Bjarni varar við glundroða í stjórnmálum og vill leiða ríkisstjórn

Formaður Sjálfstæðisflokks býst við meira fylgi og að það kæmi sér á óvart ef Vinstri græn og Framsókn vilji ekki setjast niður með sér eftir kosningar. Hann segir flokkinn styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Aðrir hafi komið í veg fyrir það.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, seg­ist telja að nið­ur­staða flokks­ins í kosn­ingum verði önnur en kann­anir hafi sýnt, en sam­kvæmt þeim stefnir hann í sína verstu útkomu frá upp­hafi. 

Í við­tali við Dag­mál á mbl.is segir Bjarni að það sé eng­inn annar flokkur sem hafi „kné­sett“ Sjálf­stæð­is­flokk­inn og sé fyrir vikið nýi burða­rás­inn í íslenskum stjórn­mál­um. „Þetta er bara sundr­ung, þetta er ákveð­inn glund­roði. Það er til mik­ils tjóns, eins og ég horfi á hlut­ina, að það þurfi að gera jafn­miklar mála­miðl­anir við stjórnun lands­ins eins og stefnir í. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.“

Hann segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi alltaf metnað til að leiða rík­is­stjórn og að hann myndi „glaður gera það ef nið­ur­stöður kosn­inga gefa mér færi á að koma saman sterkri stjórn“. Í við­tal­inu mærir Bjarni auk þess sam­starfið við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra og Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra. Hann segir sam­starfið hafa gengið vel og skynji ekki annað en að það sé upp­lifun hinna tveggja líka. „Því kæmi það mér á óvart ef það væri ekki vilji til þess að setj­ast að minnsta kosti niður og spá í spilin að loknum kosn­ingum að því gefnu að við séum með meiri­hluta.“

Auglýsing
Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans, sem birt verður síðar í dag, mælist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 21,6 pró­sent fylgi og rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir með sam­tals 45,5 pró­sent fylgi. Það mun að óbreyttu ekki duga þeim til að ná meiri­hluta en mestar líkur eru á að stjórn­ar­flokk­arnir fá 30-31 þing­mann sam­tals.

Segir aðra hafa hafnað auð­linda­á­kvæði

Bjarni ræðir líka auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá í við­tal­inu við Dag­mál. For­sæt­is­ráð­herra lagði fram frum­varp á kjör­tíma­bili. Sam­kvæmt frum­varp­inu áttu nokkur atriði stjórn­ar­skrár­innar taka breyt­ing­um, yrði það sam­þykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um for­seta Íslands, rík­is­stjórn­ir, verk­efni fram­kvæmd­ar­valds, umhverf­is­vernd, auð­lindir í nátt­úru Íslands og íslensk tunga.

Mest var tek­ist á um hið svo­kall­aða auð­linda­á­kvæði sem segir til um að auð­lindir séu í eigu þjóð­ar, en hluti stjórn­ar­and­stöðu­flokka vill ganga lengra og til­taka tíma­bind­ingu fram­sals þeirra í stjórn­ar­skrá. 

Þegar langt var liðið á þingið lá frum­varpið enn inni hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits. Stærstur hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar vildi afgreiða frum­varpið út úr nefnd­inni svo það gæti fengið áfram­hald­andi þing­lega með­ferð og umræðu en full­trúar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd felldu til­lögu um það í sum­ar. Fyrir vikið verða engar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sam­þykktar á þessu kjör­tíma­bili og engar slíkar munu taka gildi á því næsta þar sem tvö þing þurfa að sam­þykkja breyt­ing­ar. 

Bjarni segir í við­tal­inu að það hafi verið stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem hafa hafnað auð­linda­á­kvæð­inu, ekki stjórn­ar­flokk­arn­ir.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé fylgj­andi auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. „Við erum að meina að við styðjum breyt­ingar á stjórn­ar­skránni til þess að ná utan um það sem segir í lögum um stjórn fisk­veiða, að þetta sé sam­eig­in­leg auð­lind. Slíkt ákvæði kom fram á þessu kjör­tíma­bili en þá er því hafnað á ein­hverjum nýjum for­send­um. Nýju rökin eru þau og færð fram af flokkum sem vilja aðeins tíma­bundna samn­inga fyrir nýt­ingu á auð­lind­inni að ákvæðið verði að inni­halda kröf­una um tíma­bundna samn­inga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent