Í þá tíð... Frelsari heimsins seldur á metfé

Uppboðshaldarinn Christie‘s í New York setti nýtt met nýlega þegar málverk sem talið er eftir Leonardo da Vinci seldist á 450 milljónir Bandaríkjadala. Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem sérfræðingar hafa almennt vottað „nýtt“ da Vinci-verk.

Auglýsing
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.

Einn merkilegasti atburður seinni tíma listasögu átti sér stað nýverið þegar verk eftir Leonardo da Vinci, Salvator Mundi (Frelsari heimsins) var selt á uppboði fyrir 400 milljónir Bandaríkjadala, rúma 42 milljarða króna, sem er meira en nokkuð verk hefur áður selst á. Ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn fjársterki er.

Einstök einkenni Leonardos

Leonardo da Vinci fæddist í Flórens árið 1452, óskilgetinn sonur manns af góðum ættum skrifara og almúgastúlku. Hann fékk þó að kenna sig við föður sinn og naut þess þó alla ævi að vera af „góðu fólki“ kominn. Ungur komst hann í læri hjá listamanninum Andrea del Veroccio og helgaði ævi sína listum og vísindum. 

Hann er sennilega nafntogaðasti listamaður allra tíma og verk hans eru sum þau þekktustu í sögunni, en þar má helst nefna Síðustu kvöldmáltíðina og Mónu Lísu.

Auglýsing

Leonardo var nafntogaður alla tíð og var margoft ráðinn til að vinna hin ýmsu listaverk fyrir fyrirmenni í Flórens, Mílanó, París og Róm, en átti lengi vel erfitt með að klára viðfangsefni sín, enda var hugur hans sífellt á flugi, sem sést meðal annars á skissubókum hans þar sem hann kastar fram spurningum um eðli náttúrunnar milli þess sem hann teiknar hin ýmsu tæki og tól og uppköst að stærri verkum. 

Hann lést árið 1519 og skildi eftir sig óviðjafnanlegt safn verka og hugmynda, og er einn af kyndliberum endurreisnarinnar. Engu að síður eru innan við 20 málverk sem eignuð eru Leonardo og aðeins eitt er í einkaeign, Salvatore Mundi.

Innan við 20 málverk hafa varðveist eftir Leonardo, en hann á tryggan sess meðal allra nafntoguðustu listmálurum allra tíma.Myndin er af Jesú Kristi sem heldur uppi hægri hönd til blessunar en í þeirri vinstri heldur hann á kristalkúlu. Þetta var einmitt mjög vinsælt mótíf á þessum tíma. Hún er máluð á hnotu og er 45 sentimetrar á breidd og 65 sentimetrar á hæð. Verkið var málað fyrir Loðvík XII Frakklandskonung fyrir um 500 árum síðan.

Verkið kom ekki fram fyrr en snemma á þessari öld og var staðfest sem verk Leonardos árið 2011. Það er eitt af einungis þremur verkum sem hefur komið fram og fengið slíka vottun.

Hin eru Benois Madonna sem var kynnt til sögunnar árið 1909 og hefur verið til sýningar í listasafninu í St. Pétursborg í Rússlandi frá 1914, og svo teikningin La Bella Principessa, sem var staðfest sem verk Leonardos af sérfræðingum um 2010. 

Vandamálið með að staðfesta slíkt felst ekki síst í því að Leonardo merkti sér ekki verk sín, frekar en aðrir listamenn þessa tíma, og þrátt fyrir að hann skrifaði allt á milli himins og jarðar í minnisbækur sínar skrifaði hann ekki um verkin sín.

Þess í stað verður fólk að reiða sig á að greina tækni og stíl málarans og það hefur tekist í þessum örfáu tilvikum af þeim fjölmörgu sem koma reglulega fram þar sem því er haldið fram að um verk Leonardos sé að ræða. 

Þrautaganga Salvator Mundi

Mörg af einkennum Leonardos má einmitt finna á Salvator Mundi, meðal annars dularfullt beint augnaráðið og órætt brosið, sítt, hrokkið hár og þessar mjúku, óskýru línur og skuggar, sem fengin eru með tækni sem kallast sfumato, en það orð er dregið af ítalska orðinu fumo sem þýðir reykur. Það felur í sér að listamaðurinn dregur úr málningunni t.d. með handarjaðri, til að fá fram þetta yfirbragð. Þá er það málað á hnotu, eins og mörg önnur verk hans, en eitt af helstu einkennunum eru pensilstrokurnar sem bera með sér að þær hafi verið gerðar af örvhentum manni, sem Leonardo var.

Það sem vekur helst athygli er hversu vel listamanninum tekst að hleypa lífi í myndina. Leonardo var sérfræðingur í að nota sfumato í bland við meira afgerandi línur, bæði til að skapa þrívídd og einnig til að draga augað að ákveðnum hlutum verksins, aðallega höndum Krists, kristalskúlunni og krullunum sem falla niður af öxlum hans.

Það sem stingur þó í stúf er kúlan góða. Eins falleg og hún er, þá gengur hún gegn ýmsum reglum eðlisfræðinnar sem Leonardo voru svo hugleikin. Það sem sést í gegnum kúluna, skikkja Krists ætti að snúast við. Í nýútkominni bók sinni um Leonardo telur Walter Isaacson að meistarinn hafi gert þetta viljandi, annað hvort til að myndin yrði ekki of skrítin, eða hreinlega til að ljá Kristi enn frekari krafta, sem myndu ganga þvert á náttúrulögmálin. 

Áður en staðfest var með rökum og nútímatækni að Salvator Mundi væri sannarlega verk Leonardos voru til skjalfestar heimildir um að da Vinci-verk sem það hafi verið til. Til dæmis í eignaskýrslu Salai, sem var lærlingur og aðstoðarmaður Leonardos í um aldarfjórðung, og í listaverkasafni Karls I Englandskonungs, og sonar hans Karls II. 

Verkið hvarf eftir að það fór úr höndum Karls II til hertogans af Buckingham og sonur þess síðarnefnda seldi það árið 1763.

Fjölmargar eftirmyndir voru gerðar. Nokkrir aðdáendur Leonardos gerðu sínar útgáfur af verkinu og eiginkona Karls I réði listamann til að rista eftirmynd.

Salvator Mundi er nú dýrasta listaverk sem selst hefur. Áður átti verk Picassos Alsírsku konurnar, metið fyrir uppboð (180 milljónir dala) og stærsta beina sala milli aðila er salan á verkinu Interchange eftir Willem de Kooning (300 millljónir dala).Árið 1900 birtist það svo á ný þegar það komst í eigu bresks safnara, Francis Cook, sem vissi ekkert hvað hann hafði í höndunum, síst af öllu að þarna væri „glatað“ verk eins mesta meistara listasögunnar. 

Verkið var þá mikið skemmt. Það var meðal annars búið að mála yfir það og lakka svo að það var gersamlega óþekkjanlegt. Andlitið og hárið, sem bera svo sterk höfundareinkenni Leonardos voru til dæmis hulin af málingu seinni tíma manna.  Það var því eignað nemanda Leonardos, Giovnanni Boltraffio.  

Síðar var það meira að segja gjaldfellt niður í að vera eftirmynd af eftirmynd og þannig fór að afkomandi Cooks seldi það á uppboði á 45 pund árið 1958.

Það hvarf svo sjónum enn og aftur og birtist á ný árið 2005 þar sem það var selt á uppboði úr dánarbúi í Bandaríkjunum á innan við 100 dali.

Kaupandinn var raunar hópur fjárfesta sem grunaði að þarna væru þeir með eitthvað merkilegt í höndunum. Þeir fengu til liðs við sig listaverkasalann Robert Simon og eftir að sérfræðingar í listaverkaviðgerðum fóru að flysja seinni tíma viðbætur ofan af verkinu kom kraftaverkið í ljós. Einkenni Leonardos leyndu sér ekki og brátt höfðu sérfræðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu staðfest fyrir sitt leyti að þarna væri sannarlega um verk meistarans að ræða.

Hópurinn seldi verkið árið 2013 á nær 80 milljónir dala. Kaupandinn var svissneskur listaverkasali, sem svo seldi það snarlega aftur á 127,5 milljónir dala. Kaupandinn sá var rússneskur milljarðamæringur að nafi Dimitri Rybolovlev, sem sér varla eftir því núna þegar hann hefur selt það á 450 milljónir dala, hærri upphæð en nokkru sinni hefur verið greitt fyrir listaverk. Uppboðið stóð í um tuttugu mínútur þar sem allt að sex kaupendur voru að að berjast um verkið í einu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk