Í þá tíð... Frelsari heimsins seldur á metfé

Uppboðshaldarinn Christie‘s í New York setti nýtt met nýlega þegar málverk sem talið er eftir Leonardo da Vinci seldist á 450 milljónir Bandaríkjadala. Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem sérfræðingar hafa almennt vottað „nýtt“ da Vinci-verk.

Auglýsing
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.

Einn merkilegasti atburður seinni tíma listasögu átti sér stað nýverið þegar verk eftir Leonardo da Vinci, Salvator Mundi (Frelsari heimsins) var selt á uppboði fyrir 400 milljónir Bandaríkjadala, rúma 42 milljarða króna, sem er meira en nokkuð verk hefur áður selst á. Ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn fjársterki er.

Einstök einkenni Leonardos

Leonardo da Vinci fæddist í Flórens árið 1452, óskilgetinn sonur manns af góðum ættum skrifara og almúgastúlku. Hann fékk þó að kenna sig við föður sinn og naut þess þó alla ævi að vera af „góðu fólki“ kominn. Ungur komst hann í læri hjá listamanninum Andrea del Veroccio og helgaði ævi sína listum og vísindum. 

Hann er sennilega nafntogaðasti listamaður allra tíma og verk hans eru sum þau þekktustu í sögunni, en þar má helst nefna Síðustu kvöldmáltíðina og Mónu Lísu.

Auglýsing

Leonardo var nafntogaður alla tíð og var margoft ráðinn til að vinna hin ýmsu listaverk fyrir fyrirmenni í Flórens, Mílanó, París og Róm, en átti lengi vel erfitt með að klára viðfangsefni sín, enda var hugur hans sífellt á flugi, sem sést meðal annars á skissubókum hans þar sem hann kastar fram spurningum um eðli náttúrunnar milli þess sem hann teiknar hin ýmsu tæki og tól og uppköst að stærri verkum. 

Hann lést árið 1519 og skildi eftir sig óviðjafnanlegt safn verka og hugmynda, og er einn af kyndliberum endurreisnarinnar. Engu að síður eru innan við 20 málverk sem eignuð eru Leonardo og aðeins eitt er í einkaeign, Salvatore Mundi.

Innan við 20 málverk hafa varðveist eftir Leonardo, en hann á tryggan sess meðal allra nafntoguðustu listmálurum allra tíma.Myndin er af Jesú Kristi sem heldur uppi hægri hönd til blessunar en í þeirri vinstri heldur hann á kristalkúlu. Þetta var einmitt mjög vinsælt mótíf á þessum tíma. Hún er máluð á hnotu og er 45 sentimetrar á breidd og 65 sentimetrar á hæð. Verkið var málað fyrir Loðvík XII Frakklandskonung fyrir um 500 árum síðan.

Verkið kom ekki fram fyrr en snemma á þessari öld og var staðfest sem verk Leonardos árið 2011. Það er eitt af einungis þremur verkum sem hefur komið fram og fengið slíka vottun.

Hin eru Benois Madonna sem var kynnt til sögunnar árið 1909 og hefur verið til sýningar í listasafninu í St. Pétursborg í Rússlandi frá 1914, og svo teikningin La Bella Principessa, sem var staðfest sem verk Leonardos af sérfræðingum um 2010. 

Vandamálið með að staðfesta slíkt felst ekki síst í því að Leonardo merkti sér ekki verk sín, frekar en aðrir listamenn þessa tíma, og þrátt fyrir að hann skrifaði allt á milli himins og jarðar í minnisbækur sínar skrifaði hann ekki um verkin sín.

Þess í stað verður fólk að reiða sig á að greina tækni og stíl málarans og það hefur tekist í þessum örfáu tilvikum af þeim fjölmörgu sem koma reglulega fram þar sem því er haldið fram að um verk Leonardos sé að ræða. 

Þrautaganga Salvator Mundi

Mörg af einkennum Leonardos má einmitt finna á Salvator Mundi, meðal annars dularfullt beint augnaráðið og órætt brosið, sítt, hrokkið hár og þessar mjúku, óskýru línur og skuggar, sem fengin eru með tækni sem kallast sfumato, en það orð er dregið af ítalska orðinu fumo sem þýðir reykur. Það felur í sér að listamaðurinn dregur úr málningunni t.d. með handarjaðri, til að fá fram þetta yfirbragð. Þá er það málað á hnotu, eins og mörg önnur verk hans, en eitt af helstu einkennunum eru pensilstrokurnar sem bera með sér að þær hafi verið gerðar af örvhentum manni, sem Leonardo var.

Það sem vekur helst athygli er hversu vel listamanninum tekst að hleypa lífi í myndina. Leonardo var sérfræðingur í að nota sfumato í bland við meira afgerandi línur, bæði til að skapa þrívídd og einnig til að draga augað að ákveðnum hlutum verksins, aðallega höndum Krists, kristalskúlunni og krullunum sem falla niður af öxlum hans.

Það sem stingur þó í stúf er kúlan góða. Eins falleg og hún er, þá gengur hún gegn ýmsum reglum eðlisfræðinnar sem Leonardo voru svo hugleikin. Það sem sést í gegnum kúluna, skikkja Krists ætti að snúast við. Í nýútkominni bók sinni um Leonardo telur Walter Isaacson að meistarinn hafi gert þetta viljandi, annað hvort til að myndin yrði ekki of skrítin, eða hreinlega til að ljá Kristi enn frekari krafta, sem myndu ganga þvert á náttúrulögmálin. 

Áður en staðfest var með rökum og nútímatækni að Salvator Mundi væri sannarlega verk Leonardos voru til skjalfestar heimildir um að da Vinci-verk sem það hafi verið til. Til dæmis í eignaskýrslu Salai, sem var lærlingur og aðstoðarmaður Leonardos í um aldarfjórðung, og í listaverkasafni Karls I Englandskonungs, og sonar hans Karls II. 

Verkið hvarf eftir að það fór úr höndum Karls II til hertogans af Buckingham og sonur þess síðarnefnda seldi það árið 1763.

Fjölmargar eftirmyndir voru gerðar. Nokkrir aðdáendur Leonardos gerðu sínar útgáfur af verkinu og eiginkona Karls I réði listamann til að rista eftirmynd.

Salvator Mundi er nú dýrasta listaverk sem selst hefur. Áður átti verk Picassos Alsírsku konurnar, metið fyrir uppboð (180 milljónir dala) og stærsta beina sala milli aðila er salan á verkinu Interchange eftir Willem de Kooning (300 millljónir dala).Árið 1900 birtist það svo á ný þegar það komst í eigu bresks safnara, Francis Cook, sem vissi ekkert hvað hann hafði í höndunum, síst af öllu að þarna væri „glatað“ verk eins mesta meistara listasögunnar. 

Verkið var þá mikið skemmt. Það var meðal annars búið að mála yfir það og lakka svo að það var gersamlega óþekkjanlegt. Andlitið og hárið, sem bera svo sterk höfundareinkenni Leonardos voru til dæmis hulin af málingu seinni tíma manna.  Það var því eignað nemanda Leonardos, Giovnanni Boltraffio.  

Síðar var það meira að segja gjaldfellt niður í að vera eftirmynd af eftirmynd og þannig fór að afkomandi Cooks seldi það á uppboði á 45 pund árið 1958.

Það hvarf svo sjónum enn og aftur og birtist á ný árið 2005 þar sem það var selt á uppboði úr dánarbúi í Bandaríkjunum á innan við 100 dali.

Kaupandinn var raunar hópur fjárfesta sem grunaði að þarna væru þeir með eitthvað merkilegt í höndunum. Þeir fengu til liðs við sig listaverkasalann Robert Simon og eftir að sérfræðingar í listaverkaviðgerðum fóru að flysja seinni tíma viðbætur ofan af verkinu kom kraftaverkið í ljós. Einkenni Leonardos leyndu sér ekki og brátt höfðu sérfræðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu staðfest fyrir sitt leyti að þarna væri sannarlega um verk meistarans að ræða.

Hópurinn seldi verkið árið 2013 á nær 80 milljónir dala. Kaupandinn var svissneskur listaverkasali, sem svo seldi það snarlega aftur á 127,5 milljónir dala. Kaupandinn sá var rússneskur milljarðamæringur að nafi Dimitri Rybolovlev, sem sér varla eftir því núna þegar hann hefur selt það á 450 milljónir dala, hærri upphæð en nokkru sinni hefur verið greitt fyrir listaverk. Uppboðið stóð í um tuttugu mínútur þar sem allt að sex kaupendur voru að að berjast um verkið í einu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk