mið­ill­inn er fram­tíð­ar­heilsa þeirra. Þessi rök missa þó aðeins mark sitt ef við skoðum það kerfi sem við lifum í. Eftir allt borga nammigrís­irnir ekki einir fyrir nammi át sitt. Þar sem við rekum heil­brigð­is­kerfið úr sam­eig­in­legum sjóðum endum við öll á því deila kostn­aðnum sem nammi át krefst, eftir að það kemur að heilsu-skulda­dög­um. Þetta bendir fólk á vinstri væng oft á. Í þeim raun­veru­leika sem við lifum (og kerf­inu eins og það er) hafa slík rök grip. Margir trúa því einnig að syk­ur­skattar séu óskyn­sömum almenn­ingi fyrir bestu. Fæstir segja það þó beint, en lesa má það á milli lín­anna.

20% verð­hækkun á gos­drykkjum leiðir til 20% sam­dráttar í neyslu

Land­læknir telur það að lág­marki eigi að hækka verð á sykruðum drykkjum um 20%. Svo virð­ist vera sem þessi tala sé ekki dregin úr þunnu lofti. Rann­sóknir sem WHO gefa það í skyn að 20% hækkun á slíkum vörum skili sér í u.þ.b. 20% sam­drætti í neyslu þeirra. Það er svo sem ekk­ert óeðli­legt við þessa tölu og er hún ein­fald­lega afleið­ing einnar bestu for­múlu hag­fræð­inn­ar: Slut­sky-­for­múl­unn­ar.

Auglýsing

Slut­sky-­for­múlan er í raun sára­ein­föld for­múla. Og segir hún okkur það að þegar verð á einni vöru hækkar þá sé, tækni­lega séð, hægt að spá fyrir um sam­drátt í neyslu þeirra vöru og skipta má þessum sam­drætti milli tveggja áhrifa. Ann­ars vegar tekju- og hins vegar verð­á­hrifa.

Tekju­á­hrifin má útskúra með ein­földu dæmi. ímyndið ykkur ungan dreng. Köllum hann Palla. Palli fær viku­lega 1.200 kr. í vasa­pen­ing og vill ekk­ert annað við pen­ing­inn sinn gera en að kaupa kók dós, sem kostar 100 kr. Í þessu til­felli kaupir Palli sér 12 dósir á viku. Ef í næstu viku 20 kr. skattur er settur á kók í dós, þá getur palli bara keypt 10 dós­ir. Sem sagt, 20% verð­hækkun leiðir til tæp­lega 17% sam­dráttar í neyslu. Því er aug­ljóst að eitt­hvað er til í þess­ari tölu; verð­hækk­anir leiða alltaf til sam­dráttar í neyslu, þó svo það sé ekki nema bara með því að gera neyt­endur fátæk­ari (í þessu dæmi hefði Land­læknir getað náð sömu útkomu, 17% sam­drætti, með því að biðla til for­eldra Palla að lækka vasa­pen­ing­inn hans um 200 krón­ur).

Verð­á­hrifin eru aðeins flókn­ari hnútur að leysa. Ég ætla samt að reyna. Ef Palli drekkur ekki bara kók, heldur líka sóda­vatn, þá hefur verð­hækkun á kóki áhrif til við­bótar við það að gera Palla fátæk­ari. Verð­hækk­unin gerir sóda­vatn ódýr­ara, í sam­an­burði við kók. Því gæti slík verð­hækkun haft þau áhrif að Palli drykki minna kók og meira sóda­vatn í stað­inn. Í ýkt­ustu til­fellum myndi Palli skipta út allri kók drykkju fyrir sóda­vatn. Sama hvað því líð­ur, þá segir Slut­sky okkur það að verð­hækk­anir draga alltaf eitt­hvað úr neyslu. (Að öllu óbreyttu, en auð­vitað ef vasa­pen­ing­ur­inn Palla hækkar sam­hliða verð­hækk­un­inni, þá gæti neyslan aukist, en hún ykist alltaf minna en hún hefði gert ef verðið hefði aldrei verið hækk­að.)

Hvað kemur í stað­inn fyrir kók­ið?

Í raun­heim­inum eru tonn af drykkjum sem mis­mun­andi ein­stak­lingar gætu skipt yfir í ef verð á gosi hækk­ar. Draumur Land­læknis er auð­vitað að fólk skipti út gosn­eyslu sinni fyrir súr­káls­drykk, þó hann sætti sig eflaust við ef fólk skiptir úr kóki í epla­safa. En hættan er að sjálf­sögðu sú að fólk skipti yfir úr gosi í eitt­hvað jafn skað­legt, eða skað­legra.

Mynd: Eikonomics

Til dæmis gæti það gerst að fólk í leit að svala­drykk, sjái nú bjór sem ekki svo dýran kost. Stað­reyndin er sú að bjórn­eysla Íslend­inga hefur tekið stærðar stökk und­an­farin ár. Það má vel vera til­vilj­un, en á árum þegar verð­munur á kók í dós og bjór hefur minnk­að, hefur neysla á bjór tekið léttan kipp. Ekki má lesa of mikið í telauf­in, en þetta ber þó að hafa í huga. Þökk sé hinni óstöð­ugu krónu, sveifl­ast verðið á kóki asni mikið milli ára. Slíkar hreyf­ingar gæti ríkið not­fært sér til þess að reyna að setja skatt­inn þannig að hann best þjóni sínu mark­miði. Og hvert neyslan leitar þegar verð hækka.

Mynd: Eikonomics

Land­læknir gegnir ekki auð­veldu starfi. Emb­ættið er á réttri braut og á klapp á bakið skilið fyrir vinnu sína. Emb­ætt­inu ber að skoða hvernig er hægt að draga úr þeim kostn­aði sem syk­ur­neysla hefur á sam­fé­lag­ið. Það er gott að sjá þá vönd­uðu vinnu sem fór í að reyna að skilja hvernig hægt er að bregð­ast við. Því er mik­il­vægt, ef mark­miðið er að bæta heilsu lands­manna og lækka kostnað af með­ferð, að skilja hvert neyslan leitar eftir verð­breyt­ing­ar. Þar gætu hag­fræð­ingar komið að gagni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics