Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði

Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.

Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Auglýsing

Íbúar og gestir Par­ís­ar­borgar og hafa á síð­ustu dögum og vikum getað fylgst með upp­setn­ingu á sköp­un­ar­verki hjón­anna og tvíeyk­is­ins Jeann­e-Claude og Chri­sto. Lista­verkið Sig­ur­bog­inn, inn­pakk­aður (e. L'Arc de Tri­omp­he, Wrapp­ed) er fyrsta stóra lista­verkið úr smiðju þeirra hjóna sem er sett upp eftir and­lát Chri­sto.

Und­ir­bún­ingur í París hefur staðið yfir frá því í júní en á sunnu­dag vann flokkur manna við það að umvefja sig­ur­bog­ann með um 25 þús­und fer­metrum af bláu og silfr­uðu end­ur­vinn­an­legu plast­efni sem haldið er uppi með þremur kíló­metrum af rauðu reipi. Form­legur opn­un­ar­dagur verks­ins er í dag.

Ólíkt lista­verkum sem skoða má í lista­söfnum Par­ís­ar­borgar þá þurfa gestir ekki að kaupa sér miða til þess að berja verkið augum og líkt og segir á heima­síðu Jeann­e-Claude og Chri­sto, þá eru veg­far­endur hvattir til þess að skoða verkið í návígi og jafn­vel þreifa á því.

Flokkur manna vann við það að sveipa Sigurbogann klæðum í vikunni. Mynd: EPA

Langur aðdrag­andi varð að upp­setn­ingu verks­ins. Chri­sto ræddi hug­mynd­ina við stjórn­endur Pomp­idou safns­ins í París árið 2017. Þá var að hefj­ast und­ir­bún­ingur að sýn­ingu á verkum hjón­anna í safn­inu sem haldin var árið 2020. Hjólin fóru að snú­ast og hug­myndin var sam­þykkt af Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta snemma árs 2019.

Auglýsing

Til stóð að Sig­ur­bog­inn yrði sýndur umvaf­inn að hætti Chri­sto og Jeann­e-Claude í apríl í fyrra en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn setti strik í reikn­ing­inn og verk­efnið frestað­ist tölu­vert. Í lok maí á síð­asta ári and­að­ist Chri­sto en hann hafði beðið sam­starfs­fólk sitt um að sjá til þess að verk­efnið klárað­ist enda um ára­tuga gamlan draum að ræða. Jeann­e-Claude and­að­ist í nóv­em­ber árið 2009.

Hafa pakkað inn bygg­ingum í rúm 50 ár

Þau Jeann­e-Claude og Chri­sto kynnt­ust í París á ofan­verðum sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Í upp­hafi sjö­unda ára­tug­ar­ins hófu þau að vinna við lista­verk sem gerð voru fyrir almanna­rými og snemma kvikn­aði sú hug­mynd að pakka bygg­ingum inn. Chri­sto vann til að mynda ljós­mynda­verk þar sem Sig­ur­bog­anum hefur verið skipt út fyrir ein­hvers konar pakka eða böggul snemma á ferli sín­um, á árunum 1962 til 1963.

Árið 1983 notuðu hjónin rúmlega 600 þúsund fermetra af bleiku plastefni til þess að umlykja ellefu eyjar í grennd við Miami. Mynd: Wolfgang Volz © 1983 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Það var hins vegar ekki fyrr en að þau hjónin fluttu til New York árið 1964 sem þau fóru að íhuga það alvar­lega að pakka bygg­ingum inn. Þau höfðu valið skýja­kljúfa í borg­inni sem þau lang­aði mikið til að pakka inn og þau áttu í löngum samn­inga­við­ræðum við eig­endur þeirra bygg­inga sem þau lang­aði að pakka inn. Alltaf strönd­uðu við­ræð­urnar og þeim var ítrekað neitað um leyfi til að pakka inn heilli bygg­ingu.

Þau hafa þó pakkað inn bygg­ingum frá því á sjö­unda ára­tugnum en meðal fyrstu bygg­ing­anna sem þau pökk­uðu inn var Kun­sthalle Bern í Sviss áriði 1967. Þau öðl­uð­ust síðar heims­frægð fyrir það að pakka inn mann­virkjum á borð við Pont Neuf í París og þing­húsið í Berlín, Reichstag.

Eitt þekktasta verkefni Christo og Jeanne-Claude, Reichstag innpakkað. Mynd: Wolfgang Volz © 1995 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Um 1000 manns koma að inn­pökkun Sig­ur­bog­ans

Alla tíð fjár­mögn­uðu Chri­sto og Jeann­e-Claude verk­efni á borð við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans upp á eigin spýt­ur. Það gerðu þau með því að selja skiss­ur, ljós­mynd­ir, klippi­mynd­ir, líkön og annað slíkt. Sú var raunin þegar kom að fjár­mögnun þessa verk­efnis en dán­arbú Chri­sto hefur fjár­magnað verk­efnið í París með sölu verka.

Sú fjár­mögnun hefur þurft að ganga vel en heild­ar­kostn­aður við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans er um 14 millj­ónir evra, sem sam­svarar rúm­lega tveimur millj­örðum króna. Vinna við upp­setn­ingu verks­ins í París hófst um miðjan júlí en und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir í tölu­verðan tíma. Alls munu 1000 manns starfa á einn eða annan hátt við upp­setn­ingu og svo nið­ur­töku þess sem hefst eftir rétt rúm­lega tvær vikur en form­legur tími þessa list­við­burðar er til 3. októ­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent