Engar formlegar ásakanir borist skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Á síðustu fjórum árum hafa engar formlegar ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan skrifstofu borgarstjóra og borgarritara borist. Ekki er hægt að staðfesta hvort óformlegar kvartanir hafi borist til yfirmanna.

Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Ekki hafa borist form­legar ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi á síð­ustu fjórum árum innan skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara. Ekki er hægt vegna manna­breyt­inga sem hafa átt sér stað á þessu tíma­bili að stað­festa hvort óform­legar kvart­anir hafi borist til yfir­manna.

Þetta kemur fram í svari Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Reykja­vík­ur­borg leggur áherslu á starfs­um­hverfi þar sem gagn­kvæm virð­ing, traust, heil­indi og fag­mann­legt við­mót eru í hávegum höfð í öllum sam­skipt­um. Til að und­ir­strika þær áherslur hafa skýr stefna og verk­ferlar verið í gildi, einmitt til að koma í veg fyrir og upp­ræta hátt­semi sem telj­ast megi, eða geti leitt af sér, ein­elti, áreitni eða ofbeldi. Vorið 2019 voru sam­þykkt í borg­ar­ráði ný stefna og verk­lag Reykja­vík­ur­borgar gegn ein­elti, áreitni og ofbeldi meðal starfs­fólks Reykja­vík­ur­borg­ar, í kjöl­far vinnu stýri­hóps,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þrenns konar við­brögð

Kjarn­inn spurði hvaða verk­ferla Reykja­vík­ur­borg væri með ef upp kæmu mál af þessu tagi. Í svar­inu segir að kvart­anir um ein­elti, áreitni eða ofbeldi geti leitt af sér þrenns konar við­brögð af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í fyrsta lagi sé um að ræða form­lega með­höndl­un. „Form­leg með­ferð máls hefst eftir að skrif­leg kvörtun berst um meint ein­elti, kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bundna áreitni eða ofbeldi. Í form­legri með­ferð máls fer fram könnun á máls­at­vikum og nið­ur­staða er fengin um það hvort ein­elti, áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað. Í fram­hald­inu er gerð áætlun um næstu skref. Þessi könnun er fram­kvæmd af sér­stökum ein­elt­is- og áreitni­teym­um.“

Í öðru lagi geta mál farið í óform­legan fer­il. „Óform­leg með­höndlun máls er leið til að kanna mál óform­lega, til dæmis áður en farið er í form­legan fer­il. Það er ákvörðun þess sem kvartar hvað hann vill gera eða að verði gert við mál sitt. Hann getur tekið ákvörðun um hvort hann vilji bíða og sjá hvernig mál þró­ast. Hann getur sjálfur rætt milli­liða­laust við mein­tan ger­anda eða með aðstoð þriðja aðila. Allt þetta eru aðgerðir sem Reykja­vík­ur­borg styður starfs­fólkið við, meðal ann­ars með milli­göngu mannauðs­ráð­gjafa sem starfa á öllum svið­u­m.“

Í þriðja og síð­asta lagi eigi sér stað frum­kvæð­is­at­hug­un. „Þegar Reykja­vík­ur­borg ber­ast óform­legar eða nafn­lausar ábend­ingar er í skoðað hvort grund­völlur sé fyrir að fara í svo­kall­aða frum­kvæð­is­at­hug­un, en í því felst könnun á vinnu­um­hverf­inu, hvort eitt­hvað þurfi að skoða í sam­skipt­um, stjórnun og vinnu­staða­menn­ingu. Slík könnun er einnig kölluð sál­fé­lags­legt áhættu­mat og bygg­ist á vinnu­vernd­ar­lög­gjöf. Frum­kvæð­is­at­hugun er í skylda vinnu­veit­anda þegar grunur er uppi um að sál­fé­lags­legir þættir á vinnu­staðnum séu að skapa hættu á ein­elti, áreitni eða ofbeldi. Frum­kvæð­is­at­hugun er ekki ein­stak­lings­mál heldur fyr­ir­byggj­andi aðgerð og bein­ist að úrbótum til fram­tíð­ar,“ segir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent