Þjálfararnir velja í landsliðshópinn – án aðkomu stjórnar KSÍ

Landsliðsþjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta taka ákvörðun um hvaða leikmenn verða valdir í hópinn fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 án afskipta stjórnar KSÍ. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Stjórn KSÍ hefur ekki haft afskipti af vali þjálf­ara karla­lands­liðs­ins í fót­bolta fyrir kom­andi leiki, að því er fram kemur í sam­tali deild­­ar­­stjóra sam­­skipta­­deildar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) við Kjarn­ann.

Þjálf­arar KSÍ munu kynna leik­manna­hóp­inn fyrir tvo heima­leiki í und­ankeppni HM 2022 á blaða­manna­fundi í höf­uð­stöðvum KSÍ klukkan 13:15 í dag.

Leikið verður á Laug­ar­dals­velli gegn Armeníu þann 8. októ­ber næst­kom­andi og Liechten­stein þann 11. októ­ber. Ísland er í næst neðsta sæti rið­ils­ins, þremur stigum fyrir ofan Liechten­stein.

Auglýsing

Sér­stök nefnd fer yfir við­brögð KSÍ

Mikið hefur gengið á innan raða KSÍ eftir að frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borðið fyrr í sum­ar. For­maður KSÍ, Guðni Bergs­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og sömu­leiðis stjórn­in.

Íþrótta- og Ólymp­­íu­­sam­­band Íslands (ÍSÍ) setti á stofn nefnd, eftir að KSÍ óskaði eftir því, til að gera úttekt á við­brögðum og máls­­með­­­ferð sam­­bands­ins vegna kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála sem tengst hafa leik­­mönnum í lands­liðum Íslands.

Sam­­kvæmt ÍSÍ á nefndin að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­­manns og fyr­ir­hug­aðrar afsagnar stjórnar KSÍ í sept­­em­ber ásamt því að bregð­­ast við ásök­unum sem fram hafa kom­ið. Í nefnd­inni sitja Hafrún Krist­jáns­dótt­ir, Kjartan Bjarni Björg­vins­son og Rán Ingv­ars­dótt­ir.

Kol­beinn tek­inn úr hópnum

Lands­liðs­þjálf­ar­inn, Arnar Þór Við­ars­son, hefur kallað eftir skýrum ramma þegar kemur að því hvað þurfi að ger­ast til að þjálf­arar mega ekki velja ein­staka leik­menn í lands­liðið í kjöl­far þess að stjórn KSÍ tók ákvörðun um að víkja Kol­beini Sig­þórs­syni úr hópn­um.

Kol­beinn var tek­inn út úr lands­liðs­hópi Íslands í haust eftir að umfjöllun birt­ist um mál sem kom upp á skemmti­stað fyrir fjórum árum. Þar var Kol­beinn sagður hafa beitt tvær konur ofbeldi og áreitt þær. Atvikið var kært til lög­reglu en málið fellt niður eftir að leik­mað­ur­inn greiddi kon­unum miska­bæt­ur.

Á blaða­manna­fundi íslenska lands­liðs­ins fyrir leik liðs­ins gegn N-Ma­kedóníu sem fram fór í byrjun sept­em­ber sagði Arnar Þór það ekki vera boð­legt fyrir þjálf­ara að þurfa að hringja í stjórn­ar­með­limi til að fá leyfi fyrir hverjum ein­asta leik­manni. „Við sem þjálf­ar­ar, það er ómögu­legt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það þá þarf að finna ein­hvern annan þjálf­ara. Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent