Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu

Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.

Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Auglýsing

Þær eru allt frá því að vera tán­ingar og komnar yfir sex­tugt, kon­urnar sem fundið hafa fyrir óvenju­legum blæð­ingum eftir að þær voru bólu­settar gegn COVID-19. Sam­tals hafa til­kynn­ingar um 804 þeirra ratað til Lyfja­stofn­un­ar. Þeim hefur því fjölgað um allt að 200 frá því í byrjun mán­að­ar­ins.

Sárs­auka­fullar tíðir

Lang­flestar til­kynn­ing­arnar snúa að röskun á tíða­hring sem er með þeim hætti að tíða­hringur var í eitt skipti annað hvort styttri eða lengri en vant er en þeirrar rösk­unar hafði ekki orðið vart aft­ur, skrifar Lyfja­stofnun í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ef algeng­ustu ein­kennin sem til­kynnt hafa verið eru skoðuð eru það vanda­mál tengd tíða­hring (menstrual dis­order), tíða­þraut­ir/sárs­auka­fullar tíðir vegna sam­drátta í legi (dys­men­orr­hea), miklar blæð­ingar (heavy menstrual bleed­ing), milli­blæð­ingar (intermenstrual bleed­ing) og stytt­ing tíða­hrings (polymen­orr­hoea). Einnig hafa borist til­kynn­ingar vegna blæð­inga kvenna á breyt­inga­skeiði.

Auglýsing

229 til­kynn­ingar snúa að konum á aldr­inum 16-29, 302 að 30-39 ára og 216 eru vegna kvenna á aldr­inum 40-49 ára. Þá hafa 49 til­kynn­ingar borist vegna kvenna á aldr­inum 50-59 ára og ein vegna konu á sjö­tugs­aldri.

Fjöl­margar konur um allan heim hafa upp­lifað þetta sama. Að eftir bólu­setn­ingu hafi tíðir þeirra breyst. Um 35 þús­und konur í Bret­landi hafa til­kynnt slíka rösk­un. Flestar þeirra lýsa meiri verkjum en þær eru vanar og óreglu­legri blæð­ing­um.

Tilkynningar um röskun á tíðahring tengist ekki einu bóluefni frekar en öðru. Mynd: EPA

Í byrjun ágúst til­kynnti Lyfja­stofnun um upp­haf rann­sóknar „á til­kynn­ingum vegna gruns um röskun á tíða­hring í kjöl­far bólu­setn­ingar gegn COVID-19“, í sam­starfi við land­lækni og sótt­varna­lækni. Þá hafði nokkrum sinnum verið fjallað um málið í fjöl­miðlum og konur stigið fram og m.a. lýst miklum blæð­ing­um, jafn­vel í nokkrar vik­ur, eftir að hafa fengið bólu­setn­ingu.

Sú rann­sókn stendur enn yfir en nið­ur­staðna er að vænta á næstu dög­um.

Kon­urnar ekki teknar í lækn­is­skoðun

Við rann­sókn­ina var ákveðið að rann­saka nokkur valin til­felli sem til­kynnt hafa verið Lyfja­stofn­un: Blæð­ingar eftir tíða­hvörf, alvar­legar til­kynn­ingar og langvar­andi ein­kenni, þ.e. blæð­ingar í meira en þrjár vik­ur. Meðal ann­ars er verið að skoða hvort lík­legt sé að orsaka­sam­hengi sé á milli til­fell­anna og bólu­setn­ing­ar. Það er gert með því að skoða fyr­ir­liggj­andi gögn um þá sem upp­lifðu valin ein­kenni. Hringt er í við­kom­andi og leyfis aflað til að skoða upp­lýs­ingar í sjúkra­skrám um sjúk­dóms­sögu, nýlegar fyr­ir­liggj­andi nið­ur­stöður blóðprufa þar sem það á við, sam­hliða notkun ann­arra lyfja o.s.frv. Við rann­sókn­ina var ekki talið nauð­syn­legt að kalla þá sem um ræðir til sér­stakrar lækn­is­skoð­un­ar.

Ef orsaka­sam­band er talið lík­legt milli til­fell­anna og áhrifa á tíða­hring verða sér­fræð­ing­arnir beðnir um að leggja mat á mögu­legar ástæður (e. mechan­ism). Einnig er lagt upp með að setja saman ráð­legg­ingar fyrir konur og heil­brigð­is­starfs­fólk.

Ekki enn sýnt fram á orsaka­sam­band

„Að svo stöddu hefur ekki verið sýnt fram á orsaka­sam­band milli bólu­setn­ingar og rösk­unar á tíða­hring,“ segir í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað erlendar rann­sóknir hafa sýnt hvað þetta varð­ar, þar sem nið­ur­staða þeirrar íslensku liggur ekki fyr­ir.

Í grein sem birt­ist í vik­unni í BMJ segir að til­kynn­ing­arn­ar, sem skipti eins og áður segi tug­þús­undum í Bret­landi, teng­ist ekki einu bólu­efni frekar en öðru. Ekk­ert bendi til að tíða­röskun hefði langvar­andi áhrif á frjó­semi og að mán­uði eftir að finna fyrir ein­kennum séu flestar kon­urnar búnar að jafna sig.

Auglýsing

Í umfjöllun The Tel­egraph um grein BMJ (Brit­ish Med­ical Journal) kemur fram að mögu­legum áhrifum bólu­setn­ingar á tíða­hring kvenna hafi lít­ill gaumur verið gef­inn fyrst í stað. Í þeim klínísku rann­sóknum sem fram fóru áður en bólu­efnin fengu mark­aðs­leyfi, þar sem marg­vís­legar auka­verk­anir voru rann­sak­aðar og skráð­ar, voru áhrif á blæð­ingar kvenna ekki rann­sökuð sér­stak­lega. Þess vegna var röskun á tíða­hring ekki skráð sem auka­verkun þegar konur fóru að til­kynna um slíkt og eru það ekki enn. „Þetta er bara til­viljun – var okkur sag­t,“ skrifar Caroline Cri­ado-Per­ez, pistla­höf­undur Tel­egraph, „að óreglu­legar blæð­ingar séu algengt vanda­mál hjá kon­um“.

Í grein BMJ segir að þrátt fyrir að trufl­anir á tíða­hring séu í flestum til­fellum ekki langvar­andi þurfi að rann­saka ræki­lega hver orsökin sé. „Tregða til bólu­setn­inga meðal ungra kvenna má að miklu leyti rekja til falskra stað­hæf­inga um að bólu­efni gegn COVID-19 geti haft áhrif á frjó­semi þeirra í fram­tíð­inni. Verði orsakir rösk­unar á tíða­hring ekki rann­sak­aðar ítar­lega mun það ýta undir frek­ari ótta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent