Af hverju er Monopoly svona leiðinlegt spil?

Eiríkur Ragnarsson útskýrir hvernig Monopoly hafi aldrei verið hannað til að skemmta fólki, heldur til að sýna hvað einokun sé ömurleg.

Auglýsing

„Nei, nei, þú ert ekkert búinn að tapa. Veðsettu Hlemm, gefðu mér svo allan peninginn þinn og gulu göturnar. Þannig getum við haldið áfram að spila“. Þessa setningu hefur hver sá sem hefur spilað vináttubrjótinn Monopoly heyrt eða sagt. 

Venjulega fara setningar í þessum dúr að heyrast þegar andinn í kringum spilaborðið orðinn ansi slæmur. Eftir 10 mínútur af teningakasti eru örlögin í Monoploly venjulega ráðin. Allir við borðið vita hver vinnur og allir nema hann hefja hægt og smátt göngu sína í gröfina.

Auglýsing
Fyrir utan það hvað endirinn er fyrirsjáanlegur snemma er annað að Monopoly: það er leiðinlegt spil. Þú kastar tening, kaupir allt sem þú lendir á og safnar pening. En Þrátt fyrir það að Monopoly sé leiðinlegt spil sem að mestu gengur út á það að pína ástvini sem lengst, þá er það merkilega vinsælt. Ég veit ekki um eitt einasta Monopolylaust heimili.

Hvað útskýrir það veit ég ekki. Kannski er það sjálfspíningarþörfin sem drífur þessar vinsældir. Eða mögulega er það einhverskonar ósamhverft gildisfall sem ræður ferð (það er að segja kannski fær fólk meira út úr því að pína aðra en það þjáist þegar það er pínt).

Mögulegt gildisfall Monopoly spilara

Teikningin að sýnir hvernig gildisfall (ánægja einstaklinga) gæti fræðilega litið út. Ef það lýtur svona út þá þýðir það eru þeir til í að spila Monopoly einfaldlega af því að ánægjan af því að pína aðra er meiri en kvölin við að vera píndur.

Sama hvað því líður þá er það engin tilviljun að Monopoly er eins glatað og það er. Markmið Lizzie Magie, þegar hún hannaði spilið snemma á 20. áratug síðustu aldar, var að sýna fólki fram á það hvað einokun er ömurleg. Lizzie hannaði spilið eftir að hafa lesið bókina Progress and Poverty, eftir  hagfræðinginn Henry George. Hún kallaði spilið reyndar Landlord´s Game en það var að mestu svipað og Monopoly eins og við þekkjum það í dag.

Monopoly var því aldrei hannað til a skemmta fólki. Heldur var það hannað til þess að kenna fólki um mikilvægasta þema hagfræðinnar: einokun. Lizzie langaði að sýna heiminum hversu ömurlega illa samfélagið fer út úr því þegar of mikið land (eða eignir) safnast á höndum örfárra einstaklinga.

Þegar þú lendir á gulri götu sem andstæðingur þinn á þá þarft þú að borga einhverja upphæð. Ef eigandinn á bara eina gula götu þá borgar þú einhverja þokkalega sanngjarna upphæð. Enda er eigandi götunnar ekki í einokunarstöðu. En um leið og einhver eignast heilan lit – og kemst þar með í einokunarstöðu – þarft allir að borga tvöfalt. Með tímanum fjárfestir svo einokarinn og aðlagar verðskránna sína með allskonar vafningum (sem flestir tengjast hótel framkvæmdum). Í hvert skipti sem einokarinn stækkar eignasafn sitt rukkar hann hina spilarana meira og meira fyrir aðgang og afnot af eignum sínum. Fljótlega er einn leikmanna kominn með slíka yfirburði að einn eftir öðrum við borðið missir lífsviljann.

Þessi kvöl. Þessi hjálparvana tilfinning sem þú upplifir þegar maki þinn neyðir þig til að veðsetja Lækjartorg og selja hús á hálfvirði er nákvæmlega það sem Lizzie ætlaði sér. Hún vildi að fólk sæi heiminn eins og hann er. Hún vildi að fólk vissi að án samkeppni verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Hún vildi vita að tilveran verður óþolandi þegar samkeppni deyr.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics