Á bálið með byggingateikningarnar

Fyrir nokkru kom fram í þætti í danska útvarpinu að starfsfólk danskra sveitarfélaga hefði brennt margar gamlar byggingateikningar. Viðbrögðin voru hörð.

borgarskjalasafnið í kaupmannahöfn
Auglýsing

Í umræðu­þætti í danska útvarp­in­u, DR, fyrir nokkrum vikum nefndi einn við­mæl­enda, eig­in­lega í fram­hjá­hlaupi, að starfs­menn Borg­ar­skjala­safns Kaup­manna­hafnar væru að brenna gamlar bygg­inga­teikn­ing­ar. Stjórn­andi þátt­ar­ins hjó eftir þessum ummæl­um, rann­sak­aði málið og komst að því, sér til undr­un­ar, að dönsk sveit­ar­fé­lög hafa á síð­ustu árum brennt, í stórum stíl, gamlar bygg­inga­teikn­ing­ar. Þetta mál var svo rætt í áður­nefndum þætti, viku eftir að fyrst var á þetta minnst.  Dönsku dag­blöð­in, ásamt útvarps- sjón­varps­stöðvum hafa að und­an­förnu fjallað tals­vert um þetta mál, sem vakið hefur mikla athygli.

Stjórn­mála­menn­irnir hrukku við

Sváfu stjórn­mála­menn­irn­ir, hvernig getur svona ger­st, Kaup­mann­hafn­ar­borg brennir sögu­leg skjöl, stóra skjala­brenn­an!

Þessar fyr­ir­sagnir og fleiri í sama dúr hefur að und­an­förnu mátt sjá á for­síðum danskra blaða og net­miðla.

Auglýsing

Þótt ­stjórn­mála­menn­irn­ir hafi kannski ekki bein­línis sofið virð­ist sem hvorki ráð­herrum, bæj­ar­stjórum, þing­mönnum né bæj­ar­stjórn­ar­fólki víða um land hafi verið kunn­ugt um skjala­brenn­una. Morten Kab­ell, borg­ar­stjóri umhverf­is­mála í Kaup­manna­höfn, brást við um leið og hann frétti af mál­inu og fyr­ir­skip­aði, í sam­ráði við menn­ing­ar­borg­ar­stjór­ann Carl Christ­i­an Ebbesen, að sam­stundis skyldi hætt að brenna teikn­ing­ar, að minnsta kosti meðan verið væri að athuga mál­ið. Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra kom líka af fjöll­um, í við­tali við Danska sjón­varpið sagð­ist hún ekki haft hug­mynd um þetta mál fyrr en hún sá umfjöllun fjöl­miðla. „Ég er ekki sér­fræð­ing­ur, en það hljómar und­ar­lega að menn hafi valið að eyði­leggja frum­teikn­ingar með þessum hætti. Sveit­ar­fé­lag­inu (Kaup­manna­höfn), og engu sveit­ar­fé­lagi reynd­ar, ber ekki skylda til að gera slíkt. Ég veit ekki af hverju Kaup­manna­hafn­ar­borg hefur valið þessa leið en kemur mér á óvart.“

Hvaða skjöl er verið að brenna og af hverju?

Í áður­nefndum umræðu­þætti í danska útvarp­inu kom fram að það væru bygg­inga­teikn­ingar sem borg­ar­starfs­menn og starfs­menn margra sveit­ar­fé­laga víða um keppt­ust nú við að moka á eld­inn. Enn frem­ur var spurt af hverju þetta væri gert og hver hefði tekið ákvörðun um að brenna skjölin og ekki síst hvaða skjöl mætti brenna og hver skyldu varð­veitt.

Fram hefur komið að bygg­inga­teikn­ingar og til­heyr­andi papp­írar hafi, í Kaup­manna­höfn einni, fyllt tíu þús­und hillu­metra, tíu kíló­metra. Tæpum þriðj­ungi þess­ara skjala hefur nú verið eytt. Starfs­menn Borg­ar­skjala­safns­ins (þar sem alltaf vantar pláss) sögðu að ákvörðun um að brenna hluta skjala­safns­ins hefði verið tek­in, að vel ígrund­uðu máli, í sam­ráði við Rík­is­skjala­safn­ið. Mót­aðar hefðu verið vinnu­reglur um hvað skyldi varð­veitt og hverju væri óhætt að farga. Eftir þessum reglum hefði verið farið í einu og öllu og öll skjöl sem vafi léki á hvort rétt væri að varð­veita væru borin undir starfs­menn Rík­is­skjala­safns­ins. Meg­in­reglan er sú að teikn­ingar sem eru yngri en frá árinu 1850 og ekki hafa „sér­stakt gildi“ (eins og það er orð­að) skuli bornar á bál­ið.

En hvað er „sér­stakt  gild­i“? Er það vegna þess að við­kom­andi bygg­ing varð þekkt kenni­leiti, ólík öllum öðrum, dæmi um stíl þekkts arki­tekts eða hvað?

Allt varð­veitt, á staf­rænu formi

Starfs­menn Borg­ar­skjala­safns­ins eru hægt og rólega að fikra sig, ef svo mætti segja, í gegnum skjalakíló­metrana tíu.  Hvert ein­asta skjal er mynd­að, að sögn með full­komn­ustu tækni sem völ er á og varð­veitt þannig. Skjölin eru ­sem sag­t ekki að öllu leyti töpuð þótt frum­skjalið hafi endað á bál­inu. Sam­tímis mynda­tök­unni er allt skráð vel og vand­lega þannig að auð­velt ætti að reyn­ast að finna við­kom­andi skjal þeg­ar, og ef, á þyrfti að halda. En er þetta ekki bara jafn­gott og jafn­vel betra en ein­hver guln­aður pappír kynni nú ein­hver að spyrja.

Tölvu­mynd er ekki það sama og frum­mynd

Sagn­fræð­ingar og safna­fólk hefur í við­tölum lagt á það áherslu að þótt gott sé og blessað að eiga teikn­ingar í tölvu­tæki formi komi það ekki í stað frum­teikn­ing­anna. Sama hversu góð tölvu­myndin sé. „Eft­ir­prentun af mál­verki getur verið mjög góð, en hún verður aldrei annað en eft­ir­prent­un“ sagði sagn­fræð­ingur í við­tali í dag­blað­inu Politi­ken. Margir við­mæl­endur fjöl­miðl­anna hafa talað á sömu nót­um. Þar að auki sé engan veg­inn hægt að treysta því að ekki geti eitt­hvað orðið til þess að tölvu­mynd­irnar tapist, annað eins hafi nú gerst.

Eig­endur mega ekki fá frum­teikn­ing­arnar til eignar

Ofan­vert við Löngu­línu í Kaup­manna­höfn er Kastellet, Frið­riks­virki. Elsti hluti þess er frá 17. öld og var eins og nafnið gefur til kynna virki, hluti bygg­ing­anna voru síðar not­aðar sem fang­elsi. Frið­rik­is­virkið er í dag í umsjón hers­ins og varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið óskaði eftir því við borg­ina að það fengi allar þær teikn­ingar sem til eru af Frið­riks­virk­inu. Ekki gat borgin orðið við þess­ari beiðni sökum þess að sam­kvæmt reglum Þjóð­skjala­safns­ins er ekki heim­ilt að afhenda til eignar upp­runa­legar teikn­ing­ar. Skiptir engu hver á í hlut. Einn af yfir­mönnum Þjóð­skjala­safns­ins benti hins­vegar á að ef Varn­ar­mála­ráðu­neytið hefði óskað eftir að fá teikn­ing­arnar af Frið­riks­virki að láni, jafn­vel til margra ára, hefði ekk­ert verið því til fyr­ir­stöðu.

Hefur margt merki­legt endað á bál­inu?

Þess­ari spurn­ingu gátu starfs­menn Borg­ar­skjala­safns­ins ekki svarað öðru­vísi en þannig að við ákvarð­anir hefði verið fylgt leið­bein­ingum Þjóð­skjala­safns­ins. Blaða­menn komust að því að meðal þess sem hefði endað á bál­inu væru teikn­ingar af Grund­tvigs­kirkj­unni í Kaup­manna­höfn, einu þekktasta guðs­húsi borg­ar­inn­ar. Grund­tvigs­kirkjan var nítján ár í bygg­ingu, vígð 1940. Hún var byggð eftir teikn­ing­um P.VJen­sen Klint, hann lést árið 1930 og son­ur­inn Kaare Klint, sem unnið hafði með föður sín­um, teikn­aði hluta inn­rétt­ing­anna, þar á meðal alt­arið og pré­dik­un­ar­stól­inn. Að mati sér­fræð­inga var ekki ástæða til að varð­veita frum­teikn­ing­ar Klint feðganna.

Ekki bara brennt í Kaup­manna­höfn  

Það er ekki ein­ungis í Kaup­manna­höfn sem bygg­inga­teikn­ingar hafa orðið eld­inum að bráð. Sömu sögu er að segja víða um land, ekki þó alls stað­ar. Í Vor­ding­borg á Suð­ur- Sjá­landi höfðu starfs­menn skjala­safns­ins til dæmis lokið við að mynda alla papp­íra og voru í þann mund að kveikja á ofn­inum þegar frétt­irnar frá Kaup­manna­höfn bár­ust. Starfs­maður safns­ins sagði að í þetta sinn hefði komið sér vel að vera á seinni skip­unum “ann­ars væri þetta allt orðið að ösku.“ Sums stað­ar­ hefur verið tekin ákvörðun um að mynda allt en geyma teikn­ing­arn­ar, eins og verið hef­ur.

Óvíst hvort haldið verður áfram að brenna

Í Kaup­manna­höfn og ann­ars stað­ar­ hef­ur, eins og áður var get­ið, verið slökkt á brennslu­ofn­un­um. Hvort kveikt verður á þeim aftur hefur ekki verið ákveðið en í ljósi þess hve mikla og nei­kvæða athygli „brennslan“ hefur fengið verður það að telj­ast ólík­legt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk