Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum

Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.

Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Auglýsing

Eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall í byrjun síð­asta árs og fram á síð­asta haust gaf utan­rík­is­ráðu­neytið út á þriðja þús­und svo­kall­aðra liprunar­bréfa, sem oft­ast eru gefin út til þess að greiða götu íslenskra rík­is­borg­ar­ara erlend­is. Utan­rík­is­ráðu­neytið seg­ist ein­ungis hafa aft­ur­kallað eitt þess­ara bréfa, sam­kvæmt svari til Kjarn­ans.

Það var liprunar­bréf sem Jakob Frí­mann Magn­ús­son, tón­list­ar­mað­ur, fyrr­ver­andi menn­ing­ar­ráðu­nautur utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og núver­andi þing­fram­bjóð­andi Flokks fólks­ins, fékk útgefið hjá ráðu­neyt­inu um miðjan mars í fyrra, fyrir barn vinar síns, sem hann sagði reyndar vera barn í fjöl­skyld­unni.

Útgefið liprunar­bréf var orð­rétt í sam­ræmi við til­lögu að slíku bréfi sem Jakob Frí­mann sendi utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið hefur síðan ítrekað beðið móð­ur­fjöl­skyldu barns­ins afsök­unar á því að hafa ekki sann­reynt að ferða­lag barns­ins úr landi til föður síns þann 19. mars 2020, sem Jakob Frí­mann vís­aði til í bréfi sínu, væri með fullu sam­þykki móð­ur­inn­ar, sem er for­sjár­for­eldri barns­ins.

Jakob Frímann Magnússon þingframbjóðandi.

Í svari frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að liprunar­bréf séu jafnan lýs­ing á til­teknum stað­reynd­um, svo sem lýs­ingu á rétti til að ferð­ast um til­tekið svæði, heiti á til­teknum skil­ríkjum eða lýs­ingu á íslenskri laga­reglu, auk ann­ars.

„Til­efni þeirra getur verið mis­mun­andi en mjög reyndi á útgáfu liprunar­bréfa þegar heims­far­ald­ur­inn hófst í mars 2020 og landa­mæri fjöl­margra ríkja lok­uð­ust með skömmum fyr­ir­vara. Liprunar­bréfin hafa í sjálfu sér ekk­ert laga­gildi heldur eru þau gefin út í upp­lýs­ing­ar-og liprunar­skyni. Til­gangur þeirra er fyrst og fremst að greiða götu borg­ar­anna,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

„Frá upp­hafi far­ald­urs­ins og þar til fram á haust 2020 var á þriðja þús­und liprunar­bréfa gefin út en þá var útgáfu þeirra að mestu hætt vegna breyt­inga á verk­lagi og breyttrar stöðu far­ald­urs­ins. Aðeins í einu til­viki hefur liprunar­bréf verið aft­ur­kall­að,“ segir einnig í svari ráðu­neyt­is­ins, sem hefur þurft að biðja móð­ur­fjöl­skyldu barns­ins sem um ræðir afsök­unar á því að hafa orðið við bón Jak­obs Frí­manns um útgáfu þessa til­tekna liprunar­bréfs.

Jakob seg­ist bara hafa verið að hjálpa í góðri trú

DV sagði frá þessu liprunar­bréfi fyrr í þessum mán­uði og því að móð­ur­fjöl­skylda barns­ins væri afar ósátt við aðkomu Jak­obs Frí­manns að mál­inu og hefði óskað eftir því að lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tæki málið til skoð­un­ar, þá undir þeim for­merkjum að þing­fram­bjóð­and­inn hefði beitt blekk­ingum til þess að hjálpa til við að koma barni úr landi.

Í yfir­lýs­ingu frá Jak­obi vegna frétt­ar­innar segir að hann hafi verið að bregð­ast við beiðni um aðstoð frá nánum vinum á miklum óvissu­tím­um.

Auglýsing

„Barn sem er fórn­ar­lamb harð­vít­ugrar for­ræð­is­deilu var með skrif­lega heim­ild frá lög­fræð­ingi móður sinnar um að mega heim­sækja föður sinn í fjar­lægu landi, kom­inn með far­miða í hendur og til­bú­inn til farar þegar í ljós kom að þær aðstæður kynnu að skap­ast að honum yrði vísað aftur heim við lend­ingu eftir 5 tíma flug. Í ljósi þessa var mér ljúft og skylt að aðstoða við útvegun liprunar­bréfs er tryggja myndi að tekið yrði á móti drengnum á áfanga­stað á Spáni og honum hjálpað að ná lang­þráðum end­ur­fundum við föður sinn,“ sagði meðal ann­ars í yfir­lýs­ingu Jak­obs Frí­manns.

Þar sagði einnig að ekki feng­ist séð að „nokkur glæpur hafi verið hér fram­inn, því síður neins konar „skjala­fals“, hvað þá að nokkur skaði hafi hlot­ist af.“

Rit­stjórar DV segj­ast aldrei hafa upp­lifað annað eins áreiti

Síð­degis í gær birt­ist yfir­lýs­ing á vef DV frá Birni Þor­finns­syni rit­stjóra blaðs­ins og Erlu Hlyns­dóttur aðstoð­ar­rit­stjóra, þar sem þau segja að áköf her­ferð hafi verið rekin gegn því að fréttin um þetta liprunar­bréf og aðkomu Jak­obs Frí­manns að því færi í lof­ið. „For­dæma­laust með öllu,“ segir fjöl­miðla­fólkið í yfir­lýs­ingu sinni.

„Síð­ustu daga höfum við íhugað málið og komumst við bæði að þeirri nið­ur­stöðu að við gætum ekki látið málið kyrrt liggja. Því miður fær­ist það sífellt í vöxt að blaða­menn verði fyrir grófu áreiti við sín störf. Við teljum því mik­il­vægt að stíga niður fæti og það verði öllum ljóst sem að ætla sér að beita slíkum aðferðum að þeir geta ekki gert það í skjóli skugga heldur þurfa að sætta sig við það að slíkt verði hér eftir dregið fram í dags­ljósið,“ segir í yfir­lýs­ing­unni, en Björn Þor­finns­son rit­stjóri mið­ils­ins hafði áður, eins og Kjarn­inn sagði frá, gagn­rýnt full­trúa Flokks fólks­ins harð­lega fyrir að tjá sig um frétta­flutn­ing DV.

Í yfir­lýs­ingu rit­stjóra segir einnig að það sé „ekk­ert laun­ung­ar­mál“ að gögnin hafi kom­ist í hendur DV sökum þess að „fjöl­skyldu móður barns­ins ofbauð sú til­hugsun að Jakob Frí­mann væri að sækj­ast eftir þing­sæti með Flokki fólks­ins.“

„Erla reikn­aði með því að þegar hún hringdi í Jakob Frí­mann myndi ein­fald­lega segja að hann hefði verið helst til fljótur á sér, ekki hafa verið með allar stað­reyndir máls­ins á hreinu og bæð­ist vel­virð­ingar á mis­tökum sín­um. En annað kom á dag­inn – í fyrsta sím­tali Erlu við Jakob Frí­mann sagð­ist hann vera upp­tek­inn á fundi en vildi gjarnan vita erind­ið. Erla kvaðst myndi hringja aftur eftir klukku­stund.

Nokkrum mín­útum síðar byrj­uðu símar okkar beggja að hringja frá aðilum sem nátengdir eru Jak­obi Frí­manni. Í kjöl­farið hófst tveggja sól­ar­hringa áreitni í garð okkar beggja, Björns en þó aðal­lega Erlu, þar sem mark­miðið var að koma í veg fyrir að þessi frétt myndi nokkurn tím­ann birt­ast. Okkur voru gerðar upp ann­ar­legar hvat­ir, reynt að láta okkur fá sam­visku­bit yfir því að vera að eyði­leggja póli­tískan feril Jak­obs og ekki síður þau mik­il­vægu mál­efni sem hann væri að berj­ast fyr­ir. Við vorum bein­línis beitt and­legu ofbeldi og okkur hótað því að birt­ing frétt­ar­innar myndi hafa afleið­ingar fyrir okkur per­sónu­lega,“ ­segir í yfir­lýs­ing­unni á vef DV.

Þar segir einnig að á bak við tjöldin hafi „önnur her­ferð“ farið í gang þar sem „æðstu stjórn­endur útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins voru beittir bæði blekk­ingum og þrýst­ingi til að koma í veg fyrir birt­ingu“ frétt­ar­inn­ar.

Alvar­leg­ast, segja rit­stjóri og aðstoð­ar­rit­stjóri DV, var þó að barn­ið, sem statt var erlendis hjá föður sínum hafi verið „látið hringja ítrekað í Erlu auk þess sem bréf í nafni þess voru send á stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins,“ þ.e. Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, Hring­brautar og DV. Rit­stjórar DV segj­ast hafa hafa til­kynnt málið til barna­vernd­ar­yf­ir­valda.

Jakob Frí­mann brást við yfir­lýs­ingu DV í gær­kvöldi, með annarri yfir­lýs­ingu á sama vef, þar sem hann meðal ann­ars segir að hann hafi óskað eftir því við móð­ur­fjöl­skyldu barns­ins að fá að ræða málið og „sitja fyrir svörum í eigin per­sónu strax að afloknum kosn­ing­um, 25. sept­em­ber.“ Þessu segir Jakob Frí­mann að hafi verið hafn­að.

„Að barnið kysi sjálft að tjá sig á sam­fé­lags­miðlum og víð­ar, statt í útlönd­um, var mér með öllu ókunn­ugt um fyrr en í ljós kom,“ segir auk ann­ars í yfir­lýs­ingu Jak­obs.

Rit­stjórar DV segj­ast standa við sína fyrri yfir­lýs­ingu vegna máls­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent