Ráðast í hópfjármögnun til að halda einu þekktasta kennileiti Bilbao í blóma

Eitt af þekktari verkum í safneign Guggenheim safnsins í Bilbao er tólf metra hár hvolpur sem samanstendur af blómum. Hvolpurinn sem hefur staðið við inngang safnsins í bráðum aldarfjórðung þarfnast nú viðgerða.

Frá heimsókn spænsku konungshjónanna í Guggenheim safnið í Bilbao í júlí í fyrra.
Frá heimsókn spænsku konungshjónanna í Guggenheim safnið í Bilbao í júlí í fyrra.
Auglýsing

Gug­gen­heim safnið í Bil­bao hefur hrint af stað fjár­öflun til þess að fjár­magna við­gerðir á einu fræg­asta lista­verki safns­ins, Hvolpnum eftir Banda­ríska lista­mann­inn Jeff Koons. Hvolp­ur­inn er tólf metra hár skúlp­túr sem sam­anstendur af hinum ýmsu blóma­teg­und­um, til að mynda begón­íum, tóbaks­horn­um, brúð­ar­augum og flauels­blóm­um. Útlit lista­verks­ins tekur reglu­lega breyt­ingum en blómunum er skipt út tvisvar á ári. Lista­verkið er meðal þekkt­ustu kenni­leita borg­ar­innar og það sama má segja um safn­bygg­ing­una sem hönnuð er af Frank Gehry.

Auglýsing

Stefnt er að því að safna 100 þús­und evr­um, tæpri einni og hálfri milljón króna, til þess að hægt sé að ráð­ast í þarfar end­ur­bætur á þeim hluta verks­ins sem alla jafna er fal­inn handan við lit­ríkt blóm­skrúð­ið. Undir blómunum er burð­ar­virki úr stáli auk sér­staks frá­veitu­kerf­is.

„Ysti hluti verks­ins er í frá­bæru ástandi og honum hefur ekk­ert hrak­að,“ er haft eftir Ain­hoa Sanz, yfir­for­verði safns­ins, í umfjöllun The Guar­dian um lista­verk­ið. Engu að síður hefur frá­veitu­kerfi lista­verks­ins farið að leka svo því þarf að skipta út ásamt hluta af stál­inu í grind verks­ins.

Lista­verk og lóð­réttur blóma­garður

Að sögn upp­lýs­inga­full­trúa safns­ins, Begoña Martínez Goyena­ga, er þetta í fyrsta skipti sem safnið aflar fjár­muna með þessum hætti. „Við ákváðum að not­ast við hóp­fjár­mögnun vegna þess að verkið er svo þekkt og dáð, það er mikið ljós­myndað og orðið að tákn­mynd fyrir borg­ina svo við vildum gefa öllum þeim sem elska Hvolp­inn tæki­færi til þess að taka þátt í við­gerð­unum á þessu lista­verki sem jafn­framt er lóð­réttur blóma­garð­ur.“

Blómunum er skipt út tvisvar á ári, á vorin og á haustin. Í fyrrahaust var gríma sett á Hvolpinn. Mynd: EPA

Lista­verkið var fyrst sýnt í borg­inni Kassel í Þýska­landi árið 1992 í tengslum við lista­há­tíð­ina Documenta sem þar er haldin á fimm ára fresti. Verkið var síðan end­ur­reist við höfn­ina í Sydney árið 1995. Solomon R Gug­gen­heim stofn­unin festi loks kaup á verk­inu árið 1997 fyrir safnið í Bil­bao en það opn­aði í októ­ber það sama ár. Síðan þá hefur Hvolp­ur­inn staðið við inn­gang safns­ins og boðið gesti þess vel­komna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent