Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna

Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.

Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Auglýsing

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, var með 5,6 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun á síð­asta ári. Tekjur hans hækk­uðu lít­il­lega á milli ára. Davíð fær ekki bara laun fyrir rit­stjóra­störf heldur líka eft­ir­laun sem ráð­herra, þing­maður og seðla­banka­stjóri.

Eft­ir­laun Dav­íðs fyrir þing­manna- og ráð­herra­störf eru 80 pró­sent af launum for­sæt­is­ráð­herra en eftir nýlega launa­hækkun hennar fær Katrín Jak­obs­dóttir 2.470 þús­und krónur á mán­uði í grunn­laun. Miðað við laun for­sæt­is­ráð­herra í fyrra hefur Davíð fengið tæp­lega 1,9 milljón króna í eft­ir­laun vegna þing­manna- og ráð­herra­starfa á árinu 2021. Davíð varð 74 ára í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Þetta kemur fram í Tekju­blaði Frjálsrar versl­unar sem kom út í dag þar sem farið er yfir tekjur um fjögur þús­und Íslend­inga á síð­asta ári. 

Per­sónu­lega gjald­þrota en með 4,5 millj­ónir á mán­uði

Í öðru sæti á lista yfir tekju­hæstu fjöl­miðla­menn­ina er Björn Ingi Hrafns­son, sem rit­stýrir vefnum Vilj­an­um. Björn Ingi er sagður hafa verið með tæp­lega 4,5 millj­ónir króna á mán­uði í laun í fyrra, en hann varð per­sónu­lega gjald­þrota fyrr á þessu ári vegna mála sem tengd­ust fjöl­miðla­rekstri hans þrettán árin á und­an. Vilj­inn.is hefur ekki verið upp­færður frá því í jún­í. 

Auglýsing
Í þriðja sæti er hinn rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Har­aldur Johann­essen, en hann gegnir líka stöðu fram­kvæmda­stjóra útgáfu­fé­lags­ins. Mán­að­ar­laun hans voru rúm­lega 3,4 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. 

Logi Berg­mann Eiðs­son, sem starf­aði síð­ast á útvarps­sviði Árvak­urs við gerð Síð­deg­is­þátt­ar­ins á K100, er svo í fjórða sæti með 2,9 millj­ónir króna á mán­uði en hann hefur verið í leyfi frá störfum frá því í jan­úar 2022 eftir að hafa verið ásak­aður um kyn­ferð­is­brot. Logi hefur ávallt stað­fast­lega neitað sök.

Þór­hallur Gunn­ars­son, sem er fram­kvæma­stjóri miðla Sýn­ar, er í fimmta sæti yfir launa­hæsta fjöl­miðla­fólkið með tæp­lega 2,3 millj­ónir króna. 

Tólf hjá RÚV með meira en milljón

Líkt og í fyrra eru tólf starfs­menn RÚV með yfir eina milljón króna á mán­uði í laun og sá þrett­ándi var með 998 þús­und krónur í laun. Bogi Ágústs­son frétta­maður er launa­hæsti frétta­maður rík­is­fjöl­mið­ils­ins með tæp­lega 2,1 milljón króna á mán­uði. Bogi er orð­inn sjö­tugur og því nær öruggt að hluti launa hans sé til­kom­inn vegna töku eft­ir­launa. 

Næst í röð­inni er Sig­ríður Haga­lín Björns­dótt­ir, vara­f­rétta­stjóri RÚV, með um 1,5 millj­ónir króna á mán­uði. Sig­ríður er far­sæll rit­höf­undur og hefur tekjur af bóka­út­gáfu, hér heima og erlend­is, til við­bótar við það sem hún fær greitt fyrir störf sín hjá RÚV. 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri RÚV, er svo í þriðja sæti yfir starfs­menn rík­is­fjöl­mið­ils­ins með rúm­lega 1,3 millj­ónir króna á mán­uð­i. 

Góð laun upp­lýs­inga­full­trúa

Nokkrir upp­lýs­inga­full­trúar sem áður störf­uðu í stétt fjöl­miðla­manna kom­ast einnig inn á lista Frjálsrar fjöl­miðl­unnar um launa­hæstu fjöl­miðla­menn­ina, þótt veru þeirra í þeirri starfs­stétt sé lok­ið, að minnsta kosti í bili.

Þar ber fyrst að nefna Láru Ómars­dótt­ur, sem yfir­gaf RÚV snemma á síð­asta ári til að ger­ast sam­skipta­stjóri hjá Aztiq Fjár­fest­ingum (sem nú heiti Flóki Invest) og stýrt er af Róberti Wessm­an. Þar kemur hún meðal ann­ars að miðlun upp­lýs­inga fyrir syst­ur­fyr­ir­tækin Alvogen og Alvot­ech sem Róbert og við­skipta­fé­lagar hans stýra einnig og eiga stóran hlut í. Lára var með 2,2 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra að með­al­tali.

Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, sem starf­aði sem blaða­maður um ára­bil, er einnig ofar­lega á lista en hún hefur und­an­farin ár starfað sem upp­lýs­inga­full­trúi Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Hún er með tæp­lega 1,7 millj­ónir króna á mán­uði í laun.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent