Ef mjólk er góð hvers vegna sektaði þá Samkeppniseftirlitið MS um 440 miljónir?

Eru sérhagsmunir 600 kúabænda yfir hagsmuni 350.000 neytenda hafin?

Auglýsing

Heildarupphæðin var reyndar 480 miljónir sem skiptist í tvennt: 40 miljónir sem MS þarf að borga fyrir að hafa platað Samkeppniseftirlitið; og 440 miljónir fyrir það að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Nú vitum við öll hvað það er að plata og því þurfum við ekki að pæla í þessum 40 miljónum, en það er öllu óskýrara er hvað það var sem MS gerði til þess að verðskulda 440 miljóna sektina.

Mjólkin á markað

Til þess að búa til mjólkurvörur (drykkjarmjólk, rjóma, ost o.s.frv.) er hrámjólk (aðallega úr beljum) lykilhráefni. Framleiðsla hrámjólkur er kostnaðarsöm á Íslandi og er hún háð allskonar kvótum og reglum sem takmarka hversu margar beljur geta verið mjólkaðar á hagkvæman máta.

Þar sem neytendur búa að mestu í kaupstöðum þá, ef bændur vilja selja mjólkina sína, þurfa þeir ferja mjólkina sína langar vegalengdir. Ef hver og einn bóndi ætti sinn eigin mjólkurbíl og tæki mjólkina sína sjálfur í kaupstað, þá væri það ansi óhagkvæmur rekstur og myndi það takmarka hagnaði bænda og leiða til hærra verðs á mjólkurvörum í matvöruverslunum landsins.

Auglýsing

En til eru lausnir sem gera mjólkurframleiðslu skilvirkari. Til dæmis geta frumkvöðlar opnað afurðarstöðvar og keypt mjólkurbíla. Svo geta þeir samið við slatta af kúabændum um það að kaupa mjólkina af þeim. Frumkvöðlarnir gætu svo selt hrámjólkina áfram til annara frumkvöðla sem myndu breyta hrámjólk í neysluvöru (eins og drykkjarmjólk, ost eða rjóma). Eða, bændur geta haft samráð, hópað sig saman, keypt mjólkurbíla og settu á stofn sína eigin afurðarstöðvar. Og það er sú lausn sem var fyrir valinu og í dag þekkjum við þetta samráð undir skammstöfuninni MS.

Með því að fá alla bændur landsins til að vera með var hægt að ferja mjólk á stærri skala, og getur verið að það hafi leitt til en frekari sparnaðar. En fyrir utan sparnaðinn var annar kostur við þetta fyrirkomulag sem bændur nutu. Með því að vinna allir saman, þurftu bændur nefnilega ekki að keppa hvor við annan í samningum sínum við frumkvöðulinn á mjólkurbílnum. Og með því að vinna allir saman juku þeir mögulega sína til þess að hækka verðið sem þeir geta fengið fyrir hrámjólkina sína.

Svo einfalt er það nú ekki

Á Íslandi er verðlagsnefnd sem ákveður lágmerksverð fyrir hvern lítra af hrámjólk sem bændur selja. Nú ef bændur fara allt í einu að borga sér mikið meira fyrir hrámjólkina en lágmarksverð (sem reiknað er út frá kostnaði bænda) þá myndi það gefa það til kynna að bændur væru að misnota stöðu sína á markaðnum, og myndi það hringja viðvörunarbjöllum Samkeppniseftirlitsins.

En undir rifi hvers mjólkurbónda reynist ráð.  MS borgar eigendum sínum samkvæmt verðstýringu og framleiða sínar eigin neysluvörur (drykkjarmjólk, osta og rjóma). Ef þeir eiga allt hráefni landsins sem þarf í framleiðsluna þá getur enginn annar framleitt neysluvörur og getur MS, fyrir hönd eigenda sinna, verðlagt þær yfir kostnaði og tekið til sín stærri gróða en annars. Þessi gróði rennur svo að sjálfsögðu aftur í vasa kúabænda, annað hvort í formi arðgreiðslna eða hærra verðmætis MS.

En Samkeppniseftirlitið vissi af þessum slæmu hvötum og þess vegna var MS gert skylt að selja öðrum framleiðendum hrámjólk á heildsöluverði. Með þessu átti að tryggja það að aðrir framleiðendur hefðu sama aðgang af hrámjólk og MS – á sömu kjörum. Aðrir framleiðendur gætu þar með keppt við MS í matvöruverslunum landsins, buddu og bragðlauka neytenda til bata.

Um tíma virtist allt vera að virka. Bóndinn og frumkvöðullinn Ólafur Magnússon nýtti sér þetta fyrirkomulag og árið 2010 var fyrirtækið hans Mjólka komin með 10% markaðshlutdeild í nokkrum vinsælum vöruflokkum. Velgengni Mjólku ógnaði MS augljóslega en þeir höfðu ekkert val um hvort þeir myndu selja Ólafi hrámjólk eða ekki.

En MS klikkaði samt á einu. Þeir hefðu átt að selja Ólafi hrámjólk á heildsöluverði (sem er sama verð og MS myndi selja félögum í eigin eigu). En það gerðu þeir ekki. Í staðinn rukkaði MS Ólaf 12% til 20% aukalega fyrir hvern lítra. Þar sem vörur Ólafs voru svipaðar vörum MS, þá gerði þetta það að verkum að Ólafur gat ekki boðið lægra verð af sínum vörum, neytendur sáu ekki batann í því að kaupa aðeins dýrari Fetaost frá Mjólku og takmörkuð sala og uppsprengdur kostnaður á aðföngum leiddi á endanum til þess að Ólafur gafst upp.

Gera búvörulög bændur að samkeppnissúkkulaði

Samkeppniseftirlitið telur að MS hafi brotið samkeppnislög. MS telur að það skipti ekki máli hvað Samkeppniseftirlitið heldur af því að búfjárlög trompi samkeppnislögum og þar með sé MS súkkulaði þegar kemur að samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd var samála því að MS sé súkkulaði. En héraðsdómur er ósammála Áfrýjunarnefnd og sammála Samkeppniseftirlitinu.

Það virðist vera nokkuð ljóst að MS hafi rukkað Ólaf of mikið til þess að vernda stöðu sína (sem hafði mögulega þau áhrif að Ólafur gafst upp og seldi Mjólku og eigendur MS gátu haldið áfram að mjólka beljur sem og neytendur). En að öllum líkindum er þessu máli er ekki lokið og eflaust á það eftir að ganga í gegnum tvö önnur dómstig. Og ekki fyrr en síðasti dómarinn kveður upp sinn dóm vitum við það fyrir víst hvort MS séu yfir samkeppnislög hafin. Og þá vitum við hvort sérhagsmunir 600 kúabænda séu yfir hagsmuni 350.000 neytenda hafin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics