Þrír flokkar – ein skoðun

Sighvatur Björgvinsson segir að sitjandi ríkisstjórn sé ekki ríkisstjórn þvert yfir hægri-vinstri viðmiðin, heldur ríkisstjórn samhygðar. Flokkarnir sem að henni standi séu sammála um öll stærstu mál stjórnmálanna.

Auglýsing

Mig undrar þegar verið er að fullyrða, að núverandi ríkisstjórn sé samansett af stjórnmálaflokkum sem standi yst sitt hvoru megin í litrófinu. Enn meir undrar mig þegar fólk undrast árangurinn. Hvernig svo ólík öfl hafi náð sameiginlegri niðurstöðu.

Undrunarvert

Stjórnmálamaður, eins og ég, sem er gamall í hettunni og hefur þekkt til stjórnmálaafla í mörg ár og frá mörgum sjónarhornum, undrast mjög þessi viðbrögð hins almenna áhorfanda. Vissulega skildu himinn og haf stjórnmálaflokka eins og Sjálfstæðisflokkinn og Sameiningarflokk íslenskrar alþýðu - Sósíalistaflokkinn. Líka Sjálfstæðisflokkinn og arftakann, Alþýðubandalagið. En lítum eilítið nánar á þá þrjá stjórnmálaflokka, sem sitja í ríkisstjórn Íslands í dag.

Hver er skoðanamunurinn?

Hver er skoðanamunur þessara þriggja flokka í landbúnaðarmálunum? Nákvæmlega enginn. Þar eru þeir allir sammála. Eru andvígir auknu innflutningsfrelsi, afléttingu hafta og frjálsu neytendavali. Hver er skoðanamunurinn í sjávarútvegsmálunum? Þar eru þeir allir sammála um, að ekki eigi að tryggja þjóðinni réttmætan arð af sjávarútvegsauðlindinni, ekki eigi að tryggja að markaðslögmál ráði um ákvörðun veiðileyfagjalds og ekki eigi að tímatakmarka úthlutun aflaheimilda, sem leitt hefur til þess að aflaheimildir eru í raun orðnar eignir handhafa til frjálsrar ráðstöfunar til eigin afnota eða til útleigu til annara, í stað þess að vera eign þjóðarinnar. Minnisstæðast er í þessu samhengi er að nokkrum mánuðum áður en ríkisstjórnin lagði til lækkun á veiðigjöldum útgerðarmanna lagði einn af þingmönnum Vinstri grænna, Lilja Rafney, fram þingmannsfrumvarp um slíka lækkun og fór því ekkert í dulkofranna með hver þar væri tilgangur og stefna flokksins.

Ónýtur gjaldmiðill

Þriðja stærsta mál þjóðarinnar er gjaldmiðilsmálið. Hinn ofurveiki gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar; krónan, sem nánast hefur hrunið ítrekað og skapað með því hamfarir ekki bara í þjóðarbúskapnum heldur í afkomubúskap sérhvers Íslendings, sem þurft hefur að horfa upp á eignir sína verða lítils virði og skuldir sínar verða himinháar sem afleiðingu. Þar eru þessir þrír flokkar nákvæmlega sammála í einu og öllu. Vilja verja þjóðrembingslegt heiti ónýtrar myntar á sama tíma og öll helstu útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar hafa fengið leyfi þessa sama þjóðrembingshóps til þess að gera sín mál upp í erlendum gjaldeyri og sækja sér fjármuni á þeim vettvangi án þess að þurfa að endurgjalda í ónýtri mynt, sem aðeins er hálfvirði eða minna þegar gera þarf upp í gjöldum og tekjum.

Auglýsing

Evrópuágreiningurinn

Hver er ágreiningur þessara sömu stjórnarflokka í Evrópumálunum? Öll löggjöf um neytendavernd á Íslandi er frá Evrópusamstarfinu komin. Sömu leiðis öll löggjöf um eftirlit með peningaþvætti, um réttindi borgara, um heimildir Íslendinga til þess að afla sér menntunar eða sækja atvinnustarfsemi í Evrópulöndum, um frelsi til samskipta án himinhárra útgjalda eins og með símtölum til vina og ættmenna í öðrum Evrópuríkjum – hér er aðeins eilítið brot af réttindum rakið, sem Íslendingar hafa öðlast með Evrópusamstarfinu. Er það ekki sammerkt með þessum þremur stjórnarflokkum að ræða um Evrópusamstarfið sem tilraun útlendinga til þess að yfirtaka sjálfstæði íslenskrar þjóðar og útiloka íslenska alþýðu frá réttindum sjálfstæðis og fullveldis? Er einhver ágreiningur þar á milli? Ekki svo ég viti.

„Ísland úr NATO“

Einu sinni var ágreiningur milli þessara flokka um utanríkismál. „Ísland úr NATO – herinn burt!“ Þetta var ekki baráttumál Framsóknarflokksins og enn síður Sjálfstæðisflokksins. En hverra þá? Munið þið það lesendur góðir? Nú sækir forsætisráðherra vor og formaður VG leiðtogafund NATO ríkja og flytur ræðu. Lætur sér ekki til hugar koma það þrautaúrræði, sem aðrir ráðherrar hafa tíðkað – að senda annan fulltrúa ríkisstjórnarinnar í sinn stað þegar um er að ræða málefni, sem viðkomandi ráðherra vill ekki láta orða sig við.  Stendur síðan að því án frekara umtals að umtalsverðar framkvæmdir séu hafnar á Keflavíkurflugvelli til þess að bæta varnarstöðu NATO. Myndi Ragnar Arnalds hafa gert þetta? Lúðvík Jósefsson? Svavar Gestsson? Magnús Kjartansson? Einar Olgeirsson? Brynjólfur Bjarnason? Kjartan Ólafsson – nefnið bara fleiri. Og sagt svo – svona í forbífarten – þegar heim var komið. „Burtu úr NATO – herinn burt“! „Það vil ég!“

Hvað er þá eftir?

Hvað er þá eftir? Umhverfismálin? Akkúrat. Hálendisþjóðgarðurinn. Sem samið var um að kröfu VG í stjórnarsáttmálanum. Er hann að verða að veruleika? Nei, segir Framsókn. Nei, segir Sjálfstæðisflokkurinn. Og VG? Hvað segir VG? Jú, að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar halda þingmeirihluta sínum þá sé nærtækast að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Já – og hví ekki. Þessir þrír stjórnmálaflokkar eru sammála um flest stóru málin? Auðvitað eiga þeir að halda áfram samvinnu ef þjóðin er þeirrar skoðunar. Að láta eitthvað þjóðgarðshálendi stöðva það? Kemur ekki til mála! Samstaða er um öll hin stærri mál. 

Þetta er ekki ríkisstjórn þvert yfir hægri-vinstri viðmiðin. Þetta er ríkisstjórn samhygðar. Einn fyrir alla – og allir fyrir einn.

Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, þingmaður og ráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar