Á bálið með byggingateikningarnar

Fyrir nokkru kom fram í þætti í danska útvarpinu að starfsfólk danskra sveitarfélaga hefði brennt margar gamlar byggingateikningar. Viðbrögðin voru hörð.

borgarskjalasafnið í kaupmannahöfn
Auglýsing

Í umræðuþætti í danska útvarpinu, DR, fyrir nokkrum vikum nefndi einn viðmælenda, eiginlega í framhjáhlaupi, að starfsmenn Borgarskjalasafns Kaupmannahafnar væru að brenna gamlar byggingateikningar. Stjórnandi þáttarins hjó eftir þessum ummælum, rannsakaði málið og komst að því, sér til undrunar, að dönsk sveitarfélög hafa á síðustu árum brennt, í stórum stíl, gamlar byggingateikningar. Þetta mál var svo rætt í áðurnefndum þætti, viku eftir að fyrst var á þetta minnst.  Dönsku dagblöðin, ásamt útvarps- sjónvarpsstöðvum hafa að undanförnu fjallað talsvert um þetta mál, sem vakið hefur mikla athygli.

Stjórnmálamennirnir hrukku við

Sváfu stjórnmálamennirnir, hvernig getur svona gerst, Kaupmannhafnarborg brennir söguleg skjöl, stóra skjalabrennan!

Þessar fyrirsagnir og fleiri í sama dúr hefur að undanförnu mátt sjá á forsíðum danskra blaða og netmiðla.

Auglýsing

Þótt stjórnmálamennirnir hafi kannski ekki beinlínis sofið virðist sem hvorki ráðherrum, bæjarstjórum, þingmönnum né bæjarstjórnarfólki víða um land hafi verið kunnugt um skjalabrennuna. Morten Kabell, borgarstjóri umhverfismála í Kaupmannahöfn, brást við um leið og hann frétti af málinu og fyrirskipaði, í samráði við menningarborgarstjórann Carl Christian Ebbesen, að samstundis skyldi hætt að brenna teikningar, að minnsta kosti meðan verið væri að athuga málið. Mette Bock menningarmálaráðherra kom líka af fjöllum, í viðtali við Danska sjónvarpið sagðist hún ekki haft hugmynd um þetta mál fyrr en hún sá umfjöllun fjölmiðla. „Ég er ekki sérfræðingur, en það hljómar undarlega að menn hafi valið að eyðileggja frumteikningar með þessum hætti. Sveitarfélaginu (Kaupmannahöfn), og engu sveitarfélagi reyndar, ber ekki skylda til að gera slíkt. Ég veit ekki af hverju Kaupmannahafnarborg hefur valið þessa leið en kemur mér á óvart.“

Hvaða skjöl er verið að brenna og af hverju?

Í áðurnefndum umræðuþætti í danska útvarpinu kom fram að það væru byggingateikningar sem borgarstarfsmenn og starfsmenn margra sveitarfélaga víða um kepptust nú við að moka á eldinn. Enn fremur var spurt af hverju þetta væri gert og hver hefði tekið ákvörðun um að brenna skjölin og ekki síst hvaða skjöl mætti brenna og hver skyldu varðveitt.

Fram hefur komið að byggingateikningar og tilheyrandi pappírar hafi, í Kaupmannahöfn einni, fyllt tíu þúsund hillumetra, tíu kílómetra. Tæpum þriðjungi þessara skjala hefur nú verið eytt. Starfsmenn Borgarskjalasafnsins (þar sem alltaf vantar pláss) sögðu að ákvörðun um að brenna hluta skjalasafnsins hefði verið tekin, að vel ígrunduðu máli, í samráði við Ríkisskjalasafnið. Mótaðar hefðu verið vinnureglur um hvað skyldi varðveitt og hverju væri óhætt að farga. Eftir þessum reglum hefði verið farið í einu og öllu og öll skjöl sem vafi léki á hvort rétt væri að varðveita væru borin undir starfsmenn Ríkisskjalasafnsins. Meginreglan er sú að teikningar sem eru yngri en frá árinu 1850 og ekki hafa „sérstakt gildi“ (eins og það er orðað) skuli bornar á bálið.

En hvað er „sérstakt  gildi“? Er það vegna þess að viðkomandi bygging varð þekkt kennileiti, ólík öllum öðrum, dæmi um stíl þekkts arkitekts eða hvað?

Allt varðveitt, á stafrænu formi

Starfsmenn Borgarskjalasafnsins eru hægt og rólega að fikra sig, ef svo mætti segja, í gegnum skjalakílómetrana tíu.  Hvert einasta skjal er myndað, að sögn með fullkomnustu tækni sem völ er á og varðveitt þannig. Skjölin eru sem sagt ekki að öllu leyti töpuð þótt frumskjalið hafi endað á bálinu. Samtímis myndatökunni er allt skráð vel og vandlega þannig að auðvelt ætti að reynast að finna viðkomandi skjal þegar, og ef, á þyrfti að halda. En er þetta ekki bara jafngott og jafnvel betra en einhver gulnaður pappír kynni nú einhver að spyrja.

Tölvumynd er ekki það sama og frummynd

Sagnfræðingar og safnafólk hefur í viðtölum lagt á það áherslu að þótt gott sé og blessað að eiga teikningar í tölvutæki formi komi það ekki í stað frumteikninganna. Sama hversu góð tölvumyndin sé. „Eftirprentun af málverki getur verið mjög góð, en hún verður aldrei annað en eftirprentun“ sagði sagnfræðingur í viðtali í dagblaðinu Politiken. Margir viðmælendur fjölmiðlanna hafa talað á sömu nótum. Þar að auki sé engan veginn hægt að treysta því að ekki geti eitthvað orðið til þess að tölvumyndirnar tapist, annað eins hafi nú gerst.

Eigendur mega ekki fá frumteikningarnar til eignar

Ofanvert við Löngulínu í Kaupmannahöfn er Kastellet, Friðriksvirki. Elsti hluti þess er frá 17. öld og var eins og nafnið gefur til kynna virki, hluti bygginganna voru síðar notaðar sem fangelsi. Friðrikisvirkið er í dag í umsjón hersins og varnarmálaráðuneytisins. Ráðuneytið óskaði eftir því við borgina að það fengi allar þær teikningar sem til eru af Friðriksvirkinu. Ekki gat borgin orðið við þessari beiðni sökum þess að samkvæmt reglum Þjóðskjalasafnsins er ekki heimilt að afhenda til eignar upprunalegar teikningar. Skiptir engu hver á í hlut. Einn af yfirmönnum Þjóðskjalasafnsins benti hinsvegar á að ef Varnarmálaráðuneytið hefði óskað eftir að fá teikningarnar af Friðriksvirki að láni, jafnvel til margra ára, hefði ekkert verið því til fyrirstöðu.

Hefur margt merkilegt endað á bálinu?

Þessari spurningu gátu starfsmenn Borgarskjalasafnsins ekki svarað öðruvísi en þannig að við ákvarðanir hefði verið fylgt leiðbeiningum Þjóðskjalasafnsins. Blaðamenn komust að því að meðal þess sem hefði endað á bálinu væru teikningar af Grundtvigskirkjunni í Kaupmannahöfn, einu þekktasta guðshúsi borgarinnar. Grundtvigskirkjan var nítján ár í byggingu, vígð 1940. Hún var byggð eftir teikningum P.VJensen Klint, hann lést árið 1930 og sonurinn Kaare Klint, sem unnið hafði með föður sínum, teiknaði hluta innréttinganna, þar á meðal altarið og prédikunarstólinn. Að mati sérfræðinga var ekki ástæða til að varðveita frumteikningar Klint feðganna.

Ekki bara brennt í Kaupmannahöfn  

Það er ekki einungis í Kaupmannahöfn sem byggingateikningar hafa orðið eldinum að bráð. Sömu sögu er að segja víða um land, ekki þó alls staðar. Í Vordingborg á Suður- Sjálandi höfðu starfsmenn skjalasafnsins til dæmis lokið við að mynda alla pappíra og voru í þann mund að kveikja á ofninum þegar fréttirnar frá Kaupmannahöfn bárust. Starfsmaður safnsins sagði að í þetta sinn hefði komið sér vel að vera á seinni skipunum “annars væri þetta allt orðið að ösku.“ Sums staðar hefur verið tekin ákvörðun um að mynda allt en geyma teikningarnar, eins og verið hefur.

Óvíst hvort haldið verður áfram að brenna

Í Kaupmannahöfn og annars staðar hefur, eins og áður var getið, verið slökkt á brennsluofnunum. Hvort kveikt verður á þeim aftur hefur ekki verið ákveðið en í ljósi þess hve mikla og neikvæða athygli „brennslan“ hefur fengið verður það að teljast ólíklegt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk