Af hverju einkavæddi Lóraxinn ekki trufflutrén?

Eikonomics bendir á að úti um allan heim hafi illa skilgreindur eignaréttur valdið tómum vandræðum.

Auglýsing

Fyrir tæp­lega fimm­tíu árum gaf dr. Seuss út barna­bók­ina Lórax­inn sem lýsir ein­hverju lang­lífasta og vand­með­farn­asta vanda­máli okkar tíma: sam­gæða­harm­leikn­um.

Lórax­inn fjallar um ungan athafna­mann, Einsler að nafni. Einsler er ósköp venju­legur athafna­maður sem reynir allt sem hann getur til að auðga sjálfan sig. Einn dag­inn rambar Einsler í leit að við­skipta­tæki­færum á eitt­hvað sem hann hafði aldrei séð áður: þéttan skóg, upp­fullan af truf­flutrjám – eins langt og augað eygði. Trén voru und­ur­fög­ur. Með langan grannan stofn og þykkan lit­ríkan dúsk á toppn­um. Dúsk­ur­inn var mjúkur sem silki og ilm­aði ómót­stæði­lega. Trén voru vagga alls lífs í skóg­in­um. Sér­stak­lega voru litlu loðnu bar­balút­arnir háðir ávöxtum trés­ins sem fæð­u. 

Einsler sá strax að það var hægt að græða á dúski truf­flutrjánna. Því kom hann sér upp vinnu­búðum og hjó sitt fyrsta truf­flu­tré. Úr dúsknum saum­aði hann svo fín­asta þníd, hvað sem það nú er. Um leið og hann var búinn að sauma þnídið var við­skipta­vinur mættur og borg­aði Einsler ríku­lega fyrir það.

Með pen­inga í aug­unum hringdi Einsler í alla vini sína og vanda­menn. Hann sagði þeim að koma, hér væri  vinnu að fá. Vin­irnir komu, hjuggu tré og saum­uðu þníd, nótt sem nýtan dag. En það var sama hversu mikið þeir fram­leiddu, þnídið seld­ist jafn­harðan upp. Einsler tók því upp á því að búa til vél. Vélin hjó fjögur tré í einu höggi og komst að trjám á afskekktum stöð­um. Fyr­ir­tækið blómstr­aði. Skóg­ur­inn þjáð­ist en eng­inn sagði neitt. Nema reyndar tals­maður trjánna, Lórax­inn, en á hann var ekki hlust­að. Á end­anum hjó vélin síð­asta tré skóg­ar­ins. Ekk­ert stóð eftir nema ver­ald­legur auður Einslers. Bar­balút­arnir voru horfnir og í meng­uðum stöðu­vötnum var enga humm-­fiska lengur að finna. Græðgi Einslers hafði gert hann ríkan en rústað  skóg­inum og því lífi sem þar þreifst.

Auglýsing
Dr. Seuss skrif­aði bók­ina árið 1972. Hann skrif­aði hana af því að hann var búinn að fá sig fullsaddan af græðgi mann­anna. Græðgi sem hann sá að byrjuð var að ganga frá nátt­úr­unni í kringum hann. Í dag, á  meðan Ástr­alía brennur og kom­andi afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða skýr­ari, á bókin Lórax­inn við sem aldrei fyrr. Rétt eins og hag­fræð­in. Harm­leik­ur­inn sem Einsler olli í sög­unni var nefni­lega ekki óum­flýj­an­leg­ur. Í raun hefði verið hægt að fara tvær leiðir til þess að vernda trufflu­skóg­inn, á sama tíma og hægt hefði verið að leyfa Einsler að fram­leiða og selja smá þníd [1]. 

Ein leiðin sem Lórax­inn hefði getað farið var að setja á stofn umhverf­is­ráðu­neyti. Í gegnum það hefði Lórax­inn svo getað mælt hvaða magn truf­flutrjáa mátti höggva, án þess að það kæmi óþarf­lega mikið niður á öðrum íbúum skóg­ar­ins. Til þess að það gengi upp þyrfti Lórax­inn auð­vitað að koma upp dóm­stól­um, setja á fót lög­reglu og byggja fang­elsi, í þeim til­gangi að halda Einsler heið­ar­leg­um.

Önnur lausnin hefði ein­fald­lega falið það í sér að afhenda Einsler eigna­rétt­inn á trjánum í skóg­in­um. Rétt eins og í fyrra dæm­inu þyrfti Lórax­inn líka að koma á fót stofn­unum – eins og dóm­stóla og lög­reglu – sem gætu varið Einsler fyrir þjófn­aði og dregið þá sem nýta sér auð­lind­ina án hans leyfis til ábyrgð­ar. Slík stefna kæmi til með að breyta hvötum Einsler og þegar hvatar breyt­ast breyt­ast athafnir um leið.

Þegar allir höfðu sama rétt til skóg­ar­höggs reyndi Einsler að höggva trén eins fljótt og hann gat til að verða fyrri til ef annar frum­kvöð­ull kynni að finna skóg­inn og hefði þá getað keppt um truf­flu­trén. Því meira sem nýi frum­kvöð­ull­inn felldi þeim mun minna gæti Einsler fellt. En ef Einsler hefði ekki þurft að ótt­ast sam­keppn­ina væri best fyrir hann að við­halda skóg­inum svo hann gæti fram­leitt og selt þníd og grætt á því til dauða­dags. Á end­ur­nýj­an­legan, vist­vænan máta. Þessi grein­ing kemur reyndar ekki fyrir í bók­inni svo skýrt, en ef Einsler var að reyna að hámarka gróða sinn af þnídi er lík­legt að til­hugs­unin um að ein­hver annar myndi hefja skóg­ar­högg hafi drifið áfram hegðun hans [2].

Úti um allan heim hefur illa skil­greindur eigna­réttur valdið tómum vand­ræð­um. Ef of fáir hafa of litla hags­muni af því að vernda auð­lindir verndum við minna en ákjós­an­legt er. Amer­íski vís­und­ur­inn er gott dæmi. Rétt eins og truf­flu­trén var vís­undur eitt sinn sér­stak­lega eft­ir­sóttur í Amer­íku. Á 19. öld reik­uðu millj­ónir vís­unda um sléttur Norð­ur­-Am­er­íku. Eftir stöðugar veiðar næstu hund­rað árin stóðu bara nokkur hund­ruð dýr eft­ir. Í lok 19. aldar tóku ein­hverjir bændur sig til og „eign­uðu“ sér nokkra vís­unda. Eftir að þeir eign­uð­ust rétt­inn á sínum vís­und­um, breytt­ust hvatar bænd­anna. Nú áttu frum­kvöðlar í vís­unda­geir­anum ekki lengur í kappi um hver gæti kálað vís­undum á undan sam­keppn­inni heldur var betra að rækta vís­unda og slátra svo bara hluta dýr­anna sem fædd­ust. Vissu­lega er vís­unda­stofn­inn aðeins skorpan af sextán tommu Pizza 67-pizzunni sem hann var, en eign­ar­rétt­ur­inn gerði samt það að verkum að í dag er þetta stór­feng­lega dýr ekki lengur í útrým­ing­ar­hættu.

Punktar höf­undar

[1] Aug­ljós­lega er einnig hægt að banna nýt­ingu truf­flutrjáa. Það myndi að sjálf­sögðu geta verndað þau frá ofnýt­ingu. En þar sem það er skýrt í bók dr. Seuss að eft­ir­spurn og greiðslu­vilji er fyrir þnídi er þníd greini­lega ein­hvers virði. Því væri það aðeins sann­gjarnt að leyfa ein­hverja nýt­ingu þess.

[2] Reyndar má líka túlka hegðun Einslers í gegnum skamm­tíma­hugsun og breið­boga­kósínus-nú­virð­ingu (e. hyper­bolic discount­ing). En við látum það eiga sig í bili.

Þessi pist­ill birt­ist upp­haf­lega í nýút­kominni bók höf­und­ar, Eikonomics – hag­fræði á manna­máli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics