Ritstjóri DV: „Stórslys fyrir lýðræðið“ ef frambjóðandi Flokks fólksins næði inn á þing

Björn Þorfinnsson ritstjóri DV svarar athugasemdum Ástu Lóu Þórsdóttur, frambjóðanda Flokks fólksins, við fréttaflutning af máli Jakobs Frímanns Magnússonar fullum hálsi í dag. Ritstjórinn segir frambjóðandann gaspra af ábyrgðarleysi.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Þorfinnsson og Jakob Frímann Magnússon.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Þorfinnsson og Jakob Frímann Magnússon.
Auglýsing

Björn Þor­finns­son, rit­stjóri DV, seg­ist aldrei hafa upp­lifað annað eins áreiti á ferli sínum í blaða­mennsku og í kjöl­far þess að mið­ill­inn birti frétt um aðkomu Jak­obs Frí­manns Magn­ús­son­ar, odd­vita Flokks fólks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, að því að útvega barni svo­kallað liprunar­bréf frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, svo barnið gæti farið úr landi í mars í fyrra.

Hann gagn­rýnir Ást­hildi Lóu Þórs­dóttur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins harð­lega, í svari til hennar í gegnum aðgang DV á Face­book, og segir raunar að hún sýni af sér dóm­greind­ar­leysi sem sýni fram á að það yrði „stór­slys fyrir lýð­ræð­ið“ ef hún næði kjöri til Alþing­is.

Fram kom í frétt DV fyrr í vik­unni að móðir barns­ins, sem væri for­sjárað­ili þess, teldi að Jakob Frí­mann hefði mis­notað stöðu sína sem fyrr­ver­andi starfs­maður ráðu­neyt­is­ins og þjóð­þekktur ein­stak­lingur til að koma barn­inu til föð­ur­ins, sem er búsettur erlend­is, með blekk­ing­um. Auk þess, að lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri að skoða mál­ið.

Auglýsing

Í beiðni sinni til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði Jakob Frí­mann meðal ann­ars að barnið væri í „fjöl­skyld­unni“ en barnið teng­ist honum þó engum fjöl­skyldu­bönd­um, heldur er Jakob Frí­mann vinur föð­ur­ins, sem býr erlend­is.

Utan­rík­is­ráðu­neytið aft­ur­kall­aði síðar liprunar­bréfið og hefur beðið móður barns­ins afsök­unar á því að hafa ekki kannað sann­leiks­gildi þess að móð­irin væri sam­þykk för barns­ins, en því hélt Jakob Frí­mann fram í beiðni sinni til ráðu­neyt­is­ins.

Ekki komst upp um aðkomu Jak­obs Frí­manns að mál­inu fyrr en móð­ur­fjöl­skyldan átti fund með ráðu­neyt­inu og fór fram á að fá öll gögn máls­ins afhent.

Þau gögn sýna að til­laga Jak­obs Frí­manns að texta liprunar­bréfs­ins var afrituð orð­rétt yfir á bréfs­efni ráðu­neyt­is­ins af hálfu starfs­manna utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, en liprunar­bréf sem þessi hafa verið gefin út til þess að liðka fyrir ferðum fólks á milli landa á tímum COVID-19, en í mars í fyrra voru lönd óðum að loka sig af til þess að hamla útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og sýna þurfti fram á nauð­syn ferða­laga.

Rit­stjór­inn segir fram­bjóð­and­ann mis­lesa skjá­skot

Ásta Lóa Þórs­dótt­ir, sem er odd­viti Flokks fólks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, full­yrti í svari sínu á Face­book við frétt DV í gær að mið­ill­inn væri að sleppa lyk­il­at­riði úr frétt­inni, sem væri það að móð­irin hefði verið sam­þykk því að barnið færi úr landi. Vísar hún til þess að hafa fengið að sjá skjá­skot um hið sama.

Óhætt er að segja að rit­stjóri DV hafi svarað þessum aðfinnslum og öðrum sem Ásta Lóa gerir við frétta­flutn­ing DV fullum hálsi í morg­un, í nafni fjöl­mið­ils­ins. Hvað varðar sam­þykki móð­ur­innar segir rit­stjór­inn að Jakob Frí­mann hafi sent miðl­inum skjá­skot, sem sé vænt­an­lega það sama og Ásta Lóa hafi fengið að sjá.

Ritstjóri DV birtir meðfylgjandi skjáskot, sem hann segir frá Jakobi Frímanni komið.

„Þar kemur fram að sam­þykki lá fyrir um ferð barn­anna til föður síns þann 6.apríl (og mögu­lega fyrr ef aðstæður leyfðu og í því sam­hengi var minnst á 1.apríl þó ekk­ert væri ákveð­ið). Þetta teljið þið flokks­fé­lag­arnir sem sam­þykki fyrir skyndi­legri ferð út þann 19.mars án vit­undar móð­ur- 2-3 vikum fyrr. Mér hrýs hugur við þeirri til­hugsun að fólk með slíkar tak­mark­anir í lesskiln­ingi sé að sækj­ast eftir sæti á Alþingi og reyna að túlka og bæta við­kvæma laga­texta,“ segir rit­stjór­inn í svari sínu til fram­bjóð­and­ans.

Skjáskot af svari ritstjórans við ummælum Ástu Lóu um málið.

Í svari sínu segir rit­stjór­inn einnig að fréttin snú­ist um „inn­grip þjóð­þekkts manns með tengsl við ráðu­neyti sem fékk flýti­af­greiðslu innan stjórn­sýsl­unn­ar“ sem ekki sé í boði fyrir almenna borg­ara, „án þess að reynt væri með nokkrum hætti að sann­reyna þær upp­lýs­ingar sem hann lagði fram.“

„Þetta er áfell­is­dómur yfir stjórn­sýsl­unni enda end­aði málið með þeim for­dæma­lausa hætti að ráðu­neytið baðst afsök­unar á vinnu­brögðum sín­um. Flokks­fé­lagi þinn fékk tvo sól­ar­hringa til að útskýra sína aðkomu og í stað þess að við­ur­kenna mis­tök og mögu­lega ein­hvers­konar fljót­færni eða mis­skiln­ing hófst her­ferð til að þagga frétt­ina niður og áreiti sem að á sér ekki hlið­stæðu á ferli mínum sem blaða­mað­ur. Enn er síðan haldið áfram að reyna að gera lítið úr frétt­inni með rang­færsl­u­m,“ segir rit­stjór­inn í svari sínu.

Snú­ist ekki um sorg­lega for­sjár­deil­una

Björn segir einnig að DV hafi eftir fremsta megni reynt að láta frétt­ina snú­ast um stjórn­sýsl­una og inn­grip Jak­obs, „frekar en hina sorg­legu for­sjár­deilu sem er ekki okkar að leysa“.

Hann gagn­rýnir síðan fram­bjóð­and­ann fyrir að hika ekki við, „í aumk­un­ar­verðri til­raun til að skríða inn á þing, að gaspra um þetta mál og draga álykt­anir án þess að vita neitt um málið annað en að hafa séð skjá­skot/­tölvu­póst­inn hér fyrir neð­an. Í stað þess að hafa hug­rekki til þess að takast á við mis­tök fram­bjóð­enda, reyna að útskýra þau með hrein­skiptum hætti og axla ábyrgð, þá farið þið í vörn og reynið í þokka­bót að ráð­ast á trú­verð­ug­leika fjöl­mið­ils sem reynir að sinna skyldum sín­um,“ segir rit­stjór­inn.

Svar Ásthildar Lóu til Björns.

Björn bætir því við að það sé „bein­línis ógn­verkj­andi“ að hugsa til þess „hvernig Flokkur fólks­ins og liðs­menn hans myndu hegða sér ef þið kæmust ein­hvern tím­ann í áhrifa­stöðu og væruð að sýsla með þjóð­hags­lega mik­il­væg mál.“

„Þú ættir að skamm­ast þín Ásta Lóa Þórs­dóttir að láta nota þig með þessum hætti til að reyna að verja flokk­inn og það dóm­greind­ar­leysi sýnir svart á hvítu að þú átt ekk­ert erindi inn á þing. Í raun­inni væri það stór­slys fyrir lýð­ræð­ið,“ segir rit­stjór­inn.

Ásta Lóa telur rit­stjór­ann reiða hátt til höggs

Ásta Lóa hefur svarað þessum orðum rit­stjór­ans og segir hann reiða hátt til höggs með ummælum sínum um sig. „Finnst þér þetta orða­lag þér sæm­andi sem rit­stjóra?“ spyr fram­bjóð­and­inn meðal ann­ars.

Hún seg­ist ekki skilja hvers vegna DV kaus að slá mál­inu upp með þeim hætti sem mið­ill­inn gerði og segir málið hafa verið látið snú­ast um „mann sem var að reyna að hjálp­a.“

Fram­bjóð­and­inn segir enn­fremur að Jakob Frí­mann hafi verið í „góðri trú að hjálpa bæði for­eldrum og barni“ og að dag­setn­ingar flug­miða barns­ins úr landi hafi vænt­an­lega ekki verið á hans könnu.

Hún lætur þess þó hvergi getið að Jakob hafi í bréfi sínu til ráðu­neyt­is­ins látið að því liggja að barnið væri í fjöl­skyldu hans, sem er ekki rétt.

„Ég hef í því sem ég hef skrifað lagt áherslu á að Jakob hafi verið í góðri trú og ég forð­ast að fjalla um málið að öðru leyti. Ég stend við það. Komi annað í ljós mun ég þurfa að end­ur­skoða minn mál­flutn­ing, en almennt, og ekki síst þegar fólk sýnir hjálp­semi í góðri trú, á að að leyfa því að njóta vafans, þar til sekt þess er sönn­uð,“ segir Ásta Lóa í svari sínu til rit­stjór­ans.

Fréttin hefur verið upp­færð með við­brögðum Ást­hildar Lóu við svari Björns.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent