Þrír flokkar – ein skoðun

Sighvatur Björgvinsson segir að sitjandi ríkisstjórn sé ekki ríkisstjórn þvert yfir hægri-vinstri viðmiðin, heldur ríkisstjórn samhygðar. Flokkarnir sem að henni standi séu sammála um öll stærstu mál stjórnmálanna.

Auglýsing

Mig undrar þegar verið er að full­yrða, að núver­andi rík­is­stjórn sé sam­an­sett af stjórn­mála­flokkum sem standi yst sitt hvoru megin í lit­róf­inu. Enn meir undrar mig þegar fólk undr­ast árang­ur­inn. Hvernig svo ólík öfl hafi náð sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu.

Undr­un­ar­vert

Stjórn­mála­mað­ur, eins og ég, sem er gam­all í hett­unni og hefur þekkt til stjórn­mála­afla í mörg ár og frá mörgum sjón­ar­horn­um, undr­ast mjög þessi við­brögð hins almenna áhorf­anda. Vissu­lega skildu him­inn og haf stjórn­mála­flokka eins og Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Sam­ein­ing­ar­flokk íslenskrar alþýðu - Sós­í­alista­flokk­inn. Líka Sjálf­stæð­is­flokk­inn og arf­tak­ann, Alþýðu­banda­lag­ið. En lítum eilítið nánar á þá þrjá stjórn­mála­flokka, sem sitja í rík­is­stjórn Íslands í dag.

Hver er skoð­ana­mun­ur­inn?

Hver er skoð­ana­munur þess­ara þriggja flokka í land­bún­að­ar­mál­un­um? Nákvæm­lega eng­inn. Þar eru þeir allir sam­mála. Eru and­vígir auknu inn­flutn­ings­frelsi, aflétt­ingu hafta og frjálsu neyt­enda­vali. Hver er skoð­ana­mun­ur­inn í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um? Þar eru þeir allir sam­mála um, að ekki eigi að tryggja þjóð­inni rétt­mætan arð af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni, ekki eigi að tryggja að mark­aðslög­mál ráði um ákvörðun veiði­leyfagjalds og ekki eigi að tíma­tak­marka úthlutun afla­heim­ilda, sem leitt hefur til þess að afla­heim­ildir eru í raun orðnar eignir hand­hafa til frjálsrar ráð­stöf­unar til eigin afnota eða til útleigu til ann­ara, í stað þess að vera eign þjóð­ar­inn­ar. Minn­is­stæð­ast er í þessu sam­hengi er að nokkrum mán­uðum áður en rík­is­stjórnin lagði til lækkun á veiði­gjöldum útgerð­ar­manna lagði einn af þing­mönnum Vinstri grænna, Lilja Raf­ney, fram þing­manns­frum­varp um slíka lækkun og fór því ekk­ert í dul­kofr­anna með hver þar væri til­gangur og stefna flokks­ins.

Ónýtur gjald­mið­ill

Þriðja stærsta mál þjóð­ar­innar er gjald­mið­ils­mál­ið. Hinn ofur­veiki gjald­mið­ill íslensku þjóð­ar­inn­ar; krón­an, sem nán­ast hefur hrunið ítrekað og skapað með því ham­farir ekki bara í þjóð­ar­bú­skapnum heldur í afkomu­bú­skap sér­hvers Íslend­ings, sem þurft hefur að horfa upp á eignir sína verða lít­ils virði og skuldir sínar verða him­in­háar sem afleið­ingu. Þar eru þessir þrír flokkar nákvæm­lega sam­mála í einu og öllu. Vilja verja þjóð­remb­ings­legt heiti ónýtrar myntar á sama tíma og öll helstu útflutn­ings­fyr­ir­tæki þjóð­ar­innar hafa fengið leyfi þessa sama þjóð­remb­ings­hóps til þess að gera sín mál upp í erlendum gjald­eyri og sækja sér fjár­muni á þeim vett­vangi án þess að þurfa að end­ur­gjalda í ónýtri mynt, sem aðeins er hálf­virði eða minna þegar gera þarf upp í gjöldum og tekjum.

Auglýsing

Evr­ópu­á­grein­ing­ur­inn

Hver er ágrein­ingur þess­ara sömu stjórn­ar­flokka í Evr­ópu­mál­un­um? Öll lög­gjöf um neyt­enda­vernd á Íslandi er frá Evr­ópu­sam­starf­inu kom­in. Sömu leiðis öll lög­gjöf um eft­ir­lit með pen­inga­þvætti, um rétt­indi borg­ara, um heim­ildir Íslend­inga til þess að afla sér mennt­unar eða sækja atvinnu­starf­semi í Evr­ópu­lönd­um, um frelsi til sam­skipta án him­in­hárra útgjalda eins og með sím­tölum til vina og ætt­menna í öðrum Evr­ópu­ríkjum – hér er aðeins eilítið brot af rétt­indum rak­ið, sem Íslend­ingar hafa öðl­ast með Evr­ópu­sam­starf­inu. Er það ekki sam­merkt með þessum þremur stjórn­ar­flokkum að ræða um Evr­ópu­sam­starfið sem til­raun útlend­inga til þess að yfir­taka sjálf­stæði íslenskrar þjóðar og úti­loka íslenska alþýðu frá rétt­indum sjálf­stæðis og full­veld­is? Er ein­hver ágrein­ingur þar á milli? Ekki svo ég viti.

„Ís­land úr NATO“

Einu sinni var ágrein­ingur milli þess­ara flokka um utan­rík­is­mál. „Ís­land úr NATO – her­inn burt!“ Þetta var ekki bar­áttu­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins og enn síður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. En hverra þá? Munið þið það les­endur góð­ir? Nú sækir for­sæt­is­ráð­herra vor og for­maður VG leið­toga­fund NATO ríkja og flytur ræðu. Lætur sér ekki til hugar koma það þrauta­úr­ræði, sem aðrir ráð­herrar hafa tíðkað – að senda annan full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar í sinn stað þegar um er að ræða mál­efni, sem við­kom­andi ráð­herra vill ekki láta orða sig við.  Stendur síðan að því án frekara umtals að umtals­verðar fram­kvæmdir séu hafnar á Kefla­vík­ur­flug­velli til þess að bæta varn­ar­stöðu NATO. Myndi Ragnar Arn­alds hafa gert þetta? Lúð­vík Jós­efs­son? Svavar Gests­son? Magnús Kjart­ans­son? Einar Olgeirs­son? Brynjólfur Bjarna­son? Kjartan Ólafs­son – nefnið bara fleiri. Og sagt svo – svona í for­bíf­ar­ten – þegar heim var komið. „Burtu úr NATO – her­inn burt“! „Það vil ég!“

Hvað er þá eft­ir?

Hvað er þá eft­ir? Umhverf­is­mál­in? Akkúrat. Hálend­is­þjóð­garð­ur­inn. Sem samið var um að kröfu VG í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Er hann að verða að veru­leika? Nei, segir Fram­sókn. Nei, segir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Og VG? Hvað segir VG? Jú, að ef núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar halda þing­meiri­hluta sínum þá sé nær­tæk­ast að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram. Já – og hví ekki. Þessir þrír stjórn­mála­flokkar eru sam­mála um flest stóru mál­in? Auð­vitað eiga þeir að halda áfram sam­vinnu ef þjóðin er þeirrar skoð­un­ar. Að láta eitt­hvað þjóð­garðs­há­lendi stöðva það? Kemur ekki til mála! Sam­staða er um öll hin stærri mál. 

Þetta er ekki rík­is­stjórn þvert yfir hægri-vinstri við­mið­in. Þetta er rík­is­stjórn sam­hygð­ar. Einn fyrir alla – og allir fyrir einn.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, þing­maður og ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar