Tuttugu og fimm tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan HÍ

Á árunum 2017-2020 bárust fagráði Háskóla Íslands 25 tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Málin varða ýmist starfsfólk, nemendur eða samskipti milli starfsfólks og nemenda, en meirihluti þeirra hefur átt við um samskipti milli nemenda.

haskoli-islands_14131517555_o.jpg
Auglýsing

Fagráði Háskóla Íslands (HÍ) bár­ust alls 25 til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi á árunum 2017 til 2020, að því er fram kemur í svari frá skól­anum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Mál geta ýmist varðað starfs­fólk, nem­endur eða sam­skipti milli starfs­fólks og nem­enda, en meiri­hluti þess­ara mála hefur varðað sam­skipti milli nem­enda. Í sumum til­vikum lýkur máli með sátt milli aðila en sum mál hafa rektor eða eftir atvikum aðrir stjórn­endur tekið til með­ferðar í kjöl­far nið­ur­stöðu fagráðs­ins,“ segir í svar­inu.

Sam­kvæmt HÍ er skól­inn með skýra verk­ferla í málum er varða kyn­ferð­is­lega og kyn­bundna áreitni og ofbeldi.

Auglýsing

„Há­skól­inn setti sér verk­lags­reglur um þennan mála­flokk árið 2014. Þær voru end­ur­skoð­aðar árið 2018, þar á meðal ákvæði um með­ferð kvart­ana. Árið 2014 var jafn­framt sett á fót fagráð Háskóla Íslands sem hefur það hlut­verk að fjalla um mál er varða brot starfs­fólks og nem­enda Háskóla Íslands. Fagráðið er skipað þremur aðilum og er í verk­lags­reglum kveðið skýrt á um að for­maður þess sé aðili með fag­þekk­ingu og reynslu af með­ferð mála af þessu tagi og sé ekki í föstu starfi við HÍ.“

Fram kemur í svar­inu að áhersla sé lögð á fræðslu til stjórn­enda, starfs­fólks og nem­enda við HÍ um kyn­ferð­is­lega og kyn­bundna áreitni og ofbeldi og ekki síst að kynna verk­lags­regl­urnar og fagráð HÍ svo fólk viti hvert það eigi að leita, komi slík mál upp. Enn fremur sé lögð áhersla á þennan mála­flokk í jafn­rétt­is­á­ætlun HÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent