Hjartað í Húnavatnssýslu

Páll Hermannsson segir að nú þurfi að setja á fullt undirbúning fyrir rafvædda fólks- og vöruflutninga um landið. „Þeir verða ekki bara umhverfisvænni og ódýrari en áður hefur þekkst, heldur skapast við þetta möguleikar fyrir atvinnusköpun og búsetu.“

Auglýsing

Við komumst ekki af án bíls­ins á lengri leiðum og þurfum því að byggja þjóð­vega­kerfið upp til fram­tíðar sem meg­in­flutn­ings­leið fólks og vöru um land­ið. Það er ekki raun­sætt að ætla að sigl­ingar og flug létti undir með þjóð­veg­unum að neinu marki.

Þessi grein er um það að fámennum hópum hefur tek­ist að koma í veg fyrir vega­bætur og að nú eru settir pen­ingar í flug­miða til Reykja­víkur fyrir 16% þjóð­ar­inn­ar, þar sem nær hefði verið að auka takt­inn í upp­bygg­ingu þjóð­vega.

Þá er fjallað um þann mis­skiln­ing að strand­flutn­ingar séu umhverf­is­vænni en land­flutn­ing­ar.

Auglýsing

Það er stutt í að hægt verði að sinna öllum vöru- og fólks­flutn­ingum milli byggða lands­ins með raf­knúnum öku­tækj­um. Raf­magn er ódýr­ara en olía. Veru­legan hluta af olíu­sparn­að­inum ætti að nota í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu þjóð­vega­kerf­is­ins.

Fyr­ir­sögn þess­ara greinar er að hluta fengin að láni hjá fólki sem hélt því fram að líf lægi við að halda opinni flug­braut sem var reyndar búið að loka nokkrum árum áður og var af tals­mönnum eftir lokun nefnd Neyð­ar­braut­in. Slóganið var: Hjartað í Vatns­mýr­inni. Neyð­ar­braut­ar­rökin héldu ekki, heldur voru sett fram til að verja þrönga hags­muni. Tals­menn Vatns­mýr­ar­hjart­ans verða hér eftir nefndir Flug­vall­ar­vin­ir.

Mikið hefur verið gert til að byggja upp veg­ina og er gert á hverjum degi, og flestar stór­fram­kvæmdir stytta vega­lengdir og/eða akst­urs­tíma. Nú er búið að opna Hrafns­eyr­ar­göng, sem styttu veg­inn frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu til Ísa­fjarðar um 27 km, og fram undan er veg­ur­inn um Gufu­dals­sveit og lag­fær­ing veg­ar­ins um Dynj­and­is­heiði, sem stytta leið­ina enn um 23 km.

Þeir sem þurfa að leita sér lækn­inga og aðstand­endur þeirra fara nefni­lega flestir með bíl, því má halda því fram að líf liggi við að halda áfram að stytta þjóð­veg­ina þar sem hægt er.

Stytt­ing hring­veg­ar­ins í Húna­vatns­sýslu

Löngu hafa verið færðar sönnur á hag­kvæmni nýs vegar norðan við Svína­vatn í Húna­vatns­sýslu. Hann styttir leið­ina milli Reykja­víkur og Akur­eyrar um 13,8 km. Aðrir 5,7 km spar­ast við að færa hring­veg­inn fjær Varma­hlíð í Skaga­firði, svokölluð Vind­heima­leið. Sam­tals 19,5 km. Fleiri hug­myndir hafa verið uppi um stytt­ingar á þess­ari leið, en hér verður stað­næmst við þessar tvær, sem eru lengst komnar í umræð­unni, auk stytt­inga sem nást með Sunda­braut, sem verða vænt­an­lega rúmir 10 km. Þar verður líka að reikna með styttri akst­urs­tíma þegar taf­irnar af að aka í gegnum Mos­fellsbæ eru horfn­ar. Þá verður vega­lengd frá Akur­eyri til Reykja­víkur orðin styttri en 360 km – 4,5 klst akstur með stuttu stoppi.

Húnavallaleið til vinstri og Vindheimaleið til hægri. Mynd: Samgöngufélagið

Þrátt fyrir ótví­ræða kosti í þágu flestra lands­manna hafa öfl í Húna­vatns­sýslu hingað til náð að stoppa Húna­valla­leið. Það á að gera þá kröfu að þeir sem hafa vald til að setja fót­inn fyrir svona fram­fara­mál sýni fram á að meiri hags­munir séu í veði en nemur ávinn­ingi við vega­fram­kvæmd­irn­ar. Það er fróð­legt að lesa umsagnir Húna­vatns­hrepps um þetta. Þar er mál­inu lýst sem for­gangs­röðun vega­pen­inga innan hrepps­ins. Sams konar skiln­ing má leggja í umsögn Sam­taka sveita­fé­laga á Norð­ur­landi vestra. – Þetta gengur ekki! Sjón­ar­mið heima­manna eiga fullan rétt á sér þegar um mál­efni heima­manna er að ræða, en þessi leið er farin 1.300 sinnum á sól­ar­hring, nær 500 þús­und sinnum á ári.

Flug­vall­ar­vina­stytt­ing

Á fundi Vega­gerð­ar­innar um fram­tíð þjóð­vega á hálend­inu 11. maí síð­ast­lið­inn var einn ræðu­manna, Njáll Trausti Frið­bergs­son, þing­maður og flug­um­ferða­stjóri, full­trúi Flug­vall­ar­vina í umræðum um fram­tíð­ar­lausn flug­vallar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á fund­inum rifj­aði Njáll Trausti upp hug­myndir sem hann hefði unnið að með Háskól­anum á Akur­eyri á árinu 2007 um veg yfir Kjöl, sem stytti leið­ina frá Reykja­vík til Akur­eyrar um heila 47 kíló­metra. Þar hefðu verið færð ýmis rök fyrir sparn­aði í kjöl­far þess­arar fjár­fest­ingar í hund­rað og fjöru­tíu og fimm kíló­metra vegi yfir hálend­ið, sem ætti reyndar að vera í formi einka­fjár­fest­ing­ar, PPP. Þessi leið teng­ist hring­veg­inum syðst í Skaga­firði og fer hvergi nærri sjopp­unum á Blöndu­ósi og í Varma­hlíð. En þing­mað­ur­inn full­yrti að við þessa leið væri mik­ill stuðn­ingur í Húna­vatns­sýslu og sagði að ein rökin fyrir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga þar í kosn­ingum nú í júní væru að ráð­ist yrði í þessar fram­kvæmd­ir.

Gullfoss – ferðamannastaðir á Norðurlandi. Skjáskot af kynningu á fundi Vegagerðarinnar 11.05.2021. Sjoppulaus leið, framan af að minnsta kosti.

Einn af kostum sem sagðir eru við þessa leið er að með henni sé hægt að opna leið fyrir túrista á ódýrum bíla­leigu­bílum frá Gull­fossi til ferða­manna­staða á Norð­ur­landi. En er ekki í lagi að gera ráð fyrir að þeir túristar sem velja þessa sér­stöku leið hafi efni á þokka­legum bíl­um? – Til að tryggja að Kjölur breyt­ist ekki í eins­konar Karls­brú í Prag, þar sem ekki verður þver­fótað fyrir túristum til ama fyrir alla túrista.

Í máli Njáls Trausta var á hinn bóg­inn ekki eitt orð um að hægt væri að stytta leið­ina með miklu minni fjár­fest­ingu, og þess vegna án utan­að­kom­andi fjár­mögn­un­ar, með Húna­valla­leið og Vind­heima­leið. Þá var ekki komið á kortið hjá honum að með Sunda­braut verður leiðin um Gull­foss og Kjöl ein­ungis 17 km styttri en leiðin norður fyr­ir. Sumir fund­ar­manna voru síðan ekki sann­færðir um að mjög greið­fær leið um Kjöl, opin mik­inn hluta árs, gæti nokkurn tíma átt rétt á sér af umhverf­is­á­stæð­um. Öll rök um sparnað vegna styttri leiðar yfir Kjöl eiga raunar við um stytt­ingar í Húna­vatns­ýslu og Vind­heima­leið.

Flug­vall­ar­vinir aftur – skoska leiðin

Þegar talað er um umtals­verðar upp­hæðir sem hægt sé að spara til að borga fyrir svona fram­kvæmdir má minn­ast á það und­ar­lega boð til fólks í vissum póst­núm­erum um stuðn­ing til að fljúga til Reykja­víkur og heim aft­ur. For­göngu­menn segja með stolti að rík­is­fram­lag til þessa geti numið einum millj­arði á ári. Til sam­an­burðar má nefna að reikn­aður kostn­aður við 19,5 kíló­metra stytt­ingu þjóð­veg­ar­ins milli Akur­eyrar og Reykja­víkur er einir 3 millj­arðar miðað við tölur frá í fyrra. Árlegur sparn­aður af stytt­ing­unni sam­kvæmt blað­inu Íslend­ingi er tal­inn verða 870 millj­ón­ir, þannig að þessi vegur er ekki lengi að borga sig.

Menn hafa valið að kalla þessa nið­ur­greiðslu á flugi „skosku leið­ina“. Með því er vísað til nið­ur­greiddra flug­far­gjalda í Skotlandi. Sú skipan tekur raunar ein­ungis til fjar­lægra byggða, einkum eyja­byggða. Rétt er að hafa í huga að fólks­fjöldi í Skotlandi er um 5,5 millj­ón­ir. Þeir sem eiga rétt á flug­styrk til Glas­gow eru um 109 þús­und, eða 2% skosku þjóð­ar­inn­ar. Hér eiga um 60 þús­und af 364 þús­undum rétt á nið­ur­greiddu flugi, eða 16,5%. Sem sagt: Við höfum átta sinnum betur efni á þessu en Skot­ar, enda eru þeir hag­sýnir með afbrigð­um.

Þarna er á ferð­inni Hjartað í Vatns­mýr­inn­i-­sölu­mennska.

Um 69% þeirra Skota sem hafa þennan rétt búa á eyj­um, fyrst og fremst á Hjaltlandseyj­um, Orkn­eyjum og Suð­ur­eyj­um, en hinir á Kata­nesi sunnan Pentils­ins og á svæði þar vestur af. Þar er syðsta þorpið Berri­da­le, í 389 km fjar­lægð frá Glas­gow, sem er mjög nálægt því að vera fjar­lægðin frá Reykja­vík til Akur­eyrar eins og hún er nú. Sú byggð sem er einna fjærst Glas­gow er höfnin í Scrabst­er. Þar losa skip á vegum Eim­skips eld­is­lax frá Fær­eyjum viku­lega, sem er ekið suð­ur, að hluta á Heat­hrow-flug­völl við London. Fjar­lægð frá Scrabster í sveit­ar­fé­lag­inu Thurso með 7.600 íbúa til Glas­gow er 445 km. Frá Thurso til Wick-flug­vall­ar, sem er eini flug­völl­ur­inn á þessu styrkja­svæði, eru 35 km. Íbúar á þessum norð­aust­ur­parti Skotlands eru um 35.000.

Á Íslandi er því þannig farið að íbúar Blöndu­óss eiga kost á nið­ur­greiddu flugi, en vega­lengd þaðan til Reykja­víkur er 244 km. Næsti flug­völlur er Akur­eyri í 144 km fjar­lægð. Það sama á við um Sauð­ár­krók sem er í 290 km fjar­lægð frá Reykja­vík. Fjar­lægðin frá Akur­eyri er 120 km. Þetta er ekki það sama og skoska leið­in, alls ekki.

Flug­styrkja­málið var rætt lengi og vel á Alþingi 16. júní 2020. Þegar umræð­urnar um málið eru prent­aðar koma út 37 blað­síð­ur. Skoska leiðin var nefnd 16 sinnum en vegir aðeins 6 sinn­um; þar af nefndi Logi Ein­ars­son vegi 4 sinn­um. Orðið stytt­ing kom ekki fyrir og orðið tími var mest notað um fram­kvæmda-, fund­ar- og ræðu­tíma

Í Nor­egi og Sví­þjóð eru flug­vall­ar­vinir eru ekki jafn­-á­ber­andi. Þar eru styrkir til ferða­laga af þessu tagi meira mið­aðir við að létta undir með íbúum í afskekktum byggðum en að styrkja flug­velli, og eru ferðir á vegum þar jafn­rétt­háar til styrks og ferðir með flugi.

Rútur og sam­keppn­is­hæfar rútu­ferðir

Hér eru vissu­lega flesta daga í boði áætl­un­ar­ferðir með rútum milli Reykja­víkur og Akur­eyr­ar, og minnir áætl­unin á þá gömlu góða daga þegar tím­inn skipti ekki máli. Tím­inn sem ferðin tekur er sex og hálf klukku­stund enda er komið við á Sauð­ár­króki og á Blöndu­ósi áður en stoppað er í Staða­skála í hálf­tíma, sam­kvæmt áætl­un. Þá geta far­þegar skoðað sig um góða stund á Akra­nesi áður en lagt er í hann síð­asta spöl­inn til Reykja­vík­ur. Ef ekið væri í einum rykk með sam­tals 15 mín­útna frátöfum á 85 km hraða tæki ferðin 4 stundir og 50 mín­út­ur. Þessi stytt­ing ferða­tíma gæti bætt nýt­ingu vagn­anna úr 30% eins og nú er. Þegar búið er að stytta veg­inn eins og áður er lýst, þá stytt­ist ferðin um 15 mín­útur og enn meira þegar Sunda­braut er full­byggð.

Það er oft­ast afskap­lega gef­andi að sitja afslapp­aður í góðri rútu og sjá lands­lagið líða hjá, og þarf ekki glugga­sæti til. Ekki er langt í að lang­ferða­bílar verði knúnir raf­magni og verða þetta því mjög umhverf­is­væn ferða­lög.

Vöru­flutn­ingar á vegum

En það eru ekki bara rútur og fólks­bílar sem hagn­ast á stytt­ingu. Kostn­aður á hvern ekinn kíló­metra flutn­inga­bíls er hvergi gef­inn upp, en við getum áætlað að hann sé ekki minna en 200 kr. Þessir tæpu 20 kíló­metrar sem þarf að fara meðan ekki er búið að leggja Húna­valla- og Vind­heima­leið kostar því auka­lega 4.000 kr. hvor leið, og má marg­falda þá upp­hæð með fjölda flutn­inga­bíla sem eiga leið um á hverjum degi.

Með raf­magni

Núna eru komnir á sjón­ar­sviðið flutn­inga­bílar sem eru knúnir af raf­magni frá raf­hlöð­um. Um 2025 er búist við að tækn­inni hafi fleygt svo fram að hægt sé að aka 40 tonna þungum flutn­inga­bílum allt að 800 km á einni hleðslu. Vand­inn er sá að raf­hlöð­urnar eru þyngri en dísilt­ankar, miklu þyngri, en á móti er raf­bún­að­ur­inn sem knýr öku­tækið miklu létt­ari en vél­bún­að­ur­inn, þannig að með raf­hlöðu verður öku­tækið aðeins 2–3 tonnum þyngra. Í Evr­ópu­sam­band­inu hefur verið ákveðið að auka leyfðan hámarks­þunga slíkra öku­tækja um 2 tonn vegna þessa þyngd­ar­mun­ar, í anda þeirrar stefnu að draga úr útblæstri frá flutn­ing­um.

Samanburður valkosta við kaup og rekstur vöruflutningabifreiða með 40 tonna heildarþunga. Gráu súlurnar eru dísil-ökutæki, grænu súlurnar rafdrifin ökutæki með rafhlöðu.

Sam­an­burður val­kosta við kaup og rekstur vöru­flutn­inga­bif­reiða með 40 tonna heild­ar­þunga. Gráu súl­urnar eru dísil-öku­tæki, grænu súl­urnar raf­drifin öku­tæki með raf­hlöðu. Heim­ild: Tran­sport & Environ­ment: How to decar­bon­ize long-haul truck­ing in Germany, apríl 2021.

Gert er ráð fyrir að á næstu níu árum hafi náðst að fram­leiða 40% létt­ari raf­hlöður og að á sama tíma batni orku­nýt­ing raf­knú­inna flutn­inga­bíla um fjórð­ung. Þannig verði stærstu raf­knúnu öku­tækin jafn­þung sam­svar­andi dísil-­flutn­inga­bílum um 2030. Inn­kaups­verð verður í byrjun umtals­vert hærra og eru fyrstu öku­tækin bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum sett á markað með opin­berum styrkj­um, en rekstr­ar- og við­halds­kostn­aður er lægri. Um 2030 er gert ráð fyrir að inn­kaups­verð verði enn fjórð­ungi hærra en sam­svar­andi dísil-öku­tækja, en lægri við­halds­kostn­aður gerir kaup og rekstur raf­knú­inna flutn­inga­bíla mjög svip­aðan dísil-bíl­unum án til­lits til kostn­aðar við orku.

Ný stefna

Það á að nýta tím­ann til að setja stefnu um gjald­töku byggða við þessa fyr­ir­sjá­an­legu þróun og nýta vinnu ráðu­neyta frá 2018 um gjald­töku af notkun öku­tækja þar sem greitt er fyrir vega­lengd og þunga á vegi. Ekki þarf neina einka­væð­ingu til þess. Raf­magns­far­ar­tæki borga ekki olíu­gjöld og því þarf með tækni­lausnum að finna leið til sann­gjarnrar gjald­töku byggða á vega­lengd og þunga öku­tæk­is, og gera hana þannig úr garði að það verði hvati til orku­skipta, og letji þegar fram líða stundir notkun olíu­knú­inna öku­tækja. Best væri að ná betri vegum og ábata af orku­skiptum sem leiði til ódýr­ari notk­un­ar.

Hér er gengið út frá því að við vega­gerð verði stefnan sett á að vegir beri sama öxul­þunga og í þeim löndum sem íslenskar útflutn­ings­af­urðir fara til, þannig að hægt sé að flytja gáma af þeirri þyngd sem tryggir lægstan flutn­ings­kostnað frá dyrum til dyra.

Gjald­takan á að vera sann­gjörn. Not­and­inn borgi fyrir notkun sína. Og þá má huga að greiðslu fyrir notkun nagla­dekkja, því naglar slíta veg­um.

Land­flutn­ingar út- og inn­flutn­ings í stað strand­flutn­inga

Þegar Eim­skip hætti strand­flutn­ingum árið 2004 var það stað­fest að land­flutn­ingar voru ekki bara ódýr­ari en strand­flutn­ingar heldur var kolefn­islosun mun minni með bílum en skip­um. Samt halda áfram stöðugar umræður um meinta kosti strand­flutn­inga. Núna eru skipa­fé­lögin með 505 til 800 TEU-­skipí þessum rekstri, og bjóða 7 ferðir í mán­uði, en þegar hætt var á árinu 2004 not­aði Eim­skip 518 TEU-­skip í viku­legum sigl­ing­um. Síðan a) hafa vélar nýrra flutn­inga­bíla orðið spar­neytn­ari sem nemur allt að 20%, b) eru notuð að hluta stærri skip til að flytja nær óbreytt magn, og skapar það því meiri útlosun á hvern borg­andi farm.

Olíu­notkun gáma­skipa á ferð umhverfis landið er ekki talin með í los­un­ar­tölum í umræð­unni, því olían er keypt í útlöndum og kemur aldrei fram í inn­flutn­ings­tölum til lands­ins eins og elds­neyti á öku­tæki á vegum ger­ir. Oft eru í þessum sigl­ingum notuð skip sem hafa hreinsi­búnað (e. scrubbers) sem leyfir notkun svartolíu um borð, notar sjó til að hreinsa brenni­stein úr útblæstri og dælir brenni­steins­blönd­uðum sjó síðan aftur í haf­ið. Nokkuð sem víða er harð­lega gagn­rýnt og bannað á vissum leiðum nálægt landi.

Með raf­knúnum drátt­ar­bílum fram­tíð­ar­innar verða áhrif á umhverfið vegna jarð­efna­elds­neytis nær eng­in, ef menn bera gæfu til halda áfram að leggja og lag­færa þá vegi sem þarf, fá fram þær stytt­ingar sem eru mögu­legar vegna lands­lags, og aðlaga gjald­töku þannig að allir njóti góðs af raf­væð­ingu flutn­inga; flutn­ings­að­ilar sem reka öku­tæk­in, Vega­gerðin til að byggja vegi sem duga og rík­is­kass­inn til að mæta öðrum útgjöldum eins og með tekjum af olíu í dag.

Með rétt­látri gjald­töku af veg­notkun verður hægt að byggja upp vega­kerfi sem virkar allt árið hring­inn í kringum landið og til stærstu þétt­býl­iskjarna.

Það stytt­ist

Það er ekki langt í að flest það sem hér hefur verið nefnt verði að veru­leika, lík­lega innan við 10 ár í að þessi þróun verði ráð­andi. Það eru minna en 10 ár þar til Sunda­braut á að vera full­byggð, og nú þarf að setja á fullt und­ir­bún­ing fyrir raf­vædda fólks- og vöru­flutn­inga um land­ið. Þeir verða ekki bara umhverf­is­vænni og ódýr­ari en áður hefur þekkst, heldur skap­ast við þetta mögu­leikar fyrir atvinnu­sköpun og búsetu þar sem ná má sjálf­bærni, hámarks fram­leiðni og hag­kvæmni.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í flutn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar