Bandalag íslenskra listamanna og listráð Hafnarborgar gagnrýna afskipti bæjarstjóra

BÍL kallar eftir fjarlægð milli pólitískra valdhafa frá listrænum ákvörðunum. Listráð Hafnarborgar segir niðurtöku listaverks „óforsvaranlegt inngrip í listræna starfsemi safnsins.“ Löng umræða um málið fór fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.

Hafnarborg - Libia og Ólafur.jpg
Auglýsing

Inn­grip stjórn­valda í sýn­ingu Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar í Hafn­ar­borg er rit­skoðun að mati Banda­lags íslenskra lista­manna (BÍL). „Það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að ákvörðun um að láta fjar­lægja hluta sýn­ing­ar­innar af vegg safns­ins er for­dæma­laus ákvörðun og verður ekki slitin úr sam­hengi við eðli og form sýn­ing­ar­inn­ar, allar eftir á skýr­ingar um leyf­is­veit­ingar eru hefð­bundið yfir­klór og tækni­legar aðfinnslur til að rétt­læta þá rit­skoð­un,“ segir í yfir­lýs­inguá vef BÍL.

Í yfir­lýs­ing­unni lýsir BÍL furðu sinni á þeim atburðum sem hafa átt sér stað í tengslum við sýn­ingu lista­mannatvíeyk­is­ins í Hafn­ar­borg. Hafn­ar­borg sé við­ur­kennt safn sam­kvæmt safna­lögum og beri því að starfa sam­kvæmt þeim sem og siða­reglum ICOM, alþjóða­ráðs safna. BÍL segir inn­grip og afskipti stjórn­valda af sýn­ing­unni ganga á svig við þær siða­reglur og meg­in­reglu stjórn­sýslu menn­ing­ar­mála, að „við­hafa fjar­lægð póli­tískra vald­hafa frá list­rænum ákvörð­unum í rekstri safna og menn­ing­ar­stofn­anna.“

List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir afskipti stjórn­mála­manna

Þá sendi list­ráð Hafn­ar­borgar einnig frá sér yfir­lýs­ingu í gær. Í henni kemur fram að list­ráðið telji nið­ur­töku verks­ins „ófor­svar­an­legt inn­grip í list­ræna starf­semi safns­ins og það setji gott orð­spor og heiður safns­ins í alvar­legt upp­nám.“

Auglýsing

List­ráðið segir afskipti bæj­ar­stjóra afar var­huga­verð og að það muni skaða list­rænt frelsi safns­ins auk þess sem list­ráðið for­dæmir afskipti póli­tík­ur­inn­ar.

„List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir öll afskipti stjórn­mála­manna af list­rænni starf­semi safns­ins, hvort sem það varðar val á lista­mönnum og lista­verk­um, upp­setn­ingu verka, útfærslu eða tíma­bundna stað­setn­ingu þeirra, innan dyra sem og utan,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Það kallar eftir því að nið­ur­takan verði aft­ur­kölluð og verk­inu komið fyrir á sama stað og það var.

Löng umræða um málið í bæj­ar­stjórn

Löng umræða um málið fór fram á fundi bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarðar í gær. Full­trúar minni­hlut­ans köll­uðu eftir afsök­un­ar­beiðni bæj­ar­stjóra á fjar­læg­ingu lista­verks þeirra Libiu og Ólafs. Full­trú­arnir ósk­uðu eftir upp­lýs­ingum um aðdrag­anda þess að verkið var tekið niður auk þess sem þau köll­uðu þetta rit­skoð­un.

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, sagði það af og frá að um rit­skoðun hafi verið að ræða. Öll ummæli í þá átt dæmi sig sjálf. Hún sagði að til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins hafi ekki verið fyrir hendi. Hún sagði starfs­menn bæj­ar­ins hafa leitað mikið af leyf­inu sem talað hefur verið um að lista­menn­irnir hafi feng­ið. „Þetta er munn­legt eitt­hvað á milli fólks sem að við höfum ekki verið áheyr­endur að sem að stöndum í þessu máli. Það dugar ekki í stjórn­sýslu Hafn­ar­fjarð­ar,“ sagði Rósa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent