Aserbaídsjan 12 stig, Ísland núll stig

Eikonomics rýnir í stjórnmálin og stigagjafarsamsærin í Eurovision.

Auglýsing

Stigagjafarsamsæri í Eurovision hafa lengi lifað góðu lífi á Íslandi. Til dæmis bar Eiríkur Jónsson, æsifréttamaður DV, það samsæri í landsmenn 3. maí 1986 að heyrst hefði að keppendur í Bergen hefðu staðið í því „að hringja hver til síns heima og gefa fyrirmæli um að gefa Belgíu ekki mörg stig í keppninni“. Mörgum árum seinna þegar Gísli Marteinn tók við að lýsa keppninni, fór það ekki á milli mála að hann sá samsæri í Suðaustur-Evrópu, þar sem lönd klóruðu hvort öðru á bakinu.

DV 3. maí 1986.Þó svo að saga Eiríks hljómi ótrúlega, sérstaklega í því samhengi að Belgíska barnastjarnan vann keppnina örugglega (og fékk 10 eða 12 stig frá 13 af þeim 20 löndum sem tóku þátt), þá var samsæri Gísla Marteinn þokkalega ígrundað. Það er að segja, Gísli hafði rétt fyrir sér að því leitinu til að landafræði spilar stóran þátt í stigagjöf.

Góðir grannar

Dúett eða sóló? Karl eða kona? Syngja á ensku eða móðurmálinu? Það skiptir ekki máli. Allavega ef marka má nýlega rannsókn þar sem Þýskir hagræðingar (já, hagfræðingar) sýna fram á það að það sem mestu máli skiptir, þegar kemur að því að spá fyrir um það hvaða lönd gefa hvor öðru helst stig, er hversu langt í burtu löndin eru frá hvort öðru (bæði í metrum og mælt í „menningarlegri nálægð“). Tökum dæmi: Osló er um það bil 1.000 km nær Reykjavík en Ankara. Menningarlega er haf og himinn á milli Noregs og Tyrklands á meðan Ísland er nánast norsk eyja. Fyrir vikið hefur Noregur verið tvisvar sinnum líklegri, í gegnum tíðina, til að gefa Íslandi í það minnsta eitt stig, borið saman við Tyrkland. Ekki nóg með það, þegar Norðmenn gáfu okkur eða Tyrklandi stig, þá  gáfu þeir Íslandi að meðaltali fjórum stigum meira en Tyrklandi.Spá blaðamanns DV sem gekk ekki alveg eftir.

En þó svo að tilfinning Gísla Marteins hafi haft rétt á sér, þá þarf það ekkert að vera að þetta sé stórbrotið samsæri. Landfræðileg og menningarleg nálálægð helst líklega fast í hendur við tónlistarsmekk. Tökum bara vinsældalista Spotify sem dæmi. Í vikunni áður en JóiPé gaf út plötuna Afsakið Hlé (sem fyllti nánast út öll 200 sætin) voru 75 af 200 vinsælustu lögum Noregs líka vinsælust á Íslandi. Að sama skapi voru aðeins 37 lög á tyrkneska listanum einnig á Norska listanum. Sem sagt, Norðmenn eru um það bil helmingi líklegri til að hlusta á sömu tónlist og við, og helmingi líklegri til að gefa okkur stig.

Aserbaídsjan 12 stig… Ísland 0 stig

En því miður vinnur landafræðin ekki með okkur í ár og á norðurevrópski slagarinn okkar lítinn séns. Finnland er eina Norðurlandið sem keppir og fyrir utan okkar dyggu Eista þá, af öllum sem geta kosið, eru það aðeins Bretland og Spánn sem hafa kunnað að meta framlag okkar af einhverju viti í fortíðinni (þeir hafa gefið okkur stig í það minnsta í annað hvert skipti sem þeim bauðst það).

Auglýsing
Samkvæmt mínum útreikningum verða það Aserbaísjan, Búlgaría og Grikkland sem koma til með að keppast um topp sætið. Tékkland, Makedónía, Finnland, og því miður Ísland eru líklegust til þess berjast um botnsætið. En, þar hef ég þó ekki tekið inn í reikninginn hversu góð lögin eru (Selma og Jóhanna Guðrún sönnuðu mikilvægi þess að skila inn góðu lagi þegar þær komu sáu, og lentu í öðru sæti).

Ég vona svo sannarlega að fortíðin sé slæmur forboði framtíðarinnar. Einnig vona ég að norðurevrópskir slagarar hafi vaxið í vinsældum í suðaustri og þar með verði framlag Aserbaídsjan úrelt og Finnar falli flatir á rassgatið með augljóslegri tilraunin sinni til að fiska stig úr suðaustri.  Því ef svo er þá á Ari séns. Annars ekki.Ísland á fáa vini í undankeppni Eurovision í ár. Heimild: eurovision.tv, datagraver og Eikonomics.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics