Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði

Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.

Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Auglýsing

Íbúar og gestir Par­ís­ar­borgar og hafa á síð­ustu dögum og vikum getað fylgst með upp­setn­ingu á sköp­un­ar­verki hjón­anna og tvíeyk­is­ins Jeann­e-Claude og Chri­sto. Lista­verkið Sig­ur­bog­inn, inn­pakk­aður (e. L'Arc de Tri­omp­he, Wrapp­ed) er fyrsta stóra lista­verkið úr smiðju þeirra hjóna sem er sett upp eftir and­lát Chri­sto.

Und­ir­bún­ingur í París hefur staðið yfir frá því í júní en á sunnu­dag vann flokkur manna við það að umvefja sig­ur­bog­ann með um 25 þús­und fer­metrum af bláu og silfr­uðu end­ur­vinn­an­legu plast­efni sem haldið er uppi með þremur kíló­metrum af rauðu reipi. Form­legur opn­un­ar­dagur verks­ins er í dag.

Ólíkt lista­verkum sem skoða má í lista­söfnum Par­ís­ar­borgar þá þurfa gestir ekki að kaupa sér miða til þess að berja verkið augum og líkt og segir á heima­síðu Jeann­e-Claude og Chri­sto, þá eru veg­far­endur hvattir til þess að skoða verkið í návígi og jafn­vel þreifa á því.

Flokkur manna vann við það að sveipa Sigurbogann klæðum í vikunni. Mynd: EPA

Langur aðdrag­andi varð að upp­setn­ingu verks­ins. Chri­sto ræddi hug­mynd­ina við stjórn­endur Pomp­idou safns­ins í París árið 2017. Þá var að hefj­ast und­ir­bún­ingur að sýn­ingu á verkum hjón­anna í safn­inu sem haldin var árið 2020. Hjólin fóru að snú­ast og hug­myndin var sam­þykkt af Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta snemma árs 2019.

Auglýsing

Til stóð að Sig­ur­bog­inn yrði sýndur umvaf­inn að hætti Chri­sto og Jeann­e-Claude í apríl í fyrra en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn setti strik í reikn­ing­inn og verk­efnið frestað­ist tölu­vert. Í lok maí á síð­asta ári and­að­ist Chri­sto en hann hafði beðið sam­starfs­fólk sitt um að sjá til þess að verk­efnið klárað­ist enda um ára­tuga gamlan draum að ræða. Jeann­e-Claude and­að­ist í nóv­em­ber árið 2009.

Hafa pakkað inn bygg­ingum í rúm 50 ár

Þau Jeann­e-Claude og Chri­sto kynnt­ust í París á ofan­verðum sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Í upp­hafi sjö­unda ára­tug­ar­ins hófu þau að vinna við lista­verk sem gerð voru fyrir almanna­rými og snemma kvikn­aði sú hug­mynd að pakka bygg­ingum inn. Chri­sto vann til að mynda ljós­mynda­verk þar sem Sig­ur­bog­anum hefur verið skipt út fyrir ein­hvers konar pakka eða böggul snemma á ferli sín­um, á árunum 1962 til 1963.

Árið 1983 notuðu hjónin rúmlega 600 þúsund fermetra af bleiku plastefni til þess að umlykja ellefu eyjar í grennd við Miami. Mynd: Wolfgang Volz © 1983 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Það var hins vegar ekki fyrr en að þau hjónin fluttu til New York árið 1964 sem þau fóru að íhuga það alvar­lega að pakka bygg­ingum inn. Þau höfðu valið skýja­kljúfa í borg­inni sem þau lang­aði mikið til að pakka inn og þau áttu í löngum samn­inga­við­ræðum við eig­endur þeirra bygg­inga sem þau lang­aði að pakka inn. Alltaf strönd­uðu við­ræð­urnar og þeim var ítrekað neitað um leyfi til að pakka inn heilli bygg­ingu.

Þau hafa þó pakkað inn bygg­ingum frá því á sjö­unda ára­tugnum en meðal fyrstu bygg­ing­anna sem þau pökk­uðu inn var Kun­sthalle Bern í Sviss áriði 1967. Þau öðl­uð­ust síðar heims­frægð fyrir það að pakka inn mann­virkjum á borð við Pont Neuf í París og þing­húsið í Berlín, Reichstag.

Eitt þekktasta verkefni Christo og Jeanne-Claude, Reichstag innpakkað. Mynd: Wolfgang Volz © 1995 Christo and Jeanne-Claude Foundation

Um 1000 manns koma að inn­pökkun Sig­ur­bog­ans

Alla tíð fjár­mögn­uðu Chri­sto og Jeann­e-Claude verk­efni á borð við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans upp á eigin spýt­ur. Það gerðu þau með því að selja skiss­ur, ljós­mynd­ir, klippi­mynd­ir, líkön og annað slíkt. Sú var raunin þegar kom að fjár­mögnun þessa verk­efnis en dán­arbú Chri­sto hefur fjár­magnað verk­efnið í París með sölu verka.

Sú fjár­mögnun hefur þurft að ganga vel en heild­ar­kostn­aður við inn­pökkun Sig­ur­bog­ans er um 14 millj­ónir evra, sem sam­svarar rúm­lega tveimur millj­örðum króna. Vinna við upp­setn­ingu verks­ins í París hófst um miðjan júlí en und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir í tölu­verðan tíma. Alls munu 1000 manns starfa á einn eða annan hátt við upp­setn­ingu og svo nið­ur­töku þess sem hefst eftir rétt rúm­lega tvær vikur en form­legur tími þessa list­við­burðar er til 3. októ­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent