Sýklalyfjaónæmi: Hvað veldur því og hvernig getum við tekist á við það?

Nýlegar rannsóknir benda til þess að sýklaofnæmi sé mun algengara en áður var talið. Ekki er þó öll von úti um að hægt verði að finna lyf gegn ofurbakteríum.

Pillur
Auglýsing

Sýklalyfjaónæmi er eiginleiki sem margar sýkjandi bakteríur hafa tileinkað sér. Í umhverfi þar sem mikið er um sýklalyf er stöðugt áreiti á örveruflóruna. Það getur orðið til þess að breytingar verða á erfðaefni bakteríanna sem gerir þeim kleift að þola sýklalyfin, til dæmis með því að brjóta þau niður í efnasambönd sem eru bakteríunum skaðlaus.

Þessar aðstæður eru til dæmis til staðar í matvælaiðnaði erlendis þar sem dýrum eru sífellt gefin sýklalyf þó engin sýking sé til staðar.  Að sama skapi geta þessar aðstæður myndast í okkur sem einstaklingum ef við notum sýklalyfin að óþörfu eða ekki rétt. Í slíkum tilfellum skiljum við eftir sýklalyf í líkamanum þegar enn eru sýkjandi bakteríur til staðar. Þessar bakteríur reyna svo hvað þær geta til að lifa af í lágum styrk sýklalyfja og í sumum tilfellum tekst þeim það með því að þróa með sér ónæmi gegn lyfinu.

Þegar baktería hefur fengið eiginleikann til að sigrast á sýklalyfjaónæminu er það sú baktería sem nær að fjölga sér og viðhalda tegund sinni.

Auglýsing

Hversu útbreitt er sýklalyfjaónæmi?

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að sýklalyfjaónæmi sé líklega mikið algengara en talið var. Sérstaklega á þetta við í umhverfi þar sem dýr eru ræktuð til manneldis.

Á ráðstefnu Bandaríska örverufræðifélagsins sem haldin var í sumar kom fram að jafnvel ónæmi gegn sjaldgæfum sýklalyfjum hefur aukist gríðarlega. Þetta eru sýklalyf sem hingað til hafa einungis verið notuð í ítrustu neyð, þegar önnur sýklalyf virka ekki.

Áhrif á mannfólk eru einnig þegar orðin mikil og samkvæmt Miðstöð sjúkdómavarna Bandaríkjanna (CDC) sýkjast í það minnsta tvær milljónir manna í Bandaríkjunum einum saman á ári af ónæmum bakteríum og 23.000 látast vegna þeirra.

Ljóst er að staðan er þegar orðin slæm og fer hún síst batnandi.

Hvaða aðferðum er helst beitt til að snúa þessari þróun við?

Þó staðan í dag sé ansi ógnvekjandi er ekki öll von úti enn um að hægt verði að finna lyf gegn þessum ofurbakteríum.

Fjölmargar nálganir hafa verið notaðar til að finna ný lyf og mörg þeirra lyfja sem eru í farvatninu eru þess eðlis að það er mun erfiðara en áður fyrir bakteríurnar að þróa með sér ónæmi. Rannsóknir þar sem verið er að nýta bakteríusýkjandi veirur er dæmi um slíkt. Bakteríusýkjandi veirur, svokallaðir fagar, myndu ekki hafa áhrif á sjúklinginn því þær sérhæfa sig í að sýkja og drepa bakteríur.

Því miður eru ekki líkur á því að hægt verði að snúa við þeirri þróun sem þegar hefur orðið. Með því að nota sýklalyf skynsamlega getum við vonandi komið í veg fyrir frekari útbreiðslu ónæmis og þá sérstaklega á þeim lyfjum sem seinna koma.

Við getum spornað gegn sýklalyfjaónæmi með því að..

  • Taka ekki sýkla­lyf að óþörfu og ekki biðja um þau þegar læknir telur að ekki sé þörf á þeim.

  • Fara ávallt eftir fyr­ir­mælum læknis varð­andi inn­töku á lyfj­um.

  • Ekki geyma sýkla­lyf né setja þau í ruslið eða vaskinn. Ónöt­uðum lyfjum má skila í næsta apó­tek þar sem þeim verður fargað á við­eig­andi hátt.

  • Temja sér gott hrein­læti, til dæmis hand­þvott eftir sal­ern­is­ferð­ir.

  • Forð­ast að nota bakt­er­íu­drep­andi sáp­ur, þær eru nær gagns­lausar fyrir okkur en valda umhverf­inu skaða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk