Af hverju er Monopoly svona leiðinlegt spil?

Eiríkur Ragnarsson útskýrir hvernig Monopoly hafi aldrei verið hannað til að skemmta fólki, heldur til að sýna hvað einokun sé ömurleg.

Auglýsing

„Nei, nei, þú ert ekkert búinn að tapa. Veðsettu Hlemm, gefðu mér svo allan peninginn þinn og gulu göturnar. Þannig getum við haldið áfram að spila“. Þessa setningu hefur hver sá sem hefur spilað vináttubrjótinn Monopoly heyrt eða sagt. 

Venjulega fara setningar í þessum dúr að heyrast þegar andinn í kringum spilaborðið orðinn ansi slæmur. Eftir 10 mínútur af teningakasti eru örlögin í Monoploly venjulega ráðin. Allir við borðið vita hver vinnur og allir nema hann hefja hægt og smátt göngu sína í gröfina.

Auglýsing
Fyrir utan það hvað endirinn er fyrirsjáanlegur snemma er annað að Monopoly: það er leiðinlegt spil. Þú kastar tening, kaupir allt sem þú lendir á og safnar pening. En Þrátt fyrir það að Monopoly sé leiðinlegt spil sem að mestu gengur út á það að pína ástvini sem lengst, þá er það merkilega vinsælt. Ég veit ekki um eitt einasta Monopolylaust heimili.

Hvað útskýrir það veit ég ekki. Kannski er það sjálfspíningarþörfin sem drífur þessar vinsældir. Eða mögulega er það einhverskonar ósamhverft gildisfall sem ræður ferð (það er að segja kannski fær fólk meira út úr því að pína aðra en það þjáist þegar það er pínt).

Mögulegt gildisfall Monopoly spilara

Teikningin að sýnir hvernig gildisfall (ánægja einstaklinga) gæti fræðilega litið út. Ef það lýtur svona út þá þýðir það eru þeir til í að spila Monopoly einfaldlega af því að ánægjan af því að pína aðra er meiri en kvölin við að vera píndur.

Sama hvað því líður þá er það engin tilviljun að Monopoly er eins glatað og það er. Markmið Lizzie Magie, þegar hún hannaði spilið snemma á 20. áratug síðustu aldar, var að sýna fólki fram á það hvað einokun er ömurleg. Lizzie hannaði spilið eftir að hafa lesið bókina Progress and Poverty, eftir  hagfræðinginn Henry George. Hún kallaði spilið reyndar Landlord´s Game en það var að mestu svipað og Monopoly eins og við þekkjum það í dag.

Monopoly var því aldrei hannað til a skemmta fólki. Heldur var það hannað til þess að kenna fólki um mikilvægasta þema hagfræðinnar: einokun. Lizzie langaði að sýna heiminum hversu ömurlega illa samfélagið fer út úr því þegar of mikið land (eða eignir) safnast á höndum örfárra einstaklinga.

Þegar þú lendir á gulri götu sem andstæðingur þinn á þá þarft þú að borga einhverja upphæð. Ef eigandinn á bara eina gula götu þá borgar þú einhverja þokkalega sanngjarna upphæð. Enda er eigandi götunnar ekki í einokunarstöðu. En um leið og einhver eignast heilan lit – og kemst þar með í einokunarstöðu – þarft allir að borga tvöfalt. Með tímanum fjárfestir svo einokarinn og aðlagar verðskránna sína með allskonar vafningum (sem flestir tengjast hótel framkvæmdum). Í hvert skipti sem einokarinn stækkar eignasafn sitt rukkar hann hina spilarana meira og meira fyrir aðgang og afnot af eignum sínum. Fljótlega er einn leikmanna kominn með slíka yfirburði að einn eftir öðrum við borðið missir lífsviljann.

Þessi kvöl. Þessi hjálparvana tilfinning sem þú upplifir þegar maki þinn neyðir þig til að veðsetja Lækjartorg og selja hús á hálfvirði er nákvæmlega það sem Lizzie ætlaði sér. Hún vildi að fólk sæi heiminn eins og hann er. Hún vildi að fólk vissi að án samkeppni verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Hún vildi vita að tilveran verður óþolandi þegar samkeppni deyr.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics