Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu

Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.

Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Auglýsing

Þær eru allt frá því að vera tán­ingar og komnar yfir sex­tugt, kon­urnar sem fundið hafa fyrir óvenju­legum blæð­ingum eftir að þær voru bólu­settar gegn COVID-19. Sam­tals hafa til­kynn­ingar um 804 þeirra ratað til Lyfja­stofn­un­ar. Þeim hefur því fjölgað um allt að 200 frá því í byrjun mán­að­ar­ins.

Sárs­auka­fullar tíðir

Lang­flestar til­kynn­ing­arnar snúa að röskun á tíða­hring sem er með þeim hætti að tíða­hringur var í eitt skipti annað hvort styttri eða lengri en vant er en þeirrar rösk­unar hafði ekki orðið vart aft­ur, skrifar Lyfja­stofnun í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ef algeng­ustu ein­kennin sem til­kynnt hafa verið eru skoðuð eru það vanda­mál tengd tíða­hring (menstrual dis­order), tíða­þraut­ir/sárs­auka­fullar tíðir vegna sam­drátta í legi (dys­men­orr­hea), miklar blæð­ingar (heavy menstrual bleed­ing), milli­blæð­ingar (intermenstrual bleed­ing) og stytt­ing tíða­hrings (polymen­orr­hoea). Einnig hafa borist til­kynn­ingar vegna blæð­inga kvenna á breyt­inga­skeiði.

Auglýsing

229 til­kynn­ingar snúa að konum á aldr­inum 16-29, 302 að 30-39 ára og 216 eru vegna kvenna á aldr­inum 40-49 ára. Þá hafa 49 til­kynn­ingar borist vegna kvenna á aldr­inum 50-59 ára og ein vegna konu á sjö­tugs­aldri.

Fjöl­margar konur um allan heim hafa upp­lifað þetta sama. Að eftir bólu­setn­ingu hafi tíðir þeirra breyst. Um 35 þús­und konur í Bret­landi hafa til­kynnt slíka rösk­un. Flestar þeirra lýsa meiri verkjum en þær eru vanar og óreglu­legri blæð­ing­um.

Tilkynningar um röskun á tíðahring tengist ekki einu bóluefni frekar en öðru. Mynd: EPA

Í byrjun ágúst til­kynnti Lyfja­stofnun um upp­haf rann­sóknar „á til­kynn­ingum vegna gruns um röskun á tíða­hring í kjöl­far bólu­setn­ingar gegn COVID-19“, í sam­starfi við land­lækni og sótt­varna­lækni. Þá hafði nokkrum sinnum verið fjallað um málið í fjöl­miðlum og konur stigið fram og m.a. lýst miklum blæð­ing­um, jafn­vel í nokkrar vik­ur, eftir að hafa fengið bólu­setn­ingu.

Sú rann­sókn stendur enn yfir en nið­ur­staðna er að vænta á næstu dög­um.

Kon­urnar ekki teknar í lækn­is­skoðun

Við rann­sókn­ina var ákveðið að rann­saka nokkur valin til­felli sem til­kynnt hafa verið Lyfja­stofn­un: Blæð­ingar eftir tíða­hvörf, alvar­legar til­kynn­ingar og langvar­andi ein­kenni, þ.e. blæð­ingar í meira en þrjár vik­ur. Meðal ann­ars er verið að skoða hvort lík­legt sé að orsaka­sam­hengi sé á milli til­fell­anna og bólu­setn­ing­ar. Það er gert með því að skoða fyr­ir­liggj­andi gögn um þá sem upp­lifðu valin ein­kenni. Hringt er í við­kom­andi og leyfis aflað til að skoða upp­lýs­ingar í sjúkra­skrám um sjúk­dóms­sögu, nýlegar fyr­ir­liggj­andi nið­ur­stöður blóðprufa þar sem það á við, sam­hliða notkun ann­arra lyfja o.s.frv. Við rann­sókn­ina var ekki talið nauð­syn­legt að kalla þá sem um ræðir til sér­stakrar lækn­is­skoð­un­ar.

Ef orsaka­sam­band er talið lík­legt milli til­fell­anna og áhrifa á tíða­hring verða sér­fræð­ing­arnir beðnir um að leggja mat á mögu­legar ástæður (e. mechan­ism). Einnig er lagt upp með að setja saman ráð­legg­ingar fyrir konur og heil­brigð­is­starfs­fólk.

Ekki enn sýnt fram á orsaka­sam­band

„Að svo stöddu hefur ekki verið sýnt fram á orsaka­sam­band milli bólu­setn­ingar og rösk­unar á tíða­hring,“ segir í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað erlendar rann­sóknir hafa sýnt hvað þetta varð­ar, þar sem nið­ur­staða þeirrar íslensku liggur ekki fyr­ir.

Í grein sem birt­ist í vik­unni í BMJ segir að til­kynn­ing­arn­ar, sem skipti eins og áður segi tug­þús­undum í Bret­landi, teng­ist ekki einu bólu­efni frekar en öðru. Ekk­ert bendi til að tíða­röskun hefði langvar­andi áhrif á frjó­semi og að mán­uði eftir að finna fyrir ein­kennum séu flestar kon­urnar búnar að jafna sig.

Auglýsing

Í umfjöllun The Tel­egraph um grein BMJ (Brit­ish Med­ical Journal) kemur fram að mögu­legum áhrifum bólu­setn­ingar á tíða­hring kvenna hafi lít­ill gaumur verið gef­inn fyrst í stað. Í þeim klínísku rann­sóknum sem fram fóru áður en bólu­efnin fengu mark­aðs­leyfi, þar sem marg­vís­legar auka­verk­anir voru rann­sak­aðar og skráð­ar, voru áhrif á blæð­ingar kvenna ekki rann­sökuð sér­stak­lega. Þess vegna var röskun á tíða­hring ekki skráð sem auka­verkun þegar konur fóru að til­kynna um slíkt og eru það ekki enn. „Þetta er bara til­viljun – var okkur sag­t,“ skrifar Caroline Cri­ado-Per­ez, pistla­höf­undur Tel­egraph, „að óreglu­legar blæð­ingar séu algengt vanda­mál hjá kon­um“.

Í grein BMJ segir að þrátt fyrir að trufl­anir á tíða­hring séu í flestum til­fellum ekki langvar­andi þurfi að rann­saka ræki­lega hver orsökin sé. „Tregða til bólu­setn­inga meðal ungra kvenna má að miklu leyti rekja til falskra stað­hæf­inga um að bólu­efni gegn COVID-19 geti haft áhrif á frjó­semi þeirra í fram­tíð­inni. Verði orsakir rösk­unar á tíða­hring ekki rann­sak­aðar ítar­lega mun það ýta undir frek­ari ótta.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent