Þrír flokkar – ein skoðun

Sighvatur Björgvinsson segir að sitjandi ríkisstjórn sé ekki ríkisstjórn þvert yfir hægri-vinstri viðmiðin, heldur ríkisstjórn samhygðar. Flokkarnir sem að henni standi séu sammála um öll stærstu mál stjórnmálanna.

Auglýsing

Mig undrar þegar verið er að full­yrða, að núver­andi rík­is­stjórn sé sam­an­sett af stjórn­mála­flokkum sem standi yst sitt hvoru megin í lit­róf­inu. Enn meir undrar mig þegar fólk undr­ast árang­ur­inn. Hvernig svo ólík öfl hafi náð sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu.

Undr­un­ar­vert

Stjórn­mála­mað­ur, eins og ég, sem er gam­all í hett­unni og hefur þekkt til stjórn­mála­afla í mörg ár og frá mörgum sjón­ar­horn­um, undr­ast mjög þessi við­brögð hins almenna áhorf­anda. Vissu­lega skildu him­inn og haf stjórn­mála­flokka eins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Sam­ein­ing­ar­flokk íslenskrar alþýðu - Sós­í­alista­flokk­inn. Líka Sjálf­stæð­is­flokk­inn og arf­tak­ann, Alþýðu­banda­lag­ið. En lítum eilítið nánar á þá þrjá stjórn­mála­flokka, sem sitja í rík­is­stjórn Íslands í dag.

Hver er skoð­ana­mun­ur­inn?

Hver er skoð­ana­munur þess­ara þriggja flokka í land­bún­að­ar­mál­un­um? Nákvæm­lega eng­inn. Þar eru þeir allir sam­mála. Eru and­vígir auknu inn­flutn­ings­frelsi, aflétt­ingu hafta og frjálsu neyt­enda­vali. Hver er skoð­ana­mun­ur­inn í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um? Þar eru þeir allir sam­mála um, að ekki eigi að tryggja þjóð­inni rétt­mætan arð af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni, ekki eigi að tryggja að mark­aðslög­mál ráði um ákvörðun veiði­leyfagjalds og ekki eigi að tíma­tak­marka úthlutun afla­heim­ilda, sem leitt hefur til þess að afla­heim­ildir eru í raun orðnar eignir hand­hafa til frjálsrar ráð­stöf­unar til eigin afnota eða til útleigu til ann­ara, í stað þess að vera eign þjóð­ar­inn­ar. Minn­is­stæð­ast er í þessu sam­hengi er að nokkrum mán­uðum áður en rík­is­stjórnin lagði til lækkun á veiði­gjöldum útgerð­ar­manna lagði einn af þing­mönnum Vinstri grænna, Lilja Raf­ney, fram þing­manns­frum­varp um slíka lækkun og fór því ekk­ert í dul­kofr­anna með hver þar væri til­gangur og stefna flokks­ins.

Ónýtur gjald­mið­ill

Þriðja stærsta mál þjóð­ar­innar er gjald­mið­ils­mál­ið. Hinn ofur­veiki gjald­mið­ill íslensku þjóð­ar­inn­ar; krón­an, sem nán­ast hefur hrunið ítrekað og skapað með því ham­farir ekki bara í þjóð­ar­bú­skapnum heldur í afkomu­bú­skap sér­hvers Íslend­ings, sem þurft hefur að horfa upp á eignir sína verða lít­ils virði og skuldir sínar verða him­in­háar sem afleið­ingu. Þar eru þessir þrír flokkar nákvæm­lega sam­mála í einu og öllu. Vilja verja þjóð­remb­ings­legt heiti ónýtrar myntar á sama tíma og öll helstu útflutn­ings­fyr­ir­tæki þjóð­ar­innar hafa fengið leyfi þessa sama þjóð­remb­ings­hóps til þess að gera sín mál upp í erlendum gjald­eyri og sækja sér fjár­muni á þeim vett­vangi án þess að þurfa að end­ur­gjalda í ónýtri mynt, sem aðeins er hálf­virði eða minna þegar gera þarf upp í gjöldum og tekjum.

Auglýsing

Evr­ópu­á­grein­ing­ur­inn

Hver er ágrein­ingur þess­ara sömu stjórn­ar­flokka í Evr­ópu­mál­un­um? Öll lög­gjöf um neyt­enda­vernd á Íslandi er frá Evr­ópu­sam­starf­inu kom­in. Sömu leiðis öll lög­gjöf um eft­ir­lit með pen­inga­þvætti, um rétt­indi borg­ara, um heim­ildir Íslend­inga til þess að afla sér mennt­unar eða sækja atvinnu­starf­semi í Evr­ópu­lönd­um, um frelsi til sam­skipta án him­in­hárra útgjalda eins og með sím­tölum til vina og ætt­menna í öðrum Evr­ópu­ríkjum – hér er aðeins eilítið brot af rétt­indum rak­ið, sem Íslend­ingar hafa öðl­ast með Evr­ópu­sam­starf­inu. Er það ekki sam­merkt með þessum þremur stjórn­ar­flokkum að ræða um Evr­ópu­sam­starfið sem til­raun útlend­inga til þess að yfir­taka sjálf­stæði íslenskrar þjóðar og úti­loka íslenska alþýðu frá rétt­indum sjálf­stæðis og full­veld­is? Er ein­hver ágrein­ingur þar á milli? Ekki svo ég viti.

„Ís­land úr NATO“

Einu sinni var ágrein­ingur milli þess­ara flokka um utan­rík­is­mál. „Ís­land úr NATO – her­inn burt!“ Þetta var ekki bar­áttu­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins og enn síður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. En hverra þá? Munið þið það les­endur góð­ir? Nú sækir for­sæt­is­ráð­herra vor og for­maður VG leið­toga­fund NATO ríkja og flytur ræðu. Lætur sér ekki til hugar koma það þrauta­úr­ræði, sem aðrir ráð­herrar hafa tíðkað – að senda annan full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar í sinn stað þegar um er að ræða mál­efni, sem við­kom­andi ráð­herra vill ekki láta orða sig við.  Stendur síðan að því án frekara umtals að umtals­verðar fram­kvæmdir séu hafnar á Kefla­vík­ur­flug­velli til þess að bæta varn­ar­stöðu NATO. Myndi Ragnar Arn­alds hafa gert þetta? Lúð­vík Jós­efs­son? Svavar Gests­son? Magnús Kjart­ans­son? Einar Olgeirs­son? Brynjólfur Bjarna­son? Kjartan Ólafs­son – nefnið bara fleiri. Og sagt svo – svona í for­bíf­ar­ten – þegar heim var komið. „Burtu úr NATO – her­inn burt“! „Það vil ég!“

Hvað er þá eft­ir?

Hvað er þá eft­ir? Umhverf­is­mál­in? Akkúrat. Hálend­is­þjóð­garð­ur­inn. Sem samið var um að kröfu VG í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Er hann að verða að veru­leika? Nei, segir Fram­sókn. Nei, segir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Og VG? Hvað segir VG? Jú, að ef núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar halda þing­meiri­hluta sínum þá sé nær­tæk­ast að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram. Já – og hví ekki. Þessir þrír stjórn­mála­flokkar eru sam­mála um flest stóru mál­in? Auð­vitað eiga þeir að halda áfram sam­vinnu ef þjóðin er þeirrar skoð­un­ar. Að láta eitt­hvað þjóð­garðs­há­lendi stöðva það? Kemur ekki til mála! Sam­staða er um öll hin stærri mál. 

Þetta er ekki rík­is­stjórn þvert yfir hægri-vinstri við­mið­in. Þetta er rík­is­stjórn sam­hygð­ar. Einn fyrir alla – og allir fyrir einn.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, þing­maður og ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar