Þjálfararnir velja í landsliðshópinn – án aðkomu stjórnar KSÍ

Landsliðsþjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta taka ákvörðun um hvaða leikmenn verða valdir í hópinn fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 án afskipta stjórnar KSÍ. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Stjórn KSÍ hefur ekki haft afskipti af vali þjálf­ara karla­lands­liðs­ins í fót­bolta fyrir kom­andi leiki, að því er fram kemur í sam­tali deild­­ar­­stjóra sam­­skipta­­deildar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) við Kjarn­ann.

Þjálf­arar KSÍ munu kynna leik­manna­hóp­inn fyrir tvo heima­leiki í und­ankeppni HM 2022 á blaða­manna­fundi í höf­uð­stöðvum KSÍ klukkan 13:15 í dag.

Leikið verður á Laug­ar­dals­velli gegn Armeníu þann 8. októ­ber næst­kom­andi og Liechten­stein þann 11. októ­ber. Ísland er í næst neðsta sæti rið­ils­ins, þremur stigum fyrir ofan Liechten­stein.

Auglýsing

Sér­stök nefnd fer yfir við­brögð KSÍ

Mikið hefur gengið á innan raða KSÍ eftir að frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borðið fyrr í sum­ar. For­maður KSÍ, Guðni Bergs­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og sömu­leiðis stjórn­in.

Íþrótta- og Ólymp­­íu­­sam­­band Íslands (ÍSÍ) setti á stofn nefnd, eftir að KSÍ óskaði eftir því, til að gera úttekt á við­brögðum og máls­­með­­­ferð sam­­bands­ins vegna kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála sem tengst hafa leik­­mönnum í lands­liðum Íslands.

Sam­­kvæmt ÍSÍ á nefndin að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­­manns og fyr­ir­hug­aðrar afsagnar stjórnar KSÍ í sept­­em­ber ásamt því að bregð­­ast við ásök­unum sem fram hafa kom­ið. Í nefnd­inni sitja Hafrún Krist­jáns­dótt­ir, Kjartan Bjarni Björg­vins­son og Rán Ingv­ars­dótt­ir.

Kol­beinn tek­inn úr hópnum

Lands­liðs­þjálf­ar­inn, Arnar Þór Við­ars­son, hefur kallað eftir skýrum ramma þegar kemur að því hvað þurfi að ger­ast til að þjálf­arar mega ekki velja ein­staka leik­menn í lands­liðið í kjöl­far þess að stjórn KSÍ tók ákvörðun um að víkja Kol­beini Sig­þórs­syni úr hópn­um.

Kol­beinn var tek­inn út úr lands­liðs­hópi Íslands í haust eftir að umfjöllun birt­ist um mál sem kom upp á skemmti­stað fyrir fjórum árum. Þar var Kol­beinn sagður hafa beitt tvær konur ofbeldi og áreitt þær. Atvikið var kært til lög­reglu en málið fellt niður eftir að leik­mað­ur­inn greiddi kon­unum miska­bæt­ur.

Á blaða­manna­fundi íslenska lands­liðs­ins fyrir leik liðs­ins gegn N-Ma­kedóníu sem fram fór í byrjun sept­em­ber sagði Arnar Þór það ekki vera boð­legt fyrir þjálf­ara að þurfa að hringja í stjórn­ar­með­limi til að fá leyfi fyrir hverjum ein­asta leik­manni. „Við sem þjálf­ar­ar, það er ómögu­legt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það þá þarf að finna ein­hvern annan þjálf­ara. Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent