Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði

Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.

Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Auglýsing

Íbúar og gestir Par­ís­ar­borgar og hafa á síð­ustu dögum og vikum getað fylgst með upp­setn­ingu á sköp­un­ar­verki hjón­anna og tvíeyk­is­ins Jeann­e-Claude og Chri­sto. Lista­verkið Sig­ur­bog­inn, inn­pakk­aður (e. L'Arc de Tri­omp­he, Wrapp­ed) er fyrsta stóra lista­verkið úr smiðju þeirra hjóna sem er sett upp eftir and­lát Chri­sto.

Und­ir­bún­ingur í París hefur staðið yfir frá því í júní en á sunnu­dag vann flokkur manna við það að umvefja sig­ur­bog­ann með um 25 þús­und fer­metrum af bláu og silfr­uðu end­ur­vinn­an­legu plast­efni sem haldið er uppi með þremur kíló­metrum af rauðu reipi. Form­legur opn­un­ar­dagur verks­ins er í dag.

Ólíkt lista­verkum sem skoða má í lista­söfnum Par­ís­ar­borgar þá þurfa gestir ekki að kaupa sér miða til þess að berja verkið augum og líkt og segir á heima­síðu Jeann­e-Claude og Chri­sto, þá eru veg­far­endur hvattir til þess að skoða verkið í návígi og jafn­vel þreifa á því.

Flokkur manna vann við það að sveipa Sigurbogann klæðum í vikunni. Mynd: EPA

Langur aðdrag­andi varð að upp­setn­ingu verks­ins. Chri­sto ræddi hug­mynd­ina við stjórn­endur Pomp­idou safns­ins í París árið 2017. Þá var að hefj­ast und­ir­bún­ingur að sýn­ingu á verkum hjón­anna í safn­inu sem haldin var árið 2020. Hjólin fóru að snú­ast og hug­myndin var sam­þykkt af Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta snemma árs 2019.

Auglýsing

Til stóð að Sig­ur­bog­inn yrði sýndur umvaf­inn að hætti Chri­sto og Jeann­e-Claude í apríl í fyrra en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn setti strik í reikn­ing­inn og verk­efnið frestað­ist tölu­vert. Í lok maí á síð­asta ári and­að­ist Chri­sto en hann hafði beðið sam­starfs­fólk sitt um að sjá til þess að verk­efnið klárað­ist enda um ára­tuga gamlan draum að ræða. Jeann­e-Claude and­að­ist í nóv­em­ber árið 2009.

Hafa pakkað inn bygg­ingum í rúm 50 ár

Þau Jeann­e-Claude og Chri­sto kynnt­ust í París á ofan­verðum sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Í upp­hafi sjö­unda ára­tug­ar­ins hófu þau að vinna við lista­verk sem gerð voru fyrir almanna­rými og snemma kvikn­aði sú hug­mynd að pakka bygg­ingum inn. Chri­sto vann til að mynda ljós­mynda­verk þar sem Sig­ur­bog­anum hefur verið skipt út fyrir ein­hvers konar pakka eða böggul snemma á ferli sín­um, á árunum 1962 til 1963.

Árið 1983 notuðu hjónin rúmlega 600 þúsund fermetra af bleiku plastefni til þess að umlykja ellefu eyjar í grennd við Miami. Mynd: Wolfgang Volz © 1983 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Það var hins vegar ekki fyrr en að þau hjónin fluttu til New York árið 1964 sem þau fóru að íhuga það alvar­lega að pakka bygg­ingum inn. Þau höfðu valið skýja­kljúfa í borg­inni sem þau lang­aði mikið til að pakka inn og þau áttu í löngum samn­inga­við­ræðum við eig­endur þeirra bygg­inga sem þau lang­aði að pakka inn. Alltaf strönd­uðu við­ræð­urnar og þeim var ítrekað neitað um leyfi til að pakka inn heilli bygg­ingu.

Þau hafa þó pakkað inn bygg­ingum frá því á sjö­unda ára­tugnum en meðal fyrstu bygg­ing­anna sem þau pökk­uðu inn var Kun­sthalle Bern í Sviss áriði 1967. Þau öðl­uð­ust síðar heims­frægð fyrir það að pakka inn mann­virkjum á borð við Pont Neuf í París og þing­húsið í Berlín, Reichstag.

Eitt þekktasta verkefni Christo og Jeanne-Claude, Reichstag innpakkað. Mynd: Wolfgang Volz © 1995 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Um 1000 manns koma að inn­pökkun Sig­ur­bog­ans

Alla tíð fjár­mögn­uðu Chri­sto og Jeann­e-Claude verk­efni á borð við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans upp á eigin spýt­ur. Það gerðu þau með því að selja skiss­ur, ljós­mynd­ir, klippi­mynd­ir, líkön og annað slíkt. Sú var raunin þegar kom að fjár­mögnun þessa verk­efnis en dán­arbú Chri­sto hefur fjár­magnað verk­efnið í París með sölu verka.

Sú fjár­mögnun hefur þurft að ganga vel en heild­ar­kostn­aður við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans er um 14 millj­ónir evra, sem sam­svarar rúm­lega tveimur millj­örðum króna. Vinna við upp­setn­ingu verks­ins í París hófst um miðjan júlí en und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir í tölu­verðan tíma. Alls munu 1000 manns starfa á einn eða annan hátt við upp­setn­ingu og svo nið­ur­töku þess sem hefst eftir rétt rúm­lega tvær vikur en form­legur tími þessa list­við­burðar er til 3. októ­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent