35 tíma vinnuvika, eðlileg krafa í nútímasamfélagi

Helga Ingólfsdóttir skrifar um styttingu vinnuvikunnar.

Auglýsing

Það eru gömul sann­indi og ný að lífs­bar­áttan hér á landi er hörð.  Ein birt­ing­ar­myndin er sú að við vinnum fleiri stundir á viku en flestar aðrar þjóðir í norður Evr­ópu.  Á Alþingi liggur nú fyrir frum­varp til laga um stytt­ingu vinnu­vik­unnar úr 40 klukku­stundum í 35. Í frum­varp­inu felst að í hverri viku verði ekki fleiri en 35 dag­vinnu­stundir og að þær verði unnar á dag­vinnu­tíma á virkum dög­um.  Frum­varp um þetta mik­il­væga hags­muna­mál laun­þega er nú lagt fram í þriðja sinn og nauð­syn­legt er fyrir þing­menn að kynna sér vel hvaða áhrif frum­varpið gæti haft til þess að stytta heild­ar­vinnu­tíma launa­fólks. Við viljum á góðum stundum bera okkur saman við önnur Evr­ópu­lönd og hér er gott tæki­færi til þess að tryggja launa­fólki betri samn­ings­stöðu og því mik­il­vægt að þing­menn sam­ein­ist um að frum­varpið verði að lög­um.  Fjöl­margir hags­muna­hópar hafa sent þing­inu umsögn og bent á að stytt­ing vinnu­vikunnar muni hafa marg­vís­leg jákvæð áhrif á sam­fé­lag­ið. Vís­bend­ingar eru um að stytt­ing vinnu­tíma leiði af sér meiri fram­leiðni þar sem ánægja starfs­fólks eykst, skrepp og veik­indi minnka og starfs­manna­velta dregst sam­an.

Nauð­syn­legt að stytta vinnu­tíma á Íslandi

Á næstu árum verða miklar breyt­ingar á vinnu­mark­aði með auk­inni sjálf­virkni sem nefnd er fjórða iðn­bylt­ing­in.  Hún mun leiða af sér miklar breyt­ingar á eðli og sam­setn­ingu starfa og mögu­lega gera fyr­ir­tækjum kleift að auka fram­leiðni sína.  Það er eðli­legt að umræða fari fram um með hvaða hætti réttur starfs­manna verður tryggður til þess að fá hluta að þeim ábata í bættum kjör­um.  Stytt­ing vinnu­vik­unnar gæti þar verið mik­il­vægt inn­legg.

Hér á landi er yfir­vinna mjög algeng hjá stórum hópum launa­fólks og við vinnum mest af öllum löndum Evr­ópu miðað við sam­an­burð síð­ustu 10 árin.  Helsta skýr­ingin er að á Íslandi er sam­setn­ing launa þannig hjá mörgum stéttum að dag­vinnu­laun eru lág og til að reyna að ná endum saman þurfa því margir að bæta við sig yfir­vinnu eða taka að sér auka­starf.

Auglýsing

Á næstu mán­uðum mun fram fram mikil vinna við und­ir­bún­ing næsta kjara­samn­ings VR og fleiri stétt­ar­fé­laga innan ASÍ við sam­tök atvinnu­rek­enda en samn­ingar eru lausir um næstu ára­mót.  Fjöl­margir þættir skipta máli við gerð kjara­samn­inga en ljóst er að stærsta áskorun verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í næstu kjara­samn­ingum verður að tryggja félags­mönnum sínum mann­sæm­andi lág­marks­laun fyrir dag­vinnu.

Höf­undur bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og vara­for­maður VR.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar