Brýna fyrir bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að kynna sér siðareglur og virða þær

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna segir inngrip bæjarstjóra vekja áleitnar spurningar um sjálfstæði safna. Það sem gerðist í Hafnarborg sé „hvorki í samræmi við siðareglur né safnalög, og telst vera óeðlileg afskipti af stjórnun safns,“ segir í ályktun.

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á gafli Hafnarborgar á meðan það hékk þar.
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á gafli Hafnarborgar á meðan það hékk þar.
Auglýsing

Stjórn Íslands­deildar ICOM, alþjóða­ráðs safna, brýnir fyrir bæj­ar­yf­ir­völdum í Hafn­ar­firði að kynna sér siða­reglur ICOM og virða þær í hví­vetna. Þetta kemur fram í ályktun frá Íslands­deild ICOM sem stjórn deild­ar­innar sendi frá sér í dag. Í álykt­un­inni kemur fram að Hafn­ar­borg sé við­ur­kennt safn sam­kvæmt safna­lögum en í tíundu grein lag­anna kemur fram að skil­yrði fyrir við­ur­kenn­ingu safns er að safn starfi í sam­ræmi við siða­reglur ICOM.

Ástæða álykt­un­ar­innar er sú að lista­verk lista­mannatvíeyk­is­ins Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar var fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar að fyr­ir­skipun bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um. Verkið er hluti af yfir­stand­andi sýn­ingu þeirra í safn­inu, Töfra­fundur - ára­tug síðar. Í ályktun Íslands­deildar ICOM segir að í kjöl­far þessa atburðar vakni áleitnar spurn­ingar um sjálf­stæði safna.

Fram kemur í álykt­un­inni að henni sé beint til bæj­ar­yf­ir­valda í Hafn­ar­firði sem eig­enda og ábyrgð­ar­að­ila safns­ins. Í siða­reglum komi fram að yfir­stjórn safns skuli aldrei fara fram á að starfs­fólk safns geri neitt það sem talið er að stríði gegn siða­reglum ICOM.

Auglýsing

„Þá vill stjórn Íslands­deildar ICOM árétta að for­stöðu­maður ber beina ábyrgð gagn­vart yfir­stjórn safns­ins. Inn­grip yfir­stjórnar í starf­semi safns af því tagi sem hér hefur átt sér stað er því hvorki í sam­ræmi við siða­reglur né safna­lög, og telst vera óeðli­leg afskipti af stjórnun safns,“ segir í álykt­un­inni. Sem eig­andi Hafn­ar­borgar verði Hafn­ar­fjarð­ar­bær að tryggja að starf­semi safns­ins end­ur­spegli fag­lega ábyrgð eins og kveðið er á um í siða­reglum ICOM og lög­um.

Málið tekið fyrir á bæj­ar­ráðs­fundi

Lista­verk­inu sem um ræðir var komið fyrir á gafli Hafn­ar­borgar föstu­dag­inn 30. mars eftir að lista­menn­irnir Libia og Ólafur höfðu útvegað sér munn­legs leyfis fyrir upp­setn­ingu verks­ins hjá þar til bærum emb­ætt­is­manni. Tveimur dögum síð­ar, að morgni sunnu­dags, var verkið svo fjar­lægt að beiðni bæj­ar­stjór­ans. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði lista­mannatvíeykið það „stórfurðu­legt og alvar­legt að bæj­ar­stjóri sjái sig knú­inn til að grípa inn í með þessum drastíska hætt­i.“

Málið var tekið fyrir á bæj­ar­ráðs­fundi í síð­ustu viku þar sem full­trúar minni­hlut­ans gerðu alvar­legar athuga­semdir við það sem þau köll­uðu rit­skoðun bæj­ar­stjór­ans og lögðu það til að verkið yrði sett aftur upp svo til taf­ar­laust og lista­menn­irnir beðnir afsök­un­ar. Til­lagan var felld og til­laga meiri­hlut­ans sam­þykkt um að tvíeykið skyldi sækja form­lega um leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins.

Í bókun sinni á fund­inum vís­aði Rósa Guð­bjarts­dóttir því alfarið á bug að um rit­skoðun væri að ræða, verkið hefði verið sett upp í leyf­is­leysi og þar við sæti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent