Bandalag íslenskra listamanna og listráð Hafnarborgar gagnrýna afskipti bæjarstjóra

BÍL kallar eftir fjarlægð milli pólitískra valdhafa frá listrænum ákvörðunum. Listráð Hafnarborgar segir niðurtöku listaverks „óforsvaranlegt inngrip í listræna starfsemi safnsins.“ Löng umræða um málið fór fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær.

Hafnarborg - Libia og Ólafur.jpg
Auglýsing

Inn­grip stjórn­valda í sýn­ingu Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar í Hafn­ar­borg er rit­skoðun að mati Banda­lags íslenskra lista­manna (BÍL). „Það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að ákvörðun um að láta fjar­lægja hluta sýn­ing­ar­innar af vegg safns­ins er for­dæma­laus ákvörðun og verður ekki slitin úr sam­hengi við eðli og form sýn­ing­ar­inn­ar, allar eftir á skýr­ingar um leyf­is­veit­ingar eru hefð­bundið yfir­klór og tækni­legar aðfinnslur til að rétt­læta þá rit­skoð­un,“ segir í yfir­lýs­inguá vef BÍL.

Í yfir­lýs­ing­unni lýsir BÍL furðu sinni á þeim atburðum sem hafa átt sér stað í tengslum við sýn­ingu lista­mannatvíeyk­is­ins í Hafn­ar­borg. Hafn­ar­borg sé við­ur­kennt safn sam­kvæmt safna­lögum og beri því að starfa sam­kvæmt þeim sem og siða­reglum ICOM, alþjóða­ráðs safna. BÍL segir inn­grip og afskipti stjórn­valda af sýn­ing­unni ganga á svig við þær siða­reglur og meg­in­reglu stjórn­sýslu menn­ing­ar­mála, að „við­hafa fjar­lægð póli­tískra vald­hafa frá list­rænum ákvörð­unum í rekstri safna og menn­ing­ar­stofn­anna.“

List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir afskipti stjórn­mála­manna

Þá sendi list­ráð Hafn­ar­borgar einnig frá sér yfir­lýs­ingu í gær. Í henni kemur fram að list­ráðið telji nið­ur­töku verks­ins „ófor­svar­an­legt inn­grip í list­ræna starf­semi safns­ins og það setji gott orð­spor og heiður safns­ins í alvar­legt upp­nám.“

Auglýsing

List­ráðið segir afskipti bæj­ar­stjóra afar var­huga­verð og að það muni skaða list­rænt frelsi safns­ins auk þess sem list­ráðið for­dæmir afskipti póli­tík­ur­inn­ar.

„List­ráð Hafn­ar­borgar for­dæmir öll afskipti stjórn­mála­manna af list­rænni starf­semi safns­ins, hvort sem það varðar val á lista­mönnum og lista­verk­um, upp­setn­ingu verka, útfærslu eða tíma­bundna stað­setn­ingu þeirra, innan dyra sem og utan,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Það kallar eftir því að nið­ur­takan verði aft­ur­kölluð og verk­inu komið fyrir á sama stað og það var.

Löng umræða um málið í bæj­ar­stjórn

Löng umræða um málið fór fram á fundi bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarðar í gær. Full­trúar minni­hlut­ans köll­uðu eftir afsök­un­ar­beiðni bæj­ar­stjóra á fjar­læg­ingu lista­verks þeirra Libiu og Ólafs. Full­trú­arnir ósk­uðu eftir upp­lýs­ingum um aðdrag­anda þess að verkið var tekið niður auk þess sem þau köll­uðu þetta rit­skoð­un.

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri, sagði það af og frá að um rit­skoðun hafi verið að ræða. Öll ummæli í þá átt dæmi sig sjálf. Hún sagði að til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins hafi ekki verið fyrir hendi. Hún sagði starfs­menn bæj­ar­ins hafa leitað mikið af leyf­inu sem talað hefur verið um að lista­menn­irnir hafi feng­ið. „Þetta er munn­legt eitt­hvað á milli fólks sem að við höfum ekki verið áheyr­endur að sem að stöndum í þessu máli. Það dugar ekki í stjórn­sýslu Hafn­ar­fjarð­ar,“ sagði Rósa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent