Þjóðgarðurinn sem hvarf af ratsjá ríkisstjórnarinnar

Árni Finnsson vill að ríkisstjórnin vinni í samræmi við stjórnarsáttmálann og komi sér að verki.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna seg­ir: „Stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila.“

Skýr­ara getur það varla orð­ið. Aug­ljós sann­inda­merki um að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, myndi ekki fara erind­is­leysu í stjórn­ar­sam­starfi við þá tvo flokka sem harð­ast hafa unnið gegn nátt­úru­vernd, gegn verndun lofts­lags­ins og gegn frjálsum félaga­sam­tök­um.

Einnig segir í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna: „Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu.”

En nú hefur for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins upp­lýst að stofnun þjóð­garðs sé úti­lokað mál. Hann klappar á bak umhverf­is­ráð­herra og segir að hug­myndin sé heill­andi og klykkir út með að: „Í raun og veru er þetta það stórt verk­efni að það þarf lengri aðdrag­anda.”

Ber að skilja for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins svo að til að efla traust almenn­ings á stjórn­málum og stjórn­sýslu þurfi miklu lengri aðdrag­anda en eitt kjör­tíma­bil. 

Eða, hversu skýrt þarf orða­lag stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokka að vera til að nokkur maður trúi því að Sig­urður Ingi eða Katrín Jak­obs­dóttir láti verða af stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu, komi til sam­starfs þeirra á milli í næstu rík­is­stjórn lýð­veld­is­ins?

And­staða sveit­ar­fé­laga

And­staðan við þjóð­garð nú bygg­ist ekki á meintri nauð­syn þess að virkja á mið­há­lend­inu. Þess ger­ist ekki þörf því vind­orka er nú orðin mun ódýr­ari en vatns­afl. Að auki krefst bygg­ing nýrra stór­virkj­ana þess að ríkið gang­ist í ábyrgð fyrir lánum Lands­virkj­un­ar, sem jafn­gildir því að ríkið nið­ur­greiði lán­in. 

Auglýsing
Að þessu sinni helg­ast and­staða við þjóð­garð af kröfum ein­stakra sveit­ar­fé­laga um að þau hafi ótak­mark­aðan og ótví­ræðan skipu­lags­rétt á hálend­inu – sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Að stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu brjóti gegn þeirra rétt­ind­um, skipu­lags­valdi þeirra. Skiptir þá engu hvort þjóð­garður verði ein­göngu innan þjóð­lendna, þ.e.a.s. á landi sem er í eigu almenn­ings – allra Íslend­inga – sam­kvæmt dómum frá Hæsta­rétti. Ekki heldur að frum­varp­inu var breytt á þann veg að sveit­ar­fé­lögin fengju neit­un­ar­vald við vernd­ar­á­ætlun innan þjóð­garðs, og þar er gengið lengra en í Vatna­jök­uls­þjóð­garði.

Hvað þessum örfáu sveit­ar­fé­lögum gekk til er erfitt að átta sig á í ljósi góðrar reynslu þeirra sveit­ar­fé­laga sem liggja að Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er nú á heimsminja­skrá UNESCO sem er mikil við­ur­kenn­ing og hefur orðið sveit­ar­fé­lög­unum til veru­legra hags­bóta.

Stjórn­kerfið vinnur gegn nátt­úru­vernd

Hinn 10. ágúst 2019 und­ir­rit­aði umhverf­is­ráð­herra frið­lýs­ingu vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (ramma­á­ætl­un). Hafi hann miklar þakkir fyrir en þann dag­inn höfðu liðið nær 19 ár frá því að skipuð var þing­manna­nefnd um stofnun þjóð­garðs norðan Vatna­jök­uls sem skyldi leggja fram til­lögur um verndun alls vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöll­um. 19 ár!

Þrisvar sinnum ramma­á­ætlun

Þrír áfangar ramma­á­ætl­unar hafa metið vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera svo hátt að svæðið eigi að fara í vernd­ar­flokk en Lands­virkjun þrá­ast enn við – telur ekki útséð um að byggja megi Norð­linga­öldu­veitu undir öðru nafni.

Þrisvar sinnum hefur þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar verið lagður fyrir Alþingi í formi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu. Sama til­lagan í hvert skipti en þrír ráð­herr­ar. Allt bendir til að umhverf­is­ráð­herra verði ekki þeirrar gæfu aðnjót­andi að fá þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ramma­á­ætl­unar sam­þykkta á Alþing­i. 

Í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum haustið 2017 náð­ist ekki sam­komu­lag um afgreiðslu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þess í stað var sam­þykkt að stofna þing­manna­nefnd til að móta orku­stefnu fyrir Ísland. Skýrsla nefnd­ar­innar ásamt aðgerða­á­ætlun í nafni iðn­að­ar­ráð­herra var send Alþingi til upp­lýs­ing­ar, en ekki til afgreiðslu. Á þetta að „... efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu”?

Árangur stefnu­mót­unar í þing­manna­nefndar orku­málum var að árið 2050 hafi 

„... jarð­efna­elds­neyti alfarið vikið fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“ Ég fæ þá nið­ur­stöðu ekki til að stemma við það mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust 10 árum fyrr. Það er greini­lega vin­sælt að setja sér háleit mark­mið 2–3 ára­tugi fram í tím­ann, vit­andi að þá hafa aðrir tekið við kefl­inu.

Inn á rat­sjá rík­is­stjórn­ar­innar

„Heill­andi hug­mynd“ sagði sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­ann. Mættum við þá biðja hann um að sýna stór­hug og dug. Að ekki líði önnur 19 ár frá því að umhverf­is­ráð­herra skip­aði nefnd síð­sum­ars 2016 til að kanna for­sendur fyrir stofnun þjóð­garðs; að rík­is­stjórnin vinni í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann og komi sér að verki.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar