Hinn pólitíski fasismi sem hræðir Íslendinga til að þegja

Bókadómur um Allt kann sá er bíða kann – Æsku og athafnasögu Sveins R. Eyjólfssonar.

Auglýsing
allt kann sá er bíða kann

Sveinn R. Eyj­ólfs­son hefur haft meiri áhrif á íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi en flest­ir, ef ekki all­ir, Íslend­ing­ar. Hann er mað­ur­inn sem stýrði Vísi, stofn­aði Dag­blaðið og sam­ein­aði þau tvö svo saman í DV. Hann er mað­ur­inn á bak­við stofnun Vís­ir.is, næst stærsta frétta­vefs lands­ins. Og hann stofn­aði Frétta­blað­ið, lang­mest lesna dag­blað lands­ins síð­asta einn og hálfan ára­tug­inn. Þetta gerði Sveinn án  þess að mikið bæri á honum per­sónu­lega. 

Í nýút­kominni æsku- og athafna­sögu sinni, „Allt kann sá er bíða kann“ segir Sveinn enda að hann sé nán­ast manna­fæla sem eigi í erf­ið­leikum með að mynda sam­band við fólk og líði ekki vel í marg­menni.

Dóm­ur­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Mann­lífs.

Auglýsing

Flug­dólg­ur­inn sem vildi stela beina­grind

Upp­bygg­ing sög­unnar er sér­stök. Fyrsti hluti hennar fjallar um upp­vaxt­arár Sveins, fjöl­skyldu hans, sam­ferð­ar­fólk og atvik sem mót­uðu hann. Síð­ari hlut­inn er síðan athafna­saga hans þar sem megin áherslan er á þátt­töku hans í við­skipta­líf­inu og tengsl við fjöl­miðl­un. Sagan er því per­sónu­leg framan af en verður síðan eins og önnur bók. Lýs­ing á ferða­lagi um heima við­skipta og fjöl­miðl­unn­ar. Þetta er ekki endi­lega slæmt.

Ýmis­legt er eft­ir­minni­legt úr fyrri hluta sög­unn­ar, af æsku­árum Sveins. Þar ber til að mynda ástæð­una fyrir því að hann studdi ætið Gunnar Thorodd­sen í öllu hans stjórn­mála­starfi, hvert sem það leiddi hann. Hún er ein­föld, Gunn­ar, þá borg­ar­stjóri, útveg­aði móður hans félags­lega íbúð. Þar eru líka skemmti­legar mann­lýs­ingar á köfl­um. Til dæmis af Ómari Kon­ráðs­syni, sem var sam­nem­andi Sveins í lækn­is­fræði sem þeir flosn­uðu síðar báðir upp úr. Í bók­inni stend­ur: „Ómar varð frægur tann­lækn­ir. Og seinna frægur fyrir að vera á nátt­slopp í flug­vél og haga sér dólgs­lega.“ Þetta er ein­falt, fynd­ið, hníf­beitt og tengir les­and­ann strax ljós­lif­andi við fræg­asta flug­dólg Íslands­sög­unn­ar.

Sagan af Vísi og Dag­blað­inu

Bita­stæð­ustu frá­sagn­irnar eru þó frá tíma Sveins sem blaða­út­gef­anda. Sá tími byrj­aði þegar hann réð sig sem fram­kvæmda­stjóra Dag­blaðs­ins Vísis árið 1958 og lauk þegar hann missti frá sér Frétta­blaðið sum­arið 2002. Í milli­tíð­inni kom Sveinn auk þess að fjölda ann­arra verk­efna sem voru til­raunir til að brjóta upp fákeppni, ein­okun og ægi­vald Kol­krabbans á íslensku atvinnu­lífi, t.d. Haf­skipum og Arn­ar­flugi. Þá átti Sveinn líka jarðir víða og lýsir sér sem eins manns fast­eigna­sölu sökum umsvifa á fast­eigna­mark­aði.

Sveinn lýsir því vel hvernig stjórn­mála­menn og annað áhrifa­fólk reyndi ítrekað að hafa áhrif á fjöl­miðla­rekstur eða að hrein­lega bregða fæti fyrir þá sem í slíkum stóðu, og sýndu ekki blíðu­hót gegn vald­inu. Í bók­inni rekur hann til að mynda hvernig Þor­steinn Páls­son var gerður að meðrit­stjóra Vísis á móti Jónasi Krist­jáns­syni til að skapa meira jafn­vægi gagn­vart sam­fé­lags­vald­inu, sem var auð­vitað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Hann rekur hvernig hót­anir bár­ust vegna leið­ara­skrifa og hvernig Jónasi var á end­anum bolað út frá Vísi vegna skrifa sinna og skoð­ana á mönnum og mál­efn­um.

Það varð til þess að þeir tveir, Sveinn og Jónas, stofn­uðu Dag­blaðið og hófu beina sam­keppni við Vísi, sinn gamla vinnu­stað. Þegar það gerð­ist var Sveinn boð­aður á fund Geirs Hall­gríms­son­ar, þá for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Þar bað Geir hann um að hætta við að stofna blað­ið. Í bók­inni er haft eftir Geir: „Ég stend ekki í orða­skaki við fólk, ef þú ferð ekki að til­mælum mínum hef ég ekk­ert meira um málið að segja[...]Eitt að lok­um, Sveinn, gerðu ekk­ert sem getur skaða Sjálf­stæð­is­flokk­inn eða sjálfan þig.“

Að skera mann niður úr snöru

Það voru þó ekki bara áhrifa­menn úr Sjálf­stæð­is­flokknum sem voru að skipta sér að þar sem þeir áttu ekk­ert erindi. Sveinn rekur einnig frekar hjá­kát­lega fjár­kúg­un­ar­til­raun sem hann varð fyrir af hendi for­manns Alþýðu­flokks­ins.

Það eru einnig sögur af fyr­ir­greiðslu. Til að mynda hjálp­aði Albert Guð­munds­son, þá áber­andi stjórn­mála­mað­ur, Sveini eitt sinn þegar fjár­hags­vand­ræði steðj­uðu að og lét hann hafa eina milljón króna til að greiða laun. Sér­stak­lega var tekið fram að greið­inn yrði að vera á milli þeirra tveggja. Og Sveinn þagði yfir honum þar til hann skrif­aði bók­ina.

Sveinn segir líka sögur af Davíð Odds­syni, einum fyr­ir­ferða­mesta manni íslensks sam­tíma. Davíð hefur enda, á síð­ustu fjórum ára­tug­um, náð að vera borg­ar­stjóri, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og nú síð­ast rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, þar sem hann situr enn og skrifar sög­una um sjálfan sig eftir eigin höfði.

Davíð átti það til að boða Svein í morg­un­kaffi þegar hann var borg­ar­stjóri og síðar for­sæt­is­ráð­herra. Munum að á þessum tíma, á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, var Sveinn einn umsvifa­mesti og áhrifa­mesti útgef­andi fjöl­mið­ils lands­ins. Í bók­inni segir Sveinn: „Auð­vitað sagði Davíð ýmis­legt á þessum fundum en ég skildi ekki fyrr en seinna að hann var í raun og veru að senda mér skila­boð og leggja mér ákveðnar lífs­regl­ur. Því miður lét ég undir höfuð leggj­ast að fara eftir þeim og það kom sér illa síðar meir.“

Önnur saga af Dav­íð, sem Sveinn hefur eftir fyrr­ver­andi stjórn­ar­manni Árvak­urs, er nán­ast komískt. Hún fjallar um það að Davíð vildi árum saman láta reka Styrmi Gunn­ars­son, þá rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og æsku­vin Sveins, úr starfi vegna skoð­ana hans á kvóta­kerf­inu. Eftir síend­ur­teknar kvart­anir ákvað stjórn Árvak­urs að kalla Styrmi á fund og segja honum upp. Í stuttu máli þá hringdi Davíð inn á fund­inn, bað um að fá að tala við Styrmi, sem hann hafði ekki yrt á árum sam­an, og bauð honum að setj­ast í auð­linda­nefnd sem rík­is­stjórnin hafði skip­að.  „Við þetta ger­breytt­ist við­horf Styrmis til kvóta­kerf­is­ins og síðan hefur hann étið úr lófa Dav­íðs. Þeir sem þekkja Davíð vel vita að þetta er sér­grein hans: Hann kemur mann­inum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann mann­inn úr snör­unn­i,“ segir Sveinn í bók­inni.

Upp­hafið að enda­lok­unum

Á ára­tug­unum fyrir ald­ar­mót náði Sveinn að byggja upp fjöl­miðla­veldi á Íslandi. Útgáfu­fé­lagið sem hann átti stóran hlut í og stýrði, Frjáls fjöl­miðl­un, velti stórum fjár­hæðum og þegar best lét störf­uðu um 400 manns hjá því. Flagg­skiptið var alltaf DV, sam­einað blað Dag­blaðs­ins og Vís­is.

Árið 2001 seldi Sveinn ráð­andi hlut í DV til hóps sem sam­an­stóð af Ágúst Ein­ars­syni, bróð­ur­syni hans Ein­ari Sig­urðs­syni (sem er sonur Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda m.a. Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Árvak­urs) og Óla Birni Kára­syni, nú þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Óli Björn hafði áður rit­stýrt Við­skipta­blað­inu sem Frjáls fjöl­miðlun hafði náð yfir­ráðum yfir. Í bók­inni segir Sveinn að stærsta og brýn­asta umbóta­verk­efnið sem ráð­ist var í eftir þá yfir­töku hafi verið að „skipta út rit­stjór­anum sem hafði starfað á blað­inu frá upp­hafi. Úr varð að gera hann að rit­stjóra DV. Á ensku máli er þetta víst kallað „að sparka manni uppi stig­ann“ og var það heilla­skref fyrir Við­skipta­blaðið en til óheilla fyrir DV og okkur sjálfa.“

Í síð­ustu lestr­ar­könn­un­inni sem gerð var áður en að Sveinn seldi DV var með­al­lestur blaðs­ins yfir 40 pró­sent og lest­ur­inn á helg­ar­blað­inu yfir 50 pró­sent.  „Þetta var staðan á blað­inu þegar við afhentum það nýjum eig­end­um. Blaðið hafði aldrei tapað pen­ingum frá því að það var stofnað ef undan eru skilin miss­erin eftir að virð­is­auka­skatti var skellt á dag­blöð. Auð­vitað var ýmis­legt framundan sem vitað var að hefði áhrif, stöð­ugur vöxtur net­miðla eins og Vísis og Frétta­blaðið nýja en kaup­endur DV vissu það líka og hrun blaðs­ins eftir að þeir tóku við verður tæp­lega skýrt með þessu[...]Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð. Þeir félagar tóku við blað­inu sem hafði­verið rekið með góðum árangri í tutt­ugu ár[..]Þeir ráku blaðið í rúmt ár, töp­uðu hund­rað millj­ónum á mán­uði, fóru á hvín­andi haus­inn og vinir þeirra í Lands­bank­anum sátu uppi með lík­ið.“

Frétta­blaðið fer

Sveinn hafði selt hluti í DV til að fjár­magna nýjasta ævin­týri sitt, frí­blaðið Frétta­blað­ið. Fyrsta ein­tak þess kom út 23. apríl 2001. Á meðal þeirra sem komu að útlits­hönnun blaðs­ins var Gunnar Smári Egils­son, sem Sveinn kallar galdra­mann á því sviði. Þótt við­skipta­á­ætlun Sveins, og Eyj­ólfs sonar hans sem starf­aði með föður sínum á þessum tíma, hafi stað­ist að sögn Sveins þá rataði Frétta­blaðið í fjár­hags­leg vand­ræði. Því hafi verið leitað til Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar að kaupa blað­ið. Upp­haf­lega hafi staðið til að hann myndi greiða 400 millj­ónir króna fyrir það.

Frá­sögn Sveins af því sem gerð­ist í kjöl­farið er nokkuð hörð gagn­rýni á ýmsa ein­stak­linga, sér­stak­lega Gunnar Smára, sem hann segir að hafi skyndi­lega horfið úr vinn­unni einn dag­inn, í miðjum samn­ings­við­ræð­un­um, og fengið „starfs­fólkið til að hóta því að leggja niður störf ef við drifum ekki í að semja við traustan aðila sem þau sögð­ust vita að hefði áhuga á að taka yfir eign­ar­hald og rekstur Frétta­blaðs­ins.“ Síðar hafi verið upp­lýst að lög­maður Ragnar Tóm­as­son, sem starf­aði fyrir Jón Ásgeir, og Gunnar Smári hefðu gert með sér sam­komu­lag. „Gunnar Smári sæi um að þvinga okkur til samn­inga en Ragnar sæi á móti um að Gunnar Smári yrði ráð­inn yfir­maður blaðs­ins ef allt gengi eft­ir.“

Á end­anum sam­þykktu feðgarnir að gefa eftir blaðið gegn því að gert yrði upp við blað­bera þess. Jón Ásgeir eign­að­ist því Frétta­blaðið á 12-14 millj­ónir króna. Það er í dag í eigu eig­in­konu hans. Eftir þessi við­skipti tók við margra ára upp­gjör Sveins við kröfu­hafa sem honum tókst þó að koma út úr stand­andi og án þess að verða tek­inn til gjald­þrota­skipta.

Hræðslu­á­standið sem ríkti, og ríkir enn

Sam­an­dregið er saga Sveins mjög áhuga­verð. Bókin er um margt merki­leg heim­ild um mik­il­vægan þátt í íslenskri fjöl­miðla­sögu en ekki síður um heim sem var, og er að mörgu leyti til enn­þá, þar sem eld­veggirnir sem ættu að vera á milli stjórn­mála, við­skipta og fjöl­miðla eru lágir eða hrein­lega tál­sýn. Þá eru sögur af fyr­ir­ferða­miklu fólki af öllum þessum sviðum bæði stór­skemmti­legar og mjög dap­ur­leg­ar.

Sveinn lýsir þessu ástandi ágæt­lega í lok bók­ar­innar þar sem hann segir að und­an­farna ára­tugi hafi hér „ríkt ákveðið hræðslu­á­stand, ein­hvers konar póli­tískur fas­ismi. Menn hafa ekki þorað að tjá hug sinn af ótta við blóð­hund­unum yrði sigað á þá, eins og dæmin sanna. Ég neita að taka þátt í þess háttar þögg­un.“

Nið­ur­staða: Þrjár og hálf stjarna af fimm.

Sagan þegar þjóðin kynntist Dorrit

Ein skemmti­leg­asta, og furðu­leg­asta, sagan sem Sveinn segir í bók­inni er af því þegar hringt var í hann af skrif­stofu for­seta Íslands 27. sept­em­ber 1999. Hann var þá beð­inn um að taka á móti Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, í útreiða­túr á Leiru­bakka á Suð­ur­landi, sem Sveinn átti á þessum tíma.

Sveinn var afdrátt­ar­laust beð­inn um að verða við þessu. Það skipti Ólaf Ragnar miklu máli. „Hann sé í vin­skap við breska yfir­stétt­ar­konu, Dor­rit Moussai­eff, sem sé þekkt í sam­kvæmislíf­inu í London og það sé mjög mikið mál fyrir sgi að geta boðið henni til útreiða á Leiru­bakka.[...]Breskir fjöl­miðlar hefðu eitt­hvað verið að fjalla um vin­skap þeirra Dor­ritar og látið að því liggja að hún vildi ekk­ert með hann hafa. For­seti Íslands væri bara bónda­durgur sem hefði ekk­ert að bjóða svo flottri döm­u.“

Sveinn greinir svo frá því að Ólafur Ragnar hefði viljað „sýna og sanna vin­skap þeirra“ og hefði þegar samið við Gunnar V. Andr­és­son, ljós­mynd­ara­goð­sögn, um að taka myndir af útreið­ar­túrnum og senda á fjöl­miðla bæði á Íslandi og í Bret­landi.

Það muna örugg­lega ansi margir eftir þessu útreiða­túr. Ólafur Ragnar datt af baki, slas­að­ist á öxl og myndir af Dor­rit að hjúkra honum birt­ust á for­síðu DV dag­inn eft­ir. Þannig kynnt­ist þjóðin Dor­rit.

En það er meira í sög­unni. Á meðan að Ólafur Ragnar lá slas­aður hvatti hann ljós­myndar­ann til að taka mynd­ir. í bók­inni er haft eftir hon­um: „Þú mátt alveg taka mynd­ir, Gunn­ar, og senda fjöl­miðl­um. Bæði hér­lendis og í Bret­land­i.“

Ólafur Ragnar fór líka fram á að þyrla myndi sækja hann. Sveinn greinir frá því hvernig yfir­lög­reglu­þjónn­inn á Hvols­velli hafi brugð­ist við þegar honum var greint frá því að for­set­inn hefði meiðst á öxl, en hvorki brotnað á fæti né meiðst á höfði, og vildi láta þyrlu sækja sig. „Því í ósköp­unum kemur mað­ur­inn ekki hingað heim? Það er ekki eins og hann þurfi að ganga, það er hægt að sækja hann á bíl.“

Sveinn greinir einnig frá því að í upp­haf­legum fréttum hafi verið haft eftir lækni að meiðsli for­set­ans væru ekki alvar­leg. Ein­hver tognun í öxl. „Fljót­lega sendi hann þó fjöl­miðlum leið­rétt­ingu og sagð­ist hafa gert of lítið úr meiðsl­un­um. Öxlin væri senni­lega brákuð eða brot­in.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk