Bandalag íslenskra listamanna og listráð Hafnarborgar gagnrýna afskipti bæjarstjóra

BÍL kallar eftir fjarlægð milli pólitískra valdhafa frá listrænum ákvörðunum. Listráð Hafnarborgar segir niðurtöku listaverks „óforsvaranlegt inngrip í listræna starfsemi safnsins.“ Löng umræða um málið fór fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.

Hafnarborg - Libia og Ólafur.jpg
Auglýsing

Inn­grip stjórn­valda í sýn­ingu Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar í Hafn­ar­borg er rit­skoðun að mati Banda­lags íslenskra lista­manna (BÍL). „Það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að ákvörðun um að láta fjar­lægja hluta sýn­ing­ar­innar af vegg safns­ins er for­dæma­laus ákvörðun og verður ekki slitin úr sam­hengi við eðli og form sýn­ing­ar­inn­ar, allar eftir á skýr­ingar um leyf­is­veit­ingar eru hefð­bundið yfir­klór og tækni­legar aðfinnslur til að rétt­læta þá rit­skoð­un,“ segir í yfir­lýs­inguá vef BÍL.

Í yfir­lýs­ing­unni lýsir BÍL furðu sinni á þeim atburðum sem hafa átt sér stað í tengslum við sýn­ingu lista­mannatvíeyk­is­ins í Hafn­ar­borg. Hafn­ar­borg sé við­ur­kennt safn sam­kvæmt safna­lögum og beri því að starfa sam­kvæmt þeim sem og siða­reglum ICOM, alþjóða­ráðs safna. BÍL segir inn­grip og afskipti stjórn­valda af sýn­ing­unni ganga á svig við þær siða­reglur og meg­in­reglu stjórn­sýslu menn­ing­ar­mála, að „við­hafa fjar­lægð póli­tískra vald­hafa frá list­rænum ákvörð­unum í rekstri safna og menn­ing­ar­stofn­anna.“

List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir afskipti stjórn­mála­manna

Þá sendi list­ráð Hafn­ar­borgar einnig frá sér yfir­lýs­ingu í gær. Í henni kemur fram að list­ráðið telji nið­ur­töku verks­ins „ófor­svar­an­legt inn­grip í list­ræna starf­semi safns­ins og það setji gott orð­spor og heiður safns­ins í alvar­legt upp­nám.“

Auglýsing

List­ráðið segir afskipti bæj­ar­stjóra afar var­huga­verð og að það muni skaða list­rænt frelsi safns­ins auk þess sem list­ráðið for­dæmir afskipti póli­tík­ur­inn­ar.

„List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir öll afskipti stjórn­mála­manna af list­rænni starf­semi safns­ins, hvort sem það varðar val á lista­mönnum og lista­verk­um, upp­setn­ingu verka, útfærslu eða tíma­bundna stað­setn­ingu þeirra, innan dyra sem og utan,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Það kallar eftir því að nið­ur­takan verði aft­ur­kölluð og verk­inu komið fyrir á sama stað og það var.

Löng umræða um málið í bæj­ar­stjórn

Löng umræða um málið fór fram á fundi bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarðar í gær. Full­trúar minni­hlut­ans köll­uðu eftir afsök­un­ar­beiðni bæj­ar­stjóra á fjar­læg­ingu lista­verks þeirra Libiu og Ólafs. Full­trú­arnir ósk­uðu eftir upp­lýs­ingum um aðdrag­anda þess að verkið var tekið niður auk þess sem þau köll­uðu þetta rit­skoð­un.

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, sagði það af og frá að um rit­skoðun hafi verið að ræða. Öll ummæli í þá átt dæmi sig sjálf. Hún sagði að til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins hafi ekki verið fyrir hendi. Hún sagði starfs­menn bæj­ar­ins hafa leitað mikið af leyf­inu sem talað hefur verið um að lista­menn­irnir hafi feng­ið. „Þetta er munn­legt eitt­hvað á milli fólks sem að við höfum ekki verið áheyr­endur að sem að stöndum í þessu máli. Það dugar ekki í stjórn­sýslu Hafn­ar­fjarð­ar,“ sagði Rósa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent