Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik

Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.

Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Auglýsing

Lista­verk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar sem fjar­lægt var af gafli Hafn­ar­borgar í byrjun mán­að­ar­ins er komið aftur á sinn stað á gafli húss­ins. Í sam­tali við Kjarn­ann segir tvíeykið að ef til vill hafi þrýst­ingur á bæj­ar­yf­ir­völd orðið þess vald­andi að leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins að nýju hafi verið veitt.

Að sögn tvíeyk­is­ins liggur ekki ljóst fyrir hvað gerði úts­lagið í bar­áttu þeirra fyrir því að fá verkið aftur upp en yfir­lýs­ingar frá Banda­lagi íslenskra lista­manna (BÍL) og ICOM, alþjóða­ráði safna hafa ef til vill haft eitt­hvað að segja. „Það var komin yfir­lýs­ing frá ICOM og frá BÍL þar sem SÍM (Sam­band íslenskra mynd­list­ar­manna) er nátt­úr­lega með og Mynd­stef var á leið­inni og svo kom yfir­lýs­ing frá list­ráði Hafn­ar­borgar sem var mjög mik­il­væg. Þau voru bara algjör­lega á sömu línu og BÍL og ICOM. Ég veit ekki hvað, þau hafa fundið fyrir þrýst­ingnum held ég og orðið að sjá að sér,“ segir Ólaf­ur.

Lista­verk þeirra Libiu og Ólafs, upp­stækkun af miða sem fylltur var út af þátt­tak­enda þjóð­fund­ar­ins 2010, var sett upp föstu­dag­inn 30. mars. Aðdrag­and­inn að því hafði verið lang­ur. For­stöðu­maður Hafn­ar­borgar hafði sótt um form­legt leyfi haustið 2020 en lítið gekk. Libia og Ólafur ákváðu því að sækja leyfið sjálf og það fengu þau frá sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs og umsjón­ar­manni fast­eigna.

Auglýsing

Tveimur dögum eftir að verk­inu var komið fyrir á gafli húss­ins var það svo tekið niður að fyr­ir­skipan Rósu Guð­bjarts­dóttur bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar. Skortur á við­eig­andi leyfum var skýr­ingin sem Rósa og bæj­ar­yf­ir­völd gáfu fyrir nið­ur­töku verks­ins.

Stóð alltaf til að setja upp verk

Lista­menn­irnir segja að frá upp­hafi hafi verk eftir þau átt að fara á gafl húss­ins, það sé venjan á sýn­ingum þeirra víða um heim auk þess sem þau höfðu skilað inn til­lögum að upp­setn­ingu áður en sýn­ingin opn­aði.

„Þetta sner­ist alltaf bara um að það færi ekki verk út á gafl húss­ins frá þessu verk­efni. Enda voru það fyrstu við­brögð for­stöðu­manns Hafn­ar­borg­ar, hún sagði: „Bæj­ar­stjórnin verður ekki hrifin af þessu,“ þegar við kynntum að við ætl­uðum að setja verk út á gafl húss­ins,“ segir Ólaf­ur.

Málið var tekið fyrir bæði á bæj­ar­ráðs­fundi sem og á bæj­ar­stjórn­ar­fundi. Á bæj­ar­ráðs­fund­inum var til­laga sam­þykkt um að verk­inu yrði fund­inn nýr staður og því komið upp frístand­andi í grennd safns­ins. Það er nokkuð á skjön við hefð­bundnar vinnu­að­ferðir Libiu og Ólafs en á sýn­ingum þeirra teygja verkin sig iðu­lega út fyrir veggi lista­safna og utan á þau.

Í lið­inni viku fékkst aftur á móti leyfi frá bygg­ing­ar­full­trúa fyrir því að verkið yrði sett aftur upp á gafl húss­ins. Það er því komið upp á nýjan leik.

Mál­inu ekki lokið

Mál­inu er þó enn ekki lokið en Ólafur segir list­ráð Hafn­ar­borgar eiga eftir að koma saman og fara yfir nið­ur­stöð­urn­ar. Að hans sögn ríkir óánægja innan list­ráðs­ins með nýja ferla sem inn­leiddir hafa verið í kjöl­far máls­ins, ferla sem hafa með upp­setn­ingu lista­verka í almanna­rými.

„Nú á að setja þetta í ein­hver skýr­ari ferli og það hljómar eins og það eigi að setja hömlur á list í almenn­ings­rými á og í kringum hafn­ar­borg. Jafn­vel bara almennt. Það hljómar ekki eins og það eigi að vinna fyrir list­ina og setja skýrar reglur svo að yfir­völd fari ekki að skipta sér af,“ segir Ólaf­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent