Þjóðgarðurinn sem hvarf af ratsjá ríkisstjórnarinnar

Árni Finnsson vill að ríkisstjórnin vinni í samræmi við stjórnarsáttmálann og komi sér að verki.

Auglýsing

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“

Skýrara getur það varla orðið. Augljós sannindamerki um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi ekki fara erindisleysu í stjórnarsamstarfi við þá tvo flokka sem harðast hafa unnið gegn náttúruvernd, gegn verndun loftslagsins og gegn frjálsum félagasamtökum.

Einnig segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu.”

En nú hefur formaður Framsóknarflokksins upplýst að stofnun þjóðgarðs sé útilokað mál. Hann klappar á bak umhverfisráðherra og segir að hugmyndin sé heillandi og klykkir út með að: „Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.”

Ber að skilja formann Framsóknarflokksins svo að til að efla traust almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu þurfi miklu lengri aðdraganda en eitt kjörtímabil. 

Eða, hversu skýrt þarf orðalag stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokka að vera til að nokkur maður trúi því að Sigurður Ingi eða Katrín Jakobsdóttir láti verða af stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, komi til samstarfs þeirra á milli í næstu ríkisstjórn lýðveldisins?

Andstaða sveitarfélaga

Andstaðan við þjóðgarð nú byggist ekki á meintri nauðsyn þess að virkja á miðhálendinu. Þess gerist ekki þörf því vindorka er nú orðin mun ódýrari en vatnsafl. Að auki krefst bygging nýrra stórvirkjana þess að ríkið gangist í ábyrgð fyrir lánum Landsvirkjunar, sem jafngildir því að ríkið niðurgreiði lánin. 

Auglýsing
Að þessu sinni helgast andstaða við þjóðgarð af kröfum einstakra sveitarfélaga um að þau hafi ótakmarkaðan og ótvíræðan skipulagsrétt á hálendinu – sameign þjóðarinnar. Að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu brjóti gegn þeirra réttindum, skipulagsvaldi þeirra. Skiptir þá engu hvort þjóðgarður verði eingöngu innan þjóðlendna, þ.e.a.s. á landi sem er í eigu almennings – allra Íslendinga – samkvæmt dómum frá Hæstarétti. Ekki heldur að frumvarpinu var breytt á þann veg að sveitarfélögin fengju neitunarvald við verndaráætlun innan þjóðgarðs, og þar er gengið lengra en í Vatnajökulsþjóðgarði.

Hvað þessum örfáu sveitarfélögum gekk til er erfitt að átta sig á í ljósi góðrar reynslu þeirra sveitarfélaga sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði. Vatnajökulsþjóðgarður er nú á heimsminjaskrá UNESCO sem er mikil viðurkenning og hefur orðið sveitarfélögunum til verulegra hagsbóta.

Stjórnkerfið vinnur gegn náttúruvernd

Hinn 10. ágúst 2019 undirritaði umhverfisráðherra friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Hafi hann miklar þakkir fyrir en þann daginn höfðu liðið nær 19 ár frá því að skipuð var þingmannanefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem skyldi leggja fram tillögur um verndun alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. 19 ár!

Þrisvar sinnum rammaáætlun

Þrír áfangar rammaáætlunar hafa metið verndargildi Þjórsárvera svo hátt að svæðið eigi að fara í verndarflokk en Landsvirkjun þráast enn við – telur ekki útséð um að byggja megi Norðlingaölduveitu undir öðru nafni.

Þrisvar sinnum hefur þriðji áfangi rammaáætlunar verið lagður fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Sama tillagan í hvert skipti en þrír ráðherrar. Allt bendir til að umhverfisráðherra verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þingsályktunartillögu um rammaáætlunar samþykkta á Alþingi. 

Í stjórnarmyndunarviðræðunum haustið 2017 náðist ekki samkomulag um afgreiðslu þriðja áfanga rammaáætlunar. Þess í stað var samþykkt að stofna þingmannanefnd til að móta orkustefnu fyrir Ísland. Skýrsla nefndarinnar ásamt aðgerðaáætlun í nafni iðnaðarráðherra var send Alþingi til upplýsingar, en ekki til afgreiðslu. Á þetta að „... efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu”?

Árangur stefnumótunar í þingmannanefndar orkumálum var að árið 2050 hafi 

„... jarðefnaeldsneyti alfarið vikið fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.“ Ég fæ þá niðurstöðu ekki til að stemma við það markmið ríkisstjórnarinnar að Ísland verði kolefnishlutlaust 10 árum fyrr. Það er greinilega vinsælt að setja sér háleit markmið 2–3 áratugi fram í tímann, vitandi að þá hafa aðrir tekið við keflinu.

Inn á ratsjá ríkisstjórnarinnar

„Heillandi hugmynd“ sagði sveitarstjórnarráðherrann. Mættum við þá biðja hann um að sýna stórhug og dug. Að ekki líði önnur 19 ár frá því að umhverfisráðherra skipaði nefnd síðsumars 2016 til að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs; að ríkisstjórnin vinni í samræmi við stjórnarsáttmálann og komi sér að verki.

Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar