Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um ákvörðun Bandaríkjaforseta um að draga alla hermenn frá Sýrlandi.

Auglýsing

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi, segir í frægum forn­sögum okkar Íslend­inga, en þessi orð má kannski heim­færa á síð­ustu aðgerðir Don­ald Trump í Sýr­landi. Hann ákvað fyrir skömmu, að því er virð­ist upp á sitt eins­dæmi, að draga alla banda­ríska her­menn frá Sýr­landi, þar sem þeir og fleiri hafa verið að glíma við hryðju­verka­sam­tök­in IS­IS, eða það sem dag­lega er kallað „hið svo­kall­aða íslamska ríki."

Aðgerð­ir Trump hafa mætt mik­illi and­stöðu og þær raddir sem segja að Trump sé hvað verstur við sína ­banda­menn hafa verið háværar frá því að hann tók við emb­ætti fyrir tæpum tveimur árum síð­ar. En „vitr­ingar" inn­an­ Repúblíkana­flokks­ins tóku sig til og ræddu málið við Trump, með­ öld­ung­ar­deild­ar­þing­mann­inn Lindsa­y Gra­ham í broddi fylk­ing­ar. Gra­ham tókst að sann­færa Trump um að fara sér að engu óðs­lega í mál­inu. Svo virð­ist sem það hafi borið árang­ur. Enda er það svo að maður kippir ekki svona her­liði til baka einn, tveir og þrír.

Kúrdar gegn ISIS

Samt sem áður er talið að þessi ákvörð­un Trump komi sér sér­lega illa við Kúr­da, sem ára­tugum saman hafa verið í bar­áttu fyrir eigin ríki í norð­ur­hluta Íraks og Tyrk­landi. Kúrdar hafa verið dyggir stuðn­ings­menn þeirra sveita sem hafa verið að berj­ast gegn IS­IS und­an­farin miss­eri. Og virð­ist vera sem bar­átta þeirra hafi skilað árangri.

Auglýsing

En þeir hafa einnig háð grimmi­lega bar­áttu við NATO-landið Tyrk­land ára­tugum sam­an, þar sem tugir þús­unda hafa fall­ið. Eins og svo margt annað í þessum heims­hluta er þetta allt saman mjög flókið og marg­þætt. Kúrdar eru alls um 28 millj­ónir tals­ins og dreifast yfir nokkur ríki í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Banda­ríkin hafa í gegnum tíð­ina hegðað sér eins og heimslöggan og tekið það hlut­verk að sér. En atburðir og þessi ákvörð­un Trump minnir nokkuð á aðra álíka ákvörðun (og atburða­r­ás) sem átti sér í raun stað á sama svæði fyrir um 30 árum síðan og sýnir í raun hvernig maður á ekki að fara með vini sína eða banda­menn.

Bus­h eldri lúskraði á Saddam

Þá var ann­ar repúblikan­i ­for­seti, en sá var ­Ge­or­ge Bus­h eldri, sem lést nýver­ið. Þegar hér komið er við sögu er hann búinn að lúskra á ein­ræð­is­herra Íraks, Saddam Hussein, sem ráð­ist hafði inni í smá­rík­ið Kuwait, vegna deilna ríkj­anna um olíu­. Bus­h safn­aði saman alþjóð­legu her­liði og gerð­i út­af við Íraks­her Hussein á aðeins nokkrum vik­um. En ekki var farið til­ Bagda­d og Saddam Hussein hélt því völd­um.

Hins­veg­ar hvatt­i Bus­h ­með yfir­lýs­ingum í fjöl­miðlum og flug­miðum ýmsa hópa ­sjíta í S-Írak og Kúrda í N-Írak til þess að rísa upp gegn Saddam. Túlk­uðu and­stæð­ing­ar Sadd­ams orð Bus­h ­sem stuðn­ing við þá. Þegar á hólm­inn var komið reynd­ist sá stuðn­ingur lít­ill sem eng­inn og her­menn Sadd­ams ­gengu ber­serks­gang i land­inu gegn ­Sjít­u­m og Kúr­dum, sem voru ein­fald­lega stungnir í bakið af Banda­ríkja­mönn­um. (Hér ber að taka fram að Saddam Hussein var súnníti, en súnní og ­sjí­a er tvær meg­in­greinar Islam. Súnnítar voru minni­hluti í Írak á þessum tíma, en ráð­andi afl í land­inu og hafð­i Saddam Hussein haft völd frá árinu 1979.)

Grimmd­ar­verk með vit­neskju Banda­ríkj­anna

Sam­kvæmt umfjöll­un Was­hington Post frá 2003 er talið að allt að 100.000 manns hafi fall­ið/verið myrtir í þessum atburðum frá mars 1991 og næstu mán­uði. Mörg grimmd­ar­verk frá mars til sept­em­ber árið 1991 voru framin með vit­neskju banda­rískra her­manna, sem höfðu skip­anir um að skipta sér ekki af. Saddam tók því reiði sína, gremju og í raun ósigur gegn alþjóða­hern­um, út á and­stæð­ingum sínum og fékk í raun „frí­spil" við það. Flótta­manna­bylgja skap­að­ist svo á sama tíma í Írak.

Saddam hélt því völdum en næstu árin ein­kennd­ust af alþjóð­lega við­skipta­banni og flug­banni (no-fly-zo­nes) yfir Írak. Þetta ástand hélst í raun þar til son­ur ­Ge­or­ge Bus­h eldri, ­Ge­or­ge Bus­h yngri, réð­ist svo aftur inn í Írak árið 2003. Og af þeim atburðum erum við að súpa seyðið með marg­vís­legum hætti í dag.

Brölt Trump ­styrkir Pútín

Það er því ekki furðu­legt að Kúrdar ótt­ist um sinn hag í Sýr­landi og á þeim svæðum þar sem þeir hafa verið að hjálpa Banda­ríkja­mönnum að berj­ast gegn IS­IS, þeg­ar Trump ­tístir allt í einu að hann ætli að draga alla banda­ríska her­menn frá Sýr­landi.

Ekki bara að það geti komið illa fyrir Kúr­da, heldur telja frétta­skýrendur einnig að þetta muni ein­ungis efla og styrkja stöðu Rússa í Sýr­landi og efli því mögu­lega stöð­u Pútíns Rúss­lands­for­seta enn frek­ar.

Rúss­ar, ásamt Írön­um, eru helstu stuðn­ings­menn ein­ræð­is­herr­ans Bas­har al Assad, for­seta Sýr­lands, en í því borg­ara­stríði sem geisað hefur í land­inu frá árinu 2011 hafa um 500.000 manns látið lífið og um 12 millj­ónir manna eru á flótta, bæði innan og utan lands­ins. Um að ræða mesta flótta­manna­vanda í heim­inum frá lokum seinna stríðs árið 1945.

ISIS ­mest áber­andi á Sína­ískaga

Hryðju­verka­sam­tökin Hið íslamska ríki, náðu sínu hámarki árið 2014, þegar sam­tökin höfðu um helm­ing Sýr­lands á valdi sínu og góðan hluta af Írak. Síðan hefur hallað undan fæti, en að und­an­förnu hefur hvað mest borið á sam­tök­unum í Egypta­landi, á Sína­í-skag­an­um. Í lok des­em­ber voru þrír víetnamskir ferða­menn myrtir í árás við hina forn­frægu pýramída í G­iza, skammt frá höf­uð­borg­inn­i Kairó, en í kjöl­farið myrtu egyp­skar örygg­is­sveitir um 40 hryðju­verka­menn. Árásir sem þessar koma mjög illa niður á ferða­manna­iðn­að­i Eg­ypta­lands, sem er mik­il­væg­asta atvinnu­grein lands­ins.

Spurn­ingin er nú hvort ákvörð­un Trump muni enn frekar auka á óstöð­ug­leik­ann í Mið-Aust­ur­löndum og hvort þeir ­banda­rísku her­menn (sem eru ekki nema um 2-3000, að vísu margir sér­sveit­ar­menn) séu ákveð­inn „stuð­púði" sem að stuðli að frekara ójafn­vægi, sé hann ekki á svæð­inu. Það mun fram­tíðin leiða í ljós. 

Höf­undur er M.A. í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar