Þjálfararnir velja í landsliðshópinn – án aðkomu stjórnar KSÍ

Landsliðsþjálfarar karlalandsliðsins í fótbolta taka ákvörðun um hvaða leikmenn verða valdir í hópinn fyrir tvo heimaleiki í undankeppni HM 2022 án afskipta stjórnar KSÍ. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Auglýsing

Stjórn KSÍ hefur ekki haft afskipti af vali þjálf­ara karla­lands­liðs­ins í fót­bolta fyrir kom­andi leiki, að því er fram kemur í sam­tali deild­­ar­­stjóra sam­­skipta­­deildar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) við Kjarn­ann.

Þjálf­arar KSÍ munu kynna leik­manna­hóp­inn fyrir tvo heima­leiki í und­ankeppni HM 2022 á blaða­manna­fundi í höf­uð­stöðvum KSÍ klukkan 13:15 í dag.

Leikið verður á Laug­ar­dals­velli gegn Armeníu þann 8. októ­ber næst­kom­andi og Liechten­stein þann 11. októ­ber. Ísland er í næst neðsta sæti rið­ils­ins, þremur stigum fyrir ofan Liechten­stein.

Auglýsing

Sér­stök nefnd fer yfir við­brögð KSÍ

Mikið hefur gengið á innan raða KSÍ eftir að frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni lands­liðs­manna í knatt­spyrnu komu upp á yfir­borðið fyrr í sum­ar. For­maður KSÍ, Guðni Bergs­son, sagði af sér emb­ætti í kjöl­farið og sömu­leiðis stjórn­in.

Íþrótta- og Ólymp­­íu­­sam­­band Íslands (ÍSÍ) setti á stofn nefnd, eftir að KSÍ óskaði eftir því, til að gera úttekt á við­brögðum og máls­­með­­­ferð sam­­bands­ins vegna kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála sem tengst hafa leik­­mönnum í lands­liðum Íslands.

Sam­­kvæmt ÍSÍ á nefndin að fara yfir þá atburða­rás sem leiddi til afsagnar for­­manns og fyr­ir­hug­aðrar afsagnar stjórnar KSÍ í sept­­em­ber ásamt því að bregð­­ast við ásök­unum sem fram hafa kom­ið. Í nefnd­inni sitja Hafrún Krist­jáns­dótt­ir, Kjartan Bjarni Björg­vins­son og Rán Ingv­ars­dótt­ir.

Kol­beinn tek­inn úr hópnum

Lands­liðs­þjálf­ar­inn, Arnar Þór Við­ars­son, hefur kallað eftir skýrum ramma þegar kemur að því hvað þurfi að ger­ast til að þjálf­arar mega ekki velja ein­staka leik­menn í lands­liðið í kjöl­far þess að stjórn KSÍ tók ákvörðun um að víkja Kol­beini Sig­þórs­syni úr hópn­um.

Kol­beinn var tek­inn út úr lands­liðs­hópi Íslands í haust eftir að umfjöllun birt­ist um mál sem kom upp á skemmti­stað fyrir fjórum árum. Þar var Kol­beinn sagður hafa beitt tvær konur ofbeldi og áreitt þær. Atvikið var kært til lög­reglu en málið fellt niður eftir að leik­mað­ur­inn greiddi kon­unum miska­bæt­ur.

Á blaða­manna­fundi íslenska lands­liðs­ins fyrir leik liðs­ins gegn N-Ma­kedóníu sem fram fór í byrjun sept­em­ber sagði Arnar Þór það ekki vera boð­legt fyrir þjálf­ara að þurfa að hringja í stjórn­ar­með­limi til að fá leyfi fyrir hverjum ein­asta leik­manni. „Við sem þjálf­ar­ar, það er ómögu­legt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það þá þarf að finna ein­hvern annan þjálf­ara. Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent