Þjóðgarðurinn sem hvarf af ratsjá ríkisstjórnarinnar

Árni Finnsson vill að ríkisstjórnin vinni í samræmi við stjórnarsáttmálann og komi sér að verki.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna seg­ir: „Stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila.“

Skýr­ara getur það varla orð­ið. Aug­ljós sann­inda­merki um að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, myndi ekki fara erind­is­leysu í stjórn­ar­sam­starfi við þá tvo flokka sem harð­ast hafa unnið gegn nátt­úru­vernd, gegn verndun lofts­lags­ins og gegn frjálsum félaga­sam­tök­um.

Einnig segir í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna: „Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu.”

En nú hefur for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins upp­lýst að stofnun þjóð­garðs sé úti­lokað mál. Hann klappar á bak umhverf­is­ráð­herra og segir að hug­myndin sé heill­andi og klykkir út með að: „Í raun og veru er þetta það stórt verk­efni að það þarf lengri aðdrag­anda.”

Ber að skilja for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins svo að til að efla traust almenn­ings á stjórn­málum og stjórn­sýslu þurfi miklu lengri aðdrag­anda en eitt kjör­tíma­bil. 

Eða, hversu skýrt þarf orða­lag stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokka að vera til að nokkur maður trúi því að Sig­urður Ingi eða Katrín Jak­obs­dóttir láti verða af stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu, komi til sam­starfs þeirra á milli í næstu rík­is­stjórn lýð­veld­is­ins?

And­staða sveit­ar­fé­laga

And­staðan við þjóð­garð nú bygg­ist ekki á meintri nauð­syn þess að virkja á mið­há­lend­inu. Þess ger­ist ekki þörf því vind­orka er nú orðin mun ódýr­ari en vatns­afl. Að auki krefst bygg­ing nýrra stór­virkj­ana þess að ríkið gang­ist í ábyrgð fyrir lánum Lands­virkj­un­ar, sem jafn­gildir því að ríkið nið­ur­greiði lán­in. 

Auglýsing
Að þessu sinni helg­ast and­staða við þjóð­garð af kröfum ein­stakra sveit­ar­fé­laga um að þau hafi ótak­mark­aðan og ótví­ræðan skipu­lags­rétt á hálend­inu – sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Að stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu brjóti gegn þeirra rétt­ind­um, skipu­lags­valdi þeirra. Skiptir þá engu hvort þjóð­garður verði ein­göngu innan þjóð­lendna, þ.e.a.s. á landi sem er í eigu almenn­ings – allra Íslend­inga – sam­kvæmt dómum frá Hæsta­rétti. Ekki heldur að frum­varp­inu var breytt á þann veg að sveit­ar­fé­lögin fengju neit­un­ar­vald við vernd­ar­á­ætlun innan þjóð­garðs, og þar er gengið lengra en í Vatna­jök­uls­þjóð­garði.

Hvað þessum örfáu sveit­ar­fé­lögum gekk til er erfitt að átta sig á í ljósi góðrar reynslu þeirra sveit­ar­fé­laga sem liggja að Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er nú á heimsminja­skrá UNESCO sem er mikil við­ur­kenn­ing og hefur orðið sveit­ar­fé­lög­unum til veru­legra hags­bóta.

Stjórn­kerfið vinnur gegn nátt­úru­vernd

Hinn 10. ágúst 2019 und­ir­rit­aði umhverf­is­ráð­herra frið­lýs­ingu vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (ramma­á­ætl­un). Hafi hann miklar þakkir fyrir en þann dag­inn höfðu liðið nær 19 ár frá því að skipuð var þing­manna­nefnd um stofnun þjóð­garðs norðan Vatna­jök­uls sem skyldi leggja fram til­lögur um verndun alls vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöll­um. 19 ár!

Þrisvar sinnum ramma­á­ætlun

Þrír áfangar ramma­á­ætl­unar hafa metið vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera svo hátt að svæðið eigi að fara í vernd­ar­flokk en Lands­virkjun þrá­ast enn við – telur ekki útséð um að byggja megi Norð­linga­öldu­veitu undir öðru nafni.

Þrisvar sinnum hefur þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar verið lagður fyrir Alþingi í formi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu. Sama til­lagan í hvert skipti en þrír ráð­herr­ar. Allt bendir til að umhverf­is­ráð­herra verði ekki þeirrar gæfu aðnjót­andi að fá þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ramma­á­ætl­unar sam­þykkta á Alþing­i. 

Í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum haustið 2017 náð­ist ekki sam­komu­lag um afgreiðslu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þess í stað var sam­þykkt að stofna þing­manna­nefnd til að móta orku­stefnu fyrir Ísland. Skýrsla nefnd­ar­innar ásamt aðgerða­á­ætlun í nafni iðn­að­ar­ráð­herra var send Alþingi til upp­lýs­ing­ar, en ekki til afgreiðslu. Á þetta að „... efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu”?

Árangur stefnu­mót­unar í þing­manna­nefndar orku­málum var að árið 2050 hafi 

„... jarð­efna­elds­neyti alfarið vikið fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“ Ég fæ þá nið­ur­stöðu ekki til að stemma við það mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust 10 árum fyrr. Það er greini­lega vin­sælt að setja sér háleit mark­mið 2–3 ára­tugi fram í tím­ann, vit­andi að þá hafa aðrir tekið við kefl­inu.

Inn á rat­sjá rík­is­stjórn­ar­innar

„Heill­andi hug­mynd“ sagði sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­ann. Mættum við þá biðja hann um að sýna stór­hug og dug. Að ekki líði önnur 19 ár frá því að umhverf­is­ráð­herra skip­aði nefnd síð­sum­ars 2016 til að kanna for­sendur fyrir stofnun þjóð­garðs; að rík­is­stjórnin vinni í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann og komi sér að verki.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar