Sýklalyfjaónæmi: Hvað veldur því og hvernig getum við tekist á við það?

Nýlegar rannsóknir benda til þess að sýklaofnæmi sé mun algengara en áður var talið. Ekki er þó öll von úti um að hægt verði að finna lyf gegn ofurbakteríum.

Pillur
Auglýsing

Sýklalyfjaónæmi er eiginleiki sem margar sýkjandi bakteríur hafa tileinkað sér. Í umhverfi þar sem mikið er um sýklalyf er stöðugt áreiti á örveruflóruna. Það getur orðið til þess að breytingar verða á erfðaefni bakteríanna sem gerir þeim kleift að þola sýklalyfin, til dæmis með því að brjóta þau niður í efnasambönd sem eru bakteríunum skaðlaus.

Þessar aðstæður eru til dæmis til staðar í matvælaiðnaði erlendis þar sem dýrum eru sífellt gefin sýklalyf þó engin sýking sé til staðar.  Að sama skapi geta þessar aðstæður myndast í okkur sem einstaklingum ef við notum sýklalyfin að óþörfu eða ekki rétt. Í slíkum tilfellum skiljum við eftir sýklalyf í líkamanum þegar enn eru sýkjandi bakteríur til staðar. Þessar bakteríur reyna svo hvað þær geta til að lifa af í lágum styrk sýklalyfja og í sumum tilfellum tekst þeim það með því að þróa með sér ónæmi gegn lyfinu.

Þegar baktería hefur fengið eiginleikann til að sigrast á sýklalyfjaónæminu er það sú baktería sem nær að fjölga sér og viðhalda tegund sinni.

Auglýsing

Hversu útbreitt er sýklalyfjaónæmi?

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að sýklalyfjaónæmi sé líklega mikið algengara en talið var. Sérstaklega á þetta við í umhverfi þar sem dýr eru ræktuð til manneldis.

Á ráðstefnu Bandaríska örverufræðifélagsins sem haldin var í sumar kom fram að jafnvel ónæmi gegn sjaldgæfum sýklalyfjum hefur aukist gríðarlega. Þetta eru sýklalyf sem hingað til hafa einungis verið notuð í ítrustu neyð, þegar önnur sýklalyf virka ekki.

Áhrif á mannfólk eru einnig þegar orðin mikil og samkvæmt Miðstöð sjúkdómavarna Bandaríkjanna (CDC) sýkjast í það minnsta tvær milljónir manna í Bandaríkjunum einum saman á ári af ónæmum bakteríum og 23.000 látast vegna þeirra.

Ljóst er að staðan er þegar orðin slæm og fer hún síst batnandi.

Hvaða aðferðum er helst beitt til að snúa þessari þróun við?

Þó staðan í dag sé ansi ógnvekjandi er ekki öll von úti enn um að hægt verði að finna lyf gegn þessum ofurbakteríum.

Fjölmargar nálganir hafa verið notaðar til að finna ný lyf og mörg þeirra lyfja sem eru í farvatninu eru þess eðlis að það er mun erfiðara en áður fyrir bakteríurnar að þróa með sér ónæmi. Rannsóknir þar sem verið er að nýta bakteríusýkjandi veirur er dæmi um slíkt. Bakteríusýkjandi veirur, svokallaðir fagar, myndu ekki hafa áhrif á sjúklinginn því þær sérhæfa sig í að sýkja og drepa bakteríur.

Því miður eru ekki líkur á því að hægt verði að snúa við þeirri þróun sem þegar hefur orðið. Með því að nota sýklalyf skynsamlega getum við vonandi komið í veg fyrir frekari útbreiðslu ónæmis og þá sérstaklega á þeim lyfjum sem seinna koma.

Við getum spornað gegn sýklalyfjaónæmi með því að..

  • Taka ekki sýkla­lyf að óþörfu og ekki biðja um þau þegar læknir telur að ekki sé þörf á þeim.

  • Fara ávallt eftir fyr­ir­mælum læknis varð­andi inn­töku á lyfj­um.

  • Ekki geyma sýkla­lyf né setja þau í ruslið eða vaskinn. Ónöt­uðum lyfjum má skila í næsta apó­tek þar sem þeim verður fargað á við­eig­andi hátt.

  • Temja sér gott hrein­læti, til dæmis hand­þvott eftir sal­ern­is­ferð­ir.

  • Forð­ast að nota bakt­er­íu­drep­andi sáp­ur, þær eru nær gagns­lausar fyrir okkur en valda umhverf­inu skaða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk