Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu

Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.

Vindmyllur
Auglýsing

Mik­il­vægt er að inn­viðir og reglu­verk hvetji til sam­keppn­is­hæfrar fram­leiðslu á svoköll­uðu raf­elds­neyti, svo að tæki­færin sem fel­ast í orku­skiptum verði nýtt. Þetta skrifa Haf­steinn Helga­son og Jón Heiðar Rík­harðs­son, sem báðir eru verk­fræð­ingar hjá EFLU, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Höf­und­arnir segja að notkun á raf­elds­neyti, sem er sam­heiti yfir alla orku­gjafa sem byggðir eru á raf­greindu vetni, muni aukast tölu­vert á næstu árum sam­hliða áformum stjórn­valda um orku­skipti.

Sam­kvæmt þeim hefur Evr­ópu­sam­bandið áætlað að notkun á raf­elds­neyti innan sam­bands­ins muni nema 80 gíga­vöttum árið 2030, en það jafn­gildir orku­fram­leiðslu um 110 Kára­hnjúka­virkj­ana. Helm­ing­ur­inn af þess­ari orku muni vera fram­leidd innan sam­bands­ins, en þar er beislun vind­orku í hafi lyk­ill­inn að þeirri fram­leiðslu.

Auglýsing

Þurfum að flytja inn ef við fram­leiðum ekki

Að mati Haf­steins og Jóns Heið­ars blasir það við að flytja þurfi inn erlent raf­elds­neyti á næstu árum til að ná mark­miðum um orku­skipti hér á landi, tak­ist Íslend­ingum ekki að hefja fram­leiðslu á því með hag­kvæmum hætti. Því telja þeir mik­il­vægt að und­ir­búa inn­viði og reglu­verk hér­lendis til þess að greiða fyrir sam­keppn­is­hæfri raf­elds­neyt­is­fram­leiðslu inn­an­lands.

Höf­und­arnir segja að hag­kvæm fram­leiðsla á raf­elds­neyti, til dæmis með beislun vind­orku, geti haft jákvæð áhrif á þjóð­ar­bú­ið. Auk þess gæti fram­leiðsla umfram eigin notkun lækkað raf­orku­verð hér­lend­is, en með sam­keppn­is­hæfu orku­verði ætti að vera hægt að flytja út hreint elds­neyti til ann­arra landa. Við þetta bæta þeir að fram­leiðslan varði einnig sjálf­bærni Íslands og orku- og mat­væla­ör­yggi þjóð­ar­innar til fram­búð­ar.

Vind­orkan mögu­legur val­kostur

Haf­steinn og Jón Heiðar nefna beislun vind­orkunnar sem eina mögu­lega leið til að auka fram­leiðslu á raf­elds­neyti hér­lend­is. Sam­kvæmt þeim er slík fram­leiðsla hag­kvæm, auk þess sem fram­kvæmdir við bygg­ingu vind­orku­garða séu að mestu leyti aft­ur­kræfar og að nýt­ingin fari vel með flestum land­bún­aði.

Þar að auki segja höf­und­arnir að hægt yrði að orku­fram­leiðslan gæti orðið tölu­verð með þessum hætti, en sam­kvæmt þeim gæti vind­orku­garður á um 105 fer­kíló­metra svæði fram­leitt um það bil helm­ing af núver­andi orku­fram­leiðslu lands­ins.

Hægt er að lesa grein Haf­steins og Jóns Heið­ars í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent