Hugmynd að plakatahönnun sem stolið var frá Póllandi

Verið er að safna fyrir almanaki með rjómanum af þeim listrænu kvikmyndaplakötum sem gerð hafa verið fyrir Svarta Sunnudaga í Bíó Paradís.

SVartir sunnudagar
Auglýsing

Þríeykið Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) stofnuðu költ og klassík hópinn Svarta Sunnudaga sem sýnir sérvaldar kvikmyndir í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum alla vetur (haust fram á vor). Frá upphafi hafa ólíkir listamenn fengið að spreyta sig á því að gera plaköt fyrir kvikmyndasýningar Svartra Sunnudaga. Snemma í haust kviknaði sú hugmynd að tími væri til kominn að gefa út almanak með rjómanum af þessum listrænu kvikmyndaplakötum, en um er að ræða mjög eigulegan grip sem kemur til með að sóma sér vel á heimilum alls kvikmyndaáhugafólks. Því standa Svartir Sunnudagar nú fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir almanakinu.

Hvaðan kom hugmyndin að því að stofna költ og klassík hópinn Svartir sunnudagar?

„Hún fæddist í spjalli milli Sigurjónanna (Kjartansson og Sjón) tveggja á facebook síðunni Költ- og gríðarlega undarlegar kvikmyndir. Síðan hafði annar þeirra samband við mig hvað varðar að byrja að sýna þessar blessuðu gríðarlega undarlegu kvikmyndir í Bíó Paradís. Ég stökk á tækifærið að fá að skipta mér af slíku því svona hefur alltaf vantað í íslenska bíómenningu. Í dag er ég byrjaður að húðskamma fólk sem hefur ekki mætt á Svarta Sunnudaga.“

Auglýsing

Af hverju nafnið "Svartir sunnudagar"? Hefur það eitthvað að gera með þema kvikmyndanna, eða bara stuðlar það svona vel?

„Stuðlar eru alltaf góðir þegar maður þarf að selja eitthvað. Eins og þegar við vorum með Forboðin Febrúar, eða nýju Prump í Paradís kvöldin. Hugmyndin kemur frá Költ kvikmyndinni Black Sunday sem heitir reyndar upprunalega La maschera del demonio sem við sýndum snemma á fyrsta sýningarárinu.“

Hvað kom til að þið ákváðuðu að fá með ykkur í lið listamenn til að gera plaköt fyrir kvikmyndasýningar Svartra sunnudaga?

„Ég stal hugmyndinni frá Póllandi enda hefur það verið siður þar lengi vel að láta innlenda listamenn sjá um plakatahönnun, hvort sem kvikmynd sé költ eður ei. Auk þess er ég mikið fyrir fan art af öllu tagi. Alltaf gaman að sjá fólk túlka sínar uppáhalds kvikmyndir, en það er líka mjög gaman að láta einhvern sem hefur ekki einu sinni heyrt um viðkomandi kvikmynd myndskreyta auglýsinguna.“

Er þetta jólagjöfin í ár?

„Ö, já. Í fyrsta lagi eru dagatöl nauðsynleg og praktísk. Í öðru lagi erum við að tala um 12 einstök plaköt eftir helstu visúal listamenn landsins sem einnig representa helstu költara kvikmyndasögunnar. Og í þriðja lagi ertu að styrkja Bíó Paradís, sem er mikilvægasta menningarstofnun miðbæjarins.“

Almanakið kostar aðeins 3.000 kr og hópfjármögnun stendur yfir á karolinafund.is. Fólki stendur auk þess til boða að tryggja sér klippikort eða árskort í Bíó Paradís - og tryggja sér þar með Almanak Svartra Sunnudaga 2018 í kaupbæti. 

Hægt er að skoða verkefnið nánar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk