Auglýsing

Íslenskt landslið er að fara að bjarga þjóðinni aftur frá sjálfri sér. Eftir enn einn þungan veturinn af stanslausum rifrildum um allt og ekkert þar sem fólk raðast í andstæðar fylkingar eftir skoðunum sínum á því hversu mikið malbik eigi að vera í landinu, leiðindaveður sem ætlar engan enda að taka og júróvisíon-afhroðið er komið að því að allir geti loks aftur sameinast um eitthvað, fótbolta.

Stjórnmálamenn, verkamenn, indí-tónlistarmenn, sjúkraliðar, snapchat-áhrifavaldar og allir hinir sem eru á milli þessarra hópa gleyma öllu sem aðgreinir okkur, umfaðma það sem tengir okkur, og standa heilshugar á bakvið liðið sem vann EM fyrir tveimur árum án þess að vinna það í hefðbundnum skilningi.

Þegar leikurinn við Argentínu hefst verðum við öll, að minnsta kosti andlega, andlitsmáluð í landsliðsbúning og tilbúin að gleyma því tímabundið hvað það var vandræðalegt að gera Víkingaklappið í öllum þessum brúðkaupum á undanförnum árum.

Auglýsing

Ekki bara lítið

Ísland er fámennasta þjóð sem nokkru sinni hefur leikið á heimsmeistaramóti í knattspyrnu með okkar 350.710 landsmenn. Næst fjölmennasta þjóðin er Úrúgvæ með tíu sinnum fleiri íbúa. Í Nígeríu, sem er með Íslandi í riðli, búa um 186 milljónir manns, að minnsta kosti. Það eru til 530 Nígeríubúar fyrir hvern Íslending.

Við vorum líka fámennasta þjóð sem hafði komist á EM U21-árs liða þegar við gerðum það sumarið 2011. Við vorum fámennasta þjóð sem nokkru sinni hafði næstum því komist á HM, þegar við töpuðum fyrir Króatíu í svekkjandi umspili haustið 2013. Og við vorum fámennasta þjóðin sem hafði leikið á Evrópumeistaramóti þegar liðið spilaði á slíku í Frakklandi sumarið 2016.

Þessar staðreyndir skipta engu máli. Það sem skiptir máli er að Ísland, þrátt fyrir fámennið, á eitt besta landslið í heimi. Og er ekki á lokamóti vegna þess að það var heppið, heldur vegna þess að það er frábært.

Höfum ekki gleymt leiknum

Af hverju er það þannig? Þá má leita að ástæðunni fyrir þessu í klisjunum um fleiri gervigrasvelli eða knattspyrnuhallir. Í aukinni þjálfaramenntun. Í alþjóðavæðingunni. Það má leita að henni í betri umgjörð. Að íslensku stuðningsmennirnir hafa farið frá því að vera á meðal þeirra passívustu í heimi fyrir að vera flatir, í að vera á meðal þeirra þekktustu í sama heimi fyrir að vera hljóðmúr.

En helsta ástæðan er örugglega sú sem Viðar Halldórsson, dós­ent í félags­fræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar „Sport in Iceland: How sm­all nations achi­eve international success“, setti fram í grein sem hann birti í Kjarnanum í október í fyrra. Þar sagði hann að almenn nálgun Íslendinga á íþróttir væri enn heilbrigð og árangursrík og að íslenskur íþróttakúltúr væri enn frekar ósnort­inn af pen­inga­væð­ing­unni sem tröllríður honum í flestum öðrum löndum. „Við Íslend­ingar erum enn þá á­huga­menn í eðli okk­ar. Við höfum ekki gleymt leiknum í íþrótt­un­um. Íslensku leik­menn­irnir setja lands­liðið í fyrsta sæti. Þeir eru vinir og félagar, þeir spila með hjart­anu og smita frá sér metn­aði, jákvæðni og trú sem gerir það að verkum að það er eins og við séum allt í einu komnir með tólfta, og jafn­vel þrett­ánda mann­inn, inn á völl­inn. Það eru þessir grund­vall­ar­þættir góðra liða sem virka svo sjálf­sagðir í orði, en eru það ekki endi­lega á borði.“

Ekkert er ómögulegt

„Leyndarmálið að því að vinna heimsmeistaramótið er samheldni,“ segir hinn alræmdi Marco Materazzi, sem náði þeim áfanga með Ítalíu árið 2006, í nýlegum pistli sem birtist í The Guardian. Auðvitað má segja að skítug orð hans um systur Zinedine Zidane, sem urðu til þess að þá besti leikmaður í heimi skallaði Materazzi í bringuna og var rekinn út af í úrslitaleiknum, hafi hjálpað til.

En Materazzi segir að það hafi ekki skipt neinu máli. Aðalatriðið hafi verið að ítalska liðið hafi verið meira en samansafn knattspyrnumanna, þeir voru vinir og samheldnin var lykilhráefni þess. Tengingin náði langt út fyrir að spila fótbolta saman. „Ítalía vann heimsmeistaramótið 2006 vegna þess að þeir sem spiluðu og þeir sem gerðu það ekki voru á sama stigi; það voru aldrei nein vandamál, allir voru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir treyjuna hvenær sem á þurfti að halda. Það skipti ekki máli hvort þú værir stjörnuleikmaður eða ekki.“

Leyndarmál Materazzi er sterkasta vopn íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Liðið er miklu betra en einingarnar sem það er samansett úr.

Þess vegna er ekkert ómögulegt. Ekki einu sinni að Ísland vinni HM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari