Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik

Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.

Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Auglýsing

Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar sem fjarlægt var af gafli Hafnarborgar í byrjun mánaðarins er komið aftur á sinn stað á gafli hússins. Í samtali við Kjarnann segir tvíeykið að ef til vill hafi þrýstingur á bæjaryfirvöld orðið þess valdandi að leyfi fyrir uppsetningu verksins að nýju hafi verið veitt.

Að sögn tvíeykisins liggur ekki ljóst fyrir hvað gerði útslagið í baráttu þeirra fyrir því að fá verkið aftur upp en yfirlýsingar frá Bandalagi íslenskra listamanna (BÍL) og ICOM, alþjóðaráði safna hafa ef til vill haft eitthvað að segja. „Það var komin yfirlýsing frá ICOM og frá BÍL þar sem SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) er náttúrlega með og Myndstef var á leiðinni og svo kom yfirlýsing frá listráði Hafnarborgar sem var mjög mikilvæg. Þau voru bara algjörlega á sömu línu og BÍL og ICOM. Ég veit ekki hvað, þau hafa fundið fyrir þrýstingnum held ég og orðið að sjá að sér,“ segir Ólafur.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs, uppstækkun af miða sem fylltur var út af þátttakenda þjóðfundarins 2010, var sett upp föstudaginn 30. mars. Aðdragandinn að því hafði verið langur. Forstöðumaður Hafnarborgar hafði sótt um formlegt leyfi haustið 2020 en lítið gekk. Libia og Ólafur ákváðu því að sækja leyfið sjálf og það fengu þau frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og umsjónarmanni fasteigna.

Auglýsing

Tveimur dögum eftir að verkinu var komið fyrir á gafli hússins var það svo tekið niður að fyrirskipan Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Skortur á viðeigandi leyfum var skýringin sem Rósa og bæjaryfirvöld gáfu fyrir niðurtöku verksins.

Stóð alltaf til að setja upp verk

Listamennirnir segja að frá upphafi hafi verk eftir þau átt að fara á gafl hússins, það sé venjan á sýningum þeirra víða um heim auk þess sem þau höfðu skilað inn tillögum að uppsetningu áður en sýningin opnaði.

„Þetta snerist alltaf bara um að það færi ekki verk út á gafl hússins frá þessu verkefni. Enda voru það fyrstu viðbrögð forstöðumanns Hafnarborgar, hún sagði: „Bæjarstjórnin verður ekki hrifin af þessu,“ þegar við kynntum að við ætluðum að setja verk út á gafl hússins,“ segir Ólafur.

Málið var tekið fyrir bæði á bæjarráðsfundi sem og á bæjarstjórnarfundi. Á bæjarráðsfundinum var tillaga samþykkt um að verkinu yrði fundinn nýr staður og því komið upp frístandandi í grennd safnsins. Það er nokkuð á skjön við hefðbundnar vinnuaðferðir Libiu og Ólafs en á sýningum þeirra teygja verkin sig iðulega út fyrir veggi listasafna og utan á þau.

Í liðinni viku fékkst aftur á móti leyfi frá byggingarfulltrúa fyrir því að verkið yrði sett aftur upp á gafl hússins. Það er því komið upp á nýjan leik.

Málinu ekki lokið

Málinu er þó enn ekki lokið en Ólafur segir listráð Hafnarborgar eiga eftir að koma saman og fara yfir niðurstöðurnar. Að hans sögn ríkir óánægja innan listráðsins með nýja ferla sem innleiddir hafa verið í kjölfar málsins, ferla sem hafa með uppsetningu listaverka í almannarými.

„Nú á að setja þetta í einhver skýrari ferli og það hljómar eins og það eigi að setja hömlur á list í almenningsrými á og í kringum hafnarborg. Jafnvel bara almennt. Það hljómar ekki eins og það eigi að vinna fyrir listina og setja skýrar reglur svo að yfirvöld fari ekki að skipta sér af,“ segir Ólafur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent