Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma

Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.

Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Auglýsing

Eftir hverja hita­bylgj­una á fætur annarri í sumar og mikla þurrka fór loks að rigna í Frakk­landi á þriðju­dags­kvöld. Og það rignir enn. Svo mikil var rign­ingin að í gær flæddi um gólf neð­an­jarð­ar­lest­ar­stöðva Par­ís­ar­borg­ar. „Þetta var óhugn­an­leg­t,“ lýsir einn far­þeg­inn því þegar flóð­bylgja flæddi niður stiga bið­stöðv­ar­innar og hann stóð allt í einu í vatni upp að ökkl­um. Franska veð­ur­stofan segir að á einni klukku­stund hafi fallið úrkoma sem búast hefði mátt við á einum mán­uði.

Í dag og næstu daga eru í gildi app­el­sínugular veð­ur­við­var­anir vegna rign­ing­anna á mörgum svæðum í Frakk­landi. Þrumu­veður og úrkoma í bæði formi regns og hagléls er því áfram að vænta.

Auglýsing

Rign­ing­ar­veðrið skall á með nokkrum ofsa á þriðju­dags­kvöld­ið. Vissu­lega voru drop­arnir kær­komn­ir. Gróður hefur skrælnað og vatns­ból þornað upp vegna óvenju mik­illar þurrka­tíðar í sum­ar. En þetta var steypiregn og vatnið óx og óx. Þetta olli því að sam­göngur fóru úr skorðum því hol­ræsa­kerfi Par­ísar og víðar höfðu ekki und­an. Stórir pollar og lækir mynd­uð­ust á götum og ollu umferð­ar­teppu.

Nokkrar neð­an­jarð­ar­lest­ar­stöðvar urðu að loka inn­göngum sínum um hríð vegna veð­urs­ins. Í gær, mið­viku­dag, voru allar sam­göngur komnar í samt horf og það lítur út fyrir að engar skemmdir hafi orðið á innvið­um.

Slökkvilið berst við skógarelda í suðvesturhluta Frakklands í júlí. Mynd: EPA

Í suð­ur­hluta Frakk­lands hefur storm­viðri geisað og fór vindur í nágrenni Marseille upp í 40 metra á sek­úndu í hvið­um. Veð­ur­stöðin á Eif­fel-­turn­inum sýndi yfir 20 metra á sek­úndu. Yfir­borð árinnar Signu hækk­aði um 35 sentí­metra á um sól­ar­hring.

Franska veð­ur­stofan varar við áfram­hald­andi storm­viðri með mik­illi úrkomu það sem eftir er vik­unn­ar.

Miklir gróð­ur­eldar hafa fylgt þurrkum og hitum sum­ars­ins og talið er að allt að 700 þús­und hektrar lands hafi brunn­ið. Síð­ustu fimmtán ár er árs­með­al­talið um 190 þús­und hektr­ar. Svæðið sem hefur brunnið jafn­ast á við um fimmt­ung allrar Belg­íu. Mestir hafa eld­arnir verið á Spáni. Þar hafa rúm­lega 265 þús­und hektrar lands brunn­ið. Í Frakk­landi hafa brunnið að minnsta kosti 62 þús­und hektrar en árs­meðal síð­ustu ára er í kringum 60 þús­und.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent